Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 24

Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 ✝ Vigdís Ein-arsdóttir fædd- ist í Neðri- Hundadal, Dala- sýslu, 10. september 1921. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 12. nóvember 2011. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi, Neðri-Hundadal, f. 3. júlí 1886, d. 2. mars 1966 og Lára Lýðsdóttir húsfreyja og bóndi, f. 27. júní 1896, d. 25. mars 1986 ættuð frá Litla-Langadal, Skógarströnd. Vigdís giftist 14. september 1946 Hirti Friðbergi Jónssyni, f. 10.9. 1920, d. 23.1. 2006. Þau eignuðust fjóra syni: 1) Jón Frið- berg Hjartarson, f. 29.7. 1947, kvæntur Elísabetu Kemp Stef- ánsdóttur. Börn þeirra eru: a) Hjörtur Friðberg Jónsson, f. 3.9. 1977, sambýliskona hans er Helga Pálsdóttir, f. 12.5. 1973, þeirra sonur Jón Friðberg Hjart- arson, f. 9.5. 2011. b) Áslaug Birna Jónsdóttir, f. 5.12. 1978. c) Stjúpsonur Stefán Kemp, f. 12.11. 1.5. 1982. 4) Ævar Sigmar Hjart- arson, f. 25.12. 1960. Hann kvæntist Jóhönnu Rannveigu Skaftadóttur, f. 25.4. 1962, d. 5.6. 2002. Þau skildu. Börn þeirra eru Lára Guðrún, f. 14.10. 1983, Vigdís Hlíf, f. 8.5. 1992 og Jón Sigmar, f. 10.12. 1994. Vigdís ólst upp vestur í Dölum og tók virkan þátt í æskulýðs- starfi frá 12 ára aldri, var einn af stofnendum Breiðfirðingafélags- ins í Reykjavík, síðar einn af stofnendum Kvenfélags Breiðs- holts, hefur setið í stjórn þess og verið formaður þess um nokk- urra ára skeið. Þá hefur hún set- ið í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík og starfað um árabil í fjölda nefnda á vegum þess. Þá hefur hún setið í stjórn Áhuga- mannafélags um Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, setið í bygging- arnefnd Breiðholtskirkju. Þá var hún einn af stofnendum Sorop- timistaklúbbs Reykjavík III. Auk þessa hefur hún gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Vigdís verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 18. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. 1963, giftur Gunn- laugu Hartmanns- dóttur, f. 4.10. 1964. Dætur þeirra eru El- ísabet, f. 1.2. 1988, Marin, f.11.5. 1995 og Katrín Kemp, f. 9.10. 1997. 2) Einar Friðberg Hjart- arson, f. 20.6. 1949, kvæntur Kristínu Þorgeirsdóttur, f. 13.9. 1959. Sonur þeirra er Kristinn Friðberg, f. 24.5. 1985. Með fyrrv. sambýlis- konu sinni, Sigríði Stefánsdóttur, á Einar tvær dætur: a) Vigdís, f. 6.2. 1977, unnusti Þorsteinn Guðni Berghreinsson, f. 18.3. 1972, dætur þeirra eru Signý Þorsteinsdóttir, f. 13.12. 2005 og Hugrún Þorsteinsdóttir, f. 30.4. 2007. b) Ásdís, f. 20.6. 1978, sam- býlismaður Þorgeir Haraldsson, f. 3.3. 1980, sonur þeirra er Al- mar Steinn Þorgeirsson, f. 8.9. 2007. 3) Stefán Friðberg Hjart- arson, f. 3.7. 1956, kvæntur Ás- laugu Guðmundsdóttur, f. 10.5. 1957, kjörsonur þeirra er Stefán Friðberg, f. 25.3. 1990, unnusta hans er Aileen Maymasa Yasay, f. Það húmar að kveldi, móðir mín er lögst í svefnsins fró og er án efa velkomin þangað sem hún fór. Móðir mín barst ekki mikið á, var hógvær og lítillát í alla staði, en það var líka það sem gerði hana að svo mikilli manneskju, hún var eftirsótt í félagslífi og sat í mörg- um nefndum og störfum því það var tekið eftir því sem hún sagði, enda gat hún séð hluti frá ólíku sjónarhorni sem margur hafði ekki séð fyrir. Við þekkjum það synir hennar hversu annt henni var um þá sem minna mega sín en þar birtist fórnfýsin og ósérhlífn- in. Ég skildi oft ekki hvernig hún gat gert alla þessa hluti og haldið heimili í leiðinni, útsjónarsemin og hagræðingin var það mikil að maður dáðist að því, en eftir að pabbi var kominn í hjólastól þá tók mamma því af æðruleysi og hjúkr- aði honum til dauðadags, en hægt er að segja að í hvívetna hefur „velferðar“-heilbrigðiskerfið brugðist þeim báðum á mörgum sviðum og er sú skömm ævarandi. Eitt af því mörgu sem mamma lagði áherslu á var að vera heið- arlegur og koma hreint fram, ég man í eitt skipti á mínum ung- lingsárum að það var hringt í mig og ég vildi ekki svara símanum eða tala við viðkomandi, þá rak mamma mig út á svalir áður en hún gæti svarað og sagði: „Nei, hann er ekki inni“ og bað mig að gera þetta ekki aftur! Þvílík snilld. Mömmu var margt til lista lagt og ljóðagerðin hjá henni einstök og sýnir hve djúp viska hennar var, hvert orð er meitlað í steininn svo ekki sé talað um ættfræðina þar sem hún rakti ætt okkar blaðalaust til 12. aldar hnökra- laust. Börnum mínum var hlýtt til ömmu sinnar bæði Láru og Vig- dísi, en syni mínum Jóni Sigmari var einstaklega annt um ömmu sína og myndaðist djúpt samband þeirra á milli, en Jón Sigmar hafði reglulega lagt sig í líma við að heimsækja hana í Fornastekk og líka á nýja staðnum við Mörkina á Suðurlandsbraut og fór annað- hvort gangandi, með strætó eða hjólandi til hennar ef hann komst ekki sjálfur með mér. „Duglegur,“ sagði ég við hann, og hann svaraði: Já, en mér þykir svo vænt um hana ömmu! Móðir mín hafði ein- staka útgeislun og nærvera við hana fyllti mann andagift, hún vissi þegar hennar tími var að koma því þegar ég spurði hana hvernig henni liði þá svaraði hún mér af sinni einstöku stóísku ró að hún væri í öruggri framför (til endalokanna) og brosti. Það var lán okkar að geta átt samneyti við hana til hinstu stundar og að hún fengi að halda minni til þess síð- asta. Það virkar dálítið einkenni- legt að sjá þegar hlutskiptin snú- ast við þar sem móðir mín hafði gegnt því hlutverki oft að vaka yfir og líkna svo mörgum að sjá hana komna í hlutverkið að vera sjálfri líknað. Þakka ég starfsfólkinu í Mörkinni sem önnuðust mömmu meðan hún dvaldi þar fyrir ynd- islegt og óeigingjarnt starf. Blessuð sé minning hennar. Ævar Sigmar Hjartarson. Nú er hún móðir mín, Vigdís Einarsdóttir, farin sína hinztu för. Myndir leiftra í hugskoti mínu frá byrjun seinni hluta síðustu aldar þegar hún kom til að sækja mig vestur í Dali eftir sumardvöl mína hjá afa og ömmu þegar ég fékk að fara frá bænum til móts við hana fram að vaði á Miðá þar sem Aust- in-bíllinn beið handan árinnar meðan gætt var að færð yfir óbrúaða ána. Tilhlökkunin var mikil að fá faðmlagið frá henni. Stundum voru vatnavextir í haust- rigningum sem kölluðu á mikla að- gæslu. Biðin var tilfinnanleg og fögnuðurinn mikill þegar hún var komin yfirum á. Það fylgdi henni mikil birta, gleði og töfrar. Dag- arnir fengu lit sem þeir hafa ekki glatað í minningunni. Eina mynd á ég í huga mér þar sem heimilisfólkið í Neðri-Hunda- dal hefur gengið út á túnið framan við bæinn og horfir til himins, máninn endurgeldur sinn feng yfir Sauðafellinu og stjörnurnar leika með. Það er logn og friðsæld yfir fólkinu sem í þögn nýtur mynd- arinnar af Fellsendafjallinu og Grafarhnjúkunum í mynni Reykjadals í algerri andstöðu við fjörugu umræðurnar og gáska- fullu í eldhúsinu hennar ömmu stuttu áður, þegar setið var að snæðingi. Það er ilmur í lofti. Ég stend við húsið og horfi dolfallinn á baksvip hópsins og myndin kvikn- ar við að ég lít upp til að sjá hvað fólkið mitt er að horfa á, afi og amma, afasystkini mín, systkini mömmu og svo við krakkarnir. Ég sé þegar mamma kemur ásamt ættingjum mínum af fjalli með heilu sjópokana og balana af berj- um. Hún hafði örnefnin á takteinum og fann til með landinu er fram- ræsing mýranna fór fram stund- um án fullrar fyrirhyggju eða þeg- ar fornar göngugötur urðu ýtutönn að bráð eða grænir stekk- ir jafnaðir við jörðu. Hvað þá þeg- ar grasivaxin lækjargil voru fyllt upp af jarðvegi eða síkin sem geymdu margslungna lífheima. Margir eru heimarnir horfnir, líf- ríkis og verklags. Henni var annt um að varðveita minjar fyrri bú- skaparhátta. Ekki voru móður minni síður hugstæð örlög og vel- ferð fólksins sem hún kynntist á lífsleiðinni. Ávallt reyndi hún að greiða götu þeirra, sem til hennar leituðu, og lagði sig fram um að bæta mannlífið það hún mátti, ým- ist með virkri þátttöku í félagslífi sveitar eða borgar. Eftir að hún fluttist suður til Reykjavíkur náði endurgjaldslaust þjónustunet hennar til margra átta og oft varð að sinna alls konar erindum, inn- kaupum og milligöngu í fjölbreyti- legum hvunndagserindum fólks. Orðhög var hún, ættfróð og minn- ug. Hún sinnti ófáum sem þurftu aðhlynningar við á efri árum. Föð- ur okkar var hún stoð og stytta er hann varð að fara ferða sinna í hjólastól þó hún væri þá á níræð- isaldri. Sjálf þurfti hún að glíma við afleiðingar slysa eftir að hún varð fyrir bíl á stríðsárunum en breskur hermaður keyrði hana niður ofan við Sundlaug Reykja- víkur við Barónsstíg. Móðir mín var kærleiksrík og tók öllu mótlæti af æðruleysi. Nú er hún komin yfir Miðá hina miklu en skildi mig eftir að þessu sinni. Nú get ég ekkert annað en veifað. Þinn sonur, Jón Friðberg Hjartarson. Gullna hliðið opnast og inn gengur drottningin, tignarleg og fögur beint í fang tengdapabba sem dansar með hana að höllinni þeirra. Nú er kátt á himnum því hún er sannur gleðigjafi. Ég hitti tengdamóður mína fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum, þá opn- aði hún faðminn á móti mér og faðmaði mig innilega að sér, síðan þá hefur hún verið minn allra besti vinur. Ég gat alltaf leitað til henn- ar og alltaf tók hún fagnandi á móti mér og faðmaði mig að sér. Hún hlustaði á mig, gaf mér góð ráð og hvatti mig áfram. Hún var mín styrka stoð í lífinu. Hjá henni var ekkert ómögulegt, hún sá leið út úr öllum vanda. Bjartsýnin og gleðin var hennar leiðarljós og leyfði því neikvæða aldrei að kom- ast að. Hún gaf og gaf allt sitt líf og var alltaf að hjálpa öðrum. Hún hafði yndi af ljóðum og var alltaf að yrkja og líka við hin ýmsu tæki- færi. Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja í Reykjavík gaf út ljóða- bók með ljóðum hennar, Vigdísar- ljóð. Tengdafaðir minn lést fyrir tæpum 6 árum, þá hafði hann verið bundinn hjólastól í um 12 ár, tengdamóðir mín annaðist hann öll þessi ár heima og alltaf með bros á vör, engin vandræði. Systkini tengdamóður minnar voru fjögur en þrjú á lífi, Hjörtur, Áslaug og Stína, ég votta þeim mína innilegustu samúð. Þær syst- ur voru mjög samrýndar og voru mikið saman, þegar tengdafaðir minn veiktist og eftir að hann lést voru Áslaug, Stína og þeirra mak- ar Björgvin og Siggi mikið að hjálpa tengdamóður minni og þakka ég þeim innilega fyrir alla hjálp. Í ágúst 2010 flutti tengdamóðir mín á hjúkrunarheimilið Mörk, þar leið henni mjög vel og hún var drottningin á staðnum og vinur allra. Hún bræddi hjörtu starfs- fólksins með sinni hlýju og elsku og öllum þótti vænt um hana. Hún gaf nýja heimilinu sínu nafn, Hug- heimar, og allir voru sáttir við það. Ég kveð tengdamóður mína, þessa tignarlegu drottningu, og þakka henni fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir mig. Söknuðurinn og sársaukinn er ógurlega sár og tárin eru sem foss niður kinnar mínar. Hún var fallegust, hún var best og hún var hetja. Við hittumst síðar. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Kristín Þorgeirsdóttir. Þá er hún elsku amma mín komin til himna. Það er skrýtið að missa einhvern sem hefur fylgt manni allt sitt líf. Allt sem hún gerði gerði hún fyrir aðra, alltaf var hún að hjálpa öðrum hvort sem það var að gefa ráð, gefa af sér eða hýsa fólk og hjúkra því á sínu eigin heimili. Amma var ljóð- skáld og hefur samið ótal gullfal- leg ljóð. Hún hafði brennandi áhuga á ættfræði og gat rakið ætt- ir aftur til fornaldar, einnig var hún félagslynd manneskja og var formaður Kvenfélags Breiðholts í mörg ár og einnig var hún í fleiri félögum. Allt gerði hún með bros á vör og aldrei heyrði ég hana kvarta. Ég man þegar ég var lítill og ég kom í heimsókn þá var hún búin að geyma barnablöðin á sérstök- um stað fyrir okkur og leikföng sem synir hennar áttu fékk ég að leika mér með og einnig leikföng af gamla skólanum, sauðarleggi og sviðakjálka. Þegar ég átti það til að væla vegna einhvers þá brosti hún til mín og sagði að við ættum bara að „tralla“ okkur í gegnum vandamálin, það er einn- mitt það sem hún gerði þrátt fyrir að síðustu ár ævi hennar hafi verið allt annað en dans á rósum eða auðveld á einhvern hátt þá brosti hún og „trallaði“ í gegnum vanda- málin og veikindin þrátt fyrir að þau hefðu getað brotið flesta. 1994 lamaðist afi minn og var bundinn við hjólastól og hún amma annað- ist hann alveg fram á síðasta dag en aldrei heyrðist kvart né kvein. Eftir að afi dó 2006 þá sáu for- eldrar mínir um að elda fyrir hana og hjálpuðu henni við flestallt og ég vil einnig þakka þeim fyrir allt sem þau hafa gert fyrir hana. Mik- ið vildi ég að ég hefði gefið mér meiri tíma til að hitta hana og tala við hana, hún var ótæmandi visku- brunnur og hjartahreinni mann- eskju ef ég ekki kynnst. Það var svo í fyrra sem hún lagðist inn á dvalarheimilið Mörk, auðvitað bræddi hún hug og hjörtu starfsfólksins og mikill vin- skapur myndaðist á milli þeirra. Síðustu dagana þegar ljóst var í hvað stefndi voru faðir minn, móð- ir mín og frændi minn hjá henni allan sólahringinn og nánasta fólkið hjá henni á daginn. Það er Vigdís Einarsdóttir ✝ Sveinn GunnarKristinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 12. nóv- ember 2011. For- eldrar hans voru Kristinn Marinó Sveinsson, verka- maður, f. 19.6. 1909, d. 15.11. 1991, og Nikólína Guðfinna Konráðs- dóttir, húsfreyja og verkakona, f. 12.5. 1912, d. 9.1. 1991. Hálf- bróðir samfeðra er Þorkell. Sveinn kvæntist Elínu Ósk Snorradóttur, f. 23.9. 1941 í Stífl- isdal í Þingvallasveit, hinn 13. febrúar 1960. Foreldrar hennar voru Snorri Engilbert Gíslason og Valgerður Hannesdóttir, bæði ættuð úr Grafningi. Börn Sveins og Elínar eru: 1) Björgvin, f. 3.9. 6) Líney, f. 6.9. 1970, eiginmaður Þórarinn Sveinsson, börn: Þór- hildur, Sveinn og Haraldur, bú- sett á Seltjarnarnesi. 7) Berglind, f. 9.3. 1979, eiginmaður Kristinn Bjarni Þorvaldsson, börn: Andr- ea Ósk og Emil Goði, búsett í Reykjavík. Sveinn ólst upp í Þingholt- unum til 12 ára aldurs, þá flutti hann ásamt foreldrum sínum á Laugateig 8. Sveinn lauk sveins- prófi í húsasmíði 1956 og meist- aranámi 1974 og vann ávallt við húsbyggingar. Hann vann við virkjanirnar, Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjafoss. Sveinn var verk- taki hjá Landsvirkjun til margra ára. Sveinn og Elín fluttu á Sel- tjarnarnesið árið 1964 og hafa búið þar síðan. Útför Sveins fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 18. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. 1960. Fyrri eig- inkona Lilja Hall- grímsdóttir, dóttir þeirra Helena. Seinni eiginkona Rúna Svandís Ein- arsdóttir, búsett á Torfastöðum II, Grafningi. 2) Krist- inn, f. 8.11. 1962, d. 31.12. 1983. 3) Val- gerður, f. 25.6. 1964, eiginmaður Reynir Daníelsson, börn þeirra: Gísli Már, Bryndís og Tinna, bú- sett í Garðabæ. 4) Gunnar, f. 27.11. 1965, eiginkona Ingibjörg Eva Arnardóttir, dóttir Guðfinna Rós, búsett á Selfossi. Eva átti þrjú börn fyrir, Vilhjálm, d. 30.7. 2000, Arndísi og Ingvar Örn. 5) Snorri, f. 18.5. 1969. Fyrri eig- inkona Trine Gregersen, synir Daniel og Adrian. Seinni kona Toril Amundsen, búsett í Noregi. Mér finnst eins og ég gangi um í þoku og bíði eftir að þú togir í mig og segir mér að þetta sé bara vondur draumur, að þú sért ekki farinn frá okkur. Mér finnst þetta svo óraunverulegt … held að ég sé ekki alveg búin að átta mig. Erfiðri baráttu við krabba- mein er lokið, enn og aftur sigrar krabbinn … þetta er víst lífið, við fæðumst og svo kemur að því að við deyjum á einn eða annan hátt … Þú ert búinn að fá friðinn núna og laus við veikindin og það gleður mig. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig og ég lofa að vera dugleg að rifja upp þessar minn- ingar með fjölskyldunni og þá sérstaklega börnunum mínum. Vildi óska að þú hefðir verið lengur til að kenna Emil Goða meira að smíða, hann var alltaf svo spenntur að koma í bústaðinn til afa og fara smíða. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem er tekið vel á móti þér. Amma Lína, afi Stenni og Krist- inn bróðir hugsa vel um þig núna og hlúa að þér. Ég veit að þú hafðir áhyggjur af því að fara frá okkur en ekki hafa það, við mun- um hugsa vel um mömmu og hvert annað, ég lofa þér því. Þegar lífið slokknar, þá sorgin inn skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst. Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vindgolu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. Gleðin sorginni burt víkur, þannig að henni um tíma lýkur. Bros og hlátur hlutar af gleðinni eru og hún er stór þáttur í okkar tilveru. (Aurora Borealis.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, og hvíldu í friði. Ég elska þig. Berglind. Elskulegur faðir minn hefur nú fengið hvíldina eftir erfiða baráttu við krabbamein. Falleg- ar minningar um góðan mann streyma fram í huga mér og okk- ar samverustundir munu lifa áfram í hjarta mínu. Ég gat alltaf leitað til pabba og það var gott að tala við hann, söknuður okkar allra í fjölskyldunni er mikill. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja pabba síðasta spölinn og það var falleg og frið- sæl stund þegar hann kvaddi þetta líf. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja pabba minn í rólegheitum og það voru engin orð ósögð okkar á milli. Pabbi var afar duglegur og vinnusamur maður og það vita allir sem unnið hafa með honum. Hann var húsasmíðameistari að mennt og vann mikið við hús- byggingar. Þess má minnast að hann smíðaði æskuheimili okkar systkina á Vallarbrautinni í aukavinnu á 10 mánuðum og for- eldrar mínir bjuggu þar alla tíð. Þangað fluttum við inn fjölskyld- an þegar ég var eins og hálfs árs gömul, systkinin þá sex talsins, þrátt fyrir að ýmislegt væri óklárað í húsinu. Nægjusemi ein- kenndi ávallt foreldra mína en það var mikil gleðistund í þeirra lífi þegar þau eignuðust sum- arbústaðinn sinn í Grímsnesi og það var sælureitur pabba því þar hafði hann næg verkefni fyrir stafni. Síðasta sumri eyddi hann að miklu leyti á Torfastöðum II í Grafningi, þar sem hann vann að viðhaldi íbúðarhúss og útihúsa hjá elsta bróður mínum og mág- konu. Hann var þá orðinn mjög kvalinn af krabbameininu en lét það ekki á sig fá þar sem hann vildi klára þetta verkefni. Sárast þótti honum að ná ekki alveg að klára en hann talaði um að hann hefði vantað 2 daga í viðbót. Ég minnist þess þegar yngsti sonur minn bað afa sinn um sverð í afmælisgjöf. Stuttur tími var í afmælið en afanum brást ekki bogalistin og smíðaði það allra fallegasta sverð sem dreng- urinn hafði augum litið og ekki nóg með það heldur fylgdi að sjálfsögðu skjöldur með. Dreng- urinn ljómaði á afmælisdaginn sinn, ánægður með gjöfina frá afa sínum. HINSTA KVEÐJA Elsku bestu afi. Það verður sárt að sjá þig ekki aftur en gott að vita að þú ert í góðum hönd- um núna. Ég vil þakka þér fyrir hversu duglegur þú varst alltaf að spila við mig ólsen-ólsen þegar ég var hjá ykkur ömmu í sum- arbústaðnum. Þín Tinna. Sveinn Gunnar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.