Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
3 2 6 1 4 9
6
7 5
9 5 1
4 9 7 5 2
6 2 4
2 6
7 1
9 1 3 6
1 8 2 3
1 8
7 3 1 4
3 5 2
5 8 9
9 7 1
3 2 9
4 7
5 9 3
6 7
2 9 6
4 6 3
3 8
2 1
7 3 9
5 8
8 1 4 2 7
5 9 1 7 6 2 4 8 3
2 7 8 1 3 4 6 9 5
6 4 3 8 9 5 7 1 2
4 2 5 3 7 8 9 6 1
8 3 6 9 5 1 2 7 4
7 1 9 2 4 6 3 5 8
1 6 7 4 8 3 5 2 9
3 5 2 6 1 9 8 4 7
9 8 4 5 2 7 1 3 6
1 9 5 6 7 8 2 4 3
8 2 7 5 4 3 9 1 6
4 3 6 2 1 9 8 5 7
5 1 2 4 8 6 3 7 9
3 4 9 7 5 2 1 6 8
7 6 8 9 3 1 5 2 4
9 7 4 3 2 5 6 8 1
6 5 1 8 9 4 7 3 2
2 8 3 1 6 7 4 9 5
6 5 1 8 2 3 4 7 9
9 4 3 7 1 5 6 2 8
2 8 7 4 9 6 3 5 1
7 2 9 6 5 8 1 3 4
8 1 5 2 3 4 7 9 6
4 3 6 9 7 1 5 8 2
1 9 4 3 8 7 2 6 5
3 6 2 5 4 9 8 1 7
5 7 8 1 6 2 9 4 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 18. nóvember,
322. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Hann stendur mér við
hlið til þess að veita mér lið og vernd.
(Daníel 11, 1.)
Stykkið Alvöru menn er í Austur-bæ – hörpu alþýðunnar. Víkverji
slóst í hópinn um liðna helgi og líður
mun betur en áður og var þó ekki yfir
neinu að kvarta.
x x x
Austurbæjarbíó var meira en kvik-myndahús á árum áður. Þar
komu fram stjörnur. Heimsfrægar
hljómsveitir eins og The Swinging
Blue Jeans, The Kinks og Herman’s
Hermits. Tempó hitaði upp og þá var
ekki ónýtt að þekkja strákana, geta
veifað og fengið vink á móti. Það
skoraði drjúgt í næstu sætum.
x x x
Síðan seig á ógæfuhliðina og átímabili stóð til að rífa Austur-
bæjarbíó. Þá fór um margan alvöru
manninn, sem átti ekkert nema góðar
minningar um staðinn, þar sem
margir tóku fyrstu skrefin í við-
skiptum með skiptum á hasarblöðum.
Þar sem menn komust að því að það
kostaði að minnsta kosti fjögur dönsk
Andrés Andar-blöð að fá eitt amer-
ískt.
x x x
Húsið stóð af sér pólitískar of-sóknir en þegar Víkverji mætti
á Alvöru menn voru engir blaðasölu-
strákar fyrir framan Austurbæ –
hörpu alþýðunnar, sem áður hét
Austurbæjarbíó. Miðasalan var líka á
öðrum stað en hann átti að venjast og
ekki hægt að fá popp í sælgætissöl-
unni enda varla boðlegt alvöru mönn-
um.
x x x
Karlmennskan er ekkert grín ogþað þarf alvöru menn til þess að
koma því á framfæri. Glynn Nicholas,
annar höfunda verksins, segir í leik-
skrá að þar sem leikararnir séu í
bölvuðu basli í lífi sínu séu þeir kjörn-
ir í hlutverkin. Það eru orð að sönnu.
Víkverja er til efs að eins mikið hafi
verið hlegið í byggingunni og á Al-
vöru mönnum. Jafnvel myndin Lyk-
illinn undir mottunni framkallaði ekki
önnur eins kátínuviðbrögð. Alvöru
menn er frábært stykki fyrir alvöru
menn – og konur.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 aðstoð, 8 stelur,
9 fiskar, 10 ambátt, 11
hellir, 13 mannsnafn, 15
lögunar, 18 syrgja, 21
guð, 22 þátt, 23 eyddur,
24 griðungur.
Lóðrétt | 2 húsgögn, 3 hiti,
4 svelginn, 5 veik, 6 lof, 7
þrjóskur, 12 frístund,14
mergð, 15 áfergja, 16
ganga á eiða, 17 vinna, 18
ekki djúp, 19 veislunni, 20
hafa undan.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 sakir, 4 flaka, 7 lipur, 8 ástúð, 9 Týr, 11 aurs, 13 hríð,
14 paufa, 15 strá, 17 köld, 20 fag, 22 auðna, 23 óbeit, 24 apann,
25 Andri.
Lóðrétt: 1 sálga, 2 kæpir, 3 rýrt, 4 flár, 5 aftur, 6 auðið, 10 ýs-
una, 12 spá, 13 hak, 15 spana, 16 riðla, 18 örend, 19 dotti, 20
fann, 21 góna.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ugla sat á kvisti.
Norður
♠D82
♥K73
♦4
♣ÁKDG103
Vestur Austur
♠K10543 ♠ÁG76
♥109654 ♥DG82
♦G9 ♦32
♣2 ♣854
Suður
♠9
♥Á
♦ÁKD108765
♣976
Suður spilar 7♦.
Hann er Pólverji og heitir Rússi –
reyndar Jerzy Russyan, svo engu sé
logið. Makker hans er Krzysztof La-
socki, sá sami og mætti Íslandi í úr-
slitaleik HM í Yokohama fyrir 20 ár-
um. Þá þegar hafði Lasocki hið
notalega yfirbragð jólasveinsins og svo
er enn: hárið úfið, vömbin þétt, skeggið
hvítt og mikið. Þeir félagar kepptu með
öldungaliði Pólverja í Hollandi og unnu
til bronsverðlauna.
Heppnin var með þeim í spilinu að
ofan. Russyan var í suður og stökk
miðjum sagnklíðum í 4G, sem hann
meinti sem gamaldags Blackwood, en
Lasocki tók sem spurningu um lyk-
ilspil með lauf sem tromp. Lasocki lof-
aði því fleiri ásum en hann átti og Rus-
syan reyndi sjö. Aumingja vestur.
Eftir „ugla sat á kvisti“ kom hann út
með hjarta og Russyan lagði upp.
18. nóvember 1709
Biskupsstofan á Hólum í
Hjaltadal brann til kaldra
kola. Tapaðist þar mikið af
dýrgripum.
18. nóvember 1897
Blaðamannafélag Íslands var
stofnað. „Félagar geta orðið
allir þeir, sem hafa fjölmiðlun
að aðalstarfi,“ segir í núgild-
andi lögum félagsins.
18. nóvember 1920
Matthías Jochumsson skáld og
prestur lést. Viku áður, á 85
ára afmælinu, var hann gerð-
ur að heiðursborgara Akur-
eyrar og heiðursdoktor í guð-
fræði við Háskóla Íslands.
Matthías orti m.a. þjóðsönginn
Ó, Guð vors lands! og samdi
leikrit, t.d. Útilegumennina,
en það var síðar nefnt Skugga-
Sveinn.
18. nóvember 1944
Íslenskir bananar voru seldir í
fyrsta sinn, í verslun Slátur-
félagsins í Hafnarstræti. Þeir
voru ræktaðir á Kleppjárns-
reykjum í Borgarfirði. Búist
var við að uppskeran það árið
yrði 2600 stykki.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
„Ég ætla nú aðallega að láta rýja en annars eru
engin stórplön í gangi í tilefni dagsins,“ segir Ein-
ar Kári Magnússon sem er 27 ára í dag. Aðspurður
segist hann ekki búast við neinu sérstöku í tilefni
afmælisins enda ekki um neitt stórafmæli að ræða.
Einar hefur stundað nám í búvísindum við Land-
búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og vinnur nú
að meistararitgerð á sviði fóðurfræði.
Hann ólst upp í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu
og segist alltaf hafa haft áhuga á landbúnaðar-
málum. Það hafi því kannski legið beint við að fara
út í nám í tengslum við þau. „Eins og staðan er
núna er það eitthvað tengt leiðbeiningarþjónustu og fóðurfræðum,“
segir Einar aðspurður hvað hann hugsi sér að gera í framhaldi af
náminu. Þá segist hann stefna að því að starfa við landbúnað samhliða
störfum tengdum menntun sinni. „Allavega vera með einhverjar kind-
ur,“ segir Einar.
Einar býr nú hjá tengdaforeldrum sínum á Halldórsstöðum í Seylu-
hreppi í Skagafirði og kann vel við sig þar. Aðspurður segir hann það
alveg koma til greina að setjast þar að til framtíðar þótt ekkert hafi
verið ákveðið í þeim efnum. hjorturjg@mbl.is
Einar Kári Magnússon er 27 ára
Vinnur að meistararitgerð
Söfnun
Helena Ósk Baldurs-
dóttir, Rebekka Rán
Kristjánsdóttir, Rakel
Rut Kristjánsdóttir, Vikt-
oría Karen Ottósdóttir,
Sigrún María Steingríms-
dóttir og Líf Þórðardóttir
föndruðu skraut úr
pappa og seldu á Kjalar-
nesi. Þær söfnuðu 9.201
kr. sem þær færðu Rauða
krossinum.
Flóðogfjara
18. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.03 1,3 11.25 3,3 17.51 1,3 10.06 16.21
Ísafjörður 0.58 1,5 7.10 0,6 13.24 1,8 20.03 0,6 10.32 16.05
Siglufjörður 3.39 1,0 9.21 0,5 15.35 1,1 22.07 0,3 10.15 15.47
Djúpivogur 2.04 0,7 8.28 1,8 14.55 0,7 21.03 1,6 9.40 15.45
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Einhver sem þú ert í sambandi við
kynnir þér nýja möguleika. Þú átt ekki að
láta það eyðileggja fyrir þér daginn þótt
einhver annar hafi farið röngum megin fram
úr rúminu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Spurðu þig hvort þú ætlir að halda
áfram í núverandi starfi eða skipta um
starfsvettvang. Margar hendur vinna létt
verk og það er þér í hag að klára strax.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fullt af fólk gerir það sem þú seg-
ir. Þér er hlýtt í brjósti til annarra núna. Þú
ert líka umvafin/n ást.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er engum öðrum að kenna en
þér ef þér leiðist eitthvað þessa dagana.
Opnaðu augun með jákvæðum huga og þá
eru þér allir vegir færir.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Farðu varlega þegar þú átt í höggi við
mann sem veit meira en þú um tiltekið efni.
Þú átt ýmislegt í geymslunni sem þú ættir
að kíkja betur á.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Sumu fólki finnst mjög gaman að
vera á skjön við aðra, en ekki þér. Varastu
að senda fólki misvísandi skilaboð.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Láttu ekki deigan síga, þótt menn séu
að gera einhverjar athugasemdir við hug-
myndir þínar. Láttu það ekki angra þig.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Vertu ekki feimin/n við að tjá
þakklæti þitt í garð þeirra sem það eiga
skilið. Kannski finnur þú eitthvað spenn-
andi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vinir fara yfir strikið. Gættu þín
að falla ekki fyrir freistingum of oft. Þú ert í
góðu jafnvægi.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er allt í lagi að hampa sjálf-
um sér svona af og til ef það er ekki á ann-
arra kostnað. Þú ert með allt á hreinu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert á öndverðum meiði við
meirihlutann og þarft á öllu þínu þreki að
halda. Einhver þér eldri getur miðlað þér af
reynslu sinni.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er kominn tími til þess að þú
leggir áherslu á einkalíf þitt. Aðalatriðið er
að segja ekkert vanhugsað sem þú gætir
séð eftir.
Stjörnuspá
Jóhannes Sig-
mundsson, fyrr-
verandi kennari
og ferðaþjón-
ustubóndi í
Syðra-Langholti,
Hrunamanna-
hreppi, er átt-
ræður í dag, 18.
nóvember. Eiginkona hans er
Hrafnhildur Svava Jónsdóttir. Þau
eru að heiman.
80 ára
1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3
Rf6 5. h3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 c4 8.
Bc2 Bd6 9. O-O O-O 10. Bf4 b5 11. a3
He8 12. Bxd6 Dxd6 13. Rd2 a5 14.
Rg3 Be6 15. Rh5 Rd7 16. Df3 Rb6 17.
Hfe1 b4 18. Rf1 b3 19. Bb1 Re7 20.
Rfg3 Rd7 21. Rf5 Rxf5 22. Bxf5 Bxf5
23. Dxf5 Rb6 24. Dg5 Dg6 25. Dxg6
hxg6 26. Rg3 Ra4 27. Hxe8+ Hxe8
28. Hb1
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro-
gaska Slatina í Slóveníu. Stórmeist-
arinn Evgeniy Podolchenko (2474)
frá Hvíta-Rússlandi hafði svart gegn
alþjóðlega meistaranum Yuri Kors-
unsky (2419) frá Úkraínu. 28… Rxb2!
29. Hxb2 He1+ 30. Rf1 a4 31. g3
Ha1 32. Kg2 Hxa3 33. Re3 Ha1 34.
Rxd5 a3 35. He2 b2 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.