Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Vestfirðingar hafa áhyggjur af því að
skortur á framkvæmdum í vetur geti
leitt til aukins atvinnuleysis. Í október
voru 106 skráðir atvinnulausir á Vest-
fjörðum en sú tala gæti hækkað um
helming þegar uppsagnarfrestur hjá
þeim 51 manni sem sagt var upp í
tveimur hópuppsögnum í lok október
og nóvember rennur út.
„Það virðist ekki vera borð fyrir
báru í því sem maður kallar fram-
kvæmdafé. Hvort það er til staðar veit
ég ekki en menn virðast alla vega ekki
vera að hugsa það þannig að það eigi
að koma atvinnulífinu af stað,“ segir
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga, þegar
staða framkvæmda á Vestfjörðum er
rædd. Öllum starfsmönnum TH-tré-
smiðju á Ísafirði var sagt upp í vikunni
og í lok október var öllum starfsmönn-
um KNH verktaka sagt upp.
Erfiðasti vetur eftir hrun
Sigurður Óskarsson, framkvæmda-
stjóri KNH ehf., segir ekkert fram-
undan núna. „Það er algjör dauði í
febrúar, ég held að það séu öll jarð-
vinnufyrirtæki á landinu að verða
verkefnalaus.“
Steinþór Bjarni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi TH, tók í
sama streng í vikunni og sagði tímann
verða að leiða í ljós hvort einhverjir
yrðu ráðnir aftur.
Finnbogi segir það hafa verið fyrir-
séð að þessi vetur yrði sá erfiðasti eft-
ir hrun ef ekkert yrði að gert. Vonast
hafi verið eftir því að blásið yrði til
sóknar í kjölfar viðræðna við stjórn-
völd í vor og sumar. „Fyrirtæki fá
bara þau skilaboð að framkvæmdafé
sé búið. Ekki verði gert meira í ár.“
Ríkið ekki lengur til bjargar
Finnbogi segir sárt að vita af fjölda
viðhaldsverkefna hjá bæði ríki og
sveitarfélögum, sem ekki sé gengið í
og eignir skemmist fyrir vikið. Fyr-
irtæki hafi hingað til lifað af veturinn
með því að fara í viðhaldsverkefni í
þessum „dauðu“ mánuðum.
„Maður hefur verulegar áhyggjur
af því þegar sveitarfélög og ríki, sem
eiga að vera hæf að grípa inn í þegar
ástandið er svona, geta það ekki fjár-
hagslega. Þá er kominn tími til að
hugsa þetta allt upp á nýtt.“ Þegar
rætt er um atvinnuhorfur segir Finn-
bogi ljóst að sjávarútvegurinn sé
hornsteinn Vestfirðinga.
Þar séu nú spennandi
verkefni í fiskeldi hjá
Arnarlaxi á Bíldudal og
Fjarðalaxi í Tálknafirði
en fyrirtækin hafi auglýst
eftir fólki. HG í Hnífsdal
boði að fyrirtækið muni
fara í aukið þorsk-
eldi en það geti
einnig skap-
að mörg
störf.
Erfiðasti veturinn
eftir bankahrunið
Vestfirðingar segja fé vanta til framkvæmda yfir veturinn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Atvinna Vestfirðingar hafa áhyggjur af því að skortur á framkvæmdum í vetur geti leitt til aukins atvinnuleysis.
Þó að þar sé nú aukning í fiskeldi er ekki víst að hún leysi úr atvinnuleysi iðnmenntaðra manna.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það sem að mínu mati stendur upp
úr í þessu svari er að þarna sést
svart á hvítu að veiðigjaldið er fyrst
og fremst landsbyggðarskattur,“
segir Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins. Jón
Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðsherra, svaraði í gær
fyrirspurn Einars um árlega upp-
hæð veiðigjalds og skiptingu þess
eftir sveitarfélögum.
Einar segir að samkvæmt svari
ráðherrans komi 85% þeirrar upp-
hæðar sem sé innheimt frá útgerð-
um sem starfa utan höfuðborgar-
svæðisins. „Þessir peningar fara
síðan til ráðstöfunar í ríkissjóði og
allir vita að þeir peningar rata að
lokum fyrst og fremst í verkefni á
höfuðborgarsvæðinu. Þannig að hér
er um að ræða kláran tilflutning á
fjármunum með beinum hætti í
gegnum ríkissjóð frá landsbyggð til
höfuðborgar.“
Útilokað fyrirkomulag
Einar bendir á að á næsta fisk-
veiðiári hafi ríkisstjórnin í hyggju
að þrefalda veiðigjaldið og að það
fari þá úr þremur milljörðum króna
í níu milljarða. „Þá fer að muna
rækilega um þetta í einstökum
byggðarlögum og hundruð milljóna
úr tiltölulega litlum sjávarplássum
munu þá streyma úr hagkerfi
þeirra og þar með veikja þau,“ segir
Einar og bætir við að það sé alger-
lega útilokað að búa við það að fyr-
irkomulagið sé með þessum hætti.
Hann segir ennfremur að ef
halda eigi áfram á þessari leið sé
það „sjálfsögð réttlætiskrafa
byggðanna úti á landi að þessir
fjármunir rati til þeirra að nýju til
einhvers konar atvinnuuppbygging-
ar þar“.
Féð skili sér
aftur til lands-
byggðarinnar
Segir veiðigjaldið landsbyggðarskatt
Álagt veiðigjald
frá fiskveiðiárinu 2005/2006
2005/2006:
649.292.360 kr.
2006/2007:
443.563.095 kr.
2007/2008:
403.087.266 kr.
2008/2009:
126.256.035 kr.
2009/2010:
1.127.030.474 kr.
2010/2011:
3.089.232.708 kr.
2011/2012:
4.500.000.000 kr.*
*Gert er ráð fyrir að álagt veiðigjald fiskveiðiárið
2011/2012 verðu um 4,5 ma. kr.
„Það setur auðvitað ugg að
manni,“ segir Daníel Jak-
obsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar, um fréttir af tveimur
hópuppsögnum með mán-
aðarmillibili. Hann segist þó
vonast til þess að í öðru til-
fellinu eigi hluti starfsmanna
að geta horfið að öðrum verk-
efnum og vísar þar til verk-
efna sem séu að fara í gang á
Vestfjörðum; þ.e.a.s. vega-
framkvæmdir á suðurfjörð-
unum og á Ströndum og snjó-
flóðagarðar á Ísafirði. Hjá
Ísafjarðarbæ sjái hann fram á
meiri framkvæmdir en í lang-
an tíma áður, bæði með bygg-
ingu hjúkrunarheimilis og
tveggja hótela.
„Þó veturinn sé erfiður,
þar sem allt framkvæmdafé
er uppurið hjá ríkinu í ár,
ætti næsta ár að geta verið
ágætt og verkefnastaðan
að fara að lifna við
með sumrinu,“
segir Daníel.
Erfitt en tek-
ur betra við
ATVINNUMÁL Í VETUR
Daníel
Jakobsson
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efna-
hags- og viðskiptaráðherra, hækkaði
þóknun til stjórnarmanna í Fjár-
málaeftirlitinu um 77% 1. september
2010, á síðasta degi sínum í embætti.
Árni Páll Árnason, eftirmaður Gylfa,
vissi ekki af hækkuninni fyrr en í
gær.
Hækkunin gilti frá 1. apríl 2010 og
heildarlaun til stjórnar fóru þá úr
13,5 milljónum í 24 milljónir. „Ég tók
þessa ákvörðun í samráði við ráðu-
neytisstjóra og starfsfólk ráðuneyt-
isins. Forsendurnar fyrir hækkun-
inni voru þær að það var gríðarlegt
álag á stjórn Fjármálaeftirlitsins allt
frá hruni. Í þessu felst mikil vinna og
það er mjög erfitt að fá hæft fólk,“
segir Gylfi. „Þetta eru tímafrek
störf, unnin undir miklu álagi og
kjörin endurspegla það.“ Gylfi segir
að hlutverk stjórnar FME hafi
breyst mikið við hrunið, verkefnum
hafi fjölgað og umfang aukist.
Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra, vissi ekki um
þessa hækkun fyrr en í gær. „Að-
koma mín að þessu er engin. FME er
sjálfstætt í sínum störfum og ég veit
ekki á hvaða forsendum þessi
ákvörðun var tekin. Það er ómögu-
legt fyrir mig að leggja mat á
ákvarðanir forvera míns,“ segir
Árni. Stjórnin er skipuð til fjögurra
ára í senn. Þar sitja þrír aðalmenn og
þrír varamenn og formaður hennar
er Aðalsteinn Leifsson. „Hver
stjórnarmaður er með 200 þúsund
króna þóknun á mánuði, en stjórn-
arformaður er með 600 þúsund.
Þessi kjör tóku gildi áður en ég tók
sæti í stjórninni og það eru vænt-
anlega einhverjar bókhaldslegar
ástæður fyrir því að þetta kemur
fram í rekstraráætlun núna,“ segir
Aðalsteinn. Hann segir störf stjórn-
arinnar meðal annars felast í því að
marka stefnu FME og sjá til þess að
henni sé fylgt eftir. Að auki ræður
stjórnin forstjóra og tekur ýmsar
ákvarðanir lögum samkvæmt. Hann
segir kjörin taka mið af því að stjórn-
arsetan takmarki atvinnumöguleika
fólks. „Við verðum að halda okkur
fjarri öllu því sem gæti valdið hags-
munaárekstrum og megum ekki eiga
neitt undir eftirlitsskyldum aðilum.“
Stjórn FME fékk 77% hækkun
Forsendur hækkunarinnar sagðar vera gríðarlegt álag á
stjórnina Árni Páll vissi ekki af hækkuninni fyrr en í gær
LANGUR
LAUGARDAGUR
Opið til 17:00
og víða lengur
Verslum og njótum þar sem
jólahjartað slær
Akureyringar og nærsveitamenn
fundu greinilega fyrir þremur jarð-
skjálftum á áttunda tímanum í gær-
kvöldi. Áttu skjálftarnir upptök sín
um 14 kílómetrum austan Akureyr-
ar, nánar tiltekið í Ljósavatnsfjalli.
Sá stærsti var 3,2 stig kl. 19.22 og á
næstu 24 mínútum fylgdu tveir eft-
irskjálftar; 1,5 stig og ríflega 2 stig.
Tveir þeir stærri voru á um það bil
9 km dýpi en sá minnsti á um 6 km
dýpi. Einn skjálfti mældist síðan um
hálftíuleytið í gærkvöldi, upp á 1,3
stig.
Að sögn Sigþrúðar Ármanns-
dóttur á jarðvárdeild Veðurstof-
unnar eru jarðskjálftar ekki tíðir á
þessu svæði, algengara sé að þeir
séu norðar á Flateyjarskaganum.
Ekki höfðu mælst frekari jarðhrær-
ingar er Morgunblaðið fór í prent-
un í gærkvöldi.
Stóri skjálftinn fannst vel á Akur-
eyri. Íbúi á Akureyri segist hafa
fundið hann greinilega, en hann býr
efst á Brekkunni. Fyrst kom smá
forskjálfti að honum fannst og svo
talsvert högg ásamt hljóðbylgju.
Fátíðir jarðskjálftar
fundust við Akureyri