Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 10
Hefð er fyrir því að senda jólakort til vina og
ættingja fyrir jólin. Voru slíkar sendingar mik-
ilvægar fyrir þá tæknibyltingu í samskiptum
sem við þekkjum í dag. Daglegu lífi barst
ábending um safn af fallegum jólakortum
sem dóttir safnara nokkurs í Reykjavík hafði
fundið við tiltekt. Kortin eru dagsett allt aftur
til ársins 1909 og sést á safninu hve
jólakort hafa tekið miklum breyt-
ingum í gegnum árin. Kortin eru ekki
jólaleg miðað við skilgreiningu okk-
ar í dag. Sum eru rómantísk og hafa
hentað vel fyrir ungar yngismeyjar
á meðan önnur sýna náttúru Ís-
lands og vísa þá ef til vill til eft-
irlætisstaðar sendanda. Þau
eiga það þó öll sameiginlegt að
innihalda hlýjar jólakveðjur. Þá
er rithöndin áberandi glæsileg
á kortunum og greinilegt að send-
endur hafa vandað til verksins.
Vefsíðan emma.is er vefur sem ger-
ir sjálfstæðum höfundum, útgef-
endum og handhöfum útgáfuréttar
kleift að koma ritverkum á fram-
færi hvort sem þeir vilja bjóða þau
til sölu eða gefa verkin. Þannig er
Emma rafbókamiðlari fyrir íslenskar
rafbækur. Þjónustan er ætluð
hverskonar rithöfundum, áhuga- og
skúffuskáldum og fyrirtækjum en
hverjum sem á höfundar- og út-
gáfurétt á verki er velkomið að gefa
það út hjá Emmu. Verkin eru gefin
út sem lófabækur (rafbækur fyrir
lestöflur, snjalltæki eða tölvur).
Það eru þeir Óskar Þór og Fannar
sem standa á bak við Emmu en þeir
elska bækur af öllum toga og sam-
an hafa þeir óbilandi áhuga og trú
á möguleikum nýrrar tækni og
næmt auga fyrir möguleikum bók-
mennta í framtíðinni.
Á síðunni segir að þeir félagar
hafi valið nafnið Emma þar sem
það sé fallegt, auðvelt að muna og
sé skírskotun í skáldsöguna Emmu
eftir Jane Austen og Emmubækur
fyrir krakka. Enn fremur segir að
Emma sé jákvæð og skapandi,
áhugasöm og spennandi og alltaf
tilbúin til að finna eitthvað að lesa
handa þér.
Nafnið Emma er af fornfrönskum
og fornþýskum uppruna og merkir
heild eða allt.
Vefsíðan www1.emma.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Bóklestur Það verður sífellt algengara að fólk lesi bækur í rafrænu formi.
Tilvalið fyrir skúffuskáld
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta er í tuttugasta og ní-unda skipti sem ég heldsvona opið hús fyrir jólin.Þetta er árviss viðburður
hjá mér,“ segir glerlistakonan Sig-
rún Einarsdóttir sem rekur gler-
verkstæðið Bergvík á Kjalarnesi.
„Ég geri þetta fyrst og fremst til að
leyfa fólki að sjá glerblástur, því við
erum ekki lengur með opið verk-
stæði en þannig var það fyrstu árin.
Fólk getur komið um helgina og
fengið að sjá hvernig sumir hlutir
verða til. Við erum fjórar sem ætl-
um að sýna glerblástur, ég sjálf og
Ólöf systir mín og tveir gestablás-
arar, þær Ida W. Knudsen frá Dan-
mörku og Laura K. Puska frá Finn-
landi. Ég ætla líka að vera með
útsölu á útlitsgölluðum glermunum
og hafa afslátt af öðru gleri í tilefni
jólahelgarinnar hér hjá mér. Gestir
fá líka kaffi og piparkökur og fé-
lagar úr Vinabandinu leika jólalög á
munnhörpu og gítar á laugardags-
morgun.“
Mikil upplifun fyrir börnin
„Þetta opna hús er í mínum
huga aðallega huggulegheit, því ég
sé ekki svo mikið af mínum við-
skiptavinum og mér finnst gaman
þegar þeir koma á verkstæðið.
Margir halda líka tryggð við mig og
það þykir mér vænt um. Sumir
koma á hverju ári og hafa gert í öll
þessu 29 ár. Heilu ættirnar byrja
jólin hérna á verkstæðinu á opna
húsinu hjá mér. Mér finnst líka svo
skemmtilegt hvað krakkarnir hafa
gaman að þessu, þau sem eru frá
sex ára og upp að fermingu, þeim
Þvottabrettagler
verður sushi-sett
Hún opnar glerverkstæðið sitt fyrir gestum núna um helgina og ætlar að leyfa
þeim að sjá glerblástur, hlusta á munnhörpuspil og gítarleik og bjóða upp á kaffi
og piparkökur. Margir fastagestir koma ár eftir ár og heilu ættirnar byrja jólin á
verkstæðinu hjá Sigrúnu glerlistakonu sem verður með útsölu um helgina.
Blástur Sigrún og Ida W. Knudsen á glerblásturverkstæðinu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Falleg og listi-
lega vel skrifuð
Jólakortasafn