Morgunblaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 11
finnst mikil upplifun að sjá gler-
blásturinn.“
Það verður kátt í bæ og Vina-
bandið kemur fram en Sigrún segir
að það samanstandi af tveimur góð-
um mönnum. „Þorgrímur sem er á
níræðisaldri og Haraldur, þeir spila
á munnhörpu og gítar. Þorgrímur
er með munnhörpu sem hann smíð-
aði sjálfur úr silfri og hún hefur ein-
staklega fallegan hljóm. Hann kem-
ur og skjallar okkur dömurnar og
spilar yndislega fyrir okkur og
gestina.“
Viðurkenning fyrir mortel
Sigrún kom í sumar með tvær
nýjar hönnunarvörur á markað, en
það eru glermortel og sushi-sett.
„Ég frumsýndi þessar vörur á
Handverki og hönnun í Ráðhúsinu
og tók þátt í samkeppninni Skúla-
verðlaun. Ég fékk viðurkenningu
fyrir mortelin,“ segir hún og bætir
við að Sushi-bakkarnir, sem ekki
eru blásnir, geymi skemmtilega
sögu. „Þannig var að ég komst fyrir
þónokkru yfir ákveðna tegund af
gleri sem ég held að maður nokkur
hafi flutt inn fyrir stríð, til að búa til
úr því þvottabretti. En svo vann
tíminn ekkert með honum, stríðið
brast á og síðan komu þvottavél-
arnar. Þá duttu þvottabrettin upp
fyrir. Svo maðurinn hefur setið
uppi með rifflaða glerið. Kona
nokkur fann þetta gler undir tröpp-
um í íbúð mannsins þegar hún
keypti hana.“
Tommu þykkt gler í botni
Hún segir það vera talsverða
vinnu að búa til sushi-bakkana.
„Fyrst saga ég glerið til og slípa
það, síðan sandblæs ég það og hita í
mótum og beygi það til eins og ég
vil hafa það. Mér finnst frábært að
þetta þvottabrettagler fái svona al-
veg nýtt hlutverk löngu seinna. En
ég hef gert skálar og föt úr þessu
gleri og þetta er mjög sterkt efni.“
Sigrún segir að glerið í mortel-
unum sé líka mjög sterkt. „Þau eru
um það bil tomma að þykkt í botn-
inum og þurfa að vera rúnnuð eins
og stauturinn sem kemur ofan í. Ég
held því fram að í gamla daga hafi
gler og postulín verið notað í mor-
tel, sérstaklega í lyfjaframleiðslu,
því þau máttu ekki vera gljúp eins
og leirinn er.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Jólaljósadýrð og aðventustemning
verður nú um helgina í Grasagarð-
inum og ýmislegt á dagskrá fyrir alla
fjölskylduna.
Á laugardeginum kl. 14 mun séra
Bjarni Karlsson, sóknarprestur í
Laugarneskirkju, flytja jólahugvekj-
una Jólin sem tengslahátíð og Svavar
Knútur spilar á gítar. Bæði laugardag
og sunnudag kl. 16 mun svo skart-
gripahönnuðurinn og rithöfundurinn
Hendrikka Waage lesa upp úr nýjustu
bók sinni Rikka og töfrahringurinn í
Japan. Á meðan á upplestri stendur
verður tilboð á kakói og smákökum
fyrir börnin.
Á sunnudeginum milli 14 og 16
verður ungt tónlistarfólk úr Skóla-
hljómsveit Austurbæjar á ferð og
flugi um Laugardalinn og gleður gesti
með jólatónum. Í Café Flóru hefur
einnig verið sett upp lítið Umhygg-
jutré en gestum á öllum aldri býðst
að föndra origami-skraut og skreyta
tréð til styrktar Umhyggju, félagi
langveikra barna. Kaffihúsið Café
Flóra og jólabasarinn eru opin frá
klukkan 12-18.
Endilega …
Jólalegt Ljósadýrð í Grasagarðinum þar sem aðventustemning verður ríkjandi.
… skreytið Umhyggjutréð
Núna um helgina verður opið hús
á glerblástursverkstæði Sigrún-
ar Einarsdóttur, Bergvík á Kjal-
arnesi. Opið verður báða dagana,
laugardag og sunnudag frá 10 til
15. Sýndur verður glerblástur, út-
sala á glermunum, Vinabandið
spilar og kaffi á könnunni.
Verkstæðið er staðsett milli
Klébergsskóla og Grundar-
hverfis.
Allir velkomnir.
Jólahelgin á
glerverkstæðinu
GLERBLÁSTUR OG ÚTSALA
Víða um land eru haldir skemmtilegir mark-
aðir nú á aðventunni þar sem hægt er að
upplifa jólastemningu og kaupa jólagjafir.
Einn af þeim er Jólamarkaðurinn á Fitjum í
Reykjanesbæ. En Fitjar eru verslunarkjarni í
bænum. Á Jólamarkaðnum selja 20 til 25
ólíkir listamenn, hönnuðir og handverksfólk
vörur sínar beint til viðskiptavina. Markaður-
inn er opinn alla laugardaga og sunnudaga
fram að jólum frá kl. 13-18. Einnig verður op-
ið frá kl. 17- 22 fjóra seinustu daga fyrir jól.
Handverksfólki, listamönnum og hönn-
uðum býðst að leigja sölubás á sanngjörnu
verði á markaðnum en áhugasömum er bent
á að hafa samband við Sigurbjörn í síma
860 0007 eða á netfanginu sibbia@isl-
andia.is
Reykjanesbær
Jólastemning Tónlist og jólalegar skreytingar á Jólamarkaðnum á Fitjum, gestir kíkja á það sem í boði er.
Handverk Fallegar ljósaseríur hjá brosmildum handverkskonum.
Jólastemning á
markaði á Fitjum
Sushi Settið er gert
úr riffluðu gleri ætl-
að í þvottabretti.
Mortel Þau eru sann-
arlega litrík og skemmti-
leg gegnsæu mortelin.
Eirvík hefur eldhústæki og fylgihluti
fyrir alla sem unna góðri matargerð.
Allt fyrir matgæðingana
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is