Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 18
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hundruð nýrra starfa verða til á
sunnanverðum Vestfjörðum, ef
áætlanir um stórfellt laxeldi og
vinnslu á vegum tveggja fyrirtækja
ganga eftir. Laxeldið getur því orð-
ið hin nýja stóriðja svæðisins og
orðið mikilvæg stoð byggðanna
sem staðið hafa höllum fæti á und-
anförnum árum vegna samdráttar í
sjávarútvegi.
Mikil reynsla er af fiskeldi á
þessu svæði, ekki síst í Tálknafirði.
Þar hófst laxeldi upp úr 1980 og
var umfangsmikið um tíma. Lax-
eldið er sveiflukennd atvinnugrein
og fjármagnsfrek og sjúkdómar
geta einnig sett strik í reikninginn.
Öll fyrirtækin stöðvuðust á erf-
iðleikatímum, meðal annars vegna
þess að þolinmæði lánardrottna
brast, og sum urðu gjaldþrota.
Fyrirtækin sem nú starfa njóta
þessa arfs í þekkingu reynslumik-
illa starfsmanna og þjónustufyr-
irtækja.
Fiskeldisþorpið Tálknafjörður
Fjórar stöðvar eru nú reknar á
fiskeldisstaðnum Tálknafirði, allar
nýta að einhverju leyti aðstöðu
sem byggð var upp á fyrri upp-
gangstímum. Grundvöllurinn er
góður aðgangur að köldu og volgu
vatni.
Í Norðurbotni elur Dýrfiskur
ehf. regnbogasilungsseiði til áfram-
eldis í Dýrafirði. Á Gileyri er Bæj-
arvík ehf. að byggja upp bleikjueldi
í landkerum. Þar eru aðstæður til
verulegrar aukningar. Tungusil-
ungur er með eldi á bleikju og
regnbogasilungi skammt frá þorp-
inu og rekur vinnslustöð.
Nýja fyrirtækið, Fjarðalax, er
með aðstöðu í þorpinu og elur lax í
sjókvíum úti á firðinum. Fjarðalax
er einnig með sjókvíaeldi í Arn-
arfirði og hefur eldi í Patreksfirði á
komandi ári. Það hefur komið sér
upp vinnslu á Patreksfirði.
Sjávarútvegsfyrirtækin Oddi á
Patreksfirði og Þórsberg á Tálkna-
firði voru með áframeldi á villtum
smáþorski og voru að undirbúa lax-
eldi. Fjarðalax tók yfir laxeld-
ishlutann, meðal annars leyfin sem
aflað hafði verið, og þorskeldinu
var hætt í fyrra vegna slæmrar af-
komu. Aðstaðan er til og hægt að
hefja aftur þorskeldi ef aðstæður
breytast til batnaðar.
Arnarlax er með áform um stór-
fellt laxeldi í Arnarfirði og upp-
byggingu á vinnslu á Bíldudal.
Góður andi er á milli starfs-
manna fyrirtækjanna í fiskeld-
isþorpinu. Menn hjálpast að, eftir
því sem aðstæður leyfa, og telja að
uppbygging hjá einum styrki heild-
ina. Möguleikar skapist á aukinni
þjónustu í kringum fiskeldið.
200 starfsmenn við fiskeldi
Nokkrir tugir starfa eru nú þeg-
ar við fiskeldi á sunnanverðum
Vestfjörðum. Þar vega starfsmenn
Fjarðalax þyngst. Atvinnulíf er ein-
hæft á þessum litlu stöðum og
kærkomið að fá ný störf og val-
möguleika um vinnustað.
Fáar konur eru við þessi störf og
svo til eingöngu við vinnslurnar.
Þar eru sóknarfæri fyrir fiskeld-
isfyrirtækin því góð störf vantar
fyrir konur.
Gangi áform Fjarðalax og Arn-
arlax að fullu eftir má búast við að
bein störf við fiskeldi verði hátt í
200 eftir fimm til tíu ár. Reikna má
með að eitt afleitt starf eða meira
fylgi hverju starfi í eldisfyrirtækj-
unum þannig að nokkur hundruð
ný störf geta orðið til vegna upp-
byggingar fiskeldis á suðurhluta
Vestfjarða.
Togast á um nýtingarréttinn
Reynslan frá öðrum löndum sýn-
ir að leyfi til laxeldis eru takmörk-
uð gæði og geta reynst verðmæt.
Reynir á það eftir því sem ásókn í
nýtingu strandsvæða eykst. Borið
hefur á slíkri togstreitu á milli fyr-
irtækjanna sem nýta og hyggjast
nýta Arnarfjörð til ýmiskonar
verðmætasköpunar.
Arnarfjörður er tekinn sér-
staklega fyrir við gerð nýting-
aráætlunar fyrir strandsvæði Vest-
fjarða sem Fjórðungssamband
Vestfirðinga stendur fyrir. Umræð-
ur um olíuhreinsistöð við fjörðinn
var upphaflega kveikjan að þeirri
vinnu sem virðist full þörf á. Von
er á fyrstu niðurstöðum á næstu
mánuðum.
Niðurstöður skýrslu sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
frá því í haust sýna að stjórn-
sýslulegt umhverfi strandsvæða er
afar flókið. Ekkert eitt ráðuneyti
fer með yfirstjórn málaflokksins og
ellefu undirstofnanir bera meg-
inábyrgðina. Benda má á að skipu-
lagsvald sveitarfélaganna nær að-
eins til netalaga sem ná 115 metra
út frá stórstraumsfjöruborði, en
sjókvíarnar eru þar fyrir utan.
Efasemdir voru um það hvort
Arnarfjörður, þótt stór sé, bæri
það fiskeldi sem þar er áformað.
Farið var yfir málið í ákvörðun
Skipulagsstofnunar um hvort eldi
Arnarlax og Fjarðalax í Arnarfirði
þyrfti að fara í umhverfismat. Nið-
urstaðan varð sú að umhverfisáhrif
yrðu ekki umtalsverð og ekki væri
þörf á mati. Fram kemur að áhrif
eldisins yrðu einkum á vistkerfi
sjávarbotnsins en þau yrðu stað-
bundin og afturkræf. Í þessu felst
væntanlega að tekið er undir sjón-
armið fyrirtækjanna sem telja að
með hvíld frá eldi á þriðja ári muni
vistkerfið hreinsa sig sjálft og ef
það dugi ekki til megi færa kvíarn-
ar örlítið til.
Hvíldin er einnig til að koma í
veg fyrir að laxalús verði viðvar-
andi vandamál í laxeldi í Arn-
arfirði. Spurning er hvort fyr-
irtækin geta ekki unnið saman og
samstillt hvíldartímann. Samkvæmt
núgildandi lögum þurfa tveir kíló-
metrar að vera á milli kvía en við
breytingar á lögum og reglum um
fiskeldi munu vera uppi hugmyndir
um að auka lágmarksfjarlægðina.
Lært af reynslunni
Fiskeldi er viðkvæm atvinnu-
grein, eins og sagan kennir. Mark-
aðir sveiflast og sjúkdómar geta
eyðilagt góð fyrirtæki.
Stóru laxeldisfyrirtækin sem nú
eru að hefja starfsemi byggjast á
fenginni reynslu á svæðinu og ann-
ars staðar. Bæði hafa þau látið
gera umhverfisrannsóknir í fjörð-
unum og njóta krafta þaulreyndra
eldismanna, íslenskra og norskra.
Síðast en ekki síst hafa eigend-
urnir aðgang að mörkuðum vest-
anhafs og austan.
Þá hefur bleikjueldið gengið vel
og markaður verið traustur.
Fjölmargir íbúar sem rætt er við
vegna þessarar umfjöllunar við-
urkenna að erfið saga fiskeldisins
hafi komið upp í hugann á fyrri
stigum. Þeir hafa þó tröllatrú á að
nýja fiskeldisuppbyggingin grund-
vallist á traustum grunni og vísa til
þeirra miklu fjármuna sem eig-
endur hafa þegar lagt í fyrirtækin
og hafa lýst til reiðubúna til að
gera. „Skipulag þeirra og áætl-
anagerð ætti að lágmarka hættuna
á að illa fari. Mér finnst forsendur
uppbyggingarinnar betri en áður
var. Menn hafa lært af reynslunni
og sala afurðanna er tryggð,“ segir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,
oddviti Tálknafjarðarhrepps.
Hundruð starfa verða til
Á ýmsu hefur gengið í fiskeldi á suðurhluta Vestfjarða Allar gömlu stöðvarnar hættu en eru nú
komnar í rekstur og nýjar hafa bæst við Nýju fyrirtækin njóta reynslu starfsmanna og fyrirtækja
Arnarfj.
Patreksfjörður
Tálknafj.
Fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum
Norðurbotn
Gileyri
Tálknafjörður
Fiskeldisstöðvar
Sjókvíar
Áformaðar sjókvíar
Vinnslustöðvar
Hlaðseyri
Patreksfjörður
Fossfjörður
Bíldudalur
Haganes
Hlaðsbót
Slátrun Það er kalsasamt að standa úti við bleikjuslátrun í frosti snemma
morguns. Starfsmenn Bæjarvíkur hafa snör handtök við slátrunina.
Fossfjörður Fjarðalax hóf eldi í Fossfirði í
Arnarfirði fyrr á þessu ári og Arnarlax hefur
sótt um leyfi til að vera með kvíar þar. Lax-
eldiskvíar gætu því orðið nokkuð þéttar í
Fossfirði, þegar allt verður komið í gang.
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Fiskeldi - Ný stóriðja á Vestfjörðum
Arnarlax stefnir að því að byggja upp aðstöðu fyrir
3.000 tonna framleiðslu á laxi á ári. Sjókvíar verða á
þremur stöðum í Arnarfirði og afurðirnar fullunnar á
Bíldudal. Stefnt hefur verið að því að tilraunaeldi
hefjist í vor en ekki hafa fengist nauðsynleg leyfi.
Arnarlax hefur sótt um starfsleyfi hjá Umhverfis-
stofnun og rekstrarleyfi hjá Fiskistofu. „Þetta tekur
allt of langan tíma. Við erum tilbúnir og bakhjarl-
arnir eru tilbúnir og vilja hefja uppbyggingu. Ég skil
ekki að þetta þurfi að taka svona langan tíma,“ segir
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.
Að félaginu standa norsk og dönsk fyrirtæki sem
stunda eldi, vinnslu og sölu á laxaafurðum, auk ein-
staklinga sem tengjast Bíldudal. Meðal eigenda er
Matthías Garðarsson sem er brautryðjandi í full-
vinnslu laxaafurða í Noregi og rekur stórt fyrirtæki á
því sviði.
Hugmyndin er að vinna allt hráefnið á Bíldudal, á
svipaðan hátt og í fyrirtæki Matthíasar, og selja
frosna laxabita á Evrópumarkað. Sótt hefur verið um
lóð fyrir 3.000 fermetra slátur- og vinnsluhús í eða við
Bíldudal. Verið er að kanna þau mál hjá Vesturbyggð.
Áformað er að seiðaeldið verði í Tálknafirði.
„Undirbúningur hefst um leið og við fáum leyfin,“
segir Víkingur. Áformað er að hefja tilraunaeldi og
stækka stöðina upp í 3.000 tonna ársframleiðslu á
næstu fjórum til fimm árum.
Verðfall hefur orðið á laxi frá Noregi, eins og oft
áður. Víkingur segir að það hafi ekki truflað und-
irbúning Arnarlax. Tilbúnar afurðir hafi ekki lækkað
eins og hráefnið og reynslan sýni að þær sveiflist
minna.
Áætlað er að uppbyggingin kosti þrjá milljarða
króna og að 50 ný störf skapist.
Fullvinna afurðirnar á Bíldudal