Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Evrópusambandið er að taka þeirri
eðlisbreytingu að ríkin sem taka þátt
í samstarfinu um evruna munu bind-
ast nánari böndum í efnahagsmálum.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands og valdamesti stjórnmálamað-
ur Evrópu um þessar mundir, stað-
festi þetta í ræðu í þýska sambands-
þinginu í Berlín í gær. Boðaði
kanslarinn við það tilefni að á fundi
leiðtoga ESB-ríkjanna í næstu viku
yrðu lagðar fram tillögur um breyt-
ingar á samstarfi sambandsins.
Miða breytingarnar að því að
hindra klofning sambandsins milli
evruríkjanna 17 og aðildarríkjanna
tíu sem hafa eigin gjaldmiðil.
Hér er ekki tjaldað til einnar næt-
ur heldur vill Merkel breyta sjálfum
grundvelli Evrópusamstarfsins „svo
stofna megi fjármálabandalag sem
hafi virkar valdheimildir, að minnsta
kosti í ríkjum evrusvæðisins“. Gerist
aðildarríki samstarfsins brotleg
verði framkvæmdastjórn ESB og
Evrópudómstóllinn að bregðast við
með viðeigandi hætti.
Skírskotar til sögunnar
Þegar kosti og lesti Evrópusam-
bandsins ber á góma tiltaka stuðn-
ingsmenn sambandsins yfirleitt
fyrst þá staðreynd að með samstarf-
inu hafi tekist að hindra vopnuð átök
milli Frakka og Þjóðverja.
Á þetta er hér bent vegna þess að
Merkel beitti þeirri sögulegu skír-
skotun í ræðu sinni að nýja samruna-
skrefið væri gert í anda Konrads
Adenauer, helsta forystumanns
Vestur-Þýskalands eftir stofnun
þess í kjölfar síðari heimsstyrjaldar,
og Helmuts Kohl, fyrsta kanslara
sameinaðs Þýskalands eftir samein-
ingu Vestur- og Austur-Þýskalands.
Mun þessi skírskotun Merkel án
efa rata í sögubækur framtíðarinnar
enda gefur hún til kynna að það sé
hennar sögulega hlutverk að stíga
frekari skref í átt til sameiningar álf-
unnar í kjölfar ófara, í þessu tilviki í
fjármálum.
Við endamarkið
Kanslarinn segir undirbúninginn
löngu kominn af viðræðustigi. „Í
Evrópu er nú deilt og tekist á um
smáa letrið, ekki um áætlunina í
heild … Hver sá sem hefði látið þau
orð falla fyrir nokkrum mánuðum að
í árslok 2011 myndum við taka þýð-
ingarmikil og ákveðin skref í átt
til … evrópsks fjármálabandalags
með virkum valdheimildum hefði
verið talinn vitskertur. Nú er ná-
kvæmlega þetta á döfinni. Við erum
næstum komin á leiðarenda,“
sagði Merkel.
Boðar frekari samruna
ESB-ríkjanna í fjármálum
Reuters
Kanslari Evrópu? Á auglýsingu vínframleiðenda í Lissabon, höfuðborg Portúgals, er mynd af Merkel með þeim
boðskap að Portúgal sé að gera sitt besta [í skuldakreppunni]. Skal tekið fram að þýtt er lauslega úr portúgölsku.
Merkel Þýskalandskanslari vill grundvallarbreytingar á Evrópusamstarfinu
Ræða Merkel í þýska þinginu vakti
einnig athygli fyrir þá sök að hún
varaði við því að úrvinnsla skulda-
kreppunnar á evrusvæðinu mundi
taka mörg ár. Skuldavandinn mun
því fléttast inn í stjórnmál aðildar-
ríkja ESB næstu misserin og er þá
nærtækast að horfa til forseta-
kosninganna í Frakklandi næsta ár.
Í því samhengi eru þau ummæli
Sarkozy Frakklandsforseta fróðleg
að ef ESB taki ekki strax á skulda-
kreppunni verði „saga heimsins
skrifuð án Evrópu“. Undir-
strikar það að evru-
samstarfið snýst ekki að-
eins um fjármál heldur er
það náskylt hug-
myndum for-
ystumanna
ESB um hlut-
verk sam-
bandsins í
heiminum.
Viðfangsefni áratugarins
MERKEL SEGIR SKYNDILAUSNIR EKKI Í BOÐI
Sala á búnaði
sem gerir kleift
að fylgjast með
smáskilaboðum
og tölvupóstum
milljóna manna
veltir orðið sem
svarar hundr-
uðum milljarða
króna á ári.
Þetta fullyrðir
Julian Assange,
stofnandi uppljóstrunarvefjarins
WikiLeaks, og heldur því fram að
sum fyrirtækin selji þessa tækni til
ráðamanna í ríkjum sem búa við
ólýðræðislegt stjórnarfar. Afleið-
ingin sé sú að hægt sé að fylgjast
með samskiptum andófsmanna, að
því er segir á vef Financial Times.
Er þar jafnframt haft eftir Ass-
ange, sem rökstuddi mál sitt á ráð-
stefnu í London, að vegna þessarar
tækni hafi WikiLeaks beðið með að
gera utanaðkomandi aðilum kleift
að senda lekavefnum upplýsingar.
Er þýski iðnrisinn Siemens meðal
fyrirtækja sem nefnd eru.
Vopn í hendur Sýrlandsforseta?
Blaðið segir einnig frá því að þrír
öldungadeildarþingmenn í Banda-
ríkjunum, Mark Kirk, Robert P. Ca-
sey Jr. og Christopher A. Coons,
hafi óskað eftir rannsókn á því
hvort tvö tæknifyrirtæki í Kali-
forníu hafi selt eftirlitstækni til
Sýrlandsstjórnar. Óskin er lögð
fram í tveggja síðna bréfi til Hillary
Clinton, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Er þar m.a. vitnað í tölur
frá SÞ um að stjórn Bashar Assad
Sýrlandsforseta sé talin bera
ábyrgð á drápum 3.500 óbreyttra
borgara síðan í mars.
WikiLeaks segir
njósnaforrit skoða
skilaboð í farsímum
Julian
Assange
BRETLAND
Kínversk lyfjafyrirtæki hyggja á
útrás með framleiðslu og sölu á
bóluefnum, þar með talið til fá-
tækra ríkja þar sem lyfjakostnaður
er oftar en ekki þungur baggi.
Sagt er frá málinu á vef Washing-
ton Times og er þar rætt við Ninu
Schwalbe, yfirmann hjá hjálpar-
samtökunum GAVI Alliance sem
kaupa árlega bóluefni fyrir 50
milljónir barna. Schwalbe væntir
mikils af innkomu kínversku fyrir-
tækjanna á markaðinn og telur að
með þeim muni forsendur breytast.
Blaðið tekur þó fram að nokkur
ár kunni að líða áður en útrásin
hefst fyrir alvöru, m.a. vegna þess
að kínversku fyrirtækin þurfi að
byggja upp traust á vörum sínum.
Tæki til að kaupa velvild
Áherslan á lyfjaútflutning er til
marks um stöðuga þróun kínverska
hagkerfisins. Lyfjaframleiðsla
krefst sérhæfingar og háþróaðs
búnaðar og ætti að gefa mun meira
af sér en einfaldari framleiðsla.
Gangi áætlanir eftir gæti sala
ódýrra lyfja gert kínverskum
stjórnvöldum kleift að kaupa sér
velvild í þróunarríkjum. Eru ríki
sem kunna að telja sig hlunnfarin af
viðskiptum við Evrópu og Banda-
ríkin þar ekki undanskilin.
KÍNA
Reuters
Nálin stingur Filippseysk stúlka
grætur við bólusetningu í Maníla.
Kínversk fyrirtæki
ætla að flytja út
ódýrt bóluefni
Snemma á síðasta áratug bauðst
finnskum almenningi að fjárfesta í
WinCapita, fjárfestingarfyrirtæki
sem lofaði gulli og grænum skógum í
gegnum gjaldeyrisviðskipti.
Sjóðnum var ýtt úr vör árið 2003
og hafði forsvarsmönnum hans tek-
ist að lokka til sín yfir 10.000 fjár-
festa þegar starfseminni lauk 2009.
Blekktir með sýndararði
Sjóðurinn tók í raun aldrei til
starfa. Til að hylja þá staðreynd
brugðu sjóðsmenn á það ráð að
greiða þeim sem fyrstir voru í röð-
inni arð af fjárfestingunni.
Gjörningurinn var sjónarspil eitt
því arður myndast ekki af engu. Fé
sem nýta átti í veðmál með
gjaldeyrisbraski var nýtt í annað.
Bragðið hafði hins vegar tilætluð
áhrif en aðeins í vissan tíma.
Arðgreiðslurnar spurðust út og
bitu þá fleiri á agnið, grunlausir um
að arðurinn var í raun framlag þeirra
sjóðsfélaga sem eftir komu.
Málið er litið alvarlegum augum í
Finnlandi og eru málalok þau að
stofnandi WinCapita, Hannu Kaila-
järvi, hefur verið dæmdur í fjögurra
ára fangelsi fyrir fjársvik, að því er
fram kom á vef finnska dagblaðsins
Helsingin Sanomat.
Fjallað var um málið á vef Hels-
inki Times á sínum tíma og kom þá
þar fram að sjóðurinn hefði safnað
um 100 milljónum evra, eða sem
svarar 16 milljörðum króna.
Sjóðurinn hét upphaflega Win-
Club og var skráður í Panama. Þeg-
ar fréttir bárust af grunsemdum um
píramídasvindl árið 2005 var nafninu
breytt í WinCapita. Féð hélt engu að
síður áfram að streyma til sjóðsins.
Dæmdur Hannu Kailajärvi hefur
verið dæmdur í 4 ára fangelsi.
Píramídasvindl
endar með dómi
Finni dæmdur
í fjögurra ára
fangelsi fyrir að
blekkja almenning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Angela
Merkel
FRÁBÆRT
VERSLUNARHÚSNÆÐI
EINSTÖK STAÐSETNING
Til leigu er verslunarhúsnæði á 2 hæðum að Hallarmúla 2,
samtals um 1.500 fm. Húsnæðið er tilbúið undir verslunar-
rekstur. Næg bílastæði.
Nánari upplýsingar
gefur Örn V. Kjartansson,
orn@m3.is, gsm 825 9000.
TIL LEIGU