Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 36
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is S vo virðist sem áform um að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði séu enn á ný komin í uppnám. Í ljós hefur komið að óvíst er hvort stuðningur er á Alþingi við það að leggja Fangelsismálastofnun til um 200 milljónir á fjárlögum árs- ins 2012 til að hægt sé að hefja hönnun og undirbúning af fullum krafti. Páll Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, hefur ítrekað bent á að alvarlegt ástand skapist í fangelsismálum ef framkvæmdir tefjast. Hann segir að ef ákveðið yrði að byggja upp annars staðar gætu framkvæmdir tafist um 1-2 ár. „Ef þetta fer allt saman í salt, þá er ábyrgðin ekki mín en það er alveg ljóst hvar sú ábyrgð liggur,“ sagði hann við Morgunblaðið. Lengi hefur legið fyrir að bæta þarf húsakost fangelsanna. Hátt í 400 manns eru á boðunarlista og fyrir löngu átti að vera búið að loka báðum fangelsunum á höfuðborg- arsvæðinu, kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Raunar hefur Hegningarhúsið verið rekið á und- anþágum í mörg ár. Lengi hefur staðið til að reisa fangelsi á Hólmsheiði en nákvæm útfærsla og stærð byggingarinnar hefur breyst í áranna rás. Um tíma var miðað við 64 fangarými en a.m.k. frá því í desember 2010 hefur legið fyrir opinberlega að nýja fang- elsið myndi hýsa 56 fanga. Hafi alþingismenn haft at- hugasemdir við nákvæmlega þessa stærð fangelsisins hefur sú stað- reynd farið fremur hljótt þar til á síðustu dögum þegar í ljós hefur komið að töluverður fjöldi þing- manna vill að reist verði minna fangelsi. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið nefndar er að fang- elsið á Hólmsheiði hýsi um 40 fanga. „Mjög varhugavert“ Gerðar hafa verið fjölmargar skýrslur um framtíð fangelsismála. Sú nýjasta nefnist Nýtt fangelsi – Frumathugun og er dagsett 29. september sl. Hún var gerð af vinnuhópi sem Páll Winkel sat í ásamt fleirum. Í frumathuguninni kemur m.a. fram að kannað hafi verið hvort unnt væri að fjölga fangarýmum á Litla-Hrauni, án þess að endurbæta fangelsið að öðru leyti, s.s. með því að byggja mót- tökuhús, styrkja öryggisþætti og fleira. „Niðurstaðan er að það sé mjög varhugavert,“ segir í frum- athuguninni. Ástæðan er m.a. sú að þá væri ekki hægt að skilja að fangahópa, stjórnstöð yrði ekki mið- læg og aðstæður til vinnu, náms og heimsókna yrðu ófullnægjandi. Í frumathuguninni eru m.a. bornir saman tveir kostir sem báðir uppfylla áætlaða þörf fyrir fanga- rými á næstu árum. Annar kosturinn felst í að byggja nýtt fangelsi með 56 fanga- rýmum. Það yrði gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu til að afplána styttri fangelsisdóma og til að af- plána vararefsingar. Hinn kosturinn felst í að byggja nýtt fangahús með 42 rým- um í fangelsinu að Litla-Hrauni, samtímis því að byggt yrði nýtt móttökuhús og hluti af þjónustu- húsi. Ennfremur yrði fangelsisgirð- ingin endurnýjuð á tryggan hátt. Jafnframt yrði byggt nýtt fangelsi í Reykjavík með u.þ.b. 20 fangarým- um og yrði það gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með möguleika á afplánun vararefsingar. Niðurstaðan sést í töflunni hér að ofan. Telja hagkvæmast að byggja yfir 56 fanga Kostnaður við umbætur í fangelsismálum Stofnkostnaður Milljónir Stofnkostnaður á hvert rými (m.kr.) Nýtt fangelsi með 56 rýmum 2.064 36,9* Stækkun og endurbætur á Litla-Hrauni Móttökuhús 992,2 Hús fyrir fangadeildir með 42 rýmum 1.266 Þjónustuhús, 1. áfangi 340 Samtals 2.598 61,9* Nýtt fangelsi í Reykjavík með 20 fangarýmum 899,9 45* Áætlaður rekstrarkostnaður Milljónir Rekstrarkostn. á ári á hvert rými (m.kr.) Nýtt fangelsi með 56 rýmum 454 8,1 Stækkun um 42 rými á Litla-Hrauni 394 9,4 Nýtt fangelsi í Reykjavík (gæsluvarðh. og móttaka) 212 10,6 Samtals 606 9,8* *Útreikningar Morgunblaðsins. Á Litla-Hrauni myndi stofnkostnaður væntanlega einnig nýtast ef ákveðið yrði að stækka fangelsið enn frekar. Heimild: Nýtt fangelsi - Frumathugun, 29. september 2011 36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Þ að fer ekki fram hjá neinum þegar jólin fara að nálgast. Ætli margir upplifi þá ekki valkvíðann sem fylgir öllum ákvörðununum sem við stöndum frammi fyrir í desem- ber … gjafirnar, fötin, maturinn, þetta er nóg til að æra óstöðugan. Auglýsendur reyna eftir fremsta megni að auðvelda okkur þetta val og reyndar oft meira en góðu hófi gegnir. Til lítils er að æsa sig yfir því enda megum við þakka það þegar öllu er á botninn hvolft að búa í samfélagi þar sem viðskipti eru helsta drif- fjöðrin allavega enn sem komið er. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að svo verði mikið lengur þar sem einbeittur vilji yfirvalda virðist vera að koma öllu framtaki undir einn og sama hattinn. Þar sem hugsjónin virðist felast í því að ómælt hagræði megi finna í fækkun á ákvörðunum á öll- um stigum þjóðfélagsins. Því færri ákvarðanir sem fólk getur tekið því einfald- ari verða hlutirnir. Ef áfengi er t.d. verðlagt þannig að enginn hefur efni á því, þá virðist deginum ljósara að fólk muni gera eitthvað uppbyggilegt í sínum frítíma í stað þess að blóta Bakkus. Það sama má segja um ferðamáta; það er náttúrlega miklu einfaldara fyrir okkur öll að taka strætó en að vera að flækjast um í eigin bílum og þvælast þannig fyrir ráðamönnum á vel bónuðum einkabílum. Það er nátt- úrlega með hag okkar allra fyrir brjósti sem ákveðið er að leggjast í þaulhugsaða stefnumótun sem miðar að því að koma lýðnum eins og hann leggur sig í strætisvagna sama hvað það kostar. Kannski bara einn milljarð á ári, það er t.d. hægt að fá þann pening úr heilbrigðiskerfinu sem hefur verið ofalið allt of lengi. En aftur að jólunum sem nálgast óðfluga með tilheyrandi tilboðum og bréfasendingum. Sem stoltur eigandi póstkassa þarf ég nú að bera út pappír á hverjum degi sem myndi lík- lega duga í vænlega útgáfu af Stríði og friði, ef út í það er farið. Um þetta hef ég lítið að segja þar sem póstkassinn góði er í sameign með öðrum íbúum. Því fara þarna nokkur kíló af afbragðs pappír í súginn á degi hverjum án þess að svo mikið sem einni blaðsíðu sé flett. Hið sama má segja um ákveðið auglýsinga- dagblað sem borið er í hús hjá hverju mannsbarni á höf- uðborgarsvæðinu á degi hverjum, án þess að margir setji spurningarmerki við það hvernig þessi aðdáunarverða sjálfboðastarfsemi sé kostuð. Ekki er heldur spurt að því hvers vegna það var svo mikið hjartans mál fyrir eiganda þess að tryggja sér eignarhald á blaðinu skömmu eftir að hafa komist í þrot sem stærsti lántakandi Íslandssögunnar. Hvað þá hvern- ig sú yfirtaka var tryggð. Ætli stóra planið sé ekki að þetta verði blað okkar allra, þjóðarblaðið sem við getum öll sameinast um að lesa, enda er það bara vesen að lýðurinn skuli vera að eyða orku sinni í að velja blöð til að lesa. Hvað þá skoð- anir til að hallast að. Hallur Már Pistill Valkvíðanum eytt - öllum til góðs Nefnd sem falið var að leggja fram tillögur að markvissri stefnu varðandi framtíðarrekstur Litla- Hrauns skilaði skýrslu í október árið 2007. Formaður nefndarinnar var Margrét S. Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins Litla- Hrauns. Í niðurstöðum nefndarinnar segir meðal annars að brýnt sé að hefja nú þegar framkvæmdir við nýtt móttökuhús og áður en fyrir- hugaðar framkvæmdir við að- albyggingu hefjast. Nefndin taldi einnig mikilvægt að kvenfangar gætu aflplánað dóma í sérstöku fangelsi og nefndin tók sér- staklega fram að æskilegt væri að kvennafangelsið væri staðsett á höf- uðborgarsvæð- inu eða í ná- grenni þess. Ný móttaka nauðsynleg LITLA-HRAUN Enn einu sinnihefur rík- isstjórninni tekist að sýna stefnu sína um gagnsæja stjórnsýslu í verki. Í gær var upplýst að í fyrravor hefðu stjórn- arlaun hjá Fjármálaeftirlitinu verið hækkuð um 77% og al- menningi var að sjálfsögðu haldið utan við ákvörðunina eins og venja er hjá núverandi stjórnvöldum. Nýtt er hins veg- ar, og sýnir að framkvæmd gagnsæisins er enn að mótast, að hækkunin hafði farið svo leynt að jafnvel sjálfur efnahags- og við- skiptaráðherrann vissi ekki um hana, að eigin sögn. Stjórnvöld hafa pukrast með hækk- un stjórnarlauna FME í hálft annað ár} Leynihækkunin Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áköfustubar-áttumenn þess að Ísland gerist aðili að Evr- ópusambandinu hafa ítrekað sýnt að þeir sjást ekki fyrir í þeirri baráttu og hika ekki við að laga veruleikann að mál- staðnum. Sjaldnast fer vel á slíkri aðlögun og ekki heldur þeirri að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu áður en ákveðið hefur verið að landið gerist þar aðili, enda enginn stuðningur fyrir hendi við að- ild. Aðlögun Íslands að Evrópu- sambandinu er einmitt eitt af því sem áköfustu bar- áttumennirnir hafa viljað laga að málstaðnum og halda því þess vegna fram að ekki standi til að nein aðlögun eigi sér stað hér á landi nema að undangengnu samþykki að- ildar. Einn þeirra sem halda slíku fram er utanríkisráðherra, en hann hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um að heimila ríkisstjórninni að gera rammasamning við fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins um reglur um sam- starf um fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerðasjóðs sem fjármagnar aðstoð við um- sóknarríki, sem eru svokall- aðir IPA-styrkir. Þau sjón- armið að aðlögun standi ekki til eru vitaskuld fráleit eins og oft hefur verið sýnt fram á enda viðurkennir Evrópusam- bandið fúslega að viðræður við umsóknarríki séu aðlög- unarviðræður; þær ganga út á að laga umsóknarríkið að Evr- ópusambandinu. Þetta ætti að geta verið ágreiningslaust og væri það ef það hentaði ekki hagsmunum stuðningsmanna Evrópusam- bandsaðildar Íslands að halda hinu gagnstæða fram. En það er erfitt að fela augljósar staðreyndir og víða glittir í aðlög- unina þó að utan- ríkisráðherra reyni eftir fremsta megni að fela hana. Rammasamningurinn sem um ræðir, og á meðal annars að tryggja Evrópusamband- inu skattleysi hér á landi í miðri skattahækkunarherferð vinstri stjórnarinnar, er birt- ur sem fylgiskjal þingsálykt- unartillögunnar og þar er fjallað um markmið samnings- ins. Í þeirri grein hans segir meðal annars að markmiðið sé að „undirbúa aðstoðarþegann í áföngum fyrir staðla og stefnumið Evrópusambands- ins, þ. á m. eftir því sem við á réttarreglur þess, með aðild í huga“. Utanríkisráðherra hefur eins og áður segir haldið því fram að aðlögunin komi öll eftir að Ísland samþykki að- ild, en hvernig skyldi þá standa á því að í samningnum sé talað um undirbúning „í áföngum“? Ástæðan er vita- skuld sú að gert er ráð fyrir að aðlögunin standi yfir á þeim tíma sem umsóknarríkið á í þeim aðlögunarviðræðum sem Ísland á nú í. Staðreyndin er sú, þó að hér á landi hafi ákafir stuðnings- menn aðildar talað á annan veg, að Evrópusambandið gerir ekki ráð fyrir því að ríki sæki um aðild nema þau ætli sér inn í sambandið. Þess vegna veitir Evrópusam- bandið aðlögunarstyrki og þess vegna er gert ráð fyrir að aðlögunin gerist „í áföngum“ meðan á aðlögunarviðræð- unum stendur. Og það er í þágu þessarar aðlögunar sem utanrík- isráðherra hefur nú lagt fram rammasamninginn um aðlög- unarstyrkina. Þrátt fyrir þetta mun hann vafalaust klifa á því áfram að Ísland sé und- anþegið aðlögun. Samningurinn staðfestir áform um aðlögun að ESB á viðræðutímanum} Rammasamningur utanríkisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.