Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 38

Morgunblaðið - 03.12.2011, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Miklar líkur eru á að árið 2012 verði mikið örlagaár fyrir heims- byggðina. Jafnvel þótt spádómar maja-indíána um endalok heimsins þetta ár séu þekktir og hafi verið skáldskap- arefni í Hollywood- kvikmyndum, eru áhyggjuefnin ekki bundin við slíka hjátrú, heldur við risavaxna gjalddaga á skuldum ríkissjóða, einkafyrirtækja og fjármálastofnana beggja vegna Atlantshafsins, sem stofnað var til í góðærinu, fyrir fjár- málakreppuna árið 2008. Við þekkjum öll söguna frá hruni og hvernig efnahagsmálum er nú komið í Evrópu og Bandaríkjunum. Útlitið er svart og fjölgar þeim fræði- mönnum sem spá langvarandi harð- æri og jafnvel pólitískum átökum þjóða á milli. Hins vegar hafa þær efnahagshorfur verið fyrirsjáanlegar og mikið um þær rætt í heimspress- unni, jafnvel þótt umræðan hafi skil- að sér að mjög takmörkuðu leyti til ís- lenskra fjölmiðla. Fjármálakreppan sem hófst árið 2008 reyndist vera skuldakreppa eftir allt saman og ríkir nú ágreiningur þjóða á meðal um það hvort ráðast eigi í verðbólgumyndandi aðgerðir, eins og seðlaprentun, til að stemma stigu við skuldakreppunni. Aukin verðbólga kemur sér vel fyrir skuld- settar þjóðir sem sækja hagvöxt til einkaneyslu frekar en til iðnaðar og útflutnings. Hátt verðbólgustig kem- ur aftur á móti einkar illa við fram- leiðsludrifin hagkerfi sem sækja hag- vöxt sinn til útflutnings, líkt og Þýskaland, Kína og önnur nýmark- aðsríki. Hagsmunum þeirra er best borgið með því að halda verðbólgu og launum í lágmarki, auk þess sem slík hagkerfi eiga jafnan miklar eign- ir í útlánum til skuld- ugra og neysludrifinna hagkerfa. Pólitískur og efna- hagslegur ágreiningur vegna þessara hags- munaárekstra getur leitt til endaloka evru- svæðisins með tilheyr- andi sundrungu í Evr- ópusamstarfinu, ef evrópska seðlabank- anum verður ekki leyft að prenta evrur fyrir skuldug aðild- arríki í vanda. Hvernig sem fer í hinu pólitíska landslagi, og hvort heldur evrusvæðið stendur af sér brimrótið eða ekki, þá er ljóst að helstu hag- kerfi heimsins munu óhjákvæmilega þurfa að ráðast í gríðarlega peninga- prentun á næsta ári til að mæta risa- vöxnum gjalddögum beggja vegna Atlantshafsins á næstu misserum og árum. Á næstu þremur árum munu skuldir einkafyrirtækja í Bandaríkj- unum, að nafnvirði 700 milljarðar dala, falla í gjalddaga, að viðbættum háum vöxtum. Á sama tímabili munu bandarísk stjórnvöld þurfa 2 billjónir dala til að endurfjármagna skuldir sem þá munu falla í gjalddaga, þar sem ekki hefur tekist að ná sátt um niðurskurðaráform næstu ára. Í sam- anburði er talið að 70% allra banda- rískra skuldabréfa muni falla í gjald- daga innan fimm ára. Í ljósi mikillar efnahagslegrar óvissu í Japan, Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum er af- skaplega ólíklegt að bandaríska ríkið muni ná að fjármagna sig með útgáfu langtíma ríkisskuldabréfa. Svipaðar aðstæður eru einnig í Evrópu. Flestar skuldir einkafyr- irtækja sem stofnað var til milli 2005 til 2007 munu falla í gjalddaga á næsta ári og er ekki útlit fyrir að þau geti endurfjármagnað sig á almenn- um skuldabréfamarkaði eins og sakir standa. Auk þessa verður endur- fjármögnunarþörf evrópskra fjár- málastofnana og ríkissjóða gríðarleg á næsta ári. Evrópskir bankar þurfa 810 milljarða evra til að standa undir skuldum á næsta ári. Í heildina þarf Ítalía 400 milljarða evra, Frakkland 400 milljarða evra, Spánn 220 millj- arða evra og Bretland 260 milljarða evra á næsta ári til að endur- fjármagna skuldir sem þá falla í gjalddaga. Nú þegar hagvöxtur Vesturlanda er nær staðnaður velta margir vöng- um yfir því af hverju seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu eru ekki þegar búnir að tilkynna frekari pen- ingaprentun til að koma í veg fyrir nýjan samdrátt í efnahagslífinu. Ástæðan er óttinn við verðbólguáhrif seðlaprentunar og jafnvel þótt sam- dráttur sé sennilegast hafinn í mörg- um þróuðum hagkerfum bíða seðla- bankar færis þar til verðbólga hefur hjaðnað og fyrrnefndir gjalddagar nálgast. En við skulum ekki berja höfði við stein. Peningar verða prentaðir í sögulegum mæli á næstu misserum og árum og Íslendingar þurfa að vera búnir undir afleiðingar slíkra að- gerða. Árið 2012 Eftir Gunnar Kristin Þórðarson » Á næsta ári munu fyrirtæki og rík- issjóðir standa frammi fyrir risavöxnum gjalddögum sem ekki verður hægt að mæta öðruvísi en með pen- ingaprentun. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er guðfræðimenntaður stuðningsfulltrúi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Fimmtán borð í Gullsmára Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 28. nóvember. Úrslit í N/S Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 303 Þórður Jörundss. – Þorleifur Þórarinss. 301 Pétur Antonsson – Örn Einarsson 296 Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 284 Samúel Guðmundss. – Jón Hanness. 274 A/V Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 378 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 311 Jónína Pálsd. – Sveinn Sigurjónss. 295 Ernst Backman – Hermann Guðmss.291 Ásgr. Aðalsteinss. – Gunnar Hansson 289 Skor þeirra Elís og Gunnars er rétt 72%. Og eftir 3 skipti í Guðmundar- mótinu (af 5) er staða efstu para: Ármann J. Lárusson – Guðl. Nielsen 982 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 978 Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 909 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 907 Haukur Guðmss. – Hrólfur Gunnarsson 880 Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 864 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 1. desember. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Óli Gíslason – Björn Svavarsson 251 Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 250 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 247 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 237 Árangur A-V: Sigtryggur Jónss. – Jón Hákon Jónss. 269 Oddur Jónsson – Óskar Ólafsson 264 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 253 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 241 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingu þriðjudaginn 3. janúar 2012. MEÐAL EFNIS: Hreyfing og líkamsrækt. Vinsælar æfingar. Íþróttafatnaður. Ný og spennandi námskeið. Bætt mataræði . Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Bækur um heilsurækt. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Heilsa & hreyfing SÉRBLAÐ Heilsa & hreyfing Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og taka nýja stefnu. Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.donusnova.is Vættaborgir 31 - 112 R. 6 herb. 210,4 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 46,5 fm bílskúr. Samtals 256,9 fm. Virkilega fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús Möguleiki á 2 íbúðum. 5-6 herb. Skipti á minni eign eða sumarhúsi koma til greina. Lækkað verð 67,8 millj. Allar nánari uppl. um þessa eign veitir Heimir Bergmann í síma 822 3600. Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Heimir Bergmann Sími 822 3600 heimir@domusnova.is heimir.domusnova.is www.tskoli.is Dreifnám Tækniskólans Kvöld og fjarnám Innritun stendur yfir í: • Byggingagreinar. Húsasmíði og tækniteiknun • Rafiðngreinar. Rafvirkjun og rafeindavirkjun • Skipstjórnargreinar. A, B, C, D og E stig • Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. • Vélstjórnargreinar og málmiðngreinar. • Meistaraskólann. Nám til iðnmeistara í öllum iðngreinum Dreifnám er samheiti yfir greinar sem kenndar eru utan dagskóla, ýmist í fjarnámi eða í staðbundnu kvöldnámi. Nánari upplýsingar á tskoli.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.