Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 39
UMRÆÐAN 39Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Sameinuðu þjóðirnar búa sig undir
að krefja Ísraelsmenn um þau
landflæmi af Palestínu sem gyð-
ingarnir hafa stolið undanfarin 40
ár. En það
hugnast gyðing-
unum ekki, held-
ur skal berjast.
Nú hamast þeir
við að finna
ástæðu til að
ráðast á Íran,
þ.e. alltaf þarf
einhverja
ástæðu til því-
líkra dægra-
leikja sbr. bæði Írak og Afganist-
an. Unnið er að því hörðum
höndum að búa til sannanir þess
efnis að Íran sé að þróa kjarna-
vopn – sem væri klassísk ástæða
til innrásar. Þá kemur stóra
spurningin: Leiðast Bandaríkja-
menn inn í leikinn og síðan NATO
í kjölfarið og þar með öll helstu
lönd Vestur-Evrópu sunnan og
vestan Úralfjalla, við þar á meðal?
Þar með værum við þá komin í
stríð, í bandalagi með Ísrael,
helsta óvini Palestínu. Þetta væri
kaldhæðnislegt í ljósi þess að við
höfum undanfarið verið að styðja
við bakið á Palestínumönnum í
þeirra sjálfstæðisbaráttu gegn
Ísrael. Gegn okkur stæðu Íranar
og án efa ýmsar arabaþjóðir,
ásamt vinaþjóð okkar Rússum
sem hafa tilkynnt Bandaríkja-
mönnum að þeir muni ekki sætta
sig við innrás í Íran. Ísrael er,
eins og flestir sem nenna að
fylgjast með málum í Miðaust-
urlöndum, þyrnir í augum flestra
múslimaríkja í Miðausturlöndum
og Bandaríkin eru hötuð á þeim
bænum, fyrst og fremst sökum
einlægs stuðnings þeirra við Ísr-
ael, allt frá stofnun ríkisins 1948.
Ísrael er raunar á föstum fjár-
lögum í Bandaríkjunum sem hlýt-
ur að teljast sérkennilegt í ljósi
gríðarlegs halla á fjárlögum í
Bandaríkjunum, auk þess sem
þeir gera sjálfa sig meðvitað að
skotmarki fyrir íslamska hryðju-
verkamenn með þessari einstöku
gjafmildi. Heimskulegt myndi
kannske einhver segja. Dæmi
hver fyrir sig.
Það kemur jafnframt úr hörð-
ustu átt að Ísraelsmenn, eina
kjarnorkuveldið í Miðaust-
urlöndum, sé að hóta nágrönnum
sínum árás ef þeir ætla sér slíkt
hið sama.
Stuðningur okkar, ef þessi at-
burðarás verður að veruleika, mun
gera Ísland að skotmarki þjóða
sem ella hefðu litið á okkur sem
vinveitta þjóð. Hvaða ástæðu höf-
um við svosem til að vera í hern-
aðarbandalagi? Erum við kannske
að dæma afkomendur okkar til að
verða sendir til Afríku eða Asíu til
að pynta og drepa saklaust fólk,
konur og börn í nafni NATO og
svokallaðs frelsis sem er reyndar
oftast yfirskin til að verja og
tryggja sérhagsmuni stórfyr-
irtækja í orku – eða vopnaiðnaði?
NATO nútímans er ekki varn-
arbandalag frjálsra þjóða, heldur
hernaðarbandalag undir stjórn
Bandaríkjanna sem nýta banda-
lagið í eigin þágu til árása, ef
þeim hentar, í krafti stærðar sinn-
ar. Það lítur auðvitað óneitanlega
betur út að um „alþjóðlegt herlið“
sé að ræða, en að Bandaríkin ein
séu að skipta heiminum upp eftir
eigin höfði og hagsmunum banda-
rískra stórfyrirtækja sem toga í
spottana í Hvíta húsinu með til-
stuðlan fjölskyldutengsla eða
lobbýhópa. Nei, ég held að við
ættum að hafa vit á að segja skilið
við félagsskapinn NATO hið
fyrsta. Við þurfum aðeins vernd
svo lengi sem við erum hluti af
hernaðarbandalagi.
KARL JÓNATANSSON,
f.v. tónlistarkennari.
Ísraels-gyðingar í vígahug –
Ísland úr NATO
Frá Karli Jónatanssyni
Karl Jónatansson
Ég hef í fjölda mörg ár átt við
þunglyndi og kvíða að stríða. Í vor
fór að falla undan fæti án þess að
ég áttaði mig á
því. Ég fór að
mæta alltof
snemma í vinn-
una, sleppa
neysluhléum,
missa næt-
ursvefn og þar
fram eftir göt-
unum. Allt end-
aði þetta á inn-
lögn á geðdeild í
5 vikur. Ég hef alltaf verið mikill
einfari og hef ekki átt marga vini.
Þegar ég kom út af geðdeildinni átti
ég eina vinkonu sem ég gat talað
við. Ég hélt áfram að stunda iðju-
þjálfun hjá LSH fyrir hádegi en það
var öll dagskráin. Ég leit á það sem
vinnu sem ég var komin í. Vinnu til
að koma mér til heilsu á ný.
Ég stundaði Rauðakrosshúsið í
Borgartúni 25 eftir hádegi til 4.
nóvember en 6. nóvember byrjaði
ég í díalektískri atferlismeðferð á
Hvíta bandinu á Skólavörðustíg.
Þá þurfti ég að endurskoða
stundaskrána mína. Það breyttust
allir tímar. Það voru ekki margir
staðir sem komu til greina, en ég
datt niður á hreinan gullmola.
Hlutverkasetur í Borgartúni 1.
Frá þeirri stundu er ég steig þar
fyrst inn fyrir dyr var eins og að
koma heim. Eftir að hafa fengið
smákynningu á því sem um er að
vera var bara sest niður og við
fengum okkur kaffibolla saman.
Fólk var að koma allan morguninn.
Sumir fóru í skipulagða tíma, ein-
hverjir fóru í tölvur, enn aðrir í
eldhúsið og spjölluðu, drukku
kaffi, lásu blöðin eða gerðu það
sem þeir vildu. Starfsfólkið þarna
er yndislegt, ef þig langar að gera
eitthvað sem ekki er á dagskrá
færðu hjálp við að koma því í
framkvæmd, t.d. smákökubakstur
sem er byrjaður fyrir þá sem það
vilja. Ef þú hefur vandamál er það
ekki vandamál. Það eru allir til-
búnir að hjálpa öllum. Og þó að þú
þekkir ekki alla með nafni frá
fyrsta degi kemur þetta fljótt.
Andrúmsloftið er létt og gott og
mikið hlegið. Eitt spennandi er
þarna og það er sjósund, ég hef
ekki hugrekki til að prufa það. Svo
þegar allir koma endurnærðir til
baka bíður heitur matur gegn
vægu gjaldi. Það sem ég er að-
allega að leita eftir á þessum stöð-
um, Hlutverkasetri og Rauða-
krosshúsinu, er að losna úr
félagslegri einangrun sem ég var
komin í. Nú hitti ég helling af
skemmtilegu fólki á hverjum degi
og stundaskráin mín er troðfull.
Á morgnana fer ég í Hlutverka-
setur, þrjá daga í viku eftir hádegi
á Hvíta bandið og flesta daga enda
ég á að kíkja í kaffi hjá Rauðakross-
húsinu áður en ég fer heim. Hlut-
verkasetur var stofnað árið 2005 en
flutti í núverandi húsnæði 2009 og
þangað koma að jafnaði 150 ein-
staklingar á viku. Þetta er gullmoli
sem við eigum á besta stað í bæn-
um. Ég hvet sem flesta til að kíkja í
heimsókn og sjá hvort ekki sé hægt
að finna sér eitthvað við hæfi.
ÁRDÍS
JÓNMUNDSDÓTTIR
verslunarmaður.
Gullmoli í Reykjavík
Frá Árdísi Jónmundsdóttur
Árdís
Jónmundsdóttir
Það kom vel í ljós þegar Ögmund-
ur Jónasson neitaði Kínverjanum
um heimild til að kaupa Gríms-
staði á Fjöllum hversu öflugt and-
íslenskt hugarfar ríkir á alþingi.
Fulltrúar Framsóknar og Sam-
fylkingar fordæmdu þau vinnu-
brögð Ögmundar að hafna kaup-
unum.
Framsókn og
Samfylking sjá
peningafúlgur í
hillingum og at-
vinnutækifæri í
hundruðum
starfa. Þeim
virðist alveg
sama hver á
landið. Hefði
Kínverjinn fengið að kaupa Gríms-
staði gat hann byggt þar nánast
hvað sem honum sýndist, þyrfti
ekki endilega að vera ferðaþjón-
usta. Starfsfólk þyrfti ekki heldur
að vera íslenskt. Sá kínverski væri
ekki lengi að átta síg á því að á
Íslandi væru ekki atvinnutækifæri
sérstaklega ætluð íslendingum, því
þó hundruð Íslendinga séu at-
vinnulaus eru útlendingar fluttir
inn í hundraðatali og látnir vinna
á gömlu vinnuhjúasamningunum
og störfunum gefið nafnið sjálf-
boðaliðar. Svo kvarta atvinnurek-
endur, sem flytja þetta fólk inn,
undan því hversu margir Íslend-
ingar séu á atvinnuleysisbótum.
Það er ekki bara landið sem
menn vilja selja heldur er nánast
búið að flytja allan arð af fisk-
vinnslu til Bretlands og Þýska-
lands. Atvinnutækifærin eru að
stórum hluta fólgin í því að veiða
fisk fyrir fiskmarkaði þessara
þjóða og tekjurnar fara að mestu í
að borga lán í erlendum bönkum
vegna skipakaupa og viðgerða og
olíukaupa erlendis. Hundruð
starfa hafa verið lögð niður á Ís-
landi til að efla fiskmarkaði í
Bretlandi. Í Evrópusambands-
samningunum þurfum við ekki að
semja um neitt annað en að fá
áfram einkarétt á því að veiða fisk
á Íslandsmiðum fyrir Breta.
Flestar laxveiðiár landsins er
búið að leggja undir yfirráð er-
lendra auðmanna svo íslenskur al-
menningur á þess engan kost að
geta notið návistar við þessar
náttúruperlur vegna verðlags sem
er utan við alla heilbrigða skyn-
semi. Það er því lítið orðið eftir af
því frjálsa Íslandi sem þjóðin von-
aðist eftir að öðlast með stofnun
lýðveldis 1944. Þetta er afleiðing
þess hugarfars sem kom svo skýrt
í ljós á alþingi þegar Kínverjanum
var neitað að kaupa Grímsstaði.
Þeir erlendu aðilar sem vilja fjár-
festa hér og stofna fyrirtæki eiga
aðeins að fá leigt land undir
starfssemi sína og það er engin
frágangssök að fjárfesta á þeim
grundvelli. En fyrst og fremst eig-
um við að nýta atvinnutækifærin
af okkar aðalauðlindum en ekki
færa erlendum þjóðum þau nánast
ókeypis.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2, Reykjavík.
Á að selja Ísland í bútum
Frá Guðvarði Jónssyni
Guðvarður Jónsson
Alþjóðlegur dagur
fatlaðs fólks er hald-
inn hátíðlegur 3. des-
ember ár hvert.
Landssamtökin
Þroskahjálp hafa allt
frá árinu 1993 haldið
upp á þennan dag
með því að vekja at-
hygli á því sem vel er
gert.
Á því verður engin
undantekning í ár.
Sameinuðu þjóðirnar leggja í ár
sérstaka áherslu á mikilvægi þess
að líta til fatlaðs fólks í viðleitni
þjóðanna til að ná metnaðarfullum
þúsaldarmarkmiðum samtakanna
um að draga marktækt úr fátækt í
heiminum fyrir árið 2015.
Í því ljósi er gaman að geta þess
að í fyrsta sinn sem samtökin héldu
daginn hátíðlegan árið 1993 kom
fram í ræðu þáverandi formanns,
Ástu B. Þorsteinsdóttur, sérstök
ánægja samtakanna með þá ákvörð-
un félagsmálaráðherra, Jóhönnu
Sigurðardóttur, og ríkisstjórnar Ís-
lands að veita Eystrasaltslöndunum
og Rúmeníu þróunaraðstoð vegna
fatlaðs fólks.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra mun í dag
afhenda Múrbrjóta Þroskahjálpar
sem eru viðurkenning til þeirra sem
með einum eða öðrum hætti hafa
stuðlað að framþróun og því að
brjóta niður múra sem oft umlykja
líf fatlaðs fólk. Þau verkefni sem fá
múrbrjót samtakanna í dag hafa öll
hlotið verðskuldaða athygli.
Landssamtökin Þroskahjálp
hvetja alla til að taka þátt í atburð-
um dagsins og með því undirstrika
að málefni fatlaðs fólks og fjöl-
skyldna þeirra eru ekki einkamál-
efni þeirra heldur samfélagsins alls.
Enn er
múrbrjóta þörf
Eftir Gerði Aagot
Árnadóttur og
Friðrik Sigurðsson
Gerður Aagot
Árnadóttir
»Mennta- og menn-
ingarmálaráðherra
mun í dag afhenda Múr-
brjóta Þroskahjálpar ...
Gerður er formaður Landssamtak-
anna Þroskahjálpar og Friðrik er
framkvæmdastjóri.
Friðrik
Sigurðsson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra
síðustu sætunum til Tenerife 3 og 17. janúar.
Í boði er sértilboð á Villa Adeje Beach
íbúðahótelinu með öllu inniföldu.
Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Tenerife
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
3. og 17. janúar í 14 nætur
Frá kr. 124.900 með „öllu inniföldu“
Frá kr. 124.900 sértilboð 3. janúar
Villa Adeje Beach *** með „öllu inniföldu“.
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn,
2 - 11 ára, í íbúð á Villa Adeje Beach með allt
innifalið. Netverð á mann m.v. tvo fullorðna
166.900 í íbúð með allt innifalið.