Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 40

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 40
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Alþjóðlegur dagur fatlaðra hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðra árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á að- stæðum fatlaðra, bar- áttunni fyrir rétt- indum þeirra og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Ég undirritaður spurði mig um daginn nokkurra spurninga er ég fékk í hendur á starfsstöð minni skýrslu frá Reykjavíkurborg, en sú skýrsla fjallaði um endurskipulagn- ingu á stuðningstímaúthlutun fyrir börn með fatlanir sem eru á leik- skólaaldri. Í skýrslu þessari er eftirfarandi komið á framfæri við þá fagaðilla sem eru starfandi innan sérkennslu leikskólanna: Þær breytingar verða gerðar að hver leikskóli fær úthlutað fjár- magni fyrir 0,25% stöðugildi ábyrgðarmanns sérkennslu á hvert barn í stað 0,5% stöðugildum áður. Þetta fjármagn er eyrnamerkt leik- skólanum fyrir stöðu ábyrgð- armanns sérkennslu til að sinna börnum með vægari málþroska, fé- lagslega og tilfinningalega erf- iðleika. Aukafjármagn sem skapast vegna þessara aðgerða verður sett í pott og verður úthlutað til leik- skóla með mikla sérkennslu og til að mæta fjölda barna sem áður heyrðu undir þriðja fötlunarflokk (börn á gráa svæðinu). Horft verð- ur til sérkennsluþarfa leikskólanna þegar úthlutun fer fram (nú á fyrstu dögum er það fallið). Út- hlutun verður endurskoðuð árlega. Að auki mun ákveðið fjármagn, sem áður var í 2. og 3. fötl- unarflokki, bætast við þennan mið- læga pott. Gott og blessað segi ég, en með þessu verður enn erfiðara að sækja um úthlutun á stuðningstímum fyr- ir ákveðinn hóp sem fellur undir þriðja fötlunarflokk og eru það oft einstaklingarnir sem eru á þessu gráa svæði sem þurfa sinn stuðn- ing. Í flestum leikskólum hér á höfuðborg- arsvæðinu er lögð áhersla á og unnið með snemmtæka íhlut- un. Snemmtæk íhlutun er, eins og vitað er, vinna sem farið er af stað með strax og grunur um seinkun á þroska vaknar. Með snemmtækri íhlutun höfum við áhrif á þroskaferil barnsins, og unnið er þá eftir einstaklingsnámskrá sem sett hefur verið upp fyrir einstaklingin. Inni í vinnunni snemmtækri íhlutun með einstaklingnum er sú vinna sem kemur fram í einstaklings- námskránni eins og áður segir, ásamt ráðgjöf og eftirfylgni til for- eldra barnanna. Með því að styrkja og styðja við fjölskylduna í þeirri vinnu sem við vinnum að eflir það einstaklingana verulega eins og sést hefur á lífsgæðum þeirra margra með auknum stuðningi. Við verðum að gæta að hagsmunum þeirra og vera vakandi fyrir þörf- inni fyrir slíkum stuðningi þó svo að barn mælist undir 70 eða yfir 70 á þroskaprófum. Mér þætti það afar miður ef til þess kæmi að barn og ein- staklingar, sem eru í umsjón fag- aðila í leikskóla s.s. þroskaþjálfa, missi stuðning sinn eða hann sér skertur til muna þegar þörfin er mikil og knýjandi. Með snemmtækri íhlutun höfum við áhrif á þroskaferil barnsins með markvissum aðgerðum eins og ein- staklingsnámskráin segir til um fyrir einstaklinginn. Þá er einnig hægt að benda á þjóðhagslegan ávinning af snemmtækri íhlutun, hvað varðar grunnskólagöngu barnanna ásamt framtíðarhorfum. Mér þætti afar miður ef við sem störfum í sérkennslunni í leik- skólum þyrftum að skera niður starfið vegna nýrra reglna sem ég sé að komi alls ekki vel við þá ein- staklinga sem þurfa ástuðningi að halda. Ég tel fækkun á stuðningstímum vera mikla óvirðingu og það að við sem störfum innan sérkennslu í leikskólum þurfum að grátbiðja um úthlutun með skýrslugerðum og auknum rökstuðningi til að bæta hag og vellíðan ásamt sjálfstæði einstaklinganna sem þurfa á sér- kennslu halda er algjörlega út í hött. Þetta er skömm á kerfinu okkar. Snemmtæk íhlutun er fyr- irbyggjandi aðgerð sem er arðbær fjárfesting til framtíðar og snýst um velferð ungra barna með frávik í þroska, fjölskyldna þeirra og sam- félagsins eins og ég hef bent hér á fyrir ofan. Ég er þess fullviss að með snemmtækri íhlutun sé hægt að fyrirbyggja aukin þroskafrávik hjá börnum með skipulögðum aðgerð- um. Með þeirri úthlutun á stuðn- ingstíma, sem börnunum er veitt núna, er mikil skerðing og er ég af- ar ósáttur við sem þroskaþjálfi og hagsmunaaðilli þeirra barna sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Mjög er að börnunum og for- eldrum vegið sem og starfinu í kringum þau með þeirri úthlutun sem okkur var birt með nýrri skýrslu. Með þessari úthlutun er ekki einungis verið að gera lítið úr einstaklingnum, hinum „fatlaða“, heldur einnig þeim stuðningsaðila sem komið hefur að starfinu. Það er mín ósk að sérkennsluút- hlutunarteymið innan leik- skólasviðsins í Reykjavíkurborg endurskoði niðurstöðu sína og taki rökstuðning þennan sem gilda ástæðu fyrir fjölgun stuðningstíma fyrir börnin og endurskoði á ný þessa nýju reglugerð. Leikskólarnir þurfa aukið fjár- magn og fjölgun stuðningstíma til að geta staðið undir væntingum foreldra og barna til þroskavæn- legs lífs. Ágæta úthlutunarnefnd, verum stolt af góðu starfi. Verum stolt af því að gæta hagsmuna einstaklinga sem þurfa aukna aðstoð. Hvert stefnum við? Eftir Friðþór Ingason »Ný reglugerð um út- hlutun á stuðnings- tímum fyrir börn sem þurfa á sérkennslu og auknum stuðningi á leikskólum að halda. Friðþór Ingason Höfundur er þroskaþjálfi. Hinn 24. nóvember birtist hér í Morg- unblaðinu grein tveggja kennara við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild HÍ þeirra Bjarna Rand- vers og Péturs Péturs- sonar sem ber titilinn „Um trúfélög og lífs- skoðunarfélög“. Meg- inefni hennar er vanga- veltur þeirra vegna frumvarps til breytinga á lögum um skráð trúfélög. Verði frumvarpið að lögum opnast möguleiki fyrir Siðmennt að sækja um skráningu sem veraldlegt lífs- skoðunarfélag. Þeir velta fyrir sér mismunandi skoðunum innan trúar- bragðafræðinnar um hvort veraldleg lífsskoðun sé trúarleg afstaða og því viðhorfi að þær hreyfingar sem fjalla um trúarleg viðfangsefni hljóti að vera trúarlegar. Þeir geta þess að sjálfsskilningur hreyfinga á borð við Siðmennt er gagnstæður þ.e. að telja sig ekki vera trúarlega hreyfingu. Af lestri greinarinnar er ljóst að þeir eru hlynntir því að skilgreina Siðmennt sem trúarlega hreyfingu þrátt fyrir að vera veraldlegt félag um heimspeki og sið- fræði. Jafnframt telja þeir að félaginu hefði verið í lófa lagið að fá skráningu á grundvelli núgildandi laga ef þeirra túlkun hefði ráð- ið för við afgreiðslu tveggja umsókna fé- lagsins á síðustu 10 ár- um. Í ljósi þessa leggja þeir til að í frumvarps- drögum verði sett þau skilyrði að félög sem fái skráningu „… taki skil- greinda afstöðu til trúar og trúar- setninga“. Ég er á öndverðri skoðun. Það lýsir þröngsýni og óskhyggju að allt eigi sér upphaf í trú frekar en raunsæju mati á eðli málanna. Til glöggvunar er hér hluti 3. greinar frumvarpsins og leyfi ég mér að setja áherslu á það sem þeir leggja til að falli brott: „Skilyrði fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er að um sé að ræða félag sem byggist á siðferði og lífsskoðunum óháð trúar- setningum og tengja má við þekkt hugmyndakerfi í heimspeki og sið- fræði.“ Ég velti fyrir mér tilgangi tillögu þeirra því frumvarpið er nokkuð af- dráttarlaust um skilyrðin. Þeir benda sjálfir á að aðrar lífsskoðanir falla undir svipaðan flokk og Sið- mennt og nefna búddisma og hindú- isma. Er einhver dulin ástæða sem liggur að baki? Undirritaður er þeirrar skoðunar að með núverandi frumvarpi verði mikilvægt skref tekið í átt til jafn- ræðis lífsskoðana hér á landi og ver- aldlegum skoðunum gert jafn hátt undir höfði (eða því sem næst) og þeim trúarlegu. Eigum við ekki að láta það nægja í stað þess að setja enn einn trúarlegan stimpil á ver- aldleg félög? Trúarleg og veraldleg lífsskoðunarfélög Eftir Bjarna Jónsson »Undirritaður er þeirrar skoðunar að með núverandi frum- varpi verði mikilvægt skref tekið í átt til jafn- ræðis lífsskoðana hér á landi og veraldlegum skoðunum gert jafn hátt undir höfði (eða því sem næst) og þeim trúar- legu. Bjarni Jónsson Höfundur er frkvstj. og varaformaður Siðmenntar. Munið að slökkva á kertunum Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.