Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 48

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 HINSTA KVEÐJA Elsku Hafsteinn minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástarþakkir fyrir öll árin sem við áttum saman. Þín, Gunnþórunn. ✝ Hafsteinn Sig-urjónsson fæddist á Seyð- isfirði 1. apríl 1935. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað 24. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Sigurjón Páls- son, f. 15. ágúst 1901 á Hofi í Öræf- um, d. 24. janúar 1991, sjómaður og síðar verka- maður og kona hans, Kristín Guðfinnsdóttir, f. 9. september 1907 á Seyðisfirði, d. 28. maí 1992, handavinnukennari og húsmóðir. Sigurjón og Kristín bjuggu á Seyðisfirði allan sinn búskap og var Hafsteinn einka- sonur þeirra. Hafsteinn kvæntist á Siglu- firði hinn 7. júní 1958, Gunnþór- unni Gunnlaugsdóttur, f. 22. maí 1937, frá Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Frið- riksson, f. 1909 á Ólafsfirði, d. 22. mars 1942, og Sigrún Sig- urðardóttir, f. 10. október 1916 á Dalvík, d. 16. október 1996. Seinni eiginmaður Sigrúnar og Karl Ingiberg Emilsson, f. 1968. Dóttir þeirra er Gunnþórunn Sara, f. 1999. Hafsteinn fæddist og ólst upp á Seyðisfirði. Eftir hefðbundna skólagöngu fór hann til sjós þá 18 ára gamall og gerðist háseti á Hvassafelli og síðar á Hamrafelli. Árið 1958 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Fiskiðjuveri Seyðisfjarðar. Hann fór í nám í fiskvinnslu og fékk réttindi til að meta fisk. Hann stofnaði sitt eigið fisk- vinnslufyrirtæki og útgerð sem hann rak með félaga sínum í nokkur ár. Hann réð sig síðan sem frystihússtjóra í Norðursíld hjá Hreiðari Valtýssyni og vann þar óslitið í 25 ár. Síðustu starfs- árin var hann hjá Fiskvinnsl- unni, síðar ÚA, en þurfti að láta af störfum fyrir aldur fram vegna heilsubrests. Hafsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Seyð- isfjarðarkaupstað og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Seyð- isfjarðar. Hann var m.a. forð- agæslumaður í mörg ár og hafði mikla ánægju af því starfi en hans helsta áhugamál var fjár- rækt. Hafsteinn og Tóta hófu bú- skap 1958 á Seyðisfirði og bjuggu þar alla sína tíð. Útför Hafsteins fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 3 des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. stjúpfaðir Gunn- þórunnar var Jón Vídalín Sigurðsson, f. 4. janúar 1913 á Fáskrúðsfirði, d. 6. febrúar 2007. Börn Hafsteins og Gunn- þórunnar (Tótu) eru: 1) Sigurjón Þór, f. 1958, maki Valgerður Páls- dóttir, f. 1961. Börn þeirra eru a) Vil- helm Már, f. 1980, b) Vaka Krist- ín, f. 1984, í sambúð með Ólafi Guðmundssyni, f. 1984, c) Hanna Rut, f. 1990, d) Þórunn, f. 1992. 2) Sigrún Harpa, f. 1959, maki Skúli U. Sveinsson. Börn þeirra eru: a) Elísa, f. 1990, b) Guðbjörg, f. 1992, c) Selma, f. 1995. 3) Gunnlaugur Jón, f. 1961, maki Margrét S. Halldórs- dóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Harpa Sif, f. 1988, í sambúð með Elmari Braga Einarssyni, f. 1988, b) Ester Alma, f. 1992, c) Hafsteinn, f. 1994. 4) Kristín, f. 1970, maki Marco Vroomen, f. 1973. Börn þeirra eru a) Tristan Sölvi, f. 2006, b) Ylfa Isabel, f. 2009. Fyrri maki Kristínar var Það er ekkert sem býr mann undir það áfall að missa náinn ástvin, sama hverjar aðstæður eru. Þó svo að pabbi hafi glímt við sykursýki í um 40 ár og verið orðinn talsvert heilsutæpur síð- ustu árin var fráfall hans áfall og eftir situr mikil sorg og sökn- uður. En minningarnar eru margar og góðar. Pabbi var einstakur maður, traustur og duglegur. Hann var frystihússtjóri með mannaforráð og var farsæll í því starfi. Hon- um hélst einkar vel á fólki og átti hans jafnaðargeð stóran þátt í því. Hann var ekkert að æsa sig yfir hlutunum eða gera mikið mál úr þeim heldur reyndi að gera það besta úr öllu. Pabbi var líka svo bóngóður maður og gerði mörgum greiða, á móti gat hann einnig leitað til margra ef á þurfti að halda. Pabbi var prívat maður og leið best heima hjá sér, kannski ein- mitt vegna þess að lengi vel voru stundirnar heima fáar. Hin síðari ár var hann þó mikið heima við sökum heilsubrests en sykursýk- in hafði þá tekið sinn toll og hann átti orðið erfitt með gang. Hann kvartaði samt aldrei yfir sínu hlutskipti heldur tók á því með æðruleysi. Hann sá oftast já- kvæðu hliðarnar á hlutunum og sagði að það kæmi sér vel hvað honum liði vel heima. Pabbi var einstakur faðir sem hafði hagsmuni fjölskyldunnar ávallt í fyrirrúmi og lagði mikið á sig svo við gætum haft það sem allra best. Hann var ákaflega hjartahlýr, með mikla kímnigáfu og einstaklega orðheppinn. Þau eru ófá skiptin sem við sprung- um úr hlátri yfir einhverju sem datt upp úr honum og margar skemmtisögurnar eru til. Hann vildi allt fyrir okkur gera og mátti helst aldrei vita að okkur vanhagaði um eitthvað án þess að vilja rétta hjálparhönd og stundum var hann búinn að leysa úr málunum án þess að vera beð- inn enda var hann svo úrræða- góður. Pabbi og mamma áttu fallegt og gott hjónaband og á æsku- heimilinu ríkti ást, vinátta og virðing. Mamma var drottningin hans, hann hvatti hana og studdi í öllu sem hún vildi taka sér fyrir hendur og við systkinin vorum nánast í guðatölu, varla var nokkuð nógu gott fyrir okkur. Maður fann svo sterkt að við vorum honum allt. Aldrei sagði hann styggðaryrði við okkur og sá frekar bara húmorinn í prakk- araskapnum. Samverustundirnar hin síðari ár voru ef til vill ekki eins marg- ar og við hefðum kosið vegna fjarlægðar en símtölin voru mörg og skemmtileg. Við eigum eftir að sakna alls þessa og að geta ekki leitað til pabba áfram til að fá ráð í einu og öllu. Elsku mamma, þinn missir er mikill, pabbi var þér traustur vinur alla tíð en hans tími var kominn og nú er hann á góðum stað þar sem honum líður vel, öllum hans þjáningum er lokið. Elsku pabbi, við höfum lært svo margt og mikið af þér sem við munum miðla áfram til okkar barna. Í sorginni er þetta dýr- mæt perla eins og þú varst sjálf- ur. Við minnumst þín með mikilli ást og þakklæti fyrir allt það dýrmæta og góða sem þú gafst okkur í veganesti. Blessuð sé minning þín. Þínar dætur, Kristín og Harpa. Nú er minn kæri faðir farinn og eftir sitja minningar um hann og söknuðurinn sækir á mann. Hann var einbirni og var mikið einn með ömmu þar sem afi var í burtu á vertíðarbátum og á togaranum Ísólfi NS14. Afi var því oftast að heiman og því varð pabbi að hjálpa til með heimilið. Frá 12 ára aldri var pabbi með kindur sem hann hugsaði um, sló tún og engi fyrir veturinn. Það var oft erfitt fyrir óharðnaðan ungling. T.d. man ég eftir frá- sögn hans af dæmalausu rigning- arsumri 1952 en þá var ekkert hægt að heyja allt sumarið. Þá fór hann seint í september upp á Vestdal sló engin þar, þurrkaði og bar síðan heyið niður á Vestdaleyrarnar og fékk svo Steina á Álfhól til að flytja það inn í bæ. Einnig stundaði hann fugla- veiðar frá 15 ára aldri. Skaut mikið af rjúpu (þá voru ekki margir sem stunduðu þær veið- ar), svartfugl, endur og síðast en ekki síst æðarkollur. Pabbi var sjómaður í sér og var það í nokkur ár. Langaði allt- af á sjóinn aftur, en lofaði mömmu eftir að þau tóku saman að hann legði það ekki fyrir sig. Hann var mikill dýrakall og aftur byrjaði hann að vera með kindur upp úr 1973. Oft fór ég með að gefa kind- unum, en þar sem ég þoldi ekki heyið sá ég um vatnið og var yf- irleitt búinn að því á undan pabba. Þá notaði ég tækifærið (13-15 ára) að leika mér á jepp- unum í snjónum við fjárhúsin. Oftar en ekki endaði þetta með að jeppinn var pikkfastur þegar pabbi kom frá húsunum. Ekki fékk ég þó skammir fyrir þetta, eða þegar ég var að draga garðana saman með vörubretti hangandi aftan í Range-anum inni á túni og heyið vafðist utan um drifsköftin og eyðilagði allar pakkdósir á drifum og kössum í bílnum. Og ekki var ég skamm- aður, smá stubbur, þegar hann nappaði mig fyrir að hafða stolið pening frá honum. En þá hafði ég farið beint niður í Pusabúð og keypt mér kókosbollur og tróð þeim í mig fyrir utan búðina. Um sama leyti renndi pabbi fram hjá og náði mér. Ég held að hann hafi haft lúmskt gaman að þessu. Ósjaldan faldi ég mig aftan við bílsætið hans til að komast með honum út í Norðursíld, ekki tók hann því illa þótt búið væri að neita mér stuttu áður. Um sumarið 1974 kom í ljós ættgengur sykursjúkdómur hjá honum. Allar götur síðan hefur þessi illi sjúkdómur herjað á hann og veikt hann smám saman þar til yfir lauk. Það er í raun ótrúlegt hversu hraustur pabbi var miðað við hvað hann gekk í gegnum út af sykursýkinni, því oft fór hann ekki vel með sig og stundum brugðust mælitækin honum eða lyfin. Pabbi var heimakær og þar leið honum best. Hann var mat- maður mikill og á hverju hausti voru allar kistur fylltar af mat, þannig að mamma sá svo sæng sína útbreidda í eldhúsinu. Hann hafði skemmtilegan húmor og hafði gaman af að gantast. Hann var mjög þolinmóður og bjó yfir miklu jafnaðargeði. Hann var ljúfur sem lamb og hraustur var hann sem naut. Hann var traust- ur og bóngóður maður. Hann hugsaði vel til einstæðinga sem ekki höfðu það gott, og fyrir þeim var hann traustur vinur. Blessuð sé minning þín, pabbi minn. Þinn sonur, Gunnlaugur Jón. Blessaður kæri tengdapabbi! Maður á mínum aldri hefur misst marga félaga, foreldra, ættingja og vini, en ég hef samt sem áður aldrei ritað minning- argrein um viðkomandi. Veit ekki nákvæmlega hvers vegna ég hef ekki gert það, en einhvern veginn fannst mér ég verða að skrifa aðeins til þín á þessum tímamótum. Trúlega vegna þess hversu einstakur maður þú varst. Ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur þinni strax á fyrsta ári í menntaskóla, það gekk misvel en um síðir sá hún ljósið og við erum hamingjusam- lega gift í dag og eigum þrjár dætur, sem elskuðu þig mikið, enda varla annað hægt. Ég man enn þann dag í dag þegar ég kom fyrst inn á heimili ykkar, alveg að drepast úr stressi að hitta (vonandi) tilvon- andi tengdaforeldra. Það var eins og að koma bara heim til sín, engin látalæti, talað hreint út um alla hluti og ekki verið að fara í kring um hlutina. Alveg eins og heima hjá mér. Mér leið strax vel á Túngöt- unni og þó við værum kannski ekki alltaf sammála þá var hægt að rökræða við þig – eins langt og það náði! Þú áttir alltaf síð- asta orðið. Og þar við sat. Þessar samræður voru rosalega skemmtilegar, ekki síst þær póli- tísku, og fræðandi því þú vissir svo margt og varst tilbúinn að miðla þekkingu þinni. Eftir að þú veiktist var ég ósjaldan með þér á biðstofum okkar dásamlega heilbrigðis- kerfis, oftast fékkst þú fína þjón- ustu, en stundum fannst okkur samt eins og sumir vissu ekki ná- kvæmlega hvert verksvið þeirra var. En kerfið virðist samt virka þokkalega og þegar á reyndi í þínum verstu veikindum kom það berlega í ljós. Elsku Hafsteinn, hvar á ég nú að fá rjúpurnar í jólamatinn? Þú reddaðir því alltaf. Ég þoli ekki hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöld og ef ég þekki þig rétt þá muntu sjá um að redda þessu eins og venjulega þó svo þú hafir aðeins skotist yfir móðuna miklu. Ég mun sakna þín Sjáumst í næsta lífi. Skúli. Í september 1942 var fyrsta loftárásin gerð á Ísland. Þýskar flugvélar vörpuðu tveimur sprengjum á Seyðisfjörð. Önnur féll í sjó en hin í byggð. Í flæð- armálinu léku sér fjórir drengir við lítinn bát. Skammt frá þeim féll sprengjan og myndaði 2 metra djúpan gíg. Báturinn brotnaði í spón, rúður í nærliggj- andi húsi mölvuðust og dreng- irnir slösuðust allir meira eða minna. Einn drengur missti hægri fót við hné, annar slasaðist illa á læri. Hinir tveir fengu sár og skrámur á höfuð. Einn af þessum drengjum var afi minn, Hafsteinn Sigurjónsson og var hann þá sjö ára. Þetta var snemma hausts og var veður gott þennan afdrifa- ríka dag. Þá um morguninn hafði móðir hans hvatt hann til að fara út að leika sér en aldrei þessu vant harðneitaði drengurinn. Það var ekki fyrr en hann var kominn með þykka loðhúfu á höfuðið að hann samþykkti að hætta sér út fyrir hússins dyr. Síðar þennan dag fékk dreng- urinn sprengjubrot í höfuðið. Hann skrámaðist illa en eftir að gert hafði verið að sárum hans á sjúkrahúsinu fékk hann að fara heim. Við afi rifjuðum oft þessa sögu upp. Hvað hefði gerst ef ekki hefði verið fyrir þykku loðhúf- una? Það er með miklum söknuði sem ég lít yfir farinn veg og minnist elsku afa míns sem nú hefur kvatt þennan heim. Við afi náðum alltaf vel saman. Hann átti það til að vera svolítið hryss- ingslegur en þó var ekki erfitt að komast inn fyrir skrápinn. Við vorum gott teymi, gátum rætt alla hluti. Svo göntuðumst við og bulluðum þannig að enginn skildi nema við tvö. Ég var hjá ömmu og afa á Seyðisfirði öll sumur í æsku. Ég vildi fara austur um leið og skól- anum lauk og helst ekki koma aftur fyrr en hann byrjaði á ný. Sumardvalirnar á Seyðisfirði eru með mínum dýrmætustu minn- ingum. Ég skottaðist oft í hest- húsið með afa en hann var áhugabóndi. Hann var mikill dýravinur og hafði gaman af öll- um skepnum. Lotta, litla tíkin hans sem honum þótti svo vænt um, á eflaust eftir að sakna hans mikið. Við amma og afi fórum oft í kofann, lítið fellihýsi sem var falið í skógi upp á Héraði. Við spiluðum manna og borðuðum heimabakaða kanilsnúða. Ferða- útvarpið var auðvitað með í för því ekki mátti missa af fréttum. Að sjálfsögðu var líka alltaf eitt- hvað gott á grillinu en afi var mikill matmaður. Eftir að ég fullorðnaðist kynntumst við afi á annan hátt, við urðum trúnaðarvinir. Hann hafði alltaf óbilandi trú á mér og var mér styrkur í mínu námi. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að hvíldin er kærkomin eftir áratuga veikindi en samt sem áður er alltaf sárt að kveðja. Þín sonardóttir, Vaka Kristín. Elsku afi okkar. Orð geta ekki lýst því hvað við söknum þín mikið. Það verður skrítið að koma á Túngötuna og sjá stólinn þinn auðan. Þrátt fyrir að vera ekki heilsuhraustur þá varstu alltaf svo hlýr, brosmildur og skemmtilegur. Við vitum að þú ert á betri stað núna, þó að það virðist ótrúlegt að sá staður sé ekki í faðmi fjölskyldunnar sem elskar þig svo heitt. Nú líður þér betur og við vitum að þú ert enn þá með okkur. Þegar við hugsum um þig skjótast alls kyns góðar minn- ingar upp í hugann. Að koma austur til ykkar ömmu og fá að skoða kettlingana, leika við Lottu, skreppa í hjólhýsið og öll jólin og páskarnir sem við áttum saman. Við munum sakna þess að heyra ekki allar skemmtilegu sögurnar þínar. Enginn gat sagt frá eins og þú. Sú eftirminnileg- asta er þegar þú lentir í sprengjuárás þegar þú varst að leika þér ásamt vinum þínum í fjörunni á Seyðisfirði í seinni heimsstyrjöldinni. Það var sól úti en þú varst ákveðinn í að hafa þykka húfu á höfðinu þegar þú fórst út þó svo að mamma þín reyndi að banna þér það. Stuttu eftir að þið voruð komnir í fjör- una vörpuðu þýskar flugvélar sprengjum sem lentu rétt hjá ykkur. Vinur þinn missti fótinn og brot úr sprengjunni fór í höfuðið á þér en húfan góða bjargaði lífi þínu. Þú sagðir okkur að þig hefði dreymt að þýskar herflug- vélar myndu varpa sprengjum á Seyðisfjörð og þess vegna vildir þú ekki fara út án þess að hafa húfuna. Þessa sögu höfum við sagt í hverjum einasta sögu- áfanga sem við höfum tekið, enda ekkert smágrobbnar af honum afa okkar. Þetta var ekki í eina skiptið sem þig dreymdi fyrir hlutum, það gerðist ansi oft. Þú varst okkur alltaf svo góð- ur, vildir allt fyrir okkur gera og áttir það til að lauma til okkar nammimola eða peningaseðli þegar enginn sá til, bara til þess eins að sjá okkur brosa. Þú barst hagsmuni okkar alltaf fyrir brjósti. Í hvert einasta skipti sem við borðuðum morgunmat með þér sagðir þú okkur að taka lýsi, borða súrmjólk svo við yrð- um sterkar og hraustar stelpur. Það var fátt sem þú vissir ekki og það var alltaf hægt að leita til þín og fá aðstoð við heimanámið. Við munum alltaf líta upp til þín. Þú varst svo sterkur og duglegur í öllum þínum veikindum og kvartaðir aldrei. Við þurftum aldrei að velta því fyrir okkur hvað þú varst að hugsa, þú sagðir alltaf þína skoð- un og við vissum alltaf að þú elskaðir okkur og varst stoltur af okkur. Þú sagðir okkur það oft og við gleymum því aldrei. Elsku afi. Við munum aldrei gleyma þér, minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði og megi Guð geyma þig að eilífu. Við elskum þig. Elísa, Guðbjörg og Selma. Þegar ég minnist þeirra stunda sem ég átti með Hafsteini afa þá kemur upp bros. Afi var algjör húmoristi. Þegar ég var yngri þá kunni ég ekki að meta kaldhæðnina og stríðnina í afa en svo þegar á leið varð mér ljóst að húmorinn og kaldhæðnin var eitthvað sem við áttum sameig- inlegt. Hann var einnig duglegur við að stríða ömmu og hlógum við í laumi þegar hann gantaðist í henni. Afi var einnig sælkeri af Guðs náð. Ég minnist þess þegar ég hjálpaði afa við að slá grasið úti í garði, heilsan var aðeins farin að bresta og afi var virkilega þakk- látur fyrir að ég skyldi hjálpa honum. Eftir sláttinn sagði hann mér að við skyldum drífa okkur, keyrðum á gamla bílnum og fór- um í Kaupfélagið. Hann sagði að ég mætti velja mér það sem ég vildi. Við tíndum hitt og þetta í körfuna og aldrei hafði ég keypt jafn mikið af kræsingum í einu. Hafsteinn Sigurjónsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 29. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð Akureyri. Ingólfur Sigurðsson, Elínborg Ingólfsdóttir, Magnús Þórðarson, Magnús Ingólfsson, Sólveig Erlendsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Samúel Jóhannsson, Þórdís Ingólfsdóttir, Sölvi Ingólfsson, Guðrún Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.