Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
✝ Friðjón Jóns-son fæddist á
Blómsturvöllum,
Hellissandi, 12.
febrúar 1931. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Jaðri 27. nóv-
ember 2011.
Foreldrar Frið-
jóns voru Svan-
fríður Kristjáns-
dóttir, fædd á
Hellissandi 25.1.
1910, d. 14.11. 1995, og Jón Guð-
mundsson, f. 15.2. 1905 í Hösk-
uldsey, d. 15.2. 1970. Systkini
Friðjóns voru 6: Karl Guð-
mundur, stýrimaður, f. 7.8. 1933,
d. 17.2. 1962; Þyri hjúkr-
unarfræðingur, f. 30.7. 1943, d.
13.7. 2000; Rúrik þjónn, f. 24.11.
1946, d. 30.10. 1986, Sigurður út-
gerðarmaður, f. 11.4. 1950;
Kristján útgerðarmaður, f. 16.6.
Rúnar Logi. Friðjón Rúnar, unn-
usta Rósa Morthens, börn Frið-
jóns Rúnars eru Sonja, Friðjón
Adolf, Aníta Gurrý og Magga
Dóra. Friðjón tók einnig að sér
tvær dætur Guðrúnar frá fyrra
hjónabandi: Jónína Vigfúsdóttir,
f. 2.1. 1951, maki Páll V. Stef-
ánsson, börn þeirra Guðrún
Fríða og Stefán Ragnar. Lára E.
Vigfúsdóttir, f. 26.2. 1952, dóttir
hennar er Anna María. Barna-
barnabörn Friðjóns eru 14. Frið-
jón ólst upp á Hellissandi, flutti
ungur til Reykjavíkur, og fór í
Skipstjóra- og stýrimannaskól-
ann. Hann starfaði alla sína tíð
við vinnu sem tengdist sjó-
mennsku, aðallega frá Rifi eftir
að hann flutti aftur á Hellissand,
þá annaðhvort sem stýrimaður
eða skipstjóri og einnig starfaði
hann sem verkstjóri í Hrað-
frystihúsi Hellissands í nokkur
ár.
Útför Friðjóns fer fram í dag,
3. desember 2011, frá Ingjalds-
hólskirkju kl. 14.
1951, og Baldur vél-
stjóri, f. 17. 1. 1953.
Fyrri kona Friðjóns
var Guðrún Guð-
mundsdóttir, f.
28.7. 1928. Þau
skildu. Börn þeirra:
1) Jón, f. 16.9. 1952.
Börn hans: Emil
Þór og Sunneva.
Maki Jóns er Hulda
Sigurðardóttir. 2)
Sigríður, maki
Garðar Pétursson, barn þeirra
er Freydís Eva. Árið 1966
kvæntist Friðjón Guðrúnu Sam-
úelsdóttur, f. 3.9. 1933, d. 20.11.
1991. Börn þeirra: Svanur Karl,
f. 5.3. 1966, unnusta Sigríður
Ingólfsdóttir, börn hans eru Est-
er og Inga Rún og fóstursonur
Rúnar Berg. Signý Rut, f. 30.3.
1967, maki Loftur Bjarnason,
börn þeirra eru Hilmar Freyr og
Mig langar til að minnast föður
míns, Fía í Ártúni, eins og flestir
þekktu hann. Hugur minn tekur
mig til baka þegar við bjuggum í
Ártúni, húsi afa og ömmu. Ártún
var ævintýraland út af fyrir sig.
Við höfðum fjöruna, gömlu fjár-
húsin hans afa, frystihúsið og
Keflavíkina eins og hún lagði sig
til leikja. Við hreinlega elskuðum
fjöruna og eyddum töluverðum
tíma í að veiða á bak við frysti-
húsið. En ævintýraheimurinn
kemur líklegast frá öllum sögu-
stundunum sem við ólumst upp
við frá pabba, hann var óþreyt-
andi að segja sögur og deila með
okkur einhverju skemmtilegu
sem hann hafði jafnvel upplifað á
árum áður.
Þegar ég var yngri ólumst við
systkinin upp við það að pabbi
væri mikið á sjó. Þegar hann kom
heim las hann oft fyrir okkur sög-
ur úr þjóðsögunum og ævintýrum
og passaði vel upp á að við kynnt-
umst þeim. Þá kúrðum við öll
saman og hann las alltaf þannig
að alltaf átti að lesa eina sögu í
viðbót. Þegar hann hins vegar tók
sér frí frá sjómennsku og varð
verkstjóri í Hraðfrystihúsinu
vænkaðist hagur okkar allveru-
lega með sögulestur í huga, því þá
fengum við oftar sögustund.
Pabbi fór oft með okkur í bíltúra
og sagði þá frá því sem fyrir augu
bar. Þá var farið kringum Jökul
og var mikið um sögur og lært um
staðhætti og vildi hann að við
fræddumst um sem mest. Okkur
fannst oft erfitt þegar hann var
lengi á sjó í einu en það gleymdist
fljótlega þegar hann var að koma
heim úr siglingum, þá komu
Mackhintosh-boxin heim, og í dag
get ég varla litið við þessum box-
un en okkur þótti ekki leiðinlegt
þá að fá allt þetta heim og fengum
við stundum í magann. Ég minn-
ist kvöldanna í Ártúni eftir að
keypt var fyrsta vídeótækið. Þá
sátum við saman, útbjuggum
veitingar og horfðum á bíómynd,
en pabbi læddist stundum frá því
hann vildi frekar lesa Íslendinga-
sögurnar.
Aldrei man ég eftir því að hann
hafi nokkurn tímann byrst sig við
okkur. Alltaf talaði hann við okk-
ur á rólegu nótunum og við skild-
um þá að við höfðum gert eitthvað
sem ekki mátti gera. Pabbi var
einstakt ljúfmenni gagnvart
börnum og þeim sem minna
máttu sín. Barnabörnin sóttust í
að fara til hans og voru dugleg að
heimsækja hann og hann var
duglegur að heyra í þeim og fylgj-
ast með þeim. Jafnvel börn sem
ekki voru tengd honum hændust
að honum og góðmennsku hans.
Pabbi hafði yndi af því að spila
og í alllangan tíma var alltaf spil-
að heima hjá okkur um jólin. Eftir
að hann kom aftur vestur hafði
hann yndi af því að spila bridge
og það mátti ekki missa úr einn
spiladag. Ef það er eitthvað sem
hægt er að tengja sérstaklega við
hann þá er það suðusúkkulaði frá
Nóa Síriusi, spil og Íslendinga-
sögurnar. Hann gat lesið þær aft-
ur og aftur og varð aldrei leiður á
þeim.
Ég kveð þig, elsku pabbi, með
söknuði og þakka fyrir allan þann
tíma sem við áttum saman og
þann tíma sem drengirnir mínir
fengu að njóta með þér en þeim
fannst gaman að hlusta á þig og
heyra hvað þú hafðir upplifað og
gert um ævina og ekki fannst
þeim leiðinlegra að fá að taka eins
og eina skák við þig.
Signý Rut.
Jæja afi Fíi. Nú er komið að
leiðarlokum hjá okkur og þykir
mér það sárt að segja bless við
þig þegar stutt er í jólin. Ég get
sagt helling af sögum af okkur,
hverja annarri skemmtilegri. En
meiningin með þessari grein er
hinsvegar að láta hana dóttur
þína, Signýju, og móður mína
ekki fá áfall yfir öllum þessu sög-
um af okkur og læt ég því nægja
stuttan texta núna.
Þú varst ekki eins og hinn týp-
íski afi; með skalla, í peysuvesti
og með sixpensara á hausnum. Þú
varst ekki með bumbu og heldur
ekki að segja manni muninn á
réttu og röngu. Þú varst öruggur
um að móðir mín og faðir hefðu
alið okkur bræðurna vel upp og
þyrftir því ekki að skipta þér af
því. Þú varst alltaf vel greiddur
með greiðuna að vopni, í jakkaföt-
um, lést vindinn leika um þitt fal-
lega gráa hár og með sígarettu í
hægri hendi að prakkarast með
mér. Ég gleymi aldrei þegar þú
komst í heimsókn á Helluhólinn í
eitt skipti og ég var kominn með
nóg af því hversu mikið þú reyktir
og ákvað að fela sígaretturnar í
von um að þú gæfist upp á reyk-
ingunum. Sú varð ekki raunin. Ég
hafði aldrei séð þig jafn pirraðan
og þá og mikið fannst mér það
fyndið en svo gafst mamma nú
upp á röflinu í þér og lét mig ná í
sígaretturnar sem voru vel faldar
í krukku uppi á ísskáp.
Önnur sagan er töluvert lengri,
en ég ætla að reyna að láta hana
hljóma stutta. Það var þegar þú
komst að passa mig þegar for-
eldrar mínir fóru að keppa í blaki.
Ég var í kringum 13-15 ára gam-
all og var á leiðinni á ball með vini
mínum. Þér fannst leiðinlegt að
hafa ekki fengið að heyra þetta
fyrr, því þá hefðir þú getað farið í
ríkið fyrir mig, en þú dóst ekki
ráðalaus og skelltir í blöndu fyrir
mig. Romm í kók. Ég hafði ekki
hugmynd um hvað þetta var en í
sakleysi mínu hafði ég ekki kjark
í að drekka þetta og ákvað að
selja blönduna til annarra sem
drukku þetta. Degi seinna leyfðir
þú mér svo að baka skúffuköku,
sem ég hafði aldrei gert og
heppnaðist kakan eftir því. Hún
var óæt en þú sagðir samt við mig
að hún væri góð. Ég held reyndar
að þér gæti hafa fundist hún góð
vegna þess að hún var troðfull af
kaffi og bragðaðist eins og kaffi.
Ég mun aldrei gleyma símtöl-
unum sem við áttum en þau voru
mörg. Mér er minnisstæðast þeg-
ar þú hringdir 17. júní fyrir
nokkrum árum og varst nýkom-
inn úr miðbænum. Þá hafðir þú
farið fyrr um daginn í gönguna og
séð fólk dansa. Þú varst ekki lengi
að finna þér unga konu til að
dansa við en svo fórstu að röfla
við mig um að hún hefði ekki haft
þol til að halda í við þig. Svona
varstu, alltaf tilbúinn að skemmta
þér.
Núna þegar þú ert kominn á
betri stað er aðeins ein mynd sem
kemur upp í huga minn þegar ég
ímynda mér hvað þú sért að gera
núna og hún er mjög einföld og
lýsir þér best: Á sjó með full-
fermi, með sígarettu í vinstri,
greiðuna í hægri að segja brand-
ara eða sögur. Niðri í káetu er svo
góð bók sem þú grípur í þegar þú
loksins ferð í koju.
Sjáumst, afi, ég á eftir að sakna
þín gífurlega mikið og takk fyrir
allt.
Ps. vonandi verður þú búinn að
læra nýja spilagaldra sem þú get-
ur sýnt mér.
Hilmar.
Í dag kveð ég afa Fía. Ég ólst
upp hjá ömmu Gurrý og afa Fía í
Ártúni. Þegar ég sest niður og
ætla að skrifa nokkur orð um
hann þá koma ótal góðar minn-
ingar upp í hugann. Ég var mikið
afabarn og þegar hann var á sjó
þá taldi ég dagana þangað til að
hann kom heim af sjónum og þeg-
ar hann kom í land fékk hann ekki
frið fyrir mér. Ég hékk í honum
og fátt mátti hann gera án mín.
Sem betur fer leiddist honum
ekki félagsskapurinn og leyfði
mér að koma með sér í bíltúr, í
heimsóknir og stundum í vinn-
una. Afi var mikill sögumaður og
fannst honum gaman að segja
mér sögur af draugum og tröll-
um. Um Nesið fórum við oft í bíl-
túrum okkar og alltaf kom eitt-
hvað skemmtilegt út úr því. Svo í
seinni tíð hafði hann gaman af að
minna mig á hvernig ég var þegar
ég var lítil og það kom honum til
að brosa og gott faðmlag kom
ósjaldan á eftir. Ég er virkilega
þakklát fyrir allar þær stundir
okkar og sérstaklega þínar síð-
ustu. Það fær mig til að brosa í
gegnum tárin þegar ég var hjá
þér og þú sendir mig upp í sjoppu
að kaupa suðusúkkulaði, uppá-
haldið okkar, og í fyrsta skipti frá
því ég man eftir mér þá varst það
þú sem áttir að klára það og ofan í
þig fóru nokkrir bitar. Ég kveð
þig með miklum söknuði, elsku
afi.
Anna María.
Friðjón Jónsson
✝ Þórhalla Þor-steinsdóttir
fæddist í Litluvík
15. september
1924. Hún lést á
legudeild Sunda-
búðar 24. nóv. síð-
astliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Magnúsdóttir og
Þorsteinn Magn-
ússon. Þórhalla
giftist Björgólfi Jónssyni, f.
24.9. 1923, d. 8.2. 1989, frá
Vopnafirði, 24. apríl 1948. Börn
þeirra eru Ingibjörg Ósk f.
1945, maki Örn Karlsson. Ómar
Þröstur f. 1948, maki Fjóla
Georgsdóttir. Óskírður f. 1949,
d. 1949. Þorsteinn Jón f. 1950,
d. 1981, maki Reg-
ína Guðjónsdóttir.
Hjálmar f. 1953,
maki Guðný
Sveinsdóttir.
Bjarki f. 1956,
maki Björg Guð-
jónsdóttir. Sig-
urveig f. 1961.
Ömmu- og lang-
ömmubörn eru 39.
Þórhalla ólst upp í
Húsavík eystri frá
6 ára aldri ásamt 11 systkinum
en fluttist til Vopnafjarðar 1947
þar sem hún bjó alla tíð lengst
af í Ásbrún.
Útförin fer fram frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag, laugardag-
inn 3. desember 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
Elsku amma mín, nú kveð ég
þig í hinsta sinn. Ég kvaddi þig í
símann í síðustu viku, þú skildir
mig og svaraðir mér. Daginn eft-
ir varstu farin. Það á eftir að
verða sérkennilegt að koma aust-
ur á Vopna og geta ekki farið í
eldhúsið í Ásbrún þar sem þú
varst vön að standa við vaskinn
og eldavélina meðan eldhúsið ið-
aði af lífi. Því það var venja allra
barna þinna, barnabarna og
tengdabarna, sem og annarra í
bænum, að kíkja við í kaffi. Þar
var margt rætt og mikið hlegið.
Þú varst alltaf svo kát en gast
líka sent okkur tóninn þegar við
áttum það skilið.
Ég fann alltaf ást og vænt-
umþykju frá þér, elsku amma.
Þú varst alltaf svo góð við alla
sem minna máttu sín og áttu
dýrin stóran þátt í þínu lífi. Þú
áttir alltaf kisu sem var mjög oft
með kettlinga, einnig man ég eft-
ir að þú hafir átt stökkmýs,
hamstra, naggrís, páfagauka,
álft, hrafn, kindur og dúfur.
Þetta var því sannkölluð paradís
fyrir okkur krakkana að koma til
þín í þinn húsdýragarð. Krakk-
arnir á leikskólanum nutu líka
góðs af þegar þau fengu að njóta
dýranna þinna yfir girðinguna.
Ég heyrði þetta lag stuttu eftir
að ég frétti að þú værir dáin og
ég hvarf í huganum í eldhúsið til
þín.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku amma mín, megir þú
hvíla í friði, því nú ertu búin að fá
hvíldina þína.
Bless, elsku amma.
Þín nafna,
Þórhalla.
Þórhalla
Þorsteinsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN B. SIGURÐARDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir
áður Hraunbæ 103,
andaðist í faðmi dætra sinna á Eir að morgni
laugardagsins 19. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir hlýjar kveðjur og samúð.
Starfsfólki á 3-N og Ólafi Samúelssyni lækni á Eir færum við
hjartans þakkir fyrir ómetanlega umönnun, nærveru og virðingu
í hennar garð.
Sigurlaug Anna Tryggvadóttir, Gunnar Halldórsson,
Erla Sigtryggsdóttir, Gunnar Jónsson
og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæri
JÓN SIGURÐUR HJÁLMARSSON,
Nonni frá Gilhaga,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 18. nóvember.
Innilegustu þakkir og kveðjur til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Systkinin frá Gilhaga og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN RAGNAR BJÖRNSSON
skipstjóri,
Framnesvegi 20,
Keflavík,
áður Garðbraut 56, Garði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. desember
kl. 13.00.
Loftveig Kristín Sigurgeirsdóttir,
Guðlaug Þóra Sveinsdóttir, Baldvin Sigurðsson,
Sigurgeir Borgfjörð Sveinsson, Elín Gunnarsdóttir,
Björn Sveinsson, Elísa Rakel Jakobsdóttir,
Rósa Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
NANNA HARALDSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 29. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánu-
daginn 12. desember kl. 13.00.
Einar Sigurðsson,
Haraldur Einarsson, Súsanna Jónsdóttir,
Sigurður Einarsson, Guðbjörg Svanlaug Árnadóttir,
Kristján Einarsson, Berglind Þráinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
ÆSKA BJÖRK JÓHANNESDÓTTIR
BIRKILAND,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
28. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 6. desember kl. 11.00.
Jóhanna Björk Halldórsdóttir,
Davíð Bjarki Jóhönnuson,
Þorsteinn Þorsteinsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir,
Sigurgestur Jóhann Rúnarsson,
Ósk Elín Jóhannesdóttir Birkiland, Ólafur Sverrisson,
Unnur Ragnhildur Jóhannesdóttir Birkiland,
Ingibjörg Albertsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
SJÖFN SIGURÐARDÓTTIR,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 5. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Sigfússon.