Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 ✝ Þórunn ÁstrósSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1951. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 25. nóvember 2011. Foreldrar henn- ar voru Aðalheiður Kristín Helgadótt- ir, f. 12. október 1926, d. 7. nóvember 1987, og Sigurður Sveinn Karlsson, f. 12. febrúar 1927. Hálfsystkini Þór- unnar eru Elsa Smith, f. 24. nóv- ember 1945, sammæðra, Sveinn Erling Sigurðsson, f. 26. janúar 1946, Anna Þórunn og Svein- björn, f. 23. febrúar 1974 sam- feðra. Alsystkini hennar eru Sigurður Þórir, f. 31. mars 1948, Helgi Bergmann, f. 31. desem- ber 1949, Ágúst, f. 8. ágúst 1954, Guðjón, f. 28. september 1957, Hilmar, f. 22. janúar 1962. hóf sinn búskap þar. Hún vann meðal annars við fiskvinnslu í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, var gangastúlka á Sjúkrahúsi Húsa- víkur í mörg ár. Eftir það stofn- aði hún Blóma- og gjafa- vöruverslun, þá fyrstu sinnar tegundar á Húsavk, ásamt vin- konu sinni Jónasínu Arnbjörns- dóttur og ráku þær verslunina saman í nokkur ár og eftir að því samstarfi lauk stofnaði Þór- unn Blóma- og gjafavöruversl- unina Björk ásamt mágkonu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og ráku þær þá verslun í nokkur ár en Þórunn tók svo alfarið við rekstrinum. Þórunn Ástrós var brautryðjandi í þessum versl- unarrekstri sínum og þekkt fyr- ir listrænt auga og smekkvísi í sínum blómaskreytingum og kunnu Húsvíkingar vel að meta það. Eftir að hún hætti versl- unarrekstri hóf hún nám í hó- mópatíu sem átti hug hennar allan. Undir það síðasta naut hún einstakrar umönnunar starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Þórunn Ástrós verður jarð- sungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 3. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Eftirlifandi maki Þórunnar er Ólafur Ármann Sigurðs- son, f. 16. júlí 1949. Dætur þeirra eru 1) Sandra Kristín, f. 30. júlí 1971. Unn- usti Einar Víðir Einarsson. Barn Söndru, Ólafur Ár- mann Sigurðsson. 2) Andrea Jóhanna, f. 2. ágúst 1972. Sambýlismaður Hrafn Malm- quist. Börn Andreu, Atli Finns- son, Bogi Malmquist og Lísa Bríet Malmquist. Þórunn Ástrós ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæj- arskóla. Á unglingsárunum dvaldi hún eitt ár í Englandi sem „au-pair“. Eftir þá dvöl lagði hún land undir fót og stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugum í Reykjadal. Þar hitti hún eftirlifandi maka sinn og settist að á Húsavík og Ég elska þig endalaust, mamma mín. Þeirri ást fann ég svo sterkt fyrir núna síðustu dagana okkar saman þar sem samskipti okkar voru full af kærleika og einlægni. Í þeim samskiptum fékk ég að sjá styrk þinn, þitt einstaka hugrekki og húmor, þína fallega hreinu sál og þitt æðruleysi. Ég sakna þín líka og augu mín eru full af tárum og hjartað fullt af minningum og þakklæti til þín sem gafst mér svo mikið og ég gat orðið tekið á móti allri þeirri ást og um- hyggju. Dagurinn í dag er mjög óraunverulegur í mínum huga, í dag hefðir þú orðið 60 ára, og í dag kveð ég þínar jarðnesku leif- ar, en ég reyni eftir fremsta megni að hugsa um tilgang þinn- ar fallegu sálar þar sem hún er nú farin til göfugra starfa, þar sem sú hugsun er mér bærilegri en að hugsa um fráfall þitt sem missi. Takk fyrir lífið okkar saman, elsku mamma. Þín dóttir, Sandra Kristín. Elsku Tóta, systir og vinkona, nú ert þú farin í þitt hinsta ferðalag. Við höfum í gegnum tíðina ferðast mikið saman, bæði hér innanlands í tjaldvagninum ykkar Óla og á seinni árum einn- ig erlendis. Ferðir okkar voru alltaf skemmtilegar og einnig fræðandi. Þær voru árvissar og við leituðumst alltaf við að fara á staði sem við höfðum ekki heim- sótt áður. Það var líka orðin föst hefð hjá okkur að dvelja hjá ykkur í sumarhúsinu í Axarfirðinum, „Draumalandinu“, og svo var líka orðin föst venja að hittast að Stuðlum á Hvammstanga og borða svið og vökva sálina og segja sögur og dansa. Ég man þegar við vorum lítil og vinkonur þínar komu í heim- sókn. Best man ég þegar hún Jenný mín kom með það sem upp á vantaði til að ég gæti keypt mér strigaskóna sem mig langaði í. Þá er líka að minnast þess þegar allt fór á annan veg og ég reyndi eins og ég gat að vernda okkur. Seinna þegar árin færðust yf- ir man ég þegar hann Óli litli, barnabarn ykkar, fór að fara með í ferðirnar og við vorum stöðugt að spila við hann fót- bolta sem endaði ekki alltaf vel, því við þessir gömlu kunnum ekki alltaf reglurnar. Þegar allt ætlaði um koll að keyra varð að hlaupa inn til Tótu og ná í Mel- rose‘s-poka til að sýna hinum brotlega rauða spjaldið. Já, það koma sannarlega margar góðar minningar upp í hugann núna þegar þú ert farin í þína síðustu ferð. Ferð sem við gátum ekki farið með þér. Þú varðst að fara hana ein þíns liðs en við erum með þér í andanum, elsku systir og vinkona. Það var líka oft sem við döns- uðum saman þegar glatt var á hjalla eins og fínir dansarar út í nóttina; þá var nú gaman. Elsku Tóta, þakka þér fyrir lífið okkar saman og allar góðu minningarnar. Og Jenný þakkar fyrir vináttu sem var óslitin og farsæl síðan þið voruð níu ára hnátur í Norðurmýrinni. Lífið kemur manni alltaf á óvart en minningarnar er alltaf hægt að kalla fram og ylja sér við. Þú feyktir blómum í allar áttir og sáðir góðvild þar sem þú komst. Við Jenný vottum Óla mági, Söndru, Óla litla, Andreu og fjöl- skyldu samúð. Megi lífið hafa sinn vana gang og við taka þátt í því eins og áður. Þórir bróðir og Jenný vinkona. Okkur finnst lífið ekki alltaf sanngjarnt. Í dag hefðum við átt að vera að samfanga henni Tótu okkar með 60 ára afmælið en í staðinn horfum við á eftir henni yfir móðuna miklu. Krabbamein- ið sem hún greindist með fyrir rúmum tveimur mánuðum var fljótt að buga þessa tápmiklu konu. Ég kynntist henni fyrir meira en 40 árum þegar við Helgi bróðir hennar rugluðum saman reyt- um okkar. Við höfum oft síðar hlegið að því að mér þótti hún í byrjun nokkuð fyrirferðarsöm. Hún hafði hátt þegar hún þurfti að ná sínu fram og átti það til að hrópa á bræður sína ef hún var þeim ekki sammála. Fljótlega kynntist ég þó góðmennsku hennar og hlýju hjarta. Hún þurfti ef til vill stundum að hafa hátt innan um allan strákask- arann. Hún fór ung á húsmæðraskóla á Laugum í Reykjadal. Það átti að verða eins vetrar dvöl á Norðurlandinu, en örlögin hög- uðu því þannig að hún bjó allan sinn búskap á Húsavík, því á meðan á skóladvölinni stóð kynntist hún lífsförunaut sínum Ólafi Ármanni Sigurðssyni frá Húsavík. Þó að við Helgi höfum búið bæði erlendis og síðar sunnan- lands þá höfum við átt margar ánægjulegar stundir með þeim hjónum. Þau heimsóttu okkur til Kaupmannahafnar með dætur sínar á meðan við bjuggum þar. Okkur Helga þótti afar vænt um að geta sýnt þeim borgina sem hafði orðið okkur svo kær. Síðar áttum við margar ljúfar stundir bæði á Húsavík, á Selfossi, í Reykjavík og ekki má gleyma hinum árlegan systkinafundi í húsi Þóris á Hvammstanga. Þá var nú hlegið, skrafað um lands- ins gagn og nauðsynjar og þau systkini rifjuðu upp margar bernskuminningar. Hún Tóta hafði unun af nátt- úrunni. Hún bar virðingu fyrir gróðri landsins og kynnti sér lækningamátt jurtanna. Ef ein- hver í fjölskyldunni varð veikur var hringt í Tótu og spurt hvað væri best að gera við viðkom- andi kvilla og ekki stóð á svari hjá henni. Fáðu þér hvönn eða túnfífil eða hvað það nú var sem átti best við í hvert sinn. Hjálp- semin var henni í blóð borin. Við Helgi tregum nú hjart- fólgna systur og mágkonu. Börnin okkar Gunnar og Sigrún syrgja kæra föðursystur. Við sendum öll Óla, Söndru og And- reu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur og vonum að almættið megi styðja þau í sorg sinni. Ólöf Thorarensen. Ég sakna þín, glæsilega, rauð- hærða vinkona mín. Þú komst inn í mitt líf fyrir 28 árum, stystu leið yfir lóðirnar og bankaðir hjá mér, sem var ný- flutt í Laugarbrekkuna. Við höf- um verið vinkonur síðan þá. Við höfum átt margar stundir saman og með öðrum. Þið Óli skuppuð oft til okkar Örlygs í kvöldkaffi og þá sátum við gjarnan og hlustuðum á karlana okkar segja sögur af eftirminni- legum mönnum og málefnum, sem dátt var hlegið að. Við vor- um nefnilega báðar „aðfluttar“. En þótt þeir hefðu mest orðið streymdi milli okkar tveggja væntumþykja sem þurfti ekki orð. Nálægðin nægði. Þannig var það líka þegar við vorum tvær einar, við gátum rætt og rökrætt, hlegið og grátið og áttum trúnað milli okkar. En við gátum líka þagað saman, eins og þú sagðir í ræðu í fimmtugs- afmæli mínu, sem væri merki um dýpt vináttu okkar. Þar var ég óhemju stolt af þér, því ræðu- höld í margmenni voru þér lítið töm. Á suman hátt varstu mér sem stóra systir og ég sagði þér það oft, þú sýndir mér um- hyggju, leiðbeindir mér og stjórnaðist stundum í mér. Ég veit að ég gaf þér líka til baka. Stolta, harðduglega Rósa mín, listræn og skapandi, heilandi og græðandi. Við fórum einu sinni saman á grasafjall, tíndum fjallagrös, blóðberg, ljónslappa og fleiri kraftmiklar jurtir í te, okkur til heilsubótar. Það var eftirminni- leg stund í rekju og svala og okkur fannst þetta skemmtilegt og spennandi. Seinna lá það fyrir þér að læra hómópatíu og nota hana til óhefðbundinna lækn- inga. Þú rakst til fjölda ára blóma- og gjafavörubúð á Húsavík. Þar naut listfengi þitt sín vel, hvort heldur í vöruvali eða öllum þeim ótalda fjölda blómaskreytinga sem þú gerðir fyrir Húsvíkinga og aðra, til nota við margvísleg tækifæri og atburði, gleðilega og sorglega. Ég horfði oft á þig vinna og dáðist endalaust að ör- yggi þínu og næmi. Nú strýk ég alla mjúku þvottapokana sem þú prjónaðir af natni handa mér, merktir upphafsstaf mínum. Þeir eru hver öðrum fallegri og tárin væta þá. Þú lagðir alúð og mikla vinnu í fallega garðinn þinn í Höfða- brekkunni og líka í Draumaland- inu, sem var þér afar dýrmætur staður. Þú ræktaðir einnig garð- inn í þínu eigin lífi og hann ber þér fagurt vitni, í minningu okk- ar sem kveðjum þig nú. Þakka þér fyrir allt, elsku Rósa mín. Kærum ástvinum þín- um öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Valgerður Gunnarsdóttir. Mín elskulega vinkona Tóta er fallin frá eftir stutta baráttu við veikindi. Það er ótrúlegt hvað lífið er fljótt að breytast. Við hittumst síðast hressar og kátar í lok ágústmánaðar þegar ég fagnaði 60 afmæli mínu með fjölskyldu og vinum. Tóta gerði sér ferð suður frá Húsavík til að fagna með mér áfanganum og lék á als oddi. Við æskuvinkon- urnar ræddum um að nú væri kominn tími til að við færum saman til útlanda í vinkonuferð. Við ræddum um hvaða staði væri gaman að heimsækja og þegar við kvöddumst vorum við komnar hálfa leið í huganum. Stuttu síðar greinist Tóta með krabbamein á lokastigi og ekk- ert var hægt að gera fyrir hana. Ég er þakklát fyrir yndislegar stundir sem ég og Guðmundur áttum með Tótu og Óla í sumar í bústaðnum þeirra, Draumalandi. Þar áttum við góða tíma í blíð- skaparveðri þar sem Tóta dekr- aði við okkur í mat og drykk. En Tóta var snillingur í matargerð sem og í svo mörgu öðru en hún var einsaklega listræn og hæfi- leikarík. Það er mikil gæfa í lífi hvers að eiga góðan og traustan vin og ég hef svo sannarlega verið heppin að kynnast Tótu á mínum æskuárum. Óli, Sandra, Andrea og fjöl- skylda, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum en minn- ingin um yndislega konu mun lifa. Hverjum sólarmorgni syngjum við lof undrandi og glöð í hvert sinn og finnst hann vera kraftaverk eins og vorið. (Þór Stefánsson.) Samúðarkveðjur, Hjördís Benjamínsdóttir. Nóttina sem Þórunn Ástrós, Tóta eins og við í fjölskyldunni kölluðum hana, yfirgaf okkur dreymdi mig að ég hefði týnt perlu sem er mér kær. Í draumnum vissi ég að þessa perlu fyndi ég aldrei aftur og ekkert þýddi að leita hennar. Tóta var gull af manni, hjartahlý og blíð. Hún var listamaður af guðs náð og gat skapað fallega hluti og gert fallegt í kringum sig. Þvottahúsgólfið hennar er örugglega flottasta flísalagða gólfið á Íslandi og þó að víða væri leitað, það lagði hún úr jarðarlituðum flísabrotum á ein- staklega listilegan hátt. Drauma- landið, sumarbústaðurinn í Kelduhverfinu, er líka listaverki líkastur, á haganlega og heim- ilislegan hátt hefur hún komið fyrir gömlum og nýjum hlutum sem virðast alltaf hafa átt þarna heima. Ég brosi þegar ég hugsa til þess þegar Tóta bað mig að koma með sér í verslunina „Fríðu frænku“. Mér fannst gaman að rölta hring í búðinni og skoða „draslið“ en fann ekk- ert sem mig langaði í. Tóta hins vegar eyddi löngum tíma, skoð- aði í kistur og skápa, dró fram dúka og teppi og ýmislegt sem henni leist vel á. Ég gat ekki skilið hvað hún ætlaði að gera við þetta gamla dót. Svo þegar ég kom í Draumalandið voru þessir hlutir nýtilegir á ný, fal- legir dúkar á borðum, skraut í hillum og allt mjög viðeigandi og fallegt. Garðurinn sem hún var að skapa kom mér líka á óvart. Þegar hún sagði mér hvað hún ætlaði að gera var ég mjög vantrúuð. Síðar stóð ég í þessum garði og dáðist að hvernig hún hafði skapað litla paradís með steinum og plöntum og inni á milli mátti finna matjurtir. Snið- ug og smekkleg lausn á mat- jurtargarðinum. Móttökurnar þegar við kom- um til Húsavíkur voru alltaf eins og höfðingjar væru komnir í bæ- inn, dekrað við okkur á alla lund, fundinn til góður matur og alltaf nógur tími til að spjalla. Tóta var einstaklega hrifin af börnum, þegar hún varð amma var eins og aldrei hefði fæðst fullkomn- ara barn í heiminn, gleðin var fölskvalaus og einlæg. Það var ekki hægt annað en hrífast með af þessari fullkomnu hamingju. Tóta sýndi öllum börnum ást, hlýju og virðingu og uppskar mikla væntumþykju í staðinn. Við Tóta deildum áhuga á ís- lenskum plöntum og náttúru og kenndi hún mér margt um lækn- ingamátt jurta. Okkar besta stund var þegar við fórum á Flateyjardal um haust og fund- um fullt af yndislegum plöntum. Við fundum aðalbláber og ég var mjög áköf að ná í sem mest af þessari gersemi. Tóta skildi vel að svona dásemd er ekki sjálf- sögð en gaf mér samt allt sem hún tíndi. Það sem Tóta hefur nú kennt mér er að enginn veit hvenær kallið kemur og við þurfum að fara frá fólkinu okkar og þeim sem okkur þykir vænst um. Tím- ann ber að nýta vel og njóta þess að eiga góða fjölskyldu og vini, rækta það sem skiptir mestu máli þegar upp er staðið. Líf, fullt af börnum, blómum, list og litum jarðarinnar, getur verið dásamlegt ef maður kann að meta það. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman og góðar minningar sem ylja um ókomna tíð. Guð blessi Tótu og gefi þeim sem henni voru kærir styrk í sorginni. Helga Sigrún. Við kynntumst Rósu skóla- systur okkar fyrir rúmum fjöru- tíu árum þegar við hófum nám við Húsmæðraskólann að Laug- um í Reykjadal, S- Þingeyjar- sýslu. Þórunn Ástrós eins og hún hét fullu nafni vakti strax athygli okkar fyrir frjálslega framkomu, glaðværð, hispurs- leysi, hjálpsemi, réttlætiskennd og glæsileika. Þessum góðu eig- inleikum hélt hún alla tíð, auk þess sem hún ræktaði með sér marga aðra góða kosti. Hún var listræn og sá hæfi- leiki hennar naut sín þegar hún um árabil rak blómabúð á Húsa- vík. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum, og var afar næm á líðan fólks. Rósa gékk skrefinu lengra þegar hún hóf nám í hómópatíu til að sinna þessum hugarefnum sínum. Rósa var mjög trygg okkur skólasystrum. Hún var dugleg að mæta þegar eitthvað var um að vera í hópnum og henni fannst það sjálfsagt mál að greiða götu okkar ef við leit- uðum til hennar. Í vor fögnuðum við skólasyst- ur 40 ára útskrift og áttum sam- an yndislega helgi á Akureyri með Rósu okkar sem fór á kost- um eins henni var einni lagið. Einnig góða minningu frá sex- tugsafmæli Öldu skólasystur okkar nú í maí sl. Rósa lagði land undir fót að norðan til að samgleðjast með okkur. En skjótt skipast veður í lofti og nú hefur þessi glæsilega skólasystir okkar fallið fyrir ill- vígum sjúkdómi og horfin okkur Þórunn Ástrós Sigurðardóttir Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir 24 tíma vakt Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 Sími 551 3485 ÞEKKING –REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.