Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 56

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Á morgun, 4. des- ember, verða 150 ár frá fæðingu Hann- esar Hafstein. Hans er minnst sem eins af bestu ljóðskáld- um tungunnar og eins af farsælustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Í sjálf- stæðisbaráttunni vann hann sigra. Og hann var einn af frumkvöðlum raunsæisstefnunn- ar í íslenskum bókmenntum. Að- eins tvítugur varð hann „höfuð- skáld og spámaður nýrrar kynslóðar“, skrifar Tómas Guðmundsson skáld. Hann orti uppörvandi ljóð fyrir fátæka þjóð sína, ljóð með fram- tíðarsýn um betri hag . Í Alda- mótaljóðinu spáir hann því sem hann óskaði þjóð sinni til handa. Hannes Hafstein Sú kemur tíð, er upp af alda hvarfi upp rís þú Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, Steinurðir skreytir aft- ur gróðrar farfi. Sú kemur tíð er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé ég í anda knörr og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða. Aðeins nokkrum árum síðar fékk Hannes Hafstein einstakt tækifæri til að láta þessa skálda- drauma sína rætast og gerast „breytingarmaður meir en dæmi þekktust til“ eins og segir í bók Heimis Þorleifssonar, þegar hann varð fyrsti ráðherra Íslands, 1. febrúar 1904. Um svipað leyti og stjórnin fluttist inn í landið tók Ís- landsbanki til starfa og frá honum streymdi erlent fé til fram- kvæmda. Á fyrstu árum heima- stjórnar komst togaraútgerð (fiskveiðahlutafélögin) á laggirn- ar, fyrstu stórfyrirtæki íslensks þjóðfélags. Hannes Hafstein lét ekki sitt eftir liggja að hefja öld framfara og nýjunga. Hann lét leggja síma til Íslands, setja fræðslulög, stofna kennaraskóla, reisa mikið hús yfir Landsbóka- safn (Þjóðmenningarhúsið) og lagði frumvarp til stofnunar há- skóla. En Hannes Hafstein átti sér óvenjuharðskeytta andstæð- inga sem helst áttu það sameig- inlegt að koma honum frá völd- um. En hann var framfarasinnaður og þráði að bæta allan hag þjóðar sinnar. Hann þráði að klæða landið að nýju eins og kemur glöggt fram í Aldamótaljóðinu svo og í fleiri ljóðum t.d. „Við Skotland“ og „Vor í Danmörku“. Við Skotland Fram hjá Skotlands fögru strönd flýgur skip sem kólfur sendur. Brosa fögur blómalönd, bleikir akrar, dökkar skógalendur. Ótal sigla fley um fjörð, fjör er nóg í landsins æðum. Fegin vildi ég fósturjörð, fært þér geta hlut af slíkum gæðum. Sé ég í hug þín háu fjöll hjúpuð þessum dökku skógum, undir hreinni hnjúka mjöll hlíðar frjóvar, vaxnar blómum nógum. Vor í Danmörku Ég vildi ég fengi flutt þig skógur, heim í fjallahlíð og dala rann, svo klæða mættir mold á stöðvum þeim, er mest ég ann. Í sjálfstæðisbaráttunni varð Hannesi Hafstein mikið ágengt. Og nafn hans er tengt þremur sigrum í frelsisbaráttu Íslend- inga. Árið 1901 fékk hann loforð útlenda valdsins að æðsta stjórn Íslands skyldi flytjast frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur. Og árið 1913 fékk Hannes Hafstein dönsku stjórnina til að fallast á löggildingu íslensks fána. Og sambandslagafrumvarpið (upp- kastið) var hans sigur þótt ís- lenskir kjósendur höfnuðu því. Baráttan gegn uppkastinu var hatrömm og andstæðingarnir nýttu sér þjóðarvakningu og öldu af Danahatri til að fella uppkast- ið. Sýndu þeir oft heift og óbil- girni í málflutningi og vaknar grunur að þar hafi oft eitthvað annað en þjóðarheill ráðið för því að með uppkastinu 1908 fékkst í raun það fullveldi sem fékkst 1918 eða eins og Jónas Haralz skrifar „fullveldið sem í reynd hafi fengist með uppkastinu 1908, hafi ekki orðið fyrr en tíu árum seinna … fyrir hrein formsatriði sem engu máli skiptu, frestuðum við því í tíu ár að ná fullveldi sem hefði getað fengist 1908“. Hlut- dræg sagnfræði síðustu ára í Ís- landssögu reynir oft að halla á Hannes Hafstein, með „gleymsku“ eða þögn um það sem hann ávann og oft af virðingar- leysi við sannleikann. En með lagni, þreki og persónuleika náði Hannes Hafstein sjálfsforræði, réttarbótum og öðrum framfara- málum við erlent vald áfram. Hann varð ekki langlífur og ör- lögin skömmtuðu honum nauman starfsaldur. Þrátt fyrir það varð hann glæsilegur foringi þeirrar endurreisnar sem ljóð hans boð- uðu, hann lifði til að gera skáld- skap sinn að veruleika. Ragnheiður Sigurðardóttir. 150 ÁRA MINNING ✝ Guðmundur Þórðarson fæddist á Haukafelli á Mýr- um 24. nóv- ember1928. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörkinni í Reykja- vík 20. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Þórður Jóns- son búfræðingur frá Rauðabergi á Mýrum, f. 3.10. 1900, d. 6.3. 1992, og Bergljót Þorsteinsdóttir frá Hvammi í Lóni, f. 23.9. 1903, d. 9.6. 2005. Systkini hans eru Freysteinn Þórðarson vélstjóri, f. 23.11. 1929, Arnór Þórðarson kennari, f. 18.10. 1932, Erla Ásthildur Þórðardóttir tæknir, f. 17.5. 1939, og Kristín Karólína Þórð- ardóttir, f. 1.12. 1942, d. 23.1. 1957. Guðmundur kvæntist 23.2. 1952 Steinvöru Bjarnheiði Jóns- dóttur, f. 24.1. 1928, d. 28.1. 2008. Foreldrar hennar voru Selmu Karlsdóttur er Birta. Guðmundur flutti með for- eldrum sínum á öðru aldursári að Hvammi í Lóni, og þaðan í Byggðarholt í sömu sveit er hann var á 8. aldursári (1936). Guðmundur fór í Alþýðuskólann á Eiðum í þrjá vetur 1946-1949 og þaðan í Kennaraskólann, sem hann lauk á tveimur árum 1949- 1951. Guðmundur réð sig til kennslu við Barna- og unglinga- skóla Seyðisfjarðar og kenndi þar allan sinn starfsaldur utan tvo vetur sem hann kenndi við Digranesskóla í Kópavogi og einn vetur sem hann var við framhaldsnám í Kaupmanna- höfn. Guðmundur gegndi ýms- um ábyrgðarstörfum fyrir sam- félagið. Hann var formaður barnaverndarnefndar og áfeng- isvarnarnefndar um árabil, varafulltrúi í bæjarstjórn 1966- 70 og starfaði í ýmsum nefndum kaupstaðarins. Hann tók virkan þátt í kjarabaráttu kennara, sat í fulltrúaráði S.I.B. frá 1972-1974. Auk þess að sinna kennarastarf- inu af lífi og sál var Guðmundur mikill og góður smiður og hag- leiksmaður. Útför Guðmundar verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 3. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. hjónin á Álfhól á Seyðisfirði, Jón Þorsteinsson bygg- ingameistari, f. 3.2. 1900, d. 10.6. 1973 og Kristbjörg Bjarnadóttir hús- móðir, f. 1.3. 1902, d. 10.1. 1988. Börn Guðmundar og Steinvarar eru: 1) Þóra Bergný, f. 20.5. 1953, sam- býlismaður Þórbergur Torfason. Sonur Þóru og Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar er Dýri, maki Rí- key Kristjánsdóttir. Synir Þeirra eru Rökkvi, Sindri og Álfur. 2) Kristbjörg, f. 27.12. 1954, maki Árni Kjartansson. Börn þeirra eru a) Kjartan, maki Harpa Lind Kristjánsdóttir. Dóttir þeirra er Rán. b) Steinvör Þöll, maki Colin Johnston. Dóttir þeirra er Freyja Kristbjörg. c) Sigurlaug. d) Ragnhildur Eik. 3) Guð- mundur Hugi, f. 21.10. 1966, sambýliskona Unnur Agnes Hauksdóttir. Dóttir Huga og Guðmundur pabbi minn var alinn upp í fegurstu sveit á Ís- landi, á víðáttumiklum söndum Jökulsár í Lóni. Ungur lagði hann í mikið ferðalag austur á land í Alþýðuskólann á Eiðum. Í veganesti hafði hann þá menntun sem Þórður afi hafði miðlað honum og öðrum börn- um í sveitinni. Þessi laglegi piltur með hrafnsvart hrokkið hár og hátt enni var bæði lipur námsmaður, laghentur og verksnjall. 23 ára hóf hann kennslu við Seyðisfjarðarskóla. Honum fannst staðurinn falleg- ur, húsin vinaleg og hvítmáluð „stakíttin“ í kringum vel hirta garða snertu fegurðarskyn hans. Hann kynntist unga fólk- inu í bænum en fljótlega fang- aði heimasætan á Álfhól athygli hans til lífstíðar. Þau hófu búskap á loftinu í Gíslahúsi, fljótlega varð ég til og Kristbjörg systir mín stuttu seinna. Þau hjónin tóku til óspilltra málanna að búa í framtíðarhaginn. Þau eignuðust lóð í túnfætinum hjá afa og ömmu, tóku djúpan grunn í mýrina og hófu að reisa hús drauma sinna. Þau fluttu inn í fokhelt en frá fyrstu stundu var heimilislegt á Byggðarhól. Allt var búið til heima á verkstæði pabba og í vinnuherbergi mömmu. Það var stutt í skól- ann, pabbi kveikti undir hafra- grautnum á morgnana og kall- aði á okkur stelpurnar. Í hádeginu komum við heim í soðningu og sæta grauta, pabbi lagði sig og fór svo aftur í skól- ann, kom heim seinnipartinn og undirbjó næsta dag, fór á verk- stæðið og hélt áfram með smíð- isgrip gærdagsins. Svona liðu dagarnir, mánuðirnir og árin. Heimurinn var í jafnvægi. Fjöl- skyldan aðhylltist búauðgis- stefnu svo mikill tími fór í úti- legur, aðdrætti og úrvinnslu, berja- og sveppatínslu, saft-, sultu- og sláturgerð. Elskusemi foreldra minna var aldrei endaslepp. Við syst- ur og Hugi litli bróðir, sem fæddist þegar við vorum komn- ar undir fermingu, áttum alltaf vissan stuðning þeirra í verk- efnum lífsins. Ekki var tryggð þeirra og ást minni þegar barnabörnin komu til. Sonur minn Dýri var mikið hjá ömmu og afa á Seyðisfirði og tengdist þeim ævarandi böndum. Pabbi var frábærlega natinn og þolinmóður kennari og lagði ótrúlega vinnu og metnað í kennsluna en gerði jafnframt miklar kröfur til nemenda sinna. Í þá daga var ekki búið að skilgreina ýmist það sem nú er viðurkennt sem eðlilega námstefjandi svo sem athygl- isbrest og lesblindu. Þetta var hreinlega flokkað sem tregi, leti eða slugs og varð upp- spretta óþarfa samskiptavanda- mála í skólanum sem með tíð tíma og upplýstari tíðaranda og þroska lærifeðranna mildaðist og mýktist. Heilsuleysið, sem hrjáði pabba og mömmu hin síðari ár, efldi tengslin milli þeirra. Það var eins og í haustverkunum forðum, það var hjálpast að. Nú er hann pabbi búinn að sleppa lyklunum að jarðar- byrslunum og kominn í faðm genginna ástvina. Þau birtust ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um mínum nóttina sem ég frétti andlát hans, mamma, ömmurnar og afarnir og öll hin, og mér fannst gæta ákveðins léttis og gleði í fasi þeirra og yfirbragði. Góður drengur var búinn að þjást nóg, var hvíld- inni feginn og kominn heim. Megi ljósið og líknin umvefja elsku besta pabba minn. Þóra Bergný. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur Þórðarson, tengdafaðir minn, hefur kvatt jarðvist eftir áratuga langa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Saman munum við ekki oftar vitja um silunganet í Brandsey og ekki aftur fara um Stafa- fellsfjöllin til að rifja upp smalamennsku á sauðskinns- skóm í snarbröttum grjót- skriðum. Lokið er samveru- stundunum á verönd Raftahlíðar, frammi fyrir töfrandi ásjónu Brunnhornsins. Síðasta sameiginlega berja- ferðin hefur verið farin um Hallormsstaðarskóg og ekki verður oftar skeggrætt í heima- smíðuðum húsbíl eftir upp- skeruríkan sveppamó. Trjágarð Byggðarhóls höfum við snyrt í síðasta sinn og mun- um ekki aftur drekka saman kaffi og öl á tröppunum að því dagsverki loknu. Við höfum notið tignar Bjólfsins í síðasta sinn og hann mun ekki aftur bera við sameiginlegan himin. Okkar síðasta kvöldmáltíð er snædd. Missirinn er sár, en minning- arnar allar góðar. Að leiðarlok- um er ljúft og skylt að þakka báðum tengdaforeldrum mínum vináttu þeirra, umhyggju og al- úð og alla aðstoð við að halda reiðu á lífi mínu og koma börn- um mínum til manns. Einhvers staðar í óræðum ellefu víddum hins nýuppgötv- aða strengjafræðiheims eru nú „tvær stjörnur á blárri festing- unni sem færast nær og nær“. Árni Kjartansson. Bróðurkveðja. Valdið dauðans víkur eigi, vinir hverfa stundum fljótt. Þegar hallar heiðum degi, hvelfist yfir koldimm nótt. Lífið hefur upphaf, endi, allt sem vannstu reyndist gott. Eins og veifað væri hendi, varstu numinn héðan brott. Neisti verður oft að eldi, ungur lagðir á menntabraut. Dvaldir um skeið í Danaveldi, dugnað sýndir hverri þraut. Fannst þér stað í fjallaskjóli, fátt var rætt um gróða og tap. Búskapur á Byggðarhóli, byggður var af myndarskap. Víða má sjá verkin tala, voru jafnan handbrögð fín. Varstu smiður þúsund þjala, þetta sanna störfin þín. Upp er komin æðsta krafan, er sú leiðin jafnan fær. Andinn fer til Guðs sem gaf hann, gengur holdið moldu nær. Af augum hafa daggir dropið, drúpum höfði, söknum þín. Heimilið var öllum opið, ei síst er lítið mega sín. Betlehems frá breiðum völlum, birtu leggur nær og fjær. Samúðarkveðjur sendum öllum, sem að honum voru kær. (A.Þ.) Arnór Þórðarson. Ólöf Rafnsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum minnast samkennara til fjölda ára og vinar sem nú hefur kvatt og horfið yfir móðuna miklu. Guðmundur var kennari við Seyðisfjarðarskóla þegar ég kom ungur haustið 1960 til að kenna íþróttir og handmenntir við skólann. Hann tók á móti mér á skólatröppunum við Suð- urgötu, hár vingjarnlegur glett- inn með dökkt hrokkið hár. Fylgdi mér upp tréstigann með trausta handriðinu til skrifstofu Steins skólastjóra. Ég man að brakaði í þriðju og líka næst- efstu tröppu. Á leiðinni upp sagði hann mér og lagði á það áherslu að ef ég héldi mig við kennslu þá kæmist ég ungur á 95 ára regl- una. Ég vissi ekkert hvað sú regla var og hugsaði ekkert meir út í það fullur af áhuga að hefja íþróttakennsluna sem fyrst. Hann var í trúnaðarráði kennara á Austurlandi og fylgdi eftir baráttumálum þeirra m.a. kjaramálum. Hann var fylginn sér trúr og traustur í þeim verkum sem öðrum er hann tók sér fyrir hendur. Nú þegar ég horfi til baka og fer yfir sviðið okkar frá þeim tíma staldra ég við þá stað- reynd að við vorum bara tveir eftir á móður jörð af gamla genginu við okkar góða skóla. Áður farin; Steinn – Valgeir – Jóhann – Emil – Steinunn. Blessuð sé minning þeirra. Nú hittast þau öll og taka upp spjall þar sem frá var horfið á kaffistofu skólans á sínum tíma. Nú er ég einn eftir. Þau hjón Guðmundur og Steinvör komu upp sínu fallega heimili í Byggðarhóli á Garð- arsvegi þar sem þau bjuggu lengst af með börnum sínum Þóru Kristbjörgu og Huga. Garðurinn þeirra var augna- yndi í blóma og þar gat Stein- vör farið á kostum á góðviðr- isdögum sem voru oft á sumrin á Seyðisfirði. Hann var smiður góður og söfnun verkfæra var eitt af hans áhugamálum. Verk- stæðið hans í kjallaranum var einstakt. Ég kenndi trésmíðar í skólanum og átti því oft leið á verkstæðið hans til að fá ráð og að láni, verkfæri sem voru ekki til í skólanum. Kaffisopi og meðlæti beið alltaf í borðkrókn- um í eldhúsinu uppi hjá Stein- vöru. Þar hlustaði hún og tók þátt í litríkum samræðum okk- ar Guðmundar sem stundum fóru út um víðan völl. Lands- málin og pólitíkin komu þar oft við sögu. Við vorum þá báðir virkir samherjar í þeirri tík. Sagt er að við höfum skipulagt og átt stærstan þátt í að fella ríkjandi bæjarstjórnarmeiri- hluta og sitjandi bæjarstjóra í kosningunum 1970 þegar upp- stilling eins framboðslistans var ekki að okkar skapi. Hann var ekki þátttakandi í íþróttum sjálfur en á skíðamót- um sem voru mörg í þá daga var hann mættur, aðalritarinn með spjöldin sín vandlega pökkuð í plast og brautartímar keppenda voru þar á skráðir. Á klukkunni niðri voru Valgeir – Gunnar og Einar og Ármann ræsti uppi. Hann var samvisku- samur og metnaðargjarn fyrir hönd skólans og nemenda. Dönskukennari var hann af lífi og sál. Hver man ekki – Det er en bager i Nörregade. Réttlæt- iskennd hans var ákaflega rík og kom hún stundum til baka í fangið á honum. Hann missti mikið við fráfall Steinvarar, barðist við erfiðan sjúkdóm nú seinni ár af einurð og festu um- vafinn hlýju sinna nánustu. Að leiðarlokum þökkum við, vinur, samstarfið og samfylgd- ina. Sjáumst. Þorvaldur Jóhannsson, fyrrv. skólastjóri, Seyð- isfirði. Vinur minn og félagi Guð- mundur Þórðarson er af heimi horfinn og um hugann fara margar minningamyndir. Fyrstu kynni okkar voru á vettvangi kennara, en það lífs- starf höfðu báðir valið sér. Þar í samtökum austfirzkra kenn- ara var Guðmundur virkur og mótandi, kom afar vel fyrir sig orði, lagði margt gott til mála, gjarnan gamansamur í bland við alvöruna og var hnyttinn í orðræðu ef svo bar undir. Seinna lágu leiðir okkar sam- an á vettvangi þjóðmálanna og mætavel man ég þegar okkur í Alþýðubandalaginu eystra bættist hinn vaski og tillögu- góði liðsauki í Guðmundi Þórð- arsyni og eftir það áttum við langa og farsæla samleið í stjórnmálaskoðunum, samleið sem þróaðist upp í vermandi vináttu. Það var gott að eiga Guðmund að í hverju einu, hann lá aldrei á skoðunum sín- um, hann benti ekki síður á það sem betur mætti fara og það gjörði hann á sinn einlæga en um leið einarða hátt. Guðmundur var vaskur mað- ur til allra verka, vinsæll kenn- ari og vel metinn, stundaði leigubílaakstur meðfram lengi vel og var þar afar vel af hon- um látið. Við síðustu samfundi fann ég vel að heilsan var á hverfanda hveli, en við höfum nokkrir gamlir Eiðamenn kom- ið öðru hvoru saman og sann- arlega var Guðmundur þar au- fúsugestur. Síðasta handtakið var fast og hlýtt, lýsandi fyrir heilsteyptan og umfram allt góðan dreng svo sem hann sannaði með öllu sínu lífshlaupi. Kaffifélagar Eiðamanna sakna vinar í stað. Sjálfur færi ég við leiðarlok alúðarþakkir fyrir samskipti og samverustundir. Þar gekk sannur drengur um götur lífsins. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég öllu hans fólki. Bless- uð sé björt minning Guðmund- ar Þórðarsonar. Helgi Seljan. Guðmundur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.