Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 62
Ævintýrabækur fyrir full-
orðna, sem sumir vilja kalla
fantasíur til aðgreiningar frá
Grimmsævintýrum og safni Jóns
Árnasonar, eiga sér fjölmarga vini
hér á landi, en hingað til hafa
menn helst þurft að sækja sér les-
efni til útlanda. Á síðast ári kom
þó út býsna vel heppnuð skáld-
saga þeirrar gerðar, Saga eftirlif-
enda eftir Emil Hjörvar Petersen.
Í henni lagði Emil út af heiðnum
goðsögum á skemmtilegan hátt og
færði inn í nútímann. Sagan var
að mörgu leyti hefðbundin æv-
intýrabók, með illum öflum,
grimmilegum örlögum og blóð-
ugum bardögum. Á þessu ári bæt-
ast fleiri slíkar bækur við, þar á
meðal Meistari hinna blindu eftir
Elí Freysson og Fimm þjófar eftir
Jón Pál Björnsson.
Meistari hinna blindu
bbbmn
Eftir Elí Freysson. 428 bls. innb,
Sögur gefa út.
Þetta er býsna mikill doðrantur
og ekki árennilegur. Hann hefst
þar sem Mikael vaknar illa leikinn
í þorpi sem illþýði hefur lagt í rúst
og gengið af íbúunum dauðum.
Eftir harkalega glímu við annan
eftirlifandi
þorpsbúa
heldur hann
af stað í
humátt á
eftir óþokk-
unum, en
þarf að yf-
irstíga ýmsa
óttalega erf-
iðleika og
glíma við
ógeðfelldar
skepnur og
skepnur í mannsmynd áður en yfir
lýkur. Smám saman áttar Mikael
sig á að hann hefur hlutverki að
gegna og glíma hans er ekki síst
við að forðast þau örlög sem ill öfl
hafa búið honum.
Það er mikið myrkur í bókinni,
allir litir myrkir, gráir og brúnir
og svartir, en líka fullt af rauðu,
blóðrauðu. Þetta er ævintýrasaga
eins og þær gerast bestar í út-
landinu, ill öfl, myrkir galdrar og
endalausir bardagar. Ég kann líka
vel að meta bækur sem enda, ef
svo má segja, því lokaorrusta bók-
arinnar hnýtir söguna saman á
skemmtilegan hátt þó að ýmislegt
sé enn ósagt, enda er hér aðeins
komið fyrsta bindið af þríleik.
Kom þægilega á óvart.
Fimm þjófar
bbmnn
Eftir Jón Pál Björnsson. 319 bls.
Kilja, Tindur gefur út.
Sveita-
pilturinn
Atli Odd-
geirsson
kemur til
borgarinnar
Lyos í leit að
hamingjunni
með dul-
arfullan ham-
ar í mal á
bakinu. Þar
kemst hann í
kynni við bófaflokk með sérkenni-
legan leiðtoga, vellauðugan furðu-
fugl sem virðist stunda glæpi til
þess helst að upplifa spennu, þó
að auðurinn sé líka freistandi.
Samhliða því sem Atli hinn ungi
kemst í tæri við lífið í borginni
miklu og dularfullu leitar norn að
töfragrip sem stefnt getur heim-
inum í voða.
Þetta er öllu léttari lesning en
Meistari hinna blindu og kydduð
með kynlífi og kímni, sem er alltaf
kostur í ævintýrabókum. Fram-
vindan er þó eilítið ruglingsleg,
uppákomurnar fullævintýralegar
og persónurnar ekki nógu skýrar.
Atli er fullmikill kjáni framan af,
en rætist þó úr smám saman, og
leiðtogi þjófaflokksins er ótrúverð-
ugur svo ekki sé meira sagt. Að
því sögðu þá er bókin skemmtileg
og vert að sjá hvernig fer í næstu
bindum, því við erum rétt að
byrja.
Ævintýra-
bækur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar ævintýrabækur.
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011
Sigtryggur Bjarni Baldvins-son ræðst ekki á garðinnþar sem hann er lægstur ásýningunni „Móðan gráa“
sem nýlega var opnuð í Listasafni
ASÍ. Þar gerir hann úfið og grátt
jökulfljót að viðfangsefni sínu, nánar
tiltekið Jökulsá á Fjöllum. Sig-
tryggur er kunnur fyrir málverk
sem skírskota til vatnsyfirborðs,
verk sem leika gjarnan á mörkum
afstraksjónar og natúralisma, og
eiga rætur í reynslu listamannsins af
því að standa í ám og vötnum við
veiði (sem á þó vitaskuld ekki við um
jökulána). Sigtryggur hefur notað
ljósmyndir og tölvutækni við gerð
verka sinna og að þessu sinni sýnir
hann tölvuunnar ljósmyndir auk ol-
íumálverka og vatnslitamynda.
Í Arinstofu og í Gryfjunni gefur
að líta ljósmyndir af fyssandi ógn-
arkrafti straumvatnsins; samhverfu-
speglun í myndinni býr til mynstur
sem taka á sig ásýnd hvæsandi
kynjaskepna sem hvessa á mann
glyrnur, sumar með gapandi ginið.
Skrímslið úr Alien-myndunum, leð-
urblökur, hauskúpur eða kölski
sjálfur virðast leynast í vatns-
elgnum, en óhugnaðurinn er bland-
aður kímni og á endanum fer áhorf-
andinn að brosa að öllu saman.
Málverkin eru til sýnis í Ásmund-
arsal á efri hæðinni og einnig þar
kannar Sigtryggur háskaleg öfl
fljótsins og afstöðu sína til þeirra. Í
stórum vatnslitaverkunum birtist
viss sundurgreining á yfirborði þess,
á mynstrum og litaspili, en með
skáldskaparívafi. Náttúran – jök-
ulsáin – sem birtist í málverkunum
er þegar allt kemur til alls skáld-
skapur sem byggist á huglægni og
listrænum rannsóknum. Í smærri
málverkunum túlkar listamaðurinn
vatnið í mismunandi gráum tónum.
Verkin búa ekki yfir mikilli skerpu –
þarna er líklega vísað til „móðunnar
gráu“ – og njóta sín best úr góðri
fjarlægð. Sama má segja um stóru
verkin tvö á endaveggnum austan
megin. Þar leyfir Sigtryggur sér
nokkuð maleríska og frjálslega túlk-
un á freyðandi vatni. Eldrauður litur
á bakhlið verkanna (það vottar fyrir
honum sem skugga á veggnum) gef-
ur til kynna ólguna undir niðri.
Í heild er Sigtryggur hér á til-
raunakenndum en áhugaverðum
slóðum. Úfin ásjóna jökulsárinnar er
heillandi en að sama skapi óaðgengi-
leg og fráhrindandi. Svo er að sjá
sem listamaðurinn sé staddur á ein-
hverjum mörkum. Án þess að hægt
sé að spá fyrir um hvað „nánd“ geti
merkt í þessu samhengi virðist lista-
maðurinn eiga eftir að komast í enn
meiri nánd við þessa náttúruvætti.
Úfið Jökulsárárar eftir Sigtrygg
Bjarna Baldvinsson.
Úfið og grátt
Listasafn ASÍ
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson –
Móðan gráa
bbbmn
Til 11. desember 2011. Opið þri.-su. kl.
13-17. Aðgangur ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
sér og hinum megin á hnettinum
kynnist lesandinn svo Jinghua, kín-
verskri stúlku með óbilandi uppreisn-
aranda sem á sér ekki annan draum
en þann að brjótast úr barnaþrælkun.
Hugmyndin að baki sögunni er snjöll
og Margréti tekst vel að tengja þessa
krakka saman og sýna fram á að
þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eru þau
öll eins inni við beinið. Undirrituð
stóð sig að því að vonast eftir hinum
fullkomna góða endi þar sem allir
verða vinir til æviloka, en Margrét er
raunsærri en svo. Án þess að predika
tekst henni að vekja lesandann til
umhugsunar um eigin ábyrgð sem
þátttakandi í þessu neyslusamfélagi.
Mér þætti gaman að heyra meira af
Ara og Kötlu næstu jól.
Ég ætla að koma mér beintað efninu og segja að Meðheiminn í vasanum erstórskemmtileg bók, bæði
spennandi og fyndin. Þetta er þriðja
bók Margrétar Örnólfsdóttur á
þremur árum og hún hefur alveg sér-
staklega gott lag á því að skrifa um
heim unglinga með afslöppuðum og
sannfærandi hætti. Í þessari bók
fjallar hún um alþjóðavæðinguna sem
er raunveruleiki unglinga í dag.
Heimurinn virðist ekki svo stór þegar
krakkar geta haft samskipti á raun-
tíma við vini í öðrum heimsálfum, en
samt getur hann verið svo yfirþyrm-
andi stór þegar þú ert bara unglingur
og byrjar að gera þér grein fyrir
skuggahliðum tilverunnar. Að-
alpersónan Ari er að sumu leyti
stereótýpa, hann er ríka einkabarnið
sem á allt það sem hugurinn girnist,
nema athygli foreldra sinna. Ari er
hinsvegar skemmtilegur strákur,
hann er einlægur og hefur húmor fyr-
ir sjálfum sér. Ari er svo umkringdur
sterkum kvenpersónum. Frænka
hans Katla er hugsjónaunglingurinn
sem ber vandamál heimsins á herðum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Raunsæi Margrét hefur gott lag á
að skrifa um heim unglinga.
Skemmtileg og
vekjandi saga
Með heiminn í vasanum
bbbbn
Eftir Margréti Örnólfsdóttur.
Bjartur. 314 bls.
UNA SIGHVATS-
DÓTTIR
BÆKUR
Þann 4. janúar kemur út
glæsilegt sérblað um
menntun, skóla og námskeið
sem mun fylgja
Morgunblaðinu þann dag
MEÐAL EFNIS:
Háskólanám.
Verklegt nám og iðnnám.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og góð ráð við námið.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið
og almenn námskeið.
Nám erlendis.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá
sem vilja auðga líf sitt og möguleika með
því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa
því á nám og námskeiða.
Skólar & námskeið
SÉRBLAÐ
Skólar & námske
ið