Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele uppþvottavélar
Ótíð hefur hamlað loðnuveiðum og
er flotinn kominn í land, aðallega
út af slæmu veðri, að sögn Ingi-
mundar Ingimundarsonar, rekstr-
arstjóra uppsjávarskipa HB
Granda. „Við erum ekki alveg bún-
ir að gefa upp vonina,“ sagði Ingi-
mundur. Lundey NS og Faxi RE
eru í höfn á Vopnafirði og er
Lundey tilbúin að fara út ef það
verður einhver friður til veiða.
Áhafnirnar eru því ekki komnar í
jólafrí.
„Þetta er búin að vera and-
styggileg tíð,“ sagði Ingimundur.
„Við vorum að segja að við hefðum
fengið svo gott veður í vor og í
sumar að við hlytum að fá það ein-
hvern tíma í hausinn og það kom
þá heldur betur. Frá því Víkingur
AK fór í loðnuleit í október er nán-
ast búin að vera standandi bræla,
allavega í Grænlandssundinu.“
Búið er að veiða tæplega 8.400
tonn af loðnu samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskistofu og eru skip
HB Granda með ríflega helming-
inn. Ingimundur vonar að úr ræt-
ist. Hann sagði að Víkingur hefði
séð dreifða loðnu á töluverðu
svæði í grænlensku lögsögunni og
eins taldi hann að hafrannsókna-
skip hefði líka séð svolítið af loðnu.
gudni@mbl.is
Loðnuskip í landi
vegna ótíðar
Aðstæður hafa verið erfiðar til loðnu-
veiða á Grænlandssundi vegna veðurs
Það er ekki ofsögum sagt að á mörgum heimilum sé allt á hvolfi vikurnar
fyrir jól. Þessi sveinki skoðaði mannlífið í miðborginni frá sérstöku sjón-
arhorni um helgina, en verslun hefur verið lífleg undanfarið.
Morgunblaðið/Golli
Allt á hvolfi í desember
Kona var flutt á sjúkrahús með
brunasár eftir að eldur kom upp í
raðhúsi í Kópavogi í gærkvöldi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins er hún tölu-
vert slösuð en ekki í lífshættu.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var
kallað út eftir að Neyðarlínunni
barst tilkynning um eldsvoða í íbúð í
tveggja hæða raðhúsi við Fagra-
hjalla í Kópavogi um kl. 19. Tölu-
verður eldur var í íbúðinni en
slökkvistarf gekk greiðlega og tók
aðeins um sjö mínútur að ráða nið-
urlögum eldsins. Eldurinn virðist
hafa átt upptök sín í stofu í íbúðinni
en miklar skemmdir og tjón urðu á
húsinu í eldinum. Eftir því sem næst
verður komist var konan ein í íbúð-
inni.
Á sjúkra-
hús eftir
eldsvoða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar lagði til að mörkin á milli 1.
og 2. þreps í tekjuskatti hækkuðu um
9,8%, eða í 230.000 kr. á mánuði. Í
frumvarpinu var gert ráð fyrir 3,5%
hækkun. Helgi Hjörvar, formaður
nefndarinnar, sagði að hækkunin
væri umfram spár um þróun verð-
lags og launa á árinu 2012. Mörkin
milli 2. og 3. þreps hækka um 3,5%
og fara í 704.000 kr.
Helgi sagði meirihlutann hafa lagt
til nýja útfærslu vegna breytinga á
skattaafslætti séreignarsparnaðar
úr 4% í 2%. Hún á að tryggja að fólk
lendi ekki óafvitandi í tvísköttun og
einnig stuðla að því að sparnaður
vaxi aftur að lokinni þessari aðgerð
sem á að standa í þrjú ár.
„Það verði aðeins heimilt að taka
við 2% nema greiðendur óski sér-
staklega eftir öðru. Síðan færist það
til fyrra horfs að loknu þessu þriggja
ára tímabili. Þannig verða langtíma-
hagsmunir um varanlegan sparnað í
landinu ekki fyrir borð bornir og
enginn ætti óvart að lenda í tvískött-
un. Því ráða neytendasjónarmið,“
sagði Helgi.
Fjársýsluskatti breytt
Þá lagði meirihlutinn til að auð-
legðarskattur yrði ekki framlengdur
nema út árið 2013 en í frumvarpinu
er gert ráð fyrir tveggja ára gildis-
tíma. Helgi sagði ráðgert að afnema
gjaldeyrishöftin í árslok 2013. „Við
teljum að þetta tvennt verði að meta
saman og styttum það þess vegna.“
Einnig gerði meirihlutinn tillögu
um breytingar á frumvarpi um fjár-
sýsluskatt. Helgi sagði að starfsfólk
fjármálafyrirtækja og fjármálafyrir-
tækin hefðu gagnrýnt álagningu
launatengdra gjalda vegna virðis-
aukaskattsfrelsis greinarinnar.
Starfsfólk taldi að það myndi leiða til
uppsagna. Menn höfðu einnig
áhyggjur af að föst gjöld færu frekar
út í verðlag en skattur á hagnað.
„Við lækkum þess vegna þennan
fyrirhugaða fjársýsluskatt úr 10,5% í
5,45% sem við teljum að komi vel til
móts við þessi sjónarmið og föllum
frá því að láta þetta ná til lífeyris-
sjóðanna,“ sagði Helgi. Hann sagði
að til að bæta upp tekjutapið væri
lagður skattur á hagnað fjársýslu-
fyrirtækja sem er umfram milljarð
króna. Viðskiptabankarnir mundu
bera hann að mestu leyti og þar með
væri komið til móts við sjónarmið
smærri fjármálafyrirtækja um að
gengið væri of nærri þeim með
breytingunum sem lagðar voru til.
Helgi sagði að skatturinn mundi
skila 2,25 milljörðum eða því sem á
vantaði.
Þá lagði meirihlutinn til að falla
frá skatti á kolefni í föstu formi.
Einnig að framlengja skattaívilnanir
vegna afskrifta skulda einstaklinga
og fyrirtækja og að framlengja ýms-
ar undanþágur í virðisaukaskatti. Til
dæmis þær sem tengjast átakinu
„Allir vinna“ og umhverfisvænum
ökutækjum, að sögn Helga.
Bandormi breytt í nefnd
Lífeyrissjóðir borgi ekki fjársýsluskatt Breytt ákvæði um séreignarsparnað
Auðlegðarskattur til ársloka 2013 Kolefni í föstu formi verði ekki skattlagt
Aðeins heimilt að
taka við 2% nema
greiðendur óski sér-
staklega eftir öðru
Helgi Hjörvar
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis leggur til í áliti um
svonefndan bandorm að tóbaksgjald
á hvert gramm af neftóbaki hækki
um 75%, eða úr 4,12 kr. í 7,21 kr.
Gert er ráð fyrir að við það muni út-
söluverð á neftóbaki hækka úr 700
kr. í 930 kr. eða um rúmlega 30%.
Breytingin er gerð með hliðsjón af
ábendingum ÁTVR og vegna lýð-
heilsusjónarmiða. Ætla mætti að
þetta skilaði ríkissjóði 94 milljóna
tekjuauka, „en vegna áhrifa á verð-
teygni er búist við óverulegum
tekjum“ segir í nefndarálitinu.
Þá er lagt til að þeir sem ekki fá
skráningu á grunnskrá virð-
isaukaskatts, svo sem stéttarfélög
og ýmis ferðafélög, verði und-
anþegnir gistináttaskatti.
Einnig er lagt til að frestur til að
taka út viðbótarlífeyrissparnað verði
framlengdur um þrjá mánuði og
standi til 1. október 2012.
Einnig er lagt til, að fengnum at-
hugasemdum frá Félagi löggiltra
endurskoðenda, að sett verði ákvæði
í lögin sem kveði á um heimild til að
jafna ónýttum persónuafslætti á
móti greiðslu auðlegðarskatts á eftir
greiðslu tekjuskatts og útsvars.
Neftóbak hækki um 30%
Morgunblaðið/Jim Smart
Niðurstöður nýafstaðins loðnu-
leiðangurs Árna Friðrikssonar RE
gætu mögulega legið fyrir undir
lok þessarar viku. Sveinn Svein-
björnsson fiskifræðingur sagði
eftir að ljúka úrvinnslu og ekkert
væri hægt að segja um nið-
urstöðu fyrr en það væri búið.
Loðnuleitin
NIÐURSTÖÐUR VÆNT-
ANLEGAR Í VIKULOK
Minnihlutinn
fékk frestað
tillögu um
að peningar
vegna skötu-
selskvóta
rynnu beint í
ríkissjóð í
stað sjóðs í
sjávar-
útvegsráðu-
neyti. Eins
tillögu um að mengunar- og
auðlindagjald af raforku yrði
ótímabundið, en það átti að
detta út í lok næsta árs. Von er
á þessum tillögum aftur á milli
2. og 3. umræðu eftir umfjöllun
í nefndinni, að sögn Tryggva
Þórs Herbertssonar, fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
Eftir að ræða
tillögurnar
TVEIMUR BREYTINGAR-
TILLÖGUM FRESTAÐ
Tryggvi Þór
Herbertsson
Samtals voru farnar 333 utan-
landsferðir á vegum umhverf-
isráðuneytisins og stofnana þess
fyrstu níu mánuði þessa árs, að
því er fram kemur í svari ráð-
herra við fyrirspurn Ásmundar
Einars Daðasonar á Alþingi.
Heildarkostnaður ráðuneytisins
og stofnana þess vegna fargjalda
og greiddra dagpeninga fyrstu
níu mánuði ársins var samtals
52.102.211 kr.
Samkvæmt yfirliti fór ráðu-
neytið sjálft í 42 ferðir, en af und-
irstofnunum var farið í 94 ferðir á
vegum Veðurstofunnar og 84
ferðir á vegum Umhverfisstofn-
unar fyrstu níu mánuði ársins.
52 milljónir í 333
utanlandsferðir