Morgunblaðið - 13.12.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Kuldinn og jarðbönn valda því að smáfuglar
jafnt og margir stærri fuglar reiða sig á matar-
gjafir mannfólksins. Margir fóðra fugla við
heimili sín og verður þá kornmeti, til dæmis
brauðafgangar eða fuglafóður, oft fyrir valinu.
Þrösturinn á myndinni átti leið framhjá Bæj-
arins bestu í miðborg Reykjavíkur og fúlsaði
ekki við pylsunni. Fuglarnir kunna margir að
meta feitmeti og orkuríkt fæði í kuldanum.
Mikilvægt að muna eftir fuglunum þegar vetur sverfur að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þröstur borðar „eina með engu - nema smá klaka“
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samkvæmt frumvarpi Guðbjarts
Hannessonar velferðarráðherra er
áformuð sú breyting á greiðslu at-
vinnuleysisbóta um áramótin að eftir
42 mánuði samfellt á bótum, eða í þrjú
og hálft ár, detti fólk út í þrjá mánuði.
Á þeim tíma þarf það að reiða sig á
fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna en
getur síðan farið aftur á atvinnuleys-
isbætur í níu mánuði. Til þessa hefur
verið hægt að vera á atvinnuleysis-
bótum samfellt í fjögur ár, og var
fimm ár þar áður.
Sveitarfélögin eru mjög ósátt við
þessi áform en þau fá enga sérstaka
greiðslu frá ríkinu vegna þessarar
breytingar. Talið er að þetta geti
snert um 1.000 manns á næsta ári,
flesta strax í vor, og að eftir ár verði
sveitarfélögin búin að fá til sín 4-5
þúsund manns af langtímaatvinnu-
leysisskrá. Talið er að viðbótarútgjöld
sveitarfélaganna vegna þessa séu um
1,5 milljarðar króna. Upphaflega stóð
til að miða við 36 mánuði á bótum,
þegar næstu þrír mánuðir dyttu út,
en stjórnvöld lengdu það viðmið í 42
mánuði til að milda áhrifin. Er talið að
atvinnuátak Vinnumálastofnunar og
fleiri aðila næsta sumar muni draga
úr þörf fólks, sem dettur af atvinnu-
leysisskrá þessa þrjá mánuði, til að
leita sér aðstoðar hjá sveitarfélögun-
um. Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
telur að þessi lenging á viðmiðinu
muni litlu breyta.
„Við reyndum hvað við gátum fram
á síðustu stundu að koma í veg fyrir
þetta,“ segir Halldór en fulltrúar
sveitarfélaganna áttu fundi með fjár-
málaráðherra, velferðarráðherra,
þingmönnum og loks fjárlaganefnd,
þar sem reynt var að fá þessum
áformum stjórnvalda hnekkt, en án
árangurs. Að sögn Halldórs var m.a.
gerð tillaga um að fjármagna þetta
með því að sveitarfélögin fengju hluta
af tryggingargjaldinu til sín, en á það
var ekki fallist. „Þessi kostnaður
lendir alfarið á sveitarfélögunum,
sem á sama tíma eru með um 20 þús-
und starfsmenn að greiða trygging-
argjald af inn í Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð. Við erum gapandi hissa á
þessu,“ segir Halldór og bendir á að
reynslan sýni að um 80% þeirra sem
eru á atvinnuleysisbótum nýti sér
fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.
„Fjárhagsaðstoðin er yfirleitt síðasta
úrræðið, eiginlega hálfgerð neyðarað-
stoð, og við óttumst að fólk muni fest-
ast enn frekar í fátæktargildru með
þessu,“ segir Halldór og bendir einn-
ig á að atvinnulausir hafi í sumum til-
vikum ekki átt rétt á fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga, m.a. vegna tekna maka.
Frá hruni hefur fjárhagsaðstoð sveit-
arfélaganna aukist um 62% og Hall-
dór óttast að sum sveitarfélög eigi
mjög erfitt með að taka á sig auknar
byrðar. Ljóst sé að einhver önnur
þjónusta geti þurft að víkja.
Vonast eftir leiðréttingu
Atvinnuleysið hefur verið langmest
á Suðurnesjum, eða rúm 12%, og Árni
Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja-
nesbæ, segir breytingar á fyrirkomu-
lagi atvinnuleysisbóta geta haft alvar-
legar afleiðingar fyrir sveitarfélagið.
Einnig sé þetta heldur ekki mikil bót
fyrir fólk sem lengi hefur verið frá
vinnu, þar sem bætur séu mun lægri
en fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hefur
numið.
Árni gerir sér hins vegar vonir um
að þessum áformum verði breytt og
þau leiðrétt þannig að höggið fyrir
sveitarfélögin verði ekki jafnmikið.
Stjórnvöldum eigi að vera vel kunn-
ugt hvað geti gerst að öðrum kosti.
„Erum gapandi hissa á þessu“
Langtímaatvinnulausir fá ekki bætur í þrjá mánuði og verða að reiða sig á aðstoð sveitarfélaganna
Sveitarfélög ósátt við framkvæmdina Viðbótarútgjöld 1,5 milljarðar Bitnar hart á Suðurnesjum
Halldór
Halldórsson
Árni
Sigfússon
Viðræðum um
fjóra kafla, í
samnings-
viðræðum Íslands
og Evrópusam-
bandsins, lauk í
gær en þá fór
fram þriðja
ríkjarástefna Ís-
lands og ESB í
Brussel. Hafa þá
alls átta kaflar
verið afgreiddir.
Utanríkisráðherra, Össur Skarp-
héðinsson, ávarpaði ráðstefnuna og
fagnaði þeim ákvörðunum sem tekn-
ar voru í síðustu viku til þess að
styrkja evrusamstarfið og sigrast á
skuldavanda einstakra ríkja. Sagði
hann m.a. að aðgerðir til að tryggja
framtíð evrunnar væru Íslendingum
mikilvægar, þar sem þeir stæðu
frammi fyrir því að þurfa að velja
milli óstöðugrar krónu í höftum eða
stöðugrar evru.
Ráðherrann sagði einnig að ís-
lenskt atvinnulíf hefði frá gildistöku
EES-samningsins notið góðs af þátt-
töku í verkefnum tengdum atvinnu-
og iðnstefnu ESB. Það hefði m.a.
styrkt samkeppnishæfni íslenskra
fyrirtækja en vöxtur lítilla og með-
alstórra fyrirtækja væri lykilatriði í
að skapa þau 35 þúsund störf sem
þyrftu að verða til á næsta áratug.
Luku viðræðum um
fjóra kafla á ríkja-
ráðstefnu í gær
Össur
Skarphéðinsson
Breytingin á greiðslu at-
vinnuleysisbóta er í frum-
varpi sem Guðbjartur Hann-
esson velferðarráðherra
lagði nýlega fram á Alþingi.
Frumvarpið er nú til umræðu
í velferðarnefnd. Í greinar-
gerð með frumvarpinu kem-
ur fram að fjölgað hafi veru-
lega í hópi langtímaat-
vinnulausra. Áætlað er að á
næsta ári muni ríflega 2.100
atvinnuleitendur hafa fengið
atvinnuleysisbætur í 42
mánuði eða lengur. Sveitar-
félögin telja þennan hóp
vera stærri.
Nær til þús-
unda fólks
ATVINNULAUSIR
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Ástæða þess að sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu
verða veittar 350 milljónir til almenningssamgangna árið
2012 í drögum að nýrri samgönguáætlun en ekki einn
milljarður, eins og segir í viljayfirlýsingu ríkisins sem
undirrituð var í september, er sú að upphaflega var gert
ráð fyrir að áætlunin tæki gildi í upphafi árs en henni hef-
ur verið frestað fram á haustið.
Fjárframlag næsta árs minnkar því í hlutfalli við
seinkunina. Í drögunum er gert ráð fyrir að árin 2013 og
2014 renni milljarður til verkefnisins hvort árið. Þetta
segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
„Engan bilbug á okkur að finna“
„Það er nokkuð síðan við fórum að ræða um að við
myndum hefja átakið þegar liðið væri inn í komandi ár,“
segir Ögmundur. „Það er tvennt sem kemur til; hinar
augljósu fjárhagsaðstæður og svo hitt
að við tökum tíma til undirbúnings en
það er engan bilbug á okkur að finna
hvað átakið varðar. Það er m.a.s.
grundvallarstef í áherslum í nýrri
samgönguáætlun, sem er að koma fyr-
ir þingið þessa dagana, að við leggjum
meiri áherslu á almenningssamgöng-
ur en verið hefur til þessa,“ segir Ög-
mundur.
Áherslur endurskoðaðar
„Það hefur ekki farið framhjá neinum að menn hafa í
aðdraganda fjárlaganna verið að endurskoða sitthvað í
áherslum, þ.á m. að láta meira fé renna til heilbrigð-
ismála og heilbrigðisstofnana en áður hafði verið ráð-
gert,“ segir ráðherra. „Þetta er í því samhengi sem ber
að skilja þessa breytingu en ekki á þann veg að við séum
að hvika frá okkar ásetningi.“
Átaki frestað til hausts
Verja 350 milljónum til almenningssamgangna í stað eins
milljarðs sökum frestunar gildistöku samgönguáætlunar
Ögmundur
Jónasson SKINNY handsturtuhaus
verð kr. 1.990.-
SPRING sturtuhaus
kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.-
ESPRITE CARRÉ
ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400-
EMOTION sturtuhaus
kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.-
STURTUHAUSAR Í ÚRVALI
GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ
- ÞAÐ ER TENGI
www. tengi.is