Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is U llur var sonur Sifjar, stjúpsonur Þórs og sá ása sem var skíðfær svo að enginn mátti við hann keppast. Hann var einnig mjög föngulegur á velli, því hann stundaði skíðagöngu af miklu kappi,“ segir Þóroddur F. Þór- oddsson, formaður Skíðagöngu- félagsins Ulls, félags áhugafólks um skíðagöngu. Félagið Ullur er fyrir allt áhugafólk um skíðagöngu á suð- vesturhorni landsins og var stofnað vorið 2007. „Gönguskíðaiðkun er vaxandi íþrótt og við viljum endilega stækka hópinn sem vill stunda skíðagöngu og notfæra sér sporin sem lögð eru á göngusvæðinu í Bláfjöllum. Við erum með skála þar rétt við Suðurgils- lyftuna og þar getur fólk m.a. fengið lánuð skíði ef það langar til að prófa að ganga í spori. Við höfum einbeitt okkur að því að vinna með stjórn skíðasvæðanna í Bláfjöllum og starfs- mönnum þar við að bæta aðstöðuna og leggja skíðasporin, sem er vanda- samt verk.“ Þarf að byrja snemma Skráðir félagsmenn í Ulli eru um 150 og þónokkuð af börnum eru þar á meðal. „Það hefur verið breytilegt milli ára hversu mörg börn og unglingar æfa hjá okkur en við höfum farið með allt að tuttugu krakka á Andrésar Andar leikana. Við erum smátt og smátt að byggja þetta upp og vinnum að því að vekja áhuga fleiri barna á skíðagöngu. Þeir sem stefna að því að verða virkilega góðir í skíðagöngu, eða keppnisfólk, þurfa að byrja snemma, helst sem börn eða ungling- ar, til að öðlast ákveðna tækni og færni á skíðunum. Krakkar eru mjög móttækilegir fyrir þessari íþrótt, um leið og þau prófa þá finnst þeim þetta ótrúlega skemmtilegt. Ég heyri það frá krökkum sem eru að æfa svigsk- íðagreinarnar, að þau hafa mörg prófað gönguskíðin og hafa mikinn áhuga á að sinna því meira.“ Ullur var föngulegur á gönguskíðunum Skíðaganga er vaxandi íþróttagrein á Íslandi og áríðandi að kynna unga fólkinu þá íþrótt. Skíðagöngufélagið Ullur hefur lagt sitt af mörkum í þeim málum, held- ur námskeið og er með fastar æfingar í hverri viku. Ljósmynd/Guðmundur Hafsteinsson Garpur Þóroddur formaður á fullri ferð í Strandagöngunni 2009. Ljósmynd/Guðmundur Hafsteinsson Keppni Ræst í 15 km göngu á Skíðamóti Íslands 2. apríl 2011. Gífurlegur undirbúningur liggur að baki keppni í þríþraut og er mik- ilvægt að vera sterk/ur á mismun- andi sviðum íþróttanna. Enda þurfa þríþrautakeppendur að synda, hjóla og hlaupa. Vefsíðan trifuel.com er sérstaklega ætluð þeim sem eru að æfa fyrir þríþraut. Þar er að finna ým- is góð ráð, greinar og áætlanir. Í grein á síðunni má til að mynda finna góð ráð til að fá fætur eins og Lance Armstrong. Í greininni segir að hjólreiðar séu ein besta íþróttagrein- in til að styrkja fæturna. Þetta þurfi þó ekki að þýða púl í fjóra til sex tíma á dag. Er síðan að finna áætlun sem fylgja má til að fá sem sterkasta fæt- ur. Á vefsíðunni er einnig haldið úti umræðum þar sem fólk skiptist á góðum ráðum og spjallar saman um þríþraut. Tilvalin síða fyrir þá sem vilja læra meira um þríþraut og fáð aðstoð við æfingar. Hálfólympísk þríþraut innifelur 750 metra sund í sundlaug, 20 km hjól og 5 km hlaup. Í ólympískri þrí- þraut, sem keppt er í á Ólympíu- leikum, er 1.500 metra sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Vefsíðan www.trifuel.com Morgunblaðið/G.Rúnar Sund Þríþraut innifelur sund, hjól og hlaup og mikils undirbúnings er þörf. Ráðleggingar um þríþraut Á laugardaginn er upplagt að fríska sig á aðventunni og hlaupa í Elliða- árdalnum. Þar eru vikuleg hlaup allt árið um kring sem kallast Elliðaár- dalur Park Run. Um er að ræða 5 km almenningshlaup sem hlaupin eru á laugardagsmorgnum. Hlaupið er fyrir alla fjölskylduna, hvort sem fólk kýs að ganga eða skokka, jafnvel með barnavagninn, eða vera með hundinn með sér í stuttri ól. Mæting er við Árbæj- arlaugina en í fyrstu er gengið tæp- lega 500 metra uppfyrir Árbæj- arlaug og yfir gömlu litlu brúna yfir Elliðaárnar en þar hefst og enda hlaupin. Hlaupið verður á göngu/hlaupa- stígum í Elliðaárdalnum í fallegu umhverfi þar sem er engin bílaum- ferð. Parkrun er alþjóðlegt og ferða- menn sækja önnur lönd heim til að taka þátt í skemmtilegu hlaupi. Tilvalið tækifæri til að liðka sig á aðventunni, nánari upplýsingar má nálgast á hlaup.is en skráning fer fram á vefnum parkrun.is. Allir þurfa að skrá sig einu sinni á par- krun.is og prenta út sitt strikamerki og koma með í vasanum í hlaupin. Endilega … … hlaupið með barnavagninn Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing Elliðaárdalurinn er tilvalinn til útivistar að vetrarlagi. Verðlaunaafhending fór nýverið fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands þar sem þátttakendur í verk- efninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga og Fjöl- skyldan á fjalli voru verðlaunaðir. Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingríms- dóttir, 109 fjöll, Guðbjartur Guð- bjartsson, 83 fjöll, Þröstur Vilhjálms- son, 38 fjöll, og Ástríður Helga Sigurðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll. Bjarni Borgar Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 30 daga. Lilja Hrund Pálsdóttir við- urkenningu fyrir að hreyfa sig í 60 daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggvadóttur fyrir hreyfingu í 103 daga. Hópar sem hreyfðu sig mest voru starfsfólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A-vakt steypu- skála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga. Hópar sem gengu á flest fjöll voru C-vakt ker- skála Norðuráls sem gengu á 65 fjöll, D-vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll, og starfsfólk Maritech, sem gekk einnig á 23 fjöll. Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjallið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Rut Sig- urðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þór- unn Sara Guðbrandsdóttir og Eyjólf- ur Valur Gunnarsson. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru. Alls rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem komið var fyrir á 24 fjöllum. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Viðurkenning UMFÍ Þátttakendur í íþróttaverkefni verðlaunaðir Viðurkenning Þátttaka einstaklinga og hópa í verkefninu var mjög góð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. – hreinsar, fægir og verndar samtímis Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Heildsöludreifing: Ræstivörur - s: 567 4142 - www.raestivorur.is Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Byggt og búið Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki Áfangar Keflavík - Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur SR byggingavörur Siglufirði - Óskaþrif Hólmavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.