Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 13.12.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fyrstu umferð þingkosninganna í Egyptalandi er lokið og ljóst að tveir flokkar íslamista, annars vegar Flokkur frelsis og réttlætis, FJP, sem nýtur stuðnings Bræðralags múslíma og hins vegar al-Nour, flokkur hinna ofstækisfullu salafista [Ljósið], hafa sópað til sín fylgi, eru með samanlagt yfir 60% þingsæta. Niðurstaðan er mikil vonbrigði fyrir marga sem voru í fremstu víglínu í baráttunni gegn Hosni Mubarak for- seta og valdaklíku hans. En lokinu hefur verið lyft, hinn þögli meirihluti Egyptalands hefur talað. Hann vill hverfa til gamalla hefða og gilda íslams. Kjörsóknin var minni en fyrst var gefið upp, reyndist aðeins um 52%, salafistarnir eru með um 24% fylgi. Leiðtogar salafista hylla nú op- inberlega lýðræðið og fullyrða t.d. að sögur um að þeir vilji afnema réttindi kvenna og banna alla nekt séu óhróð- ur. En margt vekur ugg. Salafistar hafa tekið þátt í mannskæðum árás- um á kristna Egypta og sum ummæli þeirra eru ógnvekjandi. Ofstækisáróður fær hljómgrunn í fátækrahverfum Wagdi Ghoneim er að sögn L.A. Times harðlínuklerkur og vinsæll predikari sem flúði heimalandið fyrir mörgum árum, hann býr ýmist í Bandaríkjunum eða Flóaríkjunum. Þaðan sendir hann frá sér myndbönd og hljóðupptökur með hatursáróðri sem fær góðan hljómgrunn í fá- tækrahverfum Kaíró. Ghoneim segir lýðræði vera hugarburð. „Lýðræði byggist á vantrú,“ segir hann. „Kristnu krossfararnir [koptarnir] eru minnihluti og við getum aldrei lagt rétt minnihlutans að jöfnu við rétt meirihlutans … Hvernig geta þeir beðið um sama rétt og við?“ Bræðralag múslíma er mun hóf- samara í orðum en al-Nour og nýtur einnig álits vegna margvíslegrar fé- lagslegrar aðstoðar sem samtökin standa fyrir. Og þau eru talin laus við spillingu. En munu flokkar íslamista standa saman á þingi, mynda rík- isstjórn? Ekki bendir margt til þess og þegar eru miklar ýfingar milli flokkanna. Þessar deilur eru að sögn fréttaskýrenda BBC vonarglæta lýð- ræðissinnaðra Egypta. Vorið að breytast í frostavetur  Uppgangur flokka ofstækisfullra íslamista í Egyptalandi veldur ugg Reuters Áróðursspjöld Þingkosningunum lýkur í janúar og samtök tengd Bræðra- lagi múslíma, Flokkur frelsis og réttlætis, gætu þá bætt enn við sig fylgi. Rússneski milljarðamæringurinn Mikhaíl Prokhorov tilkynnti í gær að hann myndi bjóða sig fram gegn forsætisráðherranum Vladimír Pútín í forsetakosningunum í mars. Prokhorov mun eiga um 18 millj- arða dollara. Rétttrúnaðarkirkjan, sem þykir almennt höll undir ráðamenn í Kreml, hefur nú lagt sitt lóð á vog- arskálarnar en hún hefur mikil áhrif meðal almennings. Háttsettir klerkar gagnrýna framkvæmd þingkosninganna nýverið með harkalegu orðalagi á fésbókar- síðum. Dímítri Medvedev forseti heitir nú að láta rannsaka hvort ásakanir um svindl eigi við rök að styðjast. En talsmaður Pútíns sagði í gær að niðurstöðunum yrði ekki haggað. kjon@mbl.is Reuters Áskorun Prokhorov kynnti framboð sitt á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Auðkýfingur fram gegn Pútín í forseta- kosningunum í mars RÚSSLAND Pakistanskir drengir fylgjast með tankbílum sem lagður var eldur að í héraðinu Balúkistan en þar berjast uppreisnarmenn gegn hermönnum stjórnvalda í Islamabad. Meiri athygli hefur þó beinst að mannskæðum bardögum stjórnarher- manna við talíbana í norðvesturhéruðunum sem einnig liggja að Afganistan. Yusuf Raza Gilani forsætisráðherra og innanríkisráðherrann, Rehman Malik, vísuðu í gær á bug fullyrðingum talíbana um að friðarviðræður færu nú fram við ríkisstjórnina sem í september sagðist vilja semja við innlenda uppreisnarmenn. „Við erum reiðubúnir að eiga samskipti við alla sem gefast upp og fordæma ofbeldi,“ sagði Gilani og má deila um það hvort sáttatónn er í ummælunum. Reuters Brennandi bílar í Balúkistan Kristján Jónsson kjon@mbl.is David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær á þingi frammistöðu sína á leiðtogafundi Evrópusambandsins á föstudag af hörku og sagðist ekki hafa átt annars úrkosta en beita neitunarvaldi gegn breytingum á Lissabon-sáttmálan- um. Hagsmunir Breta hefðu verið í húfi, þeir hefðu misst of mikið vald úr landi til Brussel. „Ég fór til Brussel með eitt markmið í huga – að vernda þjóðarhagsmuni Breta. Og það gerði ég,“ sagði ráðherrann. Íhaldsmenn hans hylltu hann en þingmenn Verkamannaflokksins gerðu hróp að ráðherranum og varð þingforseti margsinnis að biðja menn að gæta stillingar. Kannanir gefa til kynna að mikill meirihluti Breta styðji afstöðu forsætisráðherrans. Cameron segir að áætlun sem 26 leiðtogar af 27 samþykktu, um hert eftirlit embættismanna í Brussel með fjárlögum og fleiri aðgerðir sem eiga að leysa skuldavanda ríkja evrusvæðisins myndu ógna stöðu Lundúna sem einnar helstu fjár- málamiðstöðvar heims. Bretar gætu því ekki tekið þátt í þessum aðgerð- um. Andstæðingar ráðherrans saka hann um að hafa gert reginskyssu og útilokað Breta frá öllum áhrifum í ESB, einangrað þá. Hann ýki auk þess mjög þau áhrif sem þátttaka myndi hafa á stöðu Lundúna. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráð- herra og leiðtogi Frjálslyndra demó- krata, gagnrýndi mjög afstöðu Camerons í Brussel. En hann taldi jafnframt að Frakkar og Þjóðverjar hefðu stillt honum upp við vegg, ekki sýnt neinn sveigjanleika. Cameron verst af hörku og segist gæta þjóðarhagsmuna  Mikill meirihluti Breta virðist styðja ákvörðun um að beita neitunarvaldi Fyrirvarar um samþykkt » Bretar voru einir um að greiða atkvæði gegn aðgerð- unum um meiri samruna. » Nokkrir leiðtogar höfðu þó fyrirvara á samþykki sínu, sögðust þurfa að fá meirihluta- samþykkt á þingi. » Forsetaefni sósíalista í Frakklandi, Francois Hollande, segist ekki munu samþykkja tillögurnar óbreyttar. Nick Clegg David Cameron Svo getur farið að Bretar komi í veg fyrir að aðilar nýs samnings 26 af 27 ESB-ríkjum um nánara sam- starf í efnahags- og fjármálum noti húsakynni á vegum sambandsins í Brussel. Þeir gætu bent á að hús- næðið tilheyri öllu sambandinu, ekki bara hluta þess. Einnig gætu þeir andmælt því að dómstóll og framkvæmdastjórn ESB fylgist með því hvort staðið verði við ákvæði samningsins. Kom- ið gæti upp sú staða að eftir ESB- fundi verði ávallt að aka fjölmennu liði fulltrúa og aðstoðarmanna á nýjan stað, þetta yrði „martröð fyr- ir öryggisgæsluna“, að sögn dansks Evrópufræðings. kjon@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ „En hvar eigum við þá að hittast?“ Kristnir menn í Egyptalandi, sem langflestir tilheyra hinum forna söfnuði kopta, óttast margir uppgang róttækra ísl- amista. Nái þeir völdum verði ekki bara öll réttindi kvenna af- numin heldur líka kopta sem eru um 10% þjóðarinnar. Nasri er atvinnulaus lyfja- fræðingur, hann er með krossa tattóveraða á hendur og hand- leggi en segist ekki áður hafa velt mikið fyrir sér muninum á kristnum og múslímum. „Ég óttast að jafnvel hófsamir ísl- amistar muni láta þessa salaf- ista hafa áhrif á sig,“ segir hann. Koptar eru óttaslegnir MINNIHLUTAR OG ÍSLAM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.