Morgunblaðið - 13.12.2011, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Reykjavíkurtjörn Það eru viss forréttindi að vera ungur og fá aðstoð til að komast leiðar sinnar á ísnum.
Kristinn
Velferð barna er
undir fullorðnum
komin. Og aðgerða
er þörf, undireins. Ís-
land hefur alla burði
til að vera leiðandi í
heiminum hvað varð-
ar uppeldi, næringu
og hreyfingu. Við
eigum fyrst og
fremst að einbeita
okkur að því að ala
upp einstaklinga sem gera kröf-
ur um hollan mat, fjölþætta
hreyfingu, kyrrðarstundir og al-
menna mannrækt, alla ævi. Við
eigum að hefjast handa við að
ala upp nýjar kynslóðir sem
sætta sig aldrei við það agaleysi
sem er við lýði nú um stundir.
Neðangreindan texta er að
finna í skýrslunni Léttara líf
sem inniheldur 67 tillögur um
bætt heilbrigði þjóðarinnar með
aukinni hreyfingu og hollara
mataræði. Skýrslan hefur legið
óhreyfð í skúffu í forsætisráðu-
neytinu síðan 2006. Ef ekki
verður gripið til aðgerða mun
þjóðin halda áfram að fljóta sof-
andi að feigðarósi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (WHO) eru meira en 22
milljónir barna undir 5 ára aldri
of þungar og um 155 milljónir
barna á skólaaldri. Í ríkjum
Evrópusambandsins eru 14
milljónir skólabarna of þungar,
þar af glíma 3 milljónir við of-
fitu. Talið er að of þungum
börnum í Evrópu fjölgi um
400.000 á ári.
Íslensk börn eru meðal feit-
ustu barna á Norðurlöndum og
eru til að mynda 18% íslenskra 9
ára gamalla barna yfir kjör-
þyngd (of feit eða of þung). Lík-
amleg áreynsla er börnum nauð-
synleg svo þau vaxi eðlilega og
öðlist nægan hreyfiþroska, styrk
og fimi. Rannsóknir, sýna að lík-
amleg áreynsla dregur auk þess
úr líkum á geðrænum vanda-
málum barna og unglinga, bætir
sjálfsmynd þeirra og náms-
árangur.
Að mati WHO er hægt að fyr-
irbyggja 80% tilfella af hjarta-
og æðasjúkdómum, 90% af full-
orðins sykursýki og 30% af öll-
um krabbameinstilfellum með
hollu mataræði, nægri hreyfingu
og reykleysi. Samkvæmt rann-
sókn vísindamanna í Oxfordhá-
skóla í Bretlandi kostuðu hjarta-
og æðasjúkdómar ríki Evrópu-
sambandsins 13.520 milljarða ís-
lenskra króna árið 2003.
Mælt er með því að forvarn-
araðgerðir beinist fyrst og
fremst að því að draga úr þeim
þáttum í umhverfinu sem stuðla
að þyngdaraukningu. Þar vegur
þyngst framlag stjórnvalda til
að auka hreyfingu og bæta gæði
matvæla ásamt aðgengi að holl-
um mat.
Með aukinni líkamsþyngd,
hreyfingarleysi og lélegri nær-
ingu versnar heilsan og lífs-
gæðin rýrna og sálin lætur und-
an með vaxandi þunglyndi. Án
góðrar heilsu minnka lífsgæðin.
En hvað eru lífsgæði, hvað vilj-
um við fá út úr lífinu? Þótt mál-
tækið hver er sinnar gæfu smið-
ur, sé enn í fullu gildi er því
ekki alltaf að heilsa þegar börn
eiga í hlut. Þau fæðast inn í mis-
munandi aðstæður, öll með
margþætta eiginleika, en mótast
síðan af foreldrunum, umhverf-
inu, fjölmiðlum, skólakerfinu,
tómstundastarfi, vinum og
vandamönnum. Börnin stjórna
því ekki nema að litlu leyti hvort
þau neyta nær-
ingarríkrar fæðu,
hvort þeim gefst
kostur á að
stunda íþróttir
eða annað fé-
lagsstarf, hvort
sköpunarþrá
þeirra fær útrás,
hvort þau fá
næga örvun og
svo mætti lengi
telja.
Sum börn
verða afskipt og njóta ekki
þeirrar ástar og umhyggju sem
þau þyrftu til að þroskast sem
heilsteyptir, kærleiksríkir og
meðvitaðir einstaklingar. Sjón-
varpið og tölvan er vettvangur
allt of margra barna og ung-
menna og sumir foreldrar eru
afskiptalausir gagnvart því.
Foreldrar ættu að hafa tölu-
vert um það að segja hvers kon-
ar örvunar, umönnunar og nær-
ingar börnin njóta í leikskólum
og hjá dagmæðrum því lengi býr
að fyrstu gerð. Góð næring og
fjölbreytt hreyfing er mikilvæg
fyrir andlegan og líkamlegan
þroska barna. Með réttri nær-
ingu fá börnin nauðsynleg nær-
ingarefni og hafa orku til að
hreyfa sig og stuðla þannig að
eðlilegum vexti og þroska.
Reikna má með að börn, sem
eru fædd fyrri hluta árs og
byrja í leikskóla eins árs gömul,
dvelji hátt í 9.000 klukkustundir
í leikskóla, fram að fyrsta skóla-
degi á 6. aldursári. Það er gíf-
urlega langur og áhrifaríkur
tími á helstu mótunarárum
barnanna og þau öðlast lík-
amlega, félagslega og sál-
fræðilega eiginleika sem móta
viðmót þeirra til leiks og náms
til frambúðar.
Það sem ræður úrslitum um
hvað börn borða og hversu mik-
ið þau hreyfa sig er margþætt
og breytilegt eftir aldri
barnanna. Mataræði og hreyfi-
venjur fjölskyldna skiptir sköp-
um og mótar yfirleitt afstöðu
barna til næringar og hreyf-
ingar. Ef börn alast upp við það
að borða ávexti og grænmeti eru
miklar líkur á að þau haldi því
áfram alla ævi. Að sama skapi
er líklegt að slæmar mat-
arvenjur í æsku, svo sem óhóf-
leg neysla sykurs og fitu, breyt-
ist ekki þótt aldurinn færist yfir.
Þá eru foreldrar mikilvægar fyr-
irmyndir þegar kemur að hreyf-
ingu barna og geta haft mikil
áhrif á hversu mikið þau hreyfa
sig til framtíðar.
Það er engin ein leið að heil-
brigðum lifnaðarháttum en mið-
að við hvert stefnir í mat-
arvenjum og hreyfingarleysi
Íslendinga er nauðsynlegt að
vekja fólk til vitundar um að allt
samfélagið þurfi að taka sér tak.
Nauðsynlegt er að mennta-
yfirvöld, heilbrigðisyfirvöld, at-
vinnulífið og fleiri aðilar taki
höndum saman um að auka heil-
brigði þjóðarinnar í ljósi þess að
frammistaða og afköst aukast ef
næring og hreyfing er til fyr-
irmyndar.
Eftir Þorgrím
Þráinsson
» Ísland hefur alla
burði til að vera
leiðandi í heiminum
hvað varðar heilbrigt
uppeldi, holla nær-
ingu og öfluga hreyf-
ingu. Við höfum sofið
á verðinum.
Þorgrímur Þráinsson
Höfundur er rithöfundur.
Ætlum við
að eyðileggja
börnin?
Síðan ég byrjaði að
fylgjast með málefnum
framhaldsskóla hefur
aftur og aftur komið
upp umræða um þörf
fyrir fleiri stuttar
námsbrautir og að þær
geti dregið úr brottfalli
frá námi. Ákvæði um
framhaldsskólapróf eft-
ir eins og hálfs til
tveggja ára nám í 16.
grein laga um framhaldsskóla (nr. 92/
2008) eru e.t.v. einhvers konar berg-
mál af þessari umræðu. Hugmyndir
um að fjölgun stuttra brauta sé gott
ráð við brottfalli byggjast þó á fremur
hæpnum forsendum. Vandi þeirra sem
hætta í skóla án þess að ljúka skil-
greindu námi er, að ég held, fremur of
fáir kostir á löngu námi en skortur á
stuttum námsbrautum.
Ég hef starfað við framhaldsskóla í
rúman aldarfjórðung og kynni mín af
unglingum benda til að flestir vilji
klára þriggja til fjögurra ára nám og
útskrifast svo með jafnöldrum sínum.
Styttri brautir hafa ekki verið fjölsótt-
ar af fólki innan við tvítugt þótt víða
hafi verið boðið upp á þær.
Flestar þriggja til fjögurra ára
námsbrautir sem nú standa til boða
eru annaðhvort starfsmenntabrautir,
sem búa fólk undir tiltekið og afmark-
að starf, eða fremur strembnar bók-
námsbrautir til stúdentsprófs, sem eru
einkum undirbúningur fyrir akadem-
ískt nám í háskóla. Það er vart við því
að búast að allur þorri þeirra unglinga
sem ekki sækja í hefðbundið mennta-
skólanám sé tilbúinn að velja eina til-
tekna starfsgrein. Marga þeirra lang-
ar í breiðari menntun og flestir þeirra
vita vel að störfin sem bjóðast í fram-
tíðinni munu fæst falla að sérgreinum,
sem voru skilgreindar fyrir margt
löngu af mönnum sem verða dauðir þá,
ef þeir eru það ekki nú þegar.
Það vantar líklega meira framboð af
almennu námi sem býr fólk ekki undir
tiltekið starf heldur opna og óvissa
prófs eftir tveggja til fjögurra ára
starfstengt nám eða listnám, en sú leið
var aðeins fyrir þá sem luku sérhæfðu
starfs- eða listnámi. Með nýrri Aðal-
námskrá, sem var gefin út í vor á
þessu ári, fá skólar aftur svigrúm, eins
og þeir höfðu fyrir 1999, til að bjóða
fleiri kosti á námi til stúdentsprófs. Ég
held að heppilegt sé að nýta þetta
svigrúm til að afnema aðskiln-
aðarstefnuna alveg og skilgreina allt
framhaldsskólanám sem nám til stúd-
entsprófs.
Nú kann einhver að segja að með
þessu hljóti að vera horfið frá því að
stúdentspróf dugi til inngöngu í há-
skóla. Því er til að svara að nú þegar
fer fjarri að öll stúdentspróf dugi til
inngöngu í hvaða háskóladeild sem er
– enda tæpast vit í öðru en þær setji
hver sín inntökuskilyrði sem geta t.d.
verið svo og svo margar námseiningar
í tilteknum greinum (eins og er þegar
gert í verkfræði við Háskóla Íslands)
eða árangur á inntökuprófi (eins og í
læknadeild Háskóla Íslands og leik-
listar- og dansdeild Listaháskóla Ís-
lands).
Verði þessi breyting gerð á næstu
árum munu skólar útskrifa suma með
stúdentspróf af félagsfræða-, mála-
eða náttúrufræðibraut og aðra með
stúdentspróf í iðngreinum eins og
húsasmíði eða hársnyrtiiðn og enn
aðra með stúdentspróf þar sem
áhersla er lögð á listir, íþróttir eða
hvað annað sem menntar fólk og bæt-
ir. Það verður þá væntanlega tekið að
líta á það sem sjálfsagðan hlut að ungt
fólk klári þriggja til fjögurra ára fram-
haldsskólanám og útskrifist með stúd-
entspróf.
framtíð. Slíkt nám á meira
skylt við hefðbundið stúd-
entsnám en eiginlegt
starfsnám, en þarf samt
ekki allt að vera jafn-
bundið bóklegum fræðum
og stúdentsnám er nú um
stundir. Listir, handverk,
félagsmál, íþróttir og
þroskandi vinna geta vel
verið drjúgur hluti þess.
En það þarf að njóta virð-
ingar og hafa tilgang og til
þess er best að það sé af
fullri lengd og heiti það
sama og annað nám á framhalds-
skólastigi.
Ég hugsa að heppilegast sé að móta
námsleiðir af þessu tagi án þess að
umturna að ráði þeim starfsmennta-
og bóknámsbrautum sem fyrir eru og
miða við að upp til hópa ljúki ungling-
ar þriggja til fjögurra ára námi í fram-
haldsskóla og útskrifist eftir það með
próf sem kallast stúdentspróf.
Um og upp úr miðjum áttunda ára-
tug síðustu aldar voru stofnaðir fjöl-
brautaskólar víða um land, sums stað-
ar með samruna gagnfræða- og
iðnskóla. Á þessum tíma var um það
rætt að í þeim yrði engin aðgreining á
bóknámi og verknámi. Reyndin varð
samt sú að gera greinarmun á stúd-
entsprófi og öðrum lokaprófum eins og
hefðbundið var. Þessi mannamunur
var, og er enn, undirstrikaður með því
að stúdentar bera hvíta húfu þegar
þeir útskrifast en aðrir eru ýmist húfu-
lausir eða með höfuðfat í öðrum lit.
Á árunum frá því um 1980 fram til
1999 var þessi gamalgróna aðgreining
milduð nokkuð með fjölgun stúdents-
brauta sem höfðuðu til æ breiðari
hóps. Undir aldarlok voru t.d. víða
komnar íþrótta-, tónlistar- og tækni-
brautir til stúdentsprófs. Árið 1999 tók
gildi Aðalnámskrá sem stöðvaði þessa
þróun og kvað á um að bóknáms-
brautir skyldu aðeins þrjár (þeim var
svo fjölgað í fjórar nokkrum árum
seinna) og allar með þunga áherslu á
undirbúning fyrir akademískt nám.
Námskráin frá 1999 opnaði að vísu leið
til að klára viðbótarnám til stúdents-
Eftir Atla
Harðarson » Öllum námsbrautum
framhaldsskóla ætti
að ljúka með stúdents-
prófi eftir þriggja til
fjögurra ára nám.
Atli Harðarson
Höfundur er skólameistari við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands.
Nám til stúdentsprófs
fyrir alla unglinga