Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Undanfarna daga hefur hart verið
tekist á um mál Bjarna Randvers
Sigurvinssonar, stundakennara við
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands. Þótt útilokað sé að
greiða úr öllum flækjum í svo stuttri
umfjöllun er rétt að rekja hér mik-
ilvægustu ágreiningsatriði málsins.
Deilan er flókin vegna þess hve
umfangsmikil hún er, en rökræð-
urnar á síðustu dögum hafa ekki síð-
ur snúist um aukaatriði en aðalatriði
og stundum falið í sér hreinar rang-
færslur.
Meginatriði málsins eru þó ein-
föld. Strax í upphafi kæruferlisins,
snemma árs 2010, braut Siðanefnd
Háskóla Íslands á rétti stundakenn-
ara við HÍ með svo alvarlegum hætti
að hún spillti málinu öllu. Siðanefnd
lagði fram sáttatillögu þar sem fall-
ast átti á sekt kennarans án sam-
þykkis hans. Þetta gerðist áður en
siðanefndin hafði aflað sér gagna í
málinu og var kennaranum með öllu
haldið utan við málsmeðferðina.
Ekkert í gögnum málsins bendir til
þess að kennarinn hafi á neinn hátt
gerst brotlegur við siðareglur HÍ.
Fyrir liggja yfirlýsingar frá sjö nem-
endum er sátu námskeið Bjarna um
nýtrúarhreyfingar og segja þau öll
kennsluna hafa verið til fyrirmyndar,
hvergi hafi verið hallað á Vantrú eða
aðrar trúleysishreyfingar. Þessar yf-
irlýsingar eru studdar af grein-
argerðum tíu sérfræðinga í túlk-
unarvísindum sem allir lýsa því yfir
að ekkert sé út á kennsluglærur
Bjarna Randvers að setja. Margir
þessara sérfræðinga þekktu ekkert
til Bjarna áður en þeir skrifuðu
greinargerðir sínar. Síðast en ekki
síst fóru svo fjörutíu háskólakenn-
arar yfir þau málsgögn sem lágu fyr-
ir og komust að þeirri niðurstöðu að
Bjarni hefði ekki á neinn hátt gerst
brotlegur við siðareglur og að ekkert
tilefni væri til að gagnrýna kennslu-
gögn hans í námskeiðinu. Skýrsla
rannsóknarnefndar þeirrar sem há-
skólaráð skipaði er alvarlegur áfell-
isdómur um vinnubrögð siðanefnd-
arinnar sem því miður tók afstöðu
gegn Bjarna Randveri með sátta-
tillögu þar sem guðfræði- og trúar-
bragðafræðideild átti að „viðurkenna
og harma, að kennsluefnið feli ekki í
sér hlutlæga og sanngjarna umfjöll-
un um félagið Vantrú, málstað þess
og einstaka félagsmenn“.
Kærandinn fékk sáttatillöguna í
hendur og hefur beitt henni í op-
inberum málflutningi sínum enda
þótt tillögunni væri með öllu hafnað
á kennarafundi guðfræði- og trúar-
bragðafræðideildar.
Af máli ýmissa Vantrúarfélaga má
ráða að gagnrýni háskólamanna á
meðferð kærumálsins beinist gegn
Vantrú og einstaklingum sem styðja
þau samtök. Það er rangt. Gagnrýnin
beinist að vinnuaðferðum siðanefnd-
ar í málinu.
Einstaklingum, fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum hlýtur að vera frjálst
að gagnrýna það sem fram fer innan
veggja HÍ, en að sama skapi ber
skólanum sem akademískri stofnun
að standa vörð um það mikilvæga
starf sem þar fer fram og vernda
starfsmenn sína fyrir óréttmætum
ásökunum og óeðlilegum þrýstingi.
Eða eiga stjórnmálaflokkar, hags-
munasamtök, þrýstihópar og aðrir
utanaðkomandi aðilar að geta stýrt
því hvernig fjallað er um þá í há-
skólakennslu? Ættu til dæmis
bankamenn að athuga allar glærur
sem notaðar eru til að ræða um sið-
fræði í tengslum við bankahrunið?
Að þessu sögðu er rétt að benda á
að kennsluglærur Bjarna Randvers
reyna á engan hátt á mörk akadem-
ísks frelsis þótt slíkt hafi verið gefið í
skyn. Að sögn nemenda í námskeiði
Bjarna var kennslan á engan hátt
ögrandi og tilvitnanir á glærum voru
í eðlilegu fræðilegu samhengi. Gagn-
rýni formanns siðanefndar HÍ í
Morgunblaðinu 8. des. sl. er sorgleg-
ur vitnisburður um þekkingarleysi á
því hvað felst í kennslu á sviðum hug-
og félagsvísinda. Ef siðanefnd HÍ
telur að í kennsluglærum Bjarna sé
að finna ámælisverð atriði má allt
eins hætta að nota glærur í kennslu
við Háskóla Íslands, kennarar geta
látið vera að setja glærur sínar á vef-
síður námskeiða, og hverfa má frá að
taka upp kennslustundir fyrir fjar-
nema.
Því þá er sýnt að í framtíðinni
verður enginn kennari lengur óhult-
ur fyrir kærum utan úr bæ, enda lík-
lega hægt að finna eitthvað sem ein-
hver er ósammála í glærupökkum
flestallra kennara á Íslandi, hvort
sem þeir kenna við HÍ eða aðra skóla
landsins. Slíkt ástand væri ekki að-
eins gríðarleg afturför í allri kennslu
heldur hreinlega aðför að öllu skóla-
starfi í landinu.
F.h. á annað hundrað háskóla-
kennara og prófessora,
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir,
Annadís Rúdólfsdóttir,
Arnfríður Guðmundsdóttir,
Ari Páll Kristinsson,
Auður H. Ingólfsdóttir,
Auður Ólafsdóttir,
Ágúst Einarsson,
Árelía Eydís Guðmundsdóttir,
Ármann Jakobsson,
Ásdís Guðmundsdóttir.
Yfirlýsing vegna kæru á hendur
Bjarna Randveri Sigurvinssyni stunda-
kennara sem send var Siðanefnd HÍ
Í tilefni skrifa um
raforkumarkaðinn hér
í blaðinu í gær er
kannski rétt að eft-
irfarandi punktum sé
haldið til haga.
Sérleyfis- og sam-
keppnisþættir í starf-
semi Orkuveitunnar
hafa verið aðskildir í
bókhaldi fyrirtækisins
frá 2003. Reikningar
eru birtir opinberlega á þriggja
mánaða fresti.
Ársreikningar Orkuveitunnar
sýna aðskilin uppgjör raforkusölu,
raforkudreifingar, hitaveitu, vatns-
veitu og fráveitu.
Engin íslensk rafveita er af
þeirri stærð að hún heyri undir til-
skipun Evrópusambandsins um að-
skilnað sérleyfis- og samkeppn-
isþátta í sitthvort fyrirtækið.
Ríkisvaldið ákvað árið 2007 að
gera ríkari kröfur um uppskiptingu
raforkufyrirtækja hér á landi en
Evrópusambandið gerir.
Verðlagning á orkumarkaði
sætir eftirliti ríkisvaldsins – Orku-
stofnunar, Samkeppniseftirlitsins og
iðnaðarráðuneytisins.
Eftirlitsaðilar
hafa ekki gert at-
hugasemdir við
verðskrár Orkuveit-
unnar.
Orkuveitan er skuld-
ugt fyrirtæki og mikið
liggur við að vel sé
haldið á málum við
formlega uppskiptingu
hennar svo hags-
munum viðskiptavina
og eigenda fyrirtæk-
isins – sem eru að veru-
legu leyti sama fólkið – sé ekki fórn-
að. Við viljum vanda okkur.
Um uppskiptingu
Orkuveitunnar
Eftir Eirík
Hjálmarsson
» Orkuveitan er skuld-
ugt fyrirtæki og
mikið liggur við að vel
sé haldið á málum við
formlega uppskiptingu
hennar. Við viljum
vanda okkur.
Eiríkur Hjálmarsson
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Orkuveitunnar.
Þegar lög um rétt-
indi sjúklinga 74/1997
voru samþykkt gladdi
það mjög aðstand-
endur þeirra sem ekki
geta varið sjálfir hags-
muni sína.
Nú hefur það gerst
vegna mannlegra mis-
taka að rannsókn á
vegum Háskóla Ís-
lands til að kanna of-
beldi í nánum samböndum hefur sent
öllum á tilteknum póstlista upplýs-
ingar um 158 aðila.
Það þarf ekki að fjölyrða um við-
kvæmar upplýsingar og rétt sjúk-
linga á persónuvernd né lögin 77/200.
Þetta einstæða atvik hefur kallað á
skjót viðbrögð Páls Matthíassonar,
forstöðumanns geðsviðs Lsp. Hann
biður fólk að treysta læknum, þrátt
fyrir þessi mistök. Það er mjög mik-
ilvægt að endurvinna traust og fag-
fólk deildarinnar verður til viðtals
fyrir þá sem tóku þátt í þessari rann-
sókn.
Ekki síðri voru viðbrögð Björns
Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors og
formanns vísindasiðanefndar, hann
afturkallaði leyfi rannsóknarnefnd-
arinnar.
Ljóst er af þessum viðbrögðum, að
báðir læknarnir hafa velferð sjúk-
linga að leiðarljósi. Ég
þakka þeim kærlega
fyrir þessar skjótu og
afdrifaríku ákvarðanir
en margra áratuga
reynsla mín af mann-
réttindum sjúklinga
sýnir að þessi vinnu-
brögð eru það sem dug-
ar.
Það er mannlegt að
skjátlast en guðdómlegt
að fyrirgefa. Ég er ekki
að leggja nafn Guðs við
hégóma, heilsa og velferð þessara
sjúklinga skiptir ekki aðeins þá máli
heldur einnig fjölskyldur þeirra.
Ég þakka þessi snöggu vinnu-
brögð og yfirlýsingu Haraldar Briem
um viðbragðsstig stofnana, þar sem
allt í þeirra valdi miði að því að svona
atburður endurtaki sig ekki.
Kærar þakkir fyrir mannlegt við-
horf, virðingu fyrir fólkinu og um-
hyggju sem þessir læknar sýna þeim
sem ekki geta varið sig.
Mannlegt að skjátlast
Eftir Ernu
Arngrímsdóttur
Erna Arngrímsdóttir
»Hörmuð mannleg
mistök v/trúnaðar-
upplýsinga um sjúk-
linga.
Höfundur er sagnfræðingur.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Heilsu og hreyfingu
þriðjudaginn 3. janúar 2012.
MEÐAL EFNIS:
Hreyfing og líkamsrækt.
Vinsælar æfingar.
Íþróttafatnaður.
Ný og spennandi námskeið.
Bætt mataræði .
Heilsusamlegar uppskriftir.
Andleg vellíðan.
Bætt heilsa.
Ráð næringarráðgjafa.
Jurtir og heilsa.
Hollir safar.
Bækur um heilsurækt.
Skaðsemi reykinga.
Ásamt fullt af fróðleiksmolum
og spennandi viðtölum.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Heilsa & hreyfing
SÉRBLAÐ
Heilsa & hreyfing
Þetta er tíminn til að huga
að heilsu sinni og lífstíl og
taka nýja stefnu.