Morgunblaðið - 13.12.2011, Side 21

Morgunblaðið - 13.12.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011 ✝ Eva Þórsdóttirvar fædd á Bakka í Svarf- aðardal 10. júní 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Engilráð Sigurðardóttir, f. 1.6. 1896, d. 10.8. 1993 og Þór Vil- hjálmsson, f. 13.3. 1893, d. 6.12. 1975. Systkini Evu voru Kristín, f. 1919, d. 2009, Ósk, f. 1921, d. 2008, Helga, f. 1927, d. 2008, Rannveig, f. 1929, d. 2000, og Vilhjálmur, f. 1930. Eva giftist 9.7. 1950 Daníel G. Einarssyni tæknifræðingi f. 9. júlí 1921, d. 13. ágúst 2007 Foreldrar hans voru Einar Teitsson f. 21.2. 1890, d. 25.11. 1932 og Sigríður Ingi- mundardóttir f. 20.4. 1896, d. 3.10. 1989. Börn Evu og Daníels eru: 1) Kristinn Vilhjálmur, f. 16.9. 1953, tæknifræðingur, kvæntur Unni Garðarsdóttur, f. 1954. Dóttir þeirra er: a) Ásdís, f. Kristjönu Sigurðardóttur, f. 1967. Börn þeirra eru Hildur Eva, f. 2006 og Sigurður Kári f. 2009 5) Helga Sólveig, f. 4.11. 1964, d. 16.2. 1984. Sonur Daníels er Sigurberg Hraunar, f. 15.10. 1942, var kvæntur Oddrúnu Guðmundsdóttur, f. 1936, d. 2001. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Gunnar, f. 1964, b) Kristján Daníel, f. 1966 c) Ingi- björn, f. 1967 d) Laufey, f. 1972. Eva ólst upp á Bakka, stund- aði hefðbundið skólanám og var á Húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi. Eva og Daníel bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík og nán- ast allan tímann í Laugarnes- hverfinu. Eva var fyrst og fremst húsmóðir en starfaði á ýmsum stöðum við umönn- unarstörf, eldhússtörf og þrif. Eva var áhugasöm um listir og handverk og sótti fjölda nám- skeiða í ýmsum listgreinum. Hún sinnti einnig félagsmálum að- allega fyrir Styrktarfélag van- gefinna og var einnig um tíma í kvenfélagi Laugarneskirkju. Útför Evu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 13. desember 2011, og hefst kl. 13. 1990 í sambúð með Berglindi Magn- úsdóttur. Dætur Unnar og fóst- urdætur Kristins eru: b) Fanney Eg- ilsdóttir, f. 1975, gift Ágústi Eiríks- syni, þau eiga tvö börn, og c) Guðný Lára Egilsdóttir, f. 1978, sambýlis- maður Þorbergur Bjarni Jónsson, hún á fjögur börn. 2) Sigríður Ingibjörg, f. 15.7. 1956, þroskaþjálfi, gift Þórði Róbert Guðmundssyni, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Hauk- ur, f. 1978, kvæntur Helenu Dögg Magnúsdóttur, þau eiga þrjú börn, b) Daníel, f. 1981, sambýliskona Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir og c) Eva Sól- veig, f. 1986. 3) Þór Ingi, f. 4.8. 1959, myndlistarkennari, kvænt- ur Anneli Planman, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Alvin Erik, f. 1988, b) Ylva Sóley, f. 1995 og c) Ívan Ólafur, f. 1996. 4) Einar, f. 19.8. 1962, kerfisstjóri, kvæntur Elsku hjartans mamma mín er látin. Hugurinn er tættur og hugsanirnar þeytast til og frá. Minningabrotin endalaus. Hvað segir maður um mömmu sína sem fylgt hefur manni allt lífið? Mömmu sem í takt við aðstæður hverju sinni ruddi leiðina, leiddi mig, gekk við hlið mér, studdi mig, hvatti mig endalaust, trúði á mig, hrósaði mér og umvafði til hinsta dags. Mamma var lítil og nett kona með stutt og snaggaralegt nafn. „Heitirðu bara Eva?“ spurði kon- an á Landssímanum þegar mamma hringdi norður í gamla daga. „Nei ég heiti Eva … ekki Bara Eva.“ En þrátt fyrir að vera lágvaxin með stutt nafn var hún stór persóna sem tengdist mörgum, afkastaði ótrúlega miklu, var sífellt að og gat gert svo ótalmarga hluti í einu. Fjölskyldan var alla tíð í fyrsta sæti hjá mömmu og hún hélt vel utan um okkur börnin sín stór og smá, og vakti yfir velferð okkar til síðasta dags. Við gátum alltaf reitt okkur á stuðning hennar og aðstoð þegar við leit- uðum til hennar, hún var óspör á sjálfa sig og ávallt boðin og búin að rétta okkur hjálparhönd við hvaðeina sem var. Mamma var vinamörg og vin- sæl og ræktaði vel vináttu og tengsl við ættingja og vini. Hún ræktaði líka blómin í stofunni og í garðinum og lagði alúð sína í að gefa þeim næringarríka vökvun, notaði soðvatnið af kartöflunum og eggjum því þar voru vítamínin fyrir jurtirnar sagði hún. Mamma var líka ótrúlega dugleg að styrkja líkama sinn og sál. Í 50 ár fór hún nánast daglega í sund. Þegar við krakkarnir vor- um lítil var hún búin að synda og gera æfingar áður en við vökn- uðum til að fara í skólann. Seinna þegar engar slíkar skyldur voru til staðar hélt hún venjunni við og fannst í raun ómögulegt að fara eftir kl. 8 því þá var svo langt liðið á daginn. Þá voru líka önnur verkefni sem biðu. Frá því ég man eftir mér var hún alltaf að gera eitthvað. Hún var mjög listfeng og fékkst við alls konar sköpun eftir því hvernig andinn blés. Í gegnum árin útbjó hún nánast allar jóla- gjafir til fjölmargra í okkar stóru fjölskyldu og liggja eftir hana ótal fallegir munir hvort sem það er handmálað postulín eða koddaver sem hún málaði nöfnin okkar á og skreytti með blómum sem henni var einkar lagið að skapa með penslinum. Handmáluðu litskrúðugu steinarnir í garðinum á Sund- laugaveginum hafa vakið athygli vegfarenda sem stundum hafa staldrað við til að virða þá fyrir sér og litlu börnin í fjölskyldunni hafa gjarnan viljað fá smátíma til að skoða steinana hennar Evu ömmu og handfjatla þá og strjúka. Litla mamma mín sem var samt svo óskaplega stór – mikið á ég eftir að sakna hennar, sam- verunnar við hana, smitandi hlát- ursins sem var svo skemmtilega dillandi, leiðsagnarinnar, hjálp- seminnar, umhyggjunnar. Með þakklæti og auðmýkt kveð ég mína ástkæru móður – ég veit að ástvinirnir okkar sem farnir voru á undan henni tóku vel á móti henni í Sumarlandinu. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Daníelsdóttir. Mamma mín er dáin. Skyndi- lega er allt ekki neitt. Allt stöðv- ast. Augnablikið sem lýsir eilífð- ina verður eins og flass, blindan er sár og sársaukinn er eins og ískrapi. Hugurinn leitar þangað þar sem mamma kann öll svörin. Þar sem hún vísar veginn, Kenn- ir okkur að vera til. Telur í okkur kjark, huggar. Það var seinnipart um vetur. Það var kalt en fallegt veður. Við gengum saman yfir frosinn Rauðalækinn. Sólin lýsti á glugga Esjunnar og langir skuggar læddust inn á Bugðu- lækinn. Rödd þín var mjúk og höndin heit þegar þú sagðir: Við förum fyrst upp að Dalbraut. Ég leit upp og sá himinsins klárbláa glans sveipast um þitt höfuð. Hár þitt var eins og álfadans þar sem lokkarnir hoppa og kætast yfir minnsta sprelli. Þú ert svo falleg og góð mamma mín, …hvernig gastu látið beljurnar pissa á þetta hár!?.. hugsaði ég áður en ég sagði: Koma dalirnir aftur? Þú leist á mig eins og sveitin sem mætir borginni og borgin sem mætir lífinu, svo brostir þú og næstum því hlóst. Áður en við komum þangað sem Rauðilækurinn rennur inn á Dalanna braut gengum við að húsi Jóns Gamla og hringdum dyrabjöllunni. Þegar hann stóð í dyraopinu og sagði: „Hvað“ hljómaði röddin eins og þegar ég stakk höfðinu inn í þvottavél og sagði „bu“ Það kom draugur inn í hausinn á manni. „Hvað“ sagði hann aftur. Ég leit á þig og þú brostir laumulega en hvetjandi til mín. Ég flýtti mér að segja: Rukka fyrir Tímann..! Mamma var alltaf svo glöð og hló hátt á útsoginu. Smitandi hlátur sem færði lífið nær hjart- anu. Mamma lét deigan aldrei síga þrátt fyrir áföll og ágang lífsins. Að mæta lífinu fordóma- laust og alltaf eiga tíma fyrir það litla sem í minningunni verður það stóra, gerði lífið spennandi og gleðilegt. Dúfurnar sem verptu á svölunum hjá okkur höfðu undarleg hljóð. Það var söngur fyrir eggið. Ég mátti al- veg nota það til að hjálpa mér að sofna. Eða þegar mamma lagði allt frá sér í eldhúsinu og dansaði af innlifun bara af því það kom svo skemmtilegt lag í útvarpinu, eða þegar hún raulaði lagstúf fyrir stofublómin til að skemmta bló- málfunum. Þetta var allt svo eðli- legt. Það var oft ævintýri að koma í heimsókn sérstaklega fyrir jólin. Mamma hafði eldhús- borðið sem vinnustofu og þó það væri ekki stórt þá rúmaðist þar alls kyns dót sem hún var að vinna að postulín, steinar, jóla- kort, kerti sem hún málaði á fyr- ir aðventuna og gaf yngstu fjöl- skyldumeðlimum. Það tilheyrði að hafa lifandi kertaljós, hlusta á jólalög, drekka kaffi og laumast í kexköku eða bakkelsi í skúffuna hans pabba. Við systkinin eigum enn kakóbollana sem mamma málaði fyrir meira en fjörutíu ár- um síðan með nöfnunum okkar og blómi sem passaði hverju okk- ar og núna fyrir jólin eru mörg börn í fjölskyldunni sem setja skírnarskóinn sinn, sem mamma hefur málað, út í glugga í von um góðgæti frá jólasveininum. Þó sorgin sé þung þá finn ég fyrir tilfinningu sem nær út fyrir svefn og vöku. Hún er sveipuð kærleika, gleði og stolti. Ég er ákaflega stoltur yfir að hafa átt mömmu mína sem móður. Hvíl í friði. Þór Ingi. Elsku amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, að vita að það angi aldrei aftur af pönnukökum og kaffi á Sundlaugaveginum. Minningarnar streyma fram þegar ég hugsa um þig og það er erfitt að velja úr. Það var erfitt að eiga símtalið við mömmu þegar hún sagði mér það að þú værir dáin. Fréttirnar komu mér undarlega á óvart þó svo að ég hafi verið byrjuð að búa mig undir þær. Eitt það fyrsta sem ég hugsaði var hvað ég var fegin að ég náði að kveðja þig almennilega áður en ég fór aftur út til Danmerkur í sumar, þegar ég fór með pabba og Siggu að heimsækja þig. Það er skrýtið að vera svona langt í burtu og reyna að venjast tilhugsuninni um það að ég geti ekki komið í heimsókn næst þegar ég kem til Íslands, að þetta var í raun síð- asta skiptið. Ætli tíminn lagi það ekki eins og svo margt annað. Sem krakki hlakkaði ég alltaf til þess að fara í heimsókn til ömmu og afa í Reykjavík, fá hlýtt ömmuknús, nýbakaðar pönnu- kökur og mjólk. Svo áður en við fórum norður aftur bauðst þú alltaf í alvöru sunnudagsmat sem ég beið eftir með mikilli eftir- væntingu. Ég man hvað mér fannst gaman að borða í stofunni, það var svo fínt. Þið áttuð svo mikið af gömlum og flottum hús- gögnum og skrauti sem ég gat horft á og skoðað tímunum sam- an. Þegar ég varð eldri átti ég mjög erfitt með að skjótast suður án þess að kíkja í kaffibolla til ömmu og spjalla um allt og ekk- ert. Þér fannst líka svo gaman að fá að gefa mér kaffi, sagðir að svo fá barnabörnin þín kynnu að meta að drekka kaffi. Það var alltaf hægt að tala við þig, þú hlustaðir alltaf og varst virkilega áhugasöm um allt sem var í gangi. Oftar en ekki kvaddi ég margs fróðari um lífið og til- veruna. Nú kveð ég þig í allra hinsta sinn, elsku amma, með miklum söknuði en jafnframt ótrúlegu þakklæti fyrir allt það sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Ásdís. Gylltur dyrahúnn, svolítið stirður. Það er erfitt að opna dyrnar. Ég sé inn gegnum lit- skrúðugan glugga sem amma hefur málað. Rautt. Allt fyrir innan gluggann er rautt. Síðan lít ég aðeins til hliðar og allt verður gult. Mér tekst að opna, og geng inn fyrir. Lyktin. Ég man alltaf þessa lykt sem mætti manni þeg- ar maður kom á Sundlaugaveg- inn. Get alltaf fundið hana þegar ég hugsa um ömmu. Amma hefur heyrt að dyrnar hafa opnast, kemur út úr eldhús- inu og lokar dyrunum þangað inn á eftir sér í flýti. Hún er að steikja kleinur, og steikingarósið fyllir allt eldhúsið. „Nei, ert þetta þú, elskan – sæll ástin mín“. Hún beygir sig niður til mín, tekur varlega um höfuð mitt og kyssir mig á báðar kinnar, dregur síðan varlega hendurnar yfir kinnarnar á meðan hún rétt- ir úr sér. „Komdu inn og fáðu þér mjólkurglas“. Hvítur hornsófi. Leður, held ég. Amma situr í öðrum endan- um og talar í símann. Það heyrist í útvarpinu framan úr eldhúsi. Þaðan kemur líka góð lykt. Sjón- varpið varpar bláu ljósi út í her- bergið, en það heyrist varla í því. Amma talar mikið og lengi. Hlustar, og manneskjan í hinum endanum er fyndin, því öðru hverju skellir amma upp úr svo að dynja tekur í húsinu. „Aha ha- aa-ha – Guð minn almáttugur, ég trúi þessu ekki“. Hún er oft í svona símtölum. Ég glotti út í annað, þó svo að ég heyri ekki orð af því sem sagt er. Hláturinn hennar ömmu er smit- andi. Það sýður á eldavélinni. Lítill silfurlitaður pottur með vínrauðu loki stendur á henni, ásamt hvít- um potti með bláu mynstri sem dansar meðfram pottahliðunum. Blátt lok. Það er fiskur í hvíta pottinum, kartöflur í hinum. Rauðar kartöflur. „Viltu ekki roðið?“ Á diskinum hennar ömmu er fiskhaus, roð og aðrir ómögulegir bitar. „Á ég að stappa fyrir þig, elskan?“ Fiski- stappa með smjöri. Bragðast hvergi eins vel eins og hjá ömmu. „Viltu ekki meiri mjólk?“ Útvarpið hljómar inni í eld- húsi. Kveikt á sjónvarpinu frammi á gangi. Opið inn í eld- hús. Amma situr við eldhúsborð- ið, á stólnum hans afa við gluggann, og er að mála á postu- lín. Lítil, lítil, nett drög með penslinum, hægar hreyfingar, sterk lykt af terpentínu. Fullt af dóti á borðinu: fullt af eldhús- pappír sem amma hefur notað til þess að þurrka út það sem betur mætti fara. Litli kassinn með litadollunum í. Kertaljós, postu- línsskór, litlar könnur sem amma á eftir að skreyta. Allar hreyf- ingar ömmu eru hægar og ein- beittar. Öðru hverju dettur ein- beitnin út og hún lítur upp á sjónvarpið. Síðan fer hún aftur að mála. Amma er dáin. En þrátt fyrir það get ég enn fundið fyrir hlýju hennar og kærleika. Þessi hlýja og kærleikur mun lifa áfram, ég finn það þegar ég sé litla postu- línsskóinn úti í glugga, en fyrst og fremst mun tilfinningin lifa í öllum mínum minningum um ömmu. Alvin Þórsson Planman. Eva Þórsdóttir  Fleiri minningargreinar um Evu Þórsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, ALFREÐ SIGURLAUGUR KONRÁÐSSON, Silli, frá Hrísey, Kirkjuvegi 14, Dalvík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á heimsforeldra Unicef. Valdís Þorsteinsdóttir, Þórdís Alfreðsdóttir, Steingrímur Sigurðsson, Konráð Alfreðsson, Agnes Guðnadóttir, Sigurður Alfreðsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Sigurjón Alfreðsson, Margrét Kristmannsdóttir, Blængur Alfreðsson, Þórdís Þorvaldsdóttir, Kristín Alfreðsdóttir, Ásgeir Stefánsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR DAN ÞÓRHALLSSON fyrrverandi skipstjóri, Garðatorgi 7, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 10. desember. Útförin verður auglýst síðar. Anna Heiðdal, Sigurður Heiðdal Hauksson, Anna Kristín Hreinsdóttir, Þórhallur Hauksson, Fanney Helga Hannesdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Sigurður Skúli Bárðarson, Knútur Grétar Hauksson, Sigrún Bragadóttir, Anna Hauksdóttir, Vignir Jakob Sveinsson, Jóhanna Kristín Hauksdóttir, Örlygur Örn Oddgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og mágur, STEINGRÍMUR GUÐJÓNSSON, Stigahlíð 81, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 26. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrefna Karlsdóttir, Kristinn Karlsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL BRYNJÓLFSSON, Háabarði 10, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. desember. Útförin verður auglýst síðar. Rósa Karlsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, Magnús Karlsson, Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og bróðir, GESTUR STEFÁNSSON, Snorrabraut 42, er lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi mánudaginn 5. desember, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 13.00. Hermóður Gestsson, Anna María Arnardóttir, Henný Bára Gestsdóttir, Harpa Hrönn Gestsdóttir, Runólfur Hjalti Eggertsson, S. Lúther Gestsson, Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir, Ína Sigurborg Stefánsdóttir, Karl Stefánsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.