Morgunblaðið - 13.12.2011, Blaðsíða 23
skiptum. Lífsgleðin og krafturinn
sem fylgdu Ólafi voru smitandi og
það var gott að vinna með honum
að gerð sjónvarpsþáttar um Ríó
tríó og útgáfu einu plötu Kuran
Swing. Æskuvinur minn, Björn
Thoroddsen, var í Kuran Swing
ásamt Magnúsi Einarssyni, Þórði
Högnasyni, Szymon Kuran og
Ólafi sem dreif félaga sína áfram
við upptökurnar enda dugmikill
atorkumaður.
Þegar Léttsveit Ríkisútvarps-
ins var stofnsett 1985 hélt Ólafur
um þræðina og var staðráðinn í að
stækka og efla hljómsveitina.
Honum tókst ætlunarverkið og
varð Léttsveitin að Stórsveit Rík-
isútvarpsins. Hann var einn helsti
hvatamaðurinn að Rúrek djasshá-
tíðinni og átti stóran þátt í að Guð-
mundur Ingólfsson gerði plötuna
Þjóðlegur fróðleikur, svo fátt eitt
sé talið.
Árið 1995 þegar Hraunbúar
byggðu nýtt skátaheimili við Víð-
isstaðatún stóðum við nokkrir
skátar að djasskvöldum í því skyni
að efla byggingasjóðinn og gekk
tónleikaröðin Djass fyrir alla von-
um framar. Nokkru seinna stofn-
aði Ólafur umboðsskrifstofuna
Þúsund þjalir og hafði samband
við okkur. Bauð hann aðstoð við
að útvega hljómsveitir fyrir djass-
kvöldin. Taldi hann að hugmyndin
gæti gagnast til að halda samsvar-
andi þjóðlaga- og blúskvöld, enda
sífellt að leita að nýjum leiðum til
að skapa vettvang fyrir tónlistar-
uppákomur. Stuttu seinna fór ég
að starfa hjá Ríkisútvarpinu og
um líkt leyti tók Ólafur að sér um-
sjón kynningarmála á vegum
stofnunarinnar. Útsjónarsemi
hans, drifkraftur og samskipta-
hæfni nutu sín vel í starfinu.
Ólafur var vinamargur og vin-
sæll og kom fréttin um alvarlega
árás sem hann varð fyrir öllum á
óvart. Síðasta árið hefur verið
Ólafi afar þungbært og ekki síður
þeim sem stóðu honum við hlið all-
an tímann. Nú er lífsneistinn
slokknaður og nýtt tilverustig tek-
ið við. Aðstandendum, ættingjum,
vinum og samstarfsfólki Ólafs
votta ég dýpstu samúð. Það er
huggun að minningar um góðan
dreng og tónlistarmann munu lifa
áfram.
Jónatan Garðarsson.
Þegar kvaddur er ljúflingur,
sem var góður vinur og félagi í
meira en fjóra áratugi, er hugur-
inn hjá fjölskyldu hans og vinum.
Efst í huga er þakklæti fyrir að
hafa átt hann að og djúp sorg
vegna örlaga hans. Á sínum tíma
söng hann með félögum sínum í
Ríó tríóinu um það böl sem tók
hann frá okkur á svo miskunnar-
lausan hátt, og í huganum hljómar
ljóðlína Jónasar Friðriks: „…en
verst er þó að vita ekki hverju er
um að kenna.“
Við höfum staðið máttvana hjá
og það er tregt tungu að hræra og
huga að sefa.
Þessar fátæklegu línur sendi ég
til vina og vandamanna hans.
Ljúfur Drottinn lífið gefur, –
líka misjöfn kjör, –
og í sinni hendi hefur
happ á tæpri skör.
Feigðin grimm um fjörið krefur, –
fátt er oft um svör.
Enginn veit hver annan grefur.
Örlög ráða för.
En ég veit að orðstír lifir,
ást og kærleiksþel.
Sá, sem vakir öllu yfir
æ mun stjórna vel.
Vítt um geim um lífsins lendur
lofuð séúhans verk.
Felum okkur í hans hendur
æðrulaus og sterk.
Ómar Ragnarsson.
Það er lán hvers manns að
kynnast góðu fólki á lífsleiðinni
sem bætir mannlífið og hefur góða
nærveru. Þannig drengur var
nafni og minnist ég þess alla tíð í
samskiptum okkar að virðing fyr-
ir skoðunum og áhugamálum ann-
arra var honum í blóð borin.
Einna skýrast kom það fram er
við hittumst í fjölskylduboðum
þar sem hann sýndi til að mynda
alltaf áhuga á því hvað börnin okk-
ar hefðust að í starfi og leik. Veit
ég að þau minnast hans á viðlíka
hátt.
Samskipti okkar Óla voru alla
tíð á góðum nótum og minnisstætt
var hversu gaman var að spjalla
við hann um tónlist þar sem ég gat
hlustað á mann sem hafði brenn-
andi áhuga á öllu sem tengdist
þeirri listgrein. Þá fór Óli oft á
flug og gat látið gamminn geisa
um hinar ýmsu hugmyndir um
hvað hægt væri að gera og hrinti
sumum þeirra hugmynda í fram-
kvæmd. Þar var sannur eldhugi á
ferð.
Álftavatn við Sogið skipaði
stóran sess í hjarta Óla. Þar undi
hann öllum stundum og þar kom
vel í ljós áhugi hans á landinu. Þar
var minn maður í essinu sínu. Átt-
um við þar saman margar góðar
stundir.
Kæri nafni. Nú þegar sameig-
inlegum kafla okkar er lokið þá vil
ég þakka þér, góði vinur, fyrir all-
ar stundir sem við áttum saman
og aldrei bar nokkurn skugga á.
Öllum aðstandendum votta ég
samúð.
Ólafur Jóhannsson.
Það er skammt stórra högga á
milli á litla vinnustaðnum, Rás 1.
Með fárra vikna millibili eru
tendruð ljós og haldnar þagnar-
stundir þar sem við minnumst lát-
inna vina og félaga. Þetta minnir
okkur á það, hversu lífið er hverf-
ult og hve mikilvægt það er að
njóta þess að vakna að morgni, fá
að vera til með fólkinu sínu og fá
að skapa dagskrá næstu viku.
Ólafur Þórðarson var að
skreyta glugga Rásar 1 á aðvent-
unni fyrir tveimur árum. Katla,
barnabarnið mitt, var að skreyta
með honum. Ég horfði á þau með
gleði í hjarta. Hún var heilluð af
honum og hann var barnakarlinn,
sem lét hana upplifa jólagleðina í
gegnum hlýjuna, sem hann bjó yf-
ir.
Þetta segir mikið um Óla. Hann
geislaði af væntumþykju og
manngæsku. En Óli var ekki bara
barnakarl. Hann var einnig gleði-
pinni, tónlistarmaður, dagskrár-
gerðarmaður og hugsjónamaður –
en um fram allt öndvegismaður.
Ég þekkti ekki Óla, þegar hann
var frægur í Ríó-tríóinu, sem hafði
sungið sig inn í hjörtu þjóðarinn-
ar. Ég kynntist honum fyrst þeg-
ar leiðir okkar lágu saman á Rás 1.
Þá var yfir honum skuggi sem við
áttuðum okkur ekki á. Áhyggjur
sem við skildum síðar. Hann vann
daglega vinnu af samviskusemi og
elskaði að gera djassþáttinn Bláar
nótur í bland síðdegis á laugar-
dögum. En þetta var ekki sami
Óli, sem áður klæddi sig í tjullkjól
og kastaði sér út í bát sem sigldi
yfir tjörnina í miðborg Reykjavík-
ur, í faðmi síkátra Ríófélaga. Óli
var orðinn áhyggjufullur, lokaður
faðir.
Okkur skortir stundum hug-
myndaflug til þess að ímynda okk-
ur aðstæður sem vinir okkar og
félagar lenda í. Fyrst trúðum við
því ekki sem hafði gerst á heimili
fjölskyldu Ólafs – trúðum því ekki
að hann lægi meðvitundarlaus á
sjúkrahúsi, vart hugað líf. Síðan
var hann fluttur á Grensásdeild-
ina þar sem starfsfólkið gætti
hans af ótrúlegri ást og um-
hyggju. En hvaða líf var það?
Vonin dó smám saman. Það var
þungt ferli. Hrafnhildur Halldórs-
dóttir, félagi okkar á Rás 1, hefur
verið kletturinn – tengiliður okkar
við fjölskylduna hans þessa þungu
mánuði sem liðnir eru frá ógæfu-
deginum. Hún hefur miðlað upp-
lýsingum um líðan Óla til okkar af
einstakri hlýju og þroska. Minnt
okkur á baráttu hans. Stuðningur
hennar hefur verið ómetanlegur
og gleymist ekki.
Örlög Ólafs eru áminning til
okkar allra um að njóta hvers
dags, sem við fáum. Carpe diem.
Rás 1 sendir fjölskyldu Ólafs
innilegustu samúðarkveðjur. Við
kveðjum öðlinginn Ólaf Þórðarson
með trega.
Farðu í friði, – kæri vinur og
samstarfsmaður,
Sigrún Stefánsdóttir.
Hvar á ég að byrja ? Þegar ég
var unglingur í Víghólaskóla og
Óli kenndi tónlist og kenndi okkur
öllum óhefðbundin lög, og kynnti
fyrir okkur hljóðfæri ættuð frá
Afríku? Svo vinsælt varð þetta að
nánast allir fóru í kórinn og Óli
fullvissaði alla um að þeir hefðu
hörku söngrödd. Eða í Mennta-
skólanum í Kópavogi þegar við
stofnuðum MK kvartettinn – þá
var það Óli sem sá um að bóka
okkur á ýmsum stöðum – kosn-
ingavökum og alls konar uppá-
komum og lét okkur líða eins og
við værum heimsfræg á Íslandi.
Það samstarf endaði með því að
við sungum eitt lag inn á Kópa-
vogsplötu sem Óli stjórnaði upp-
tökum á. Þegar Óli var tónlistar-
stjóri Rásar tvö réð hann mig í
vinnu við að gera hina og þessa
þætti – t.d. um verslunarmanna-
helgi. Þá sagði hann mér bara að
fara af stað með upptökutækið og
taka viðtöl við alls konar fólk og
rifja upp minningar tengdar
helginni. Ég lagði af stað og lærði
heilmikið um útvarpið – bara með
því að bjarga mér sjálf en auðvitað
með hjálp Óla. Ég fór síðan til
náms í Austurríki haustið 1996 og
var alltaf í sambandi við Óla á
þeim tíma. Ég á nokkur bréf frá
honum þar sem hann hvatti mig til
að vera í sambandi þegar ég kæmi
heim, hann hlyti að hafa eitthvað
spennandi að gera, sem ég og
gerði og ég fékk að prófa ýmislegt
skemmtilegt í útvarpsþáttagerð.
Þegar námi lauk og ég flutti heim
árið 1992 var Óli búinn að flytja
sig um set og var kominn á Að-
alstöðina sem var til húsa í forn-
frægu húsi í Aðalstræti. Þar starf-
aði ég með honum í tvö ár þar til
ég byrjaði aftur á Ríkistútvarp-
inu. Við Óli vorum saman með
morgunþátt og seinna bættist
Þuríður Sigurðardóttir í hópinn
og á Aðalstöðinni var Óli allt í öllu.
Hann rak þá umboðsskrifstofuna
Þúsund þjalir og hann samræmdi
þetta tvennt mjög vel – skipulagði
viðburði, tók myndir og viðtöl og
var einhvern veginn alltaf að. Þeir
voru oft langir vinnudagarnir á
Aðalstöðinni og Óli vann lengst af
öllum. Síðustu árin vorum við
sessunautar hjá RÚV og í raun-
inni horfðumst við Óli í augu dag
hvern. Þau eru ófá hlátursköstin
sem við fengum og Óli hafði sér-
staklega gaman af því þegar við
Rúna sögðum sögur og hann þótt-
ist vera að hlusta á jazz og blús en
sennilegast hefur hann heyrt
hvert orð sem við sögðum, því oft
skaut hann einhverju inn í sam-
ræður okkar. Þetta var einstakur
tími hjá okkur og ég geymi margt
í minningunni sem ekki verður
sagt hér. Ein síðasta sagan sem
Óli sagði okkur stöllum var af ferð
þeirra í Ríó í sumarbústað þar
sem þeir höfðu ákveðið að semja
nokkur ný lög. Á mánudeginum
spurði ég Óla hvernig hefði geng-
ið? Mjög vel svaraði Óli, við sömd-
um fullt af flottum lögum og eitt
var algjör snilld – en gallinn er
bara sá að við munum ekki eitt
einasta lag. Og svo hlógum við
eins og vitleysingar. Svona var
stemningin með Óla, alltaf gaman
og alltaf eitthvað í gangi.
Ég þakka Óla samfylgdina í öll
þessi ár og votta Daddý og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð.
Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Tryggva Þórðar-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SONJA SCHMIDT,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Gylfi H. S. Gunnarsson,
Geir H. Gunnarsson,
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson,
Sigríður S. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og langalangafi,
JÓN STEINGRÍMSSON
verkfræðingur,
Suðurlandsbraut 58,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn
9. desember.
Jarðsungið verður frá Áskirkju föstudaginn 16. desember
kl. 15.00.
Þeim sem minnast vilja hins látna er bent á líknarstofnanir.
Steingrímur Jónsson, Guðrún Olga Einarsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Júlíus Lennart Friðjónsson,
Vigdís Löve Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir,
JÓNÍNA ÁSMUNDSDÓTTIR,
Alexandríu í Virginíuríki,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju-
daginn 6. desember.
Hún verður jarðsungin frá Útskálakirkju
mánudaginn 19. desember kl. 11.00.
Maríanna Sif Jónsdóttir,
Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
Ásmundur Leifsson, Petra Stefánsdóttir,
Pálína Ásmundsdóttir,
Bára Inga Ásmundsdóttir,
Kristinn Þór Sigurjónsson.
✝
Okkar ástkæri sonur, faðir, tengdafaðir,
unnusti, bróðir og mágur,
RAGNAR LEIFUR ÞRÚÐMARSSON
rafvirki,
Hoffelli,
Hornafirði,
andaðist föstudaginn 9. desember.
Hólmfríður Leifsdóttir, Þrúðmar Sigurðsson,
Snæbjörn Sölvi Ragnarsson,
Þrúðmar Kári Ragnarsson, Waraporn Chanse,
Hildur Björg Ragnarsdóttir, Heiðar I. Eggertsson,
Gunnþóra Gunnarsdóttir,
Þrúðmar Þrúðmarsson, Ingibjörg Steinsdóttir,
Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Sigurbjartur Pálsson,
Rúnar Þrúðmarsson, Erna H. Þórðardóttir.
✝
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR GUNNARSDÓTTUR
úr Von,
sem lést föstudaginn 11. nóvember.
Lilja Sigurðardóttir,
Jón Gunnar Sigurðsson, Cheryl Jonsson,
Viðar Marel Jóhannsson,
Birgir Marel Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
MATTHÍASAR Á. MATHIESEN.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem
önnuðust hann í veikindum hans.
Sigrún Þ. Mathiesen,
Árni M. Mathiesen, Steinunn K. Friðjónsdóttir,
Halldóra M. Mathiesen, Frosti Bergsson,
Þorgils Óttar Mathiesen,
Matthías Árni, Bergur, Sigrún, Kristín Unnur,
Halla Sigrún, Einar Páll og Arna Steinunn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda-
móðir og amma,
GUÐBJÖRG SIGRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bjarnarvöllum 8,
Keflavík,
lést miðvikudaginn 9. nóvember.
Útförin fór fram þriðjudaginn 22. nóvember í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýndan stuðning.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Wheat,
Jón Óskar Jónsson Wheat, María Kristinsdóttir,
Benjamín Jónsson Wheat, Elva Dögg Guðbjörnsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengda-
móðir,
SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
tónlistarkennari,
lést fimmtudaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 19. desember kl. 13.00.
Jón Hafsteinn Jónsson,
Guðmundur Karl Jónsson,
Olga Björg Jónsdóttir,
Nanna Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Ingvar Jónsson, Brigitte M. Jónsson.