Morgunblaðið - 13.12.2011, Qupperneq 30
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Kvöldlokkur á jólaföstu er yfir-
skrift tónleika Blásarakvintetts
Reykjavíkur og félaga sem fram
fara í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20.00.
„Þetta er í 31. sinn sem við höldum
aðventutónleika okkar. Það er stór-
kostlegt að vera ennþá að,“ segir
Einar Jóhannesson klarínettuleik-
ari. Bendir hann á að starfsemi
kvintettsins hafi eðlilega dregist
nokkuð saman eftir að Bernharður
Wilkinson flautuleikari fluttist til
Færeyja. „Ef við fáum boð um að
spila og Benni getur ekki komið þá
hefur Hallfríður Ólafsdóttir hlaupið
í skarðið. En við erum dálítið
íhaldssamir og viljum helst halda
hópinn meðan stætt er,“ segir Ein-
ar. Þess má geta að fyrr á árinu
lék Blásarakvintett Reykjavíkur í
Lugano í Sviss með Vovka Ashken-
azy píanóleikara og innan skamms
er væntanlegur diskur kvintettsins
þar sem leikin eru verk eftir W.A.
Mozart, L. Beethoven og Franz
Danzi, en diskurinn er gefinn út í
Japan.
Slagarar þess tíma
Spurður um efnisskrá kvöldsins
segir Einar að fluttar verði seren-
öður eða kvöldlokkur fyrir átta
blásara, þ.e. tvær klarínettur, tvö
óbó, tvö fagott og tvö horn, eftir
annars vegar Mozart og hins vegar
Beethoven. Auk þess verða flutt
lög úr Töfraflautunni eftir Mozart
sem eru útsett fyrir blásaraoktett.
„Þetta eru útsetningar frá tíma
tónskáldsins sem urðu slagarar
þess tíma og voru spilaðar úti í
„Allir fara mjög glaðir heim“
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar leika í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20.00
Á efnisskránni eru m.a. kvöldlokkur eftir W.A. Mozart og L. Beethoven
Morgunblaðið/Golli
Aðventutónleikar Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt Vovka Ashkenazy. Kvintettinn er skipaður Jósef, Daða,
Bernharði (en Hallfríður hefur reglulega hlaupið í skarðið fyrir hann), Einari og Hafsteini.
görðum og heldri manna sölum.
Þannig gat alþýðan kynnst óp-
erutónlistinni og aríunum. Þetta
eru stutt og grípandi atriði, en
flestir þekkja þessa tónlist.“ Að
sögn Einars er komin hefð fyrir því
að ljúka tónleikunum á Ave verum
corpus eftir Mozart, en það er lítil
mótetta sem hefur verið útsett fyr-
ir blásaraoktett. „Þetta er tónlist
sem smýgur inn í innstu sál-
arkirnur þannig að allir fara mjög
glaðir heim,“ segir Einar. Að-
spurður segir hann að með árunum
hafi myndast fastur kjarni áheyr-
enda sem mæti alltaf á aðventu-
tónleika Blásarakvintettsins. „Og
sumir segja að jólin komi ekki fyrr
en þeir hafa heyrt kvöldlokkurnar,“
segir Einar og tekur fram að sér
þyki vænt um það.
Hópurinn mun einnig flytja Lit-
anei eftir F. Schubert. „Með þeim
hætti viljum við minnast Gunnars
Egilsonar klarínettuleikara og fyrr-
verandi tónlistarstjóra Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, en hann lést
nú á haustmánuðum. Hann var
einn af þessum brautryðjendum
sem lögðu ótrúlega hart að sér við
að koma hér upp öflugu tónlistar-
lífi, tónlistarskólum og sinfón-
íuhljómsveit,“ segir Einar og tekur
fram að Gunnar hafi einnig verið
ötull baráttumaður fyrir byggingu
tónlistarhúss og því hafi verið
ánægjulegt að hann náði að upplifa
alla dýrðina í Hörpu áður en hann
lést. Þess má að lokum geta að
gestir Blásarakvintettsins í kvöld
eru þeir Sigurður I. Snorrason sem
leikur á klarínettu, Peter Tompkins
á óbó, Rúnar Vilbergsson á fagott
og Þorkell Jóelsson á horn.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Upp á líf og dauða er góðurtitill á fróðlegri bók, semlætur ekki mikið yfir sér.Þrír höfundar fyrir norð-
an leggja í púkk og segja frá því hve
harðsótt sjómennska getur orðið.
Fjarri fer að alltaf sé koppalogn á
sjónum og uppgrip að hafa. Sjósókn
fylgja mannraunir og miskunn-
arleysi.
Í bók þessari, sem frekar ætti
kannski að kalla kver, segir Jón
Hjaltason sagnfræðingur frá því
þegar Akureyrartogarinn Harð-
bakur lenti í ótrúlegum ofsa Ný-
fundnalandsveðursins í febrúar
1959. Vindhraðinn fór í hundrað
hnúta, átján metra öldur risu og því
fylgdi mikil ísing sem hafði nánast
kaffært skipið. „Ofsafengin barátta
er háð við veðurguðina,“ segir í kafla
sem er fróðlegur og spennandi.
Og það eru hinir kaflarnir líka.
Sigurður Ægisson skrifar um það er
Siglufjarðartogarinn Elliði fórst út
af Öndverðanesi í febrúar 1962 – og
með honum tveir menn þó aðrir í
áhöfninni björguðust nánast fyrir
heppni – eða sakir forsjónar. „Þótti
björgunin ævintýri líkust, sem hún
jú var,“ segir höfundur.
Þá er sömuleiðis fengur í viðtali
Júlíusar Kristjánssonar á Dalvík við
Gylfa Björnsson á Dalvík sem horfði
á eftir vinum sínum út í veðurofsa og
bjargaðist sjálfur með félaga sínum
naumlega í aprílveðrinu 1963, sem
kostaði sextán sjómenn af fjórum
skipum lífið. Er frásögn Gylfa sér-
staklega áhrifamikil – þar sem hann
lýsir öllum þeim hugsunum sem á
hann leituðu úti á úfnu hafi og ekki
síður í eftirleiknum.
Óhætt er að mæla með bókinni
Upp á líf og dauða. Þetta er vel skrif-
uð alþýðusagnfræði af atburðum
sem þurfa að lifa í minni manna. Til
bóta hefði verið að koma með ör-
stuttan útdrátt um alla helstu mála-
vexti og á það sérstaklega við t.d. um
kafla Júlíusar Kristjánssonar – sem
klárlega hefði mátt vinna betur og
gera efnismeiri. Það rýrir nokkuð
gildið að frásagnir þessar skuli að-
eins vera í litlu kveri, því efnið hefði
staðið undir veglegri bók.
Upp á líf og dauða
bbbnn
Höfundar: Sigurður Ægisson, Júlíus
Kristjánsson og Jón Hjaltason.
Völuspá, Akureyri, 2011. 72 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Mannraunir og
miskunnarleysi
Jón Hjaltason Sigurður Ægisson
Júlíus Kristjánsson
Sigrún Guð-
mundsdóttir
myndlist-
armaður, sem
starfar í Rotter-
dam, mun fjalla
um list sína og
þróun hennar í
listamannaspjalli
í Flóru í Lista-
gilinu á Akureyri
í kvöld, þriðju-
dagskvöld, klukkan 20.00. Sigrún
hefur undanfarið dvalið í gesta-
vinnustofunni og hélt í lok nóv-
ember sýninguna Ókyrrð í Populus
Tremula. Myndlistarfélagið, Gesta-
vinnustofan og Flóra standa að
listamannsspjalli Sigrúnar.
Sigrún kynn-
ir list sína
Sigrún Guðmunds-
dóttir við verk sitt.
Jólaandinn ríkir
þessa dagana í
Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavík-
ur, þar sem
standa 52 jólatré
fagurlega
skreytt með um-
hverfisvænum
jólaskreytingum
sem nemendur
nokkurra skóla
gerðu. Alla daga fram að jólum lesa
rithöfundar og þýðendur úr verk-
um sínum í salnum. Í dag kl. 13.00
mæta Viðar Hreinsson, sem les úr
bók sinni Eldhugi við ysta haf um
Bjarna Þorsteinsson, Ólafur Gunn-
arsson, sem les úr Meistaraverkinu
og fleiri sögum, og Elín Hirst og
Guðrún Ebba sem lesa úr bókinni
Ekki líta undan.
Lesa upp
í Ráðhúsinu
Viðar
Hreinsson
Blásarakvintett Reykjavíkur var
stofnaður árið 1981 af núver-
andi meðlimum hans sem eru
Bernharður Wilkinson er leikur
á flautu, Daði Kolbeinsson á
óbó, Einar Jóhannesson á klar-
ínettu, Hafsteinn Guðmundsson
á fagott og Jósef Ognibene á
horn. Þeir eru allir fastráðnir
hljóðfæraleikarar við Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, nema
Bernharður sem býr og starfar í
Færeyjum.
Blásarakvintett
Reykjavíkur
STOFNAÐUR ÁRIÐ 1981
Þann 4. janúar kemur út
glæsilegt sérblað um
menntun, skóla og námskeið
sem mun fylgja
Morgunblaðinu þann dag
MEÐAL EFNIS:
Háskólanám.
Verklegt nám og iðnnám.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og góð ráð við námið.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið
og almenn námskeið.
Nám erlendis.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá
sem vilja auðga líf sitt og möguleika með
því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa
því á nám og námskeiða.
Skólar & námskeið
SÉRBLAÐ
Skólar & námske
ið