Morgunblaðið - 13.12.2011, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2011
Friðrik Ómar og JógvanHansen endurtaka núleikinn frá því 2009 þegarþeir gáfu út Vinalög. Þá
sungu þeir hvor tíu færeysk og ís-
lensk dægurlög, Friðrik Ómar söng
færeysk lög
með íslenskum
texta og Jógvan
söng tíu íslensk
lög með fær-
eyskum texta.
Þetta framtak
þeirra hlaut
góðan hljómgrunn og gaf þjóðunum
fullt af nýjum lögum til að hlusta á
og mörg þeirra slóu í gegn. Nú gera
þeir eins með barna- og fjöl-
skyldulög sem gefa góða mynd af
vinsælustu lögunum í hvoru landi.
Friðrik Ómar syngur tíu færeysk
lög með íslenskum texta og Jógvan
tíu íslensk lög með færeyskum texta.
Jógvan flytur lög eins og „Bahama“,
„Lagið um það sem er bannað“,
„Skýin“, „Ryksugulagið“ og „Sofðu
unga ástin mín“. Það er afskaplega
skemmtilegt að heyra þessi þekktu
lög í færeyskum flutningi. Þá flytur
Friðrik Ómar ekki síður skemmtileg
lög og mikið erum við blessuð að
þeir vinir hafi tekið upp á því að gefa
út þennan disk, því þarna fáum við
Íslendingar mörg ný, skemmtileg og
fjölskylduvæn lög til að hlusta á.
„Rasmus“, „Hún er amma mín“,
„Karen og hringurinn“, „Í leikskól-
anum“ og „Köngulóin“ komust strax
í uppáhald hjá mér við fyrstu
hlustun. Þetta eru björt og fögur lög,
flest í hressari kantinum, einlæg og
afskaplega fjölskylduvæn. Flutn-
ingur Friðriks Ómars og Jógvans er
óaðfinnanlegur, nánast um of. Þeir
eru báðir mjög góðir söngvarar og
flytja lögin virkilega vel en stundum
hefði ég viljað heyra þá setja meira
af sjálfum sér í lögin, hafa þetta að-
eins hrárra. Flutningurinn á það til
að verða heldur flatur vegna full-
komnunar. En það á aðeins við
nokkur lög, til dæmis er flutningur
Friðriks Ómars á „Karen og hring-
urinn“ mjög fallegur og hjartnæm-
ur. Það er virkilega fallegt lag sem á
eflaust eftir að heyrast mikið.
Textarnir eru flott þýddir og allt
til fyrirmyndar við þessa plötu sem
inniheldur ekkert hávaðabarnapopp.
Þetta er plata sem öll fjölskyldan
getur hlustað á saman heima eða í
bílnum án þess að neinn fái illt í eyr-
un. Ég hef skemmt mér konunglega
við að hlusta á Barnalög, sem er vel
gerð og upplífgandi plata.
Upplífgandi og einlægt
Geisladiskur
Friðrik Ómar og Jógvan Hansen
– íslensk og føroysk Barnalög: Fyrir
börn á öllum aldri bbbbn
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Vinir Jógvan og Friðrik á tónleikum til styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna í Háskólabíói í fyrra. Barnalög er vel heppnuð plata.
Tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar
er grínmyndin A Very Harold and
Kumar 3D Christmas. Í henni segir
af félögunum Harold og Kumar
sem lenda í miklum vandræðum að
vanda en þau hefjast með því að
jólatré fuðrar upp. Á hæla henni
kemur teiknimyndin Puss in Boots
en í henni segir af stígvélaða kett-
inum sem komið hefur við sögu í
teiknimyndunum um tröllið Shrek.
Í þriðja sæti er önnur teiknimynd,
Artúr bjargar jólunum, en í henni
segir af syni jólasveinsins sem
koma þarf pakka sem gleymdist til
enskrar stúlku og það á afar
skömmum tíma. Teiknimyndir eru
áberandi í tíu efstu sætum listans
eða fjórar, auk fyrrnefndra Happy
Feet 2 og Ævintýri Tinna.
Bíóaðsókn helgarinnar
Jólagrín og teiknimyndir
Vandræði Úr myndinni A Very Ha-
rold and Kumar 3D Christmas.
Bíólistinn 9. - 11. desember 2011
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
AVery Harold And Kumar 3D Christman
Puss In Boots
Artúr bjargar jólunum
The Twilight saga: Breaking Dawn Part 1
Happy Feet 2
The Rum Diary
Jack and Jill
Immortals
Blitz
Ævintýri Tinna (The Adventures of Tintin)
Ný
Ný
1
3
2
Ný
6
4
5
7
1
1
2
4
3
1
3
4
2
7
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Opinskátt viðtal við leikkonuna
Noomi Rapace birtist í fyrradag á
vef breska dagblaðsins Telegraph
en í því segir hún frá litlum sam-
skiptum sínum við spænskan föður
sinn sem lést úr krabbameini fyrir
þremur árum. Rapaca segist ekki
hafa hitt hann fyrr en hún var orðin
sextán ára, þó svo þau byggju bæði
í Svíþjóð. Faðir hennar hafi ekki
haft mikinn áhuga á því að hitta
hana en beðið hana fyrirgefningar
á hegðun sinni þegar hann átti
skammt eftir ólifað og hún hafi
veitt hana. Rapace segir íslenskan
stjúpföður sinn hafa gengið sér í
föðurstað en hún bjó hér á landi um
skeið sem barn.
Reuters
Einlæg Sænska leikkonan Noomi Rapace
leysir frá skjóðunni í Telegraph.
Rapace fyrirgaf
föður sínum
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
RUM DIARY Sýnd kl. 8 -10:30
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 6
PUSS IN BOOTS 3D Sýnd kl. 6 - 8
BLITZ Sýnd kl. 8 -10
ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 6
IMMORTALS 3D Sýnd kl. 10:15
HHH
T.V., KVIKMYNDIR.IS /
SÉÐ OG HEYRT
ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA
HEFST RÉTTLÆTIÐ
‚“FERSKASTA OG SKEM-
MTILEGASTA JÓLAMYND
SÍÐARI ÁRA.“
- MICHAEL RECHTSHAFFEN,
HOLLYWOOD REPORTER
„SNIÐUG, FYNDIN OG SÆT!“
- KEITH STASKIEWICZ,
ENTERTAINMENT WEEKLY
HÖRKU
SPENNUMYND
ÍSLENSKT
TAL
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR SHREK
OG KUNG FU PANDA
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
Með íslensku
og ensku tali
JOHNNY DEPP fer á kostum
í mynd byggðri á ævi hins
skrautlega Paul Kemp.
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR!
700 kr.
950 kr.3
D
3D GLERAUGU
SELD SÉR
950 kr.3
D
3D GLERAUGU
SELD SÉR
950 kr.3
D
3D GLERAUGU
SELD SÉR
700 kr.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
THE RUM DIARY KL. 8 - 10.10 12
BLITZ KL. 6 16
MONEYBALL KL. 8 - 10.20 L
JACK AND JILL KL. 6 L
-F.G.G., FBL.
-A.E.T., MBL
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS
T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L
ARTHUR CHRISTMAS 3D ÁN TEXTA KL. 5.50 L
TROPA DE ELITE KL. 8 - 10.30 16
IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16
JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
IN TIME KL. 8 - 10.30 12
ELDFJALL KL. 5.45 L
Sjáðu nýja
myndbandið með
JUSTIN BIEBER
í þrívídd á undan
myndinni!
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D KL. 3.40 - 5.50 L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 2D KL. 3.30 L
PUSS IN BOOTS 3D ÁN TEXTA KL. 8 L
PUSS IN BOOTS 3D ÁN TEXTA LÚXUS KL. 8 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 3.40 L
BLITZ KL. 10.10 16
BLITZ LÚXUS KL. 10.10 16
IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16
JACK AND JILL KL. 8 - 10.10 L
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7
ÞÓR 3D KL. 5.50 L
92% ROTTENTOMATOES