Morgunblaðið - 19.12.2011, Side 1
M Á N U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 297. tölublað 99. árgangur
dagar til jóla
5
Bjúgnakrækir
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
FRELSISHETJAN
VACLAV HAVEL
FALLIN FRÁ
ARON Í STÓRU
HLUTVERKI
HJÁ KIEL
VILDI VERÐA
BÓHEM EINS
OG KRISTINN
ÍÞRÓTTIR FRÍÐA MÁLAR 10LEIÐTOGI 16, 18
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Lögfræðiálit, sem forseti Alþingis,
Ásta R. Jóhannesdóttir, lét vinna
vegna þingsályktunartillögu Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins, um afturköllun ákæru á
hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, fyrir landsdómi,
staðfestir að tillagan er þingtæk. „Ég
lét vinna fyrir mig minnisblað um
málið og það var mitt mat eftir að
hafa fengið það í hendur að það væri
eðlilegt að málið færi á dagskrá,“ seg-
ir Ásta. Aðspurð segir hún að aðallög-
fræðingur Alþingis hafi unnið það í
samráði við fleiri.
Um tilefni þess að álitið var unnið
segir Ásta aðspurð að það hafi verið
óskað eftir því. Að fengnu álitinu hafi
hún samið við Bjarna um að málið
færi á dagskrá 20. janúar á næsta ári.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins olli tillagan miklu uppnámi
meðal stjórnarflokkanna og lögðu
þeir allt kapp á að koma í veg fyrir að
hún yrði tekin fyrir og báru því meðal
annars við að hún væri ekki þingtæk.
Líkti einn heimildarmaður því við að
kjarnorkusprengju hefði verið varp-
að inn á þingið.
Tímasetningin verið mistök
Björn Valur telur að það hve seint
tillagan kom fram hafi verið „taktísk“
mistök hjá formanni Sjálfstæðis-
flokksins sem hafi haft talsverð áhrif
á afstöðu manna til að hún yrði tekin
á dagskrá. „Það kom klárlega í ljós að
allur Sjálfstæðisflokkurinn, fjöldi
þingmanna Framsóknarflokks og
jafnvel fleiri þingmenn vissu af þessu
máli án þess að upplýsa það og að það
væri í undirbúningi að leggja það
fram með þessum hætti.“
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra telur eðlilegt að tillaga
Bjarna fái þingræðislega meðferð og
að lýðræðislegur vilji sé kannaður.
Fráleitt sé að „læsa þetta mál í
flokkspólitíska fjötra“.
Reynt að hindra tillögu
Stjórnarflokkarnir lögðu allt kapp á að hindra þingsályktunartillögu Bjarna
Benediktssonar Þingforseti lét vinna lögfræðiálit sem sagði tillöguna þingtæka
Morgunblaðið/Heiddi
Alþingi Ásta R. Jóhannesdóttir lét
vinna fyrir sig lögfræðiálit. MTitringur vegna tillögu »2
„Heyrðu, er þetta ekki Árni Sæberg?“ spurði Hurða-
skellir ljósmyndara Morgunblaðsins, sem eðlilega var
brugðið við spurninguna og greinilegt að jólasvein-
arnir fylgjast vel með börnunum langt fram á fullorð-
insár. Með Hurðaskelli í för var Askasleikir en þeir
komu til byggða um helgina. Biðu þeir spenntir eftir fé-
laga sínum, Skyrgámi, sem væntanlegur var í gær-
kvöldi. Í kvöld er svo komið að Bjúgnakræki, nú þegar
aðeins fimm dagar eru til jóla og spenningur lands-
manna að ná hámarki, barna sem fullorðinna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Biðu spenntir eftir Skyrgámi
Hurðaskellir og Askasleikir saman á ferð í miðbænum í gær
Heildarkostnaður við dýpkun í
Landeyjahöfn verður að ári kominn í
um 560 milljónir króna, gangi áætl-
anir Siglingastofnunar eftir. Frá því
að höfnin var tekin í notkun í júlí
2010 hefur kostnaður við dýpkun
hafnarinnar verið um 345 milljónir
króna. Þar af er áætlaður kostnaður
þessa árs 266 milljónir. Í drögum að
samgönguáætlun er gert ráð fyrir að
kostnaður við dýpkunina verði 214
milljónir króna á næsta ári.
Herjólfur náði síðustu daga að
sigla til Landeyjahafnar, eftir að
siglingar þangað höfðu legið niðri
síðan í október. Dýpkunarskipin
Skandia og Perlan hafa verið að
störfum og Skandia nú upp á síð-
kastið. Samkvæmt yfirliti yfir ferðir
þessa árs hafa Herjólfur og Baldur
siglt um 1.100 ferðir milli lands og
Eyja frá áramótum. Alls hafa verið
felldar niður 43 áætlaðar ferðir.
Ferðir í Landeyjahöfn hafa verið
774, eða 67,6% allra áætlaðra ferða,
og ferðir í Þorlákshöfn 328. Vegna
óhagstæðrar ölduspár verður siglt
til Þorlákshafnar næstu daga.
bjb@mbl.is »6
Dýpkað
fyrir 560
milljónir
Herjólfur í Land-
eyjahöfn í 67,6% tilvika
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur Skipið siglir inn Land-
eyjahöfn á leið frá Eyjum.
Þórir Her-
geirsson varð í
gær fyrsti Íslend-
ingurinn til þess
að verða heims-
meistari í hand-
knattleik þegar
hann stýrði
norska kvenna-
landsliðinu til
sigurs á HM í
Brasilíu. Noregur vann Frakka,
32:24, í úrslitum og er handhafi
stóru titlanna þriggja, þ.e. liðið er
ríkjandi heims-, ólympíu-, og Evr-
ópumeistari. Þórir, sem hefur búið í
Noregi í aldarfjórðung, hefur verið
aðalþjálfari norska landsliðsins í
tæp þrjú ár en var aðstoðarþjálfari
í nokkur ár á undan. „Ég er stoltur
og glaður,“ sagði hann við norska
sjónvarpið, TV2 þegar sigurinn var
í höfn í gær. » Íþróttir
Þórir fyrstur Íslend-
inga heimsmeistari
í handknattleik
Þórir Hergeirsson
„Fyrirsvar
gagnvart alþjóð-
legum dóm-
stólum sam-
kvæmt
forsetaúrskurði
um skiptingu
verkefna í stjórn-
arráðinu heyrir
undir utanrík-
isráðuneytið.
Það er alveg
sama hvaða langanir menn kunna
að hafa um að einhver tiltekinn ein-
staklingur sinni málinu, þú breytir
ekki hver hefur umsjón með því að
lögum,“ segir Árni Þór Sigurðsson,
formaður utanríkismálanefndar,
um það hvaða ráðherra eigi að
fylgja Icesave-málinu til enda. Tel-
ur Árni Þór mikilvægt að sátt náist
um meðferð málsins en stjórn-
arandstaðan hefur krafist fundar í
utanríkismálanefnd. »4
Fyrirsvar heyrir und-
ir utanríkisráðherra
Árni Þór
Sigurðsson