Morgunblaðið - 19.12.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
BAKSVIÐ
Vilhjálmur Andri
Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Á lokaspretti þingsins fyrir jólafrí
var hart deilt um fjölda mála og
reyndist helst greina á milli stjórn-
ar- og stjórnarandstöðuflokkana í
skattahækkunum ríkisstjórnarinn-
ar og áformum um að hækka kol-
efnisgjald. Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að almennar
skattahækkanir ríkisstjórnarinnar
bitni á öllum þeim sem hafi rúm
200 þúsund krónur í laun eða
hærra. „Auk þess að hækka skatta
á tekjur fólks þá er sérstakur
eignaskattur ríkisstjórnarinnar
sem hún kýs að kalla auðlegðar-
skatt hækkaður úr 1,25 prósentum
í 1,5 prósent. Þar að auki eru við-
miðunarmörkin lækkuð í 75 millj-
ónir fyrir einstaklinga og 100 millj-
ónir fyrir hjón.“ Enn fremur segir
Guðlaugur Þór að fram hafi komið
í efnahags- og viðskiptanefnd að
fólk sé farið að flytja lögheimili sitt
úr landi vegna auðlegðarskattsins.
„Það eina sem haldið er fyrir utan
eru lífeyrisréttindum en það kem-
ur sér staklega vel fyrir stjórn-
málamenn sem hafa verið lengi á
þingi. Einhver myndi kalla þetta
sérhagsmunagæslu fyrir stjórn-
mála- og embættismenn,“ segir
Guðlaugur Þór.
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins, segir að framsóknar-
menn hafi fyrst og fremst reynt að
malda í móinn við allar gjaldskrár-
og skattahækkanir því þær séu
mjög íþyngjandi fyrir hagkerfið og
muni auk þess hækka lán heimila
landsins um nokkra miljarða.
Kolefnisgjald og stimpilgjöld
„Framsóknarflokkurinn lagði
áherslu á að framlengja ákvæði um
stimpilgjöld sem gerir fólki kleift
að skipta um lán án þess að þurfa
að greiða stimpilgjöld vegna skipt-
anna,“ segir Gunnar Bragi og bæt-
ir því við að mikilvægi þess að ná
fram þessari framlengingu sé ekki
síst vegna áforma Íbúðalánasjóðs
um að bjóða upp á óverðtryggð lán
á næsta ári. Þá eru Gunnar Bragi
og Guðlaugur Þór sammála um
mikilvægi þess að hætt hafi verið
við hækkun á kolefnisgjaldi. „Þrátt
fyrir að ekki hafi orðið af hækk-
uninni eru mengunarskattar hér á
landi 30 prósent hærri en annars
staðar og það bitnar á neytendum
hér á landi,“ segir Guðlaugur Þór.
Þá var komið í veg fyrir veigamikl-
ar breytingar á kolefnisskatti á af-
urðir sem fluttar eru inn vegna
vinnslu í kísil- og járnblendiverk-
smiðjum landsins.
Tugir annarra mála lágu fyrir
Alþingi fyrir þinglok og ræddu
þingmenn m.a. lengi um hækkun á
greiðslu til Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins en samkomulag náðist um að
fresta því máli fram yfir áramót.
Eins var máli um staðgöngumæður
frestað til janúar en Alþingi kemur
aftur saman 16. janúar.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Fjöldi þingmála var tekinn fyrir á laugardag, síðasta dag fyrir jólahlé, en þing kemur saman að nýju 16. janúar næstkomandi.
Hærri skattar í jólagjöf
Skattahækkanir og stimpilgjöld voru meðal þess sem rætt var um á loka-
spretti Alþingis fyrir jól Sérstakur eignaskattur hækkaður og viðmið lækkuð
„Í ár og næsta ár
eru einn og hálfur
milljarður inni á
samgönguáætlun
til að byrja á
Norðfjarðar-
göngum og ég vil
að við það sé stað-
ið,“ segir Kristján
Möller, þingmað-
ur Samfylkingar
og fyrrverandi samgönguráðherra,
en hann segist ekki geta stutt sam-
gönguáætlun sem lögð var fyrir Al-
þingi af Ögmundi Jónassyni innan-
ríkisráðherra. Að hans sögn er það
skoðun allra þingmanna Norðaust-
urkjördæmis að setja skuli fram-
kvæmd Norðfjarðarganga í forgang
í kjördæminu en með fyrirliggjandi
samgönguáætlun frestast fram-
kvæmd þeirra svo opnun ganganna
mun dragast til ársins 2018 hið
minnsta. „Ég minni á að núverandi
vegur um Oddskarð er einn hættu-
legasti vegur landsins að mínu
mati,“ segir Kristján.
Stórframkvæmdir slegnar út
Að auki er Kristján ósáttur við að
áður fyrirhugaðar stórframkvæmdir
á höfuðborgarsvæðinu hafi verið
slegnar út af borðinu en þær fram-
kvæmdir áttu að kosta um 30 millj-
arða króna og fjármagnaðar með
láni frá lífeyrissjóðum.
„Ég vil fyrst og fremst að staðið
verði við Norðfjarðargöng, að meiru
fé sé varið til samgöngumála og að
farið sé í þessar framkvæmdir á höf-
uðborgarsvæðinu eins og unnið var
að á vegum ríkisstjórnarinnar allt
þar til að Ögmundur Jónasson sló
það út af borðinu,“ segir Kristján en
að hans sögn hefur sjaldan svo litlu
fé verið varið til stofnframkvæmda í
almenna vegakerfinu eins og mun
verða næstu ár. khj@mbl.is
Meira fé
fari í sam-
göngumál
Getur ekki stutt
samgönguáætlun
Kristján Möller
Alþingi samþykkti á laugardag að
veita 24 einstaklingum íslenskan rík-
isborgararétt en umsóknir voru alls
42. Meðal þeirra sem fengu ríkis-
borgararétt er Mehdi Kavyanpoor,
53 ára Írani, sem kom hingað til
lands frá Íran árið 2005. Þá fékk Si-
im Vitsut ríkisborgararétt en hann
er tveggja ára sonur Hannesar Þórs
Helgasonar, sem var myrtur á síð-
asta ári. Siim er fæddur í Eistlandi
og hefur tvöfaldan ríkisborgararétt.
24 fengu ríkis-
borgararétt
„Við höfum langt mikla áherslu á að
það verði skýrt fyrir jól hvernig fyr-
irsvar verði háttað í Icesave-málinu því
við teljum að Árni Páll, efnahags- og
viðskiptaráðherra, hafi haldið vel á því
frá síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu,“
segir Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokksins,
en þingmenn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks hafa krafist fundar í utan-
ríkismálanefnd um stöðuna í Icesave.
Gunnar telur samstöðuna um málið í
dag í hættu verði það fært yfir til utan-
ríkis- eða fjármálaráðherra. Ólöf Nor-
dal, varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, tekur í sama streng og segir
mikilvægt að haldið verði á málinu
með mikilli festu. „Árni Páll hefur
haldið afskaplega vel á þessu máli og
hann hefur haft það á sinni könnu frá
því að þjóðin hafnaði síðasta Icesave-
samningi ríkisstjórnarinnar. Það er á
vegum hans ráðuneytis sem rök-
semdafærslan hefur verið lögð á borð-
ið í málinu og mér finnst eðlilegt að
hann haldi þessu máli áfram í nánu
samstarfi við Alþingi,“ segir Ólöf sem
telur auk þess að vegna sérstöðu máls-
ins sem í tvígang hefur verið borið
undir þjóðina þurfi að vinna málið í
nánu samstarfi við Alþingi. Árni Þór
Sigurðsson, formaður utanríkismála-
nefndar, telur mikilvægt að ná sátt um
meðferð málsins en segir jafnframt að
mál séu ekki vistuð hjá einstökum ein-
staklingum heldur fari það eftir lögum
og reglum í landinu hvaða ráðuneyti
fylgi málinu eftir.
„Fyrirsvar gagnvart alþjóðlegum
dómstólum samkvæmt forsetaúr-
skurði um skiptingu verkefna í stjórn-
arráðinu heyrir undir utanríkisráðu-
neytið. Það er alveg sama hvaða
langanir menn kunna að hafa um að
einhver tiltekinn einstaklingur sinni
málinu, þú breytir ekki hver hefur um-
sjón með því að lögum.“
vilhjalmur@mbl.is
Treysta Árna í Icesave
Stjórnarandstaðan vill að Árni Páll Árnason fylgi eftir Ice-
save-málinu til enda Krefjast fundar í utanríkismálanefnd
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherra Árni Páll Árnason.
Mikil óánægja er meðal fólks í ferðaþjónustu vegna
breytinga á lögum um fólksflutninga og farmflutn-
inga á landi. Breytingin felur það í sér að verið er að
útvíkka einkaleyfi sem sveitarfélög hafa út fyrir mörk
þeirra þ.e. út fyrir þéttbýli og staðarmörk. Þá er bara
einkaleyfishöfum heimilt að stunda reglubundna
fólksflutninga nema með sérstöku leyfi einkaleyf-
ishafa „Eins og þetta lítur út núna þá geta sveit-
arfélög eða samtök sveitarfélaga tekið til sín allar
ferðir og boðið þær út. Jafnvel leiðir sem eru í sam-
keppnisrekstri í dag eins og rútan til Keflavík-
urflugvallar. Þessi breyting er til þess fallin að styðja
við einokun sveitarfélaga,“ segir Gunnar Valur
Sveinsson, hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Enn
fremur bendir Gunnar á að sveitarfélag eins og Blá-
skógabyggð gæti ef það vildi fengið öll einkaleyfi inn-
an sveitarfélagsins og boðið út til eins aðila að aka
t.d. að Gullfossi og Geysi. „Leiðir í Þórsmörk og á
aðra vinsæla staði gætu verið
boðnar út í kjölfarið á þessum
breytingum.“ Þórir Garðarsson,
sölustjóri Iceland Excursions,
segir þessa aðferð ekki til þess
fallna að halda uppi samkeppni
þrátt fyrir útboð á einkaleyf-
isleiðum. Auk þess bendir Þórir á
að þetta leiði til tekjutaps fyrir
ríkissjóð. „Allir sem keyra á einka-
leyfi fá endurgreidd 85% af greiddu olíugjaldi þannig
að þetta leiðir til útgjaldaauka fyrir ríkissjóð,“ segir
Þórir. Ennfremur bendir hann á að stjórnvöld séu
haldin þeim fortíðardraug að samkeppninni sé ekki
treystandi til að halda uppi þjónustu við neytendur.
„Þessi aðferð er jafn gáfuleg og ef aðeins ein verslun
fengi að vera opin í hverju sveitarfélagi burtséð frá
því hvaða verð hún býður neytendum,“ segir Þórir.
Í átt til aukinnar einokunar í fólksflutningum
LAGABREYTING FORTÍÐARDRAUGUR EINOKUNAR
Þórir Garðarsson