Morgunblaðið - 19.12.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Aðsóknin í okkar þjónustu er gríðarleg og við
höfum varla haft undan,“ segir Vigdís Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Virk Starfsendurhæfingar-
sjóðs, en frá því að sjóðurinn tók til starfa haustið
2009 hafa um 2.700 manns leitað sér aðstoðar til
að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Í lang-
flestum tilvikum veitir Virk ráðgjöf og starfsend-
urhæfingu fyrir þá sem hafa orðið fyrir heilsutjóni
eða lent í slysum en einnig hafa langtíma-
atvinnulausir leitað til Virk.
Sjóðurinn starfar í samvinnu við stéttarfélög
víða um land og eru nærri 30 ráðgjafar að störf-
um. Til viðbótar eru 12 stöðugildi á skrifstofu
sjóðsins og þá er hann með samning við um 60 sál-
fræðinga og ýmsa fleiri sérfræðinga. Einnig vinn-
ur fólk í verktöku í þverfaglegum matsteymum
víða um land.
Yfirlýst hlutverk sjóðsins er að draga mark-
visst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnu-
markaði vegna varanlegrar örorku með aukinni
virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum
sem í boði eru.
73% fá fulla vinnugetu á ný
Meginverkefni Virk er að skipuleggja og hafa
umsjón með störfum ráðgjafa, sem starfa aðallega
á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og aðstoða
einstaklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda.
Greiðir sjóðurinn kostnað af störfum ráðgjafanna
ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með starfi
þeirra og veita faglegan stuðning. Einnig greiðir
sjóðurinn kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila og
kostnað við endurhæfingu og fleiri úrræði, s.s.
námskeið og viðtöl við sérfræðinga.
Könnun hefur leitt í ljós mikla ánægju með
þjónustu sjóðsins og það sýna líka reynslusögur
sem birtar hafa verið á virk.is. Þar lýsir fólk því
hvernig endurhæfingin og aðstoðin hefur komið
því aftur til starfa á ný.
Ríflega 900 einstaklingar hafa nú lokið þjón-
ustu hjá sjóðnum og af þeim hafa um 73% fulla
vinnugetu og fara í launað starf á vinnumark-
aði, í lánshæft nám eða í atvinnuleit.
Að sögn Vigdísar hafa um 240 manns af
þessum 2.700 komið af atvinnuleysisskrá. Um
80 úr þessum hópi hafa klárað starfsendur-
hæfingu eða aðra þjónustu sjóðsins og helm-
ingur þeirra farið út á vinnumarkaðinn á ný í
launað starf. Hinn helmingurinn er áfram í
atvinnuleit og mjög fáir fara á örorkubætur.
Virk er í góðu samstarfi við
Vinnumálastofnun og Vigdís segir meginstarf-
semina ganga áfram út á að aðstoða þá ein-
staklinga sem orðið hafa fyrir heilsutjóni eða slys-
um.
Búast við fleiri langtímaatvinnulausum
„Hins vegar eigum við von á að fá til okkar
fleiri atvinnulausa. Auðvitað hefur langtíma-
atvinnuleysi áhrif á fólk og við tökum á móti fólki
með bæði andleg og líkamleg veikindi. Eftir því
sem langtímaatvinnuleysið eykst hér á landi
munu fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda. Allar
rannsóknir hafa sýnt að því lengur sem fólk er án
atvinnu því hættulegra er það fyrir heilsuna,“ seg-
ir Vigdís, en vonast samt sem áður til þess að
flestir atvinnulausir bíði ekki tjón á heilsu sinni.
Margskonar virkniúrræði Vinnumálastofnunar
dragi úr hættunni á því að atvinnulausir verði fyr-
ir heilsutjóni. Þar fari fram gríðarlega mikilvægt
forvarnarstarf.
Vigdís fagnar einnig átaki stjórnvalda og að-
ila vinnumarkaðarins, Til vinnu, sem gengið var
frá sl. föstudag og verður hrundið af stokkunum á
næsta ári til að virkja betur þá einstaklinga sem
hafa verið lengi frá vinnu.
Starfsendurhæfingar-
sjóður hefur vart undan
Um 2.700 manns hafa leitað sér aðstoðar hjá Virk og 900 lokið þjónustu þar
Morgunblaðið/Golli
Starfsendurhæfing Vigdís Jónsdóttir stýrir Virk Starfsendurhæfingarsjóði, sem hefur verið starf-
andi í rúm tvö ár. Fjöldi fólks hefur með aðstoð sjóðsins komist út á vinnumarkaðinn á ný.
„Það skiptir gríðarlegu máli að vera já-
kvæður og gefast ekki upp. Mér hefur
gengið vel að halda í jákvæðnina og hugsa
gjarnan til þess að ég eigi enn rúm tuttugu
ár eftir á vinnumarkaði. Ég er ekki tilbúin
að leggja árar í bát. Þess vegna vil ég
gera allt sem ég get til að ná bata,“
segir Hildur Sigurðardóttir, leik-
skólakennari á Akureyri, á vefnum
virk.is en hún útskrifaðist nýlega
frá Virk eftir að bakveiki hafði
hrjáð hana til margra ára, m.a.
var hún tvisvar búin að fá
brjósklos þótt hún sé að-
eins 41 árs. Hildur er komin
í aðra vinnu með eldri
börnum í 70% stöðu. Sjá
nánar á www.virk.is.
Má ekki gefast upp
NÝTTI SÉR ÞJÓNUSTU VIRK
Hildur
Sigurðardóttir
Stórmeistarinn Henrik Danielsen fór með sigur af
hólmi á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmóti í
hraðskák, sem fram fór í gær. Var Henrik með 9,5
vinninga í 11 skákum en Björn Þorfinnsson varð annar
með 9 vinninga. Mótið í ár var mjög spennandi enda
mættir til leiks einir sterkustu skákmenn landsins, m.a.
Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson, en alls tóku sjö stór-
meistarar þátt í mótinu að þessu sinni. Yngri kynslóðin
lét ekki sitt eftir liggja og tefldi fram mörgum af sínum
sterkustu skákmönnum.
Henrik Danielsen sigraði á Friðriksmóti Landsbankans í skák í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Teflt af miklum móð á Íslandsmóti
Ráðgjafaskóli Íslands og Forvarna-
skólinn útskrifuðu nýverið 26 nem-
endur við hátíðlega athöfn sem fram
fór í húsnæði Háskóla Íslands. Af 26
nemendum skólanna sem stunduðu
þar nám í vetur voru 18 þeirra í ráð-
gjafanámi og átta í forvarnanámi.
Ráðgjafanámið undirbýr nemendur
fyrir frekara nám í ráðgjöf og við-
talstækni en forvarnaskólinn und-
irbýr fólk fyrir þátttöku við gerð og
útfærslu forvarnastarfs, áætlana-
gerð eða aðra verkefnavinnu í for-
vörnum, segir í fréttatilkynningu.
Skólarnir hafa starfað síðan 2004,
skólastjórar og aðalkennarar eru
þeir Stefán Jóhannsson fjöl-
skylduráðgjafi og Árni Einarsson,
uppeldis- og menntunarfræðingur.
Útskrift í
ráðgjöf og
forvörnum
Útskrift Nemendur skólanna.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta auðvitað breytir stöðunni þó-
nokkuð […] maður hefur þetta ekki
hangandi yfir höfði sér lengur en all-
ur þessi ferill hefur ekki verið neitt
annað en tölur á blaði,“ segir Júlíus
Guðni Antonsson, bóndi á Auðunn-
arstöðum í Víðidal, en þau hjónin
keyptu á sínum tíma stofnfjárbréf
fyrir dætur sínar þrjár í Sparisjóði
Húnaþings og Stranda. Kaup bréf-
anna voru fjármögnuð með skírnar-
og erfðafé en við nýlega ákvörðun
Landsbankans, um að fella niður lán
einstaklinga og lögaðila vegna kaupa
á nýju stofnfé í Sparisjóði Keflavík-
ur, nam skuld þeirra einum 120
milljónum króna.
Annarleg sjónarmið réðu för
„Ég lít á þetta sem áfangasigur en
alls ekki sem einhvern lokapunkt,“
segir Júlíus Guðni og bætir við að
ákvörðun Landsbankans megi alls
ekki verða til þess fallin að áhugi til
að rannsaka orsök falls sparisjóð-
anna minnki í kjölfarið.
„Því að það er alveg ljóst í öllu
þessu ferli að þarna voru annarleg
sjónarmið á ferðinni. Nú liggur það
fyrir að verið var að blekkja fólk,“
segir Júlíus Guðni og bendir á að
mjög margir eigi enn um sárt að
binda vegna þessa og því sé brýnt að
farið sé gaumgæfilega yfir málið.
„Það er ekki eins og komið sé fram
hið endanlega og fullkomna rétt-
læti.“
Léttir fyrir héraðið
Hann segir þessa niðurstöðu
vissulega vera mikinn létti fyrir hér-
aðið og íbúa þess en bendir á að
lengi hafi legið ljóst fyrir að ef geng-
ið hefði verið að skuldbindingum
fólks til fullnustu hefði slíkt haft í för
með sér hræðilegar afleiðingar fyrir
íbúa á svæðinu. „Síðan er það spurn-
ingin: Er hægt að ganga að raun-
verulegum eignum fólks þegar menn
hafa verið að braska með loft?“
Morgunblaðið/Jim Smart
Stofnfé Eigendur töpuðu miklu.
„Aðeins
áfanga-
sigur“
Skuldin komin
upp í 120 milljónir
Um tíma í gær var Suðurlandsvegur
illfær frá Breiðholtsbraut og austur
að Sandskeiði en nokkur úrkoma
varð þegar tók að hlýna eftir lang-
varandi frostakafla. Stórhríð var á
Sandskeiði og lentu sumir ökumenn
í vandræðum.
Þá lenti rúta á hliðinni við gatna-
mót Vesturlandsvegar og Akranes-
vegar í gær. Bílstjórinn var einn um
borð í rútunni og að sögn lögregl-
unnar í Borgarnesi reyndust meiðsli
hans minniháttar en hann var fluttur
á sjúkrahúsið á Akranesi.
Hálka og krapi á veginum ásamt
snörpum vindhviðum ollu slysinu.
Að sögn lögreglu var rútan lítið
skemmd þar sem hún var ekki á
miklum hraða er óhappið varð.
Spáð er éljagangi í dag vestan-
lands og minnkandi frosti en er nær
dregur jólum fer að kólna á ný.
Rúta hafnaði
á hliðinni