Morgunblaðið - 19.12.2011, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Václav Ha-vel, fyrr-verandi
forseti Tékkóslóv-
akíu og Tékk-
lands, var óvenju-
legur
stjórnmálamaður. Hann var
ekki endilega upplagður sem
slíkur og þegar þau urðu samt
örlög hans forðaðist hann að
týna sjálfum sér í kófi upp-
hefðar og valda. Oft glitti því í
gamla leikritaskáldið, and-
ófsmanninn og ólíkindatólið við
opinber ræðuhöld. Hann skar
sig úr og löngum var meiri eft-
irvænting yfir því sem hann
kynni að segja en „stórmennin“
frá fyrirferðarsamari löndum.
Hann var tékkneskur and-
ófsmaður, þátttakandi og for-
ystumaður í Charta 77, hópi
fólks sem storkaði yfirvöldum
og andæfði kúgun þeirra og
brotum gegn mannréttindum.
Bak við rimlana mátti Havel
því dúsa oftar en einu sinni. En
eftir því sem frægð hans og
hróður fór vaxandi utan landa-
mæra Tékkóslóvakíu áttu yfir-
völd erfiðara með að beita hann
því harðræði. Og þegar komm-
únisminn sprakk loks á sínu
limmi í Evrópu varð Havel for-
seti Tékkóslóvakíu og svo
Tékklands eftir að Slóvakía
varð sjálfstætt ríki.
Havel kom til Íslands bæði
sem fyrirmenni lands síns og í
fyrirsvari fyrir leikrit sitt sem
sýnt var í Þjóðleik-
húsinu. Þeim sem
kynntust honum þá
fyrst og þó mun
betur síðar gat
ekki annað en þótt
til um hann. Hann
var flókin persóna, oftast nær
alúðlegur, auðlesinn og tilgerð-
arlaus og leiftrandi af lífsgleði
og sköpunarkrafti, en átti til að
vera allt að því feiminn og
hverfa eins og um stund í sjálf-
an sig og sína þanka.
Hugtakið „Íslandsvinur“ er
nú aðeins notað til að hafa í
flimtingum og síst við hæfi að
hafa það um Havel. En áhuga-
samur var hann um Ísland og
sögu þess, sjálfstæðisvilja og
sjálfstæðisþrjósku. „Þótt ein-
hverjir kunni að hafa komið
óorði á fölskvalausa tryggð
manns við sína þjóð, elsku og
eftirlæti, eiga slíkir síst með að
setja ofan í við hina,“ sagði
hann afslappaður í fámennum
hópi á Þingvöllum. „En föður-
landsást og virðingu er fráleitt
að nota til að sneiða að öðrum,
ellegar að æsa til oflætis og
rembings. Þeir sem það gera
eru ekki sannir í sinni virðingu
og sinni þjóðarást og í raun
ónytjungar því sem þeir segj-
ast elska.“ Þegar þetta var
dvaldi Havel forseti um hríð í
sumarbústað í Grímsnesi og
safnaði kröftum fjarri ys og
þys. Nú er hann horfinn úr
heimi en minning hans lifir.
Havel forseti var
táknmynd nýrra
tíma í gömlu
Austur-Evrópu}
Václav Havel
Norræna vel-ferðar-
stjórnin sem tók
við stjórnartaum-
unum á Íslandi
fyrir tæpum þrem-
ur árum hefur
tryggt þúsundum Íslendinga
norræna velferð. Eins og öll-
um öðrum en forsætisráð-
herra Íslands er kunnugt um
hafa þessar þúsundir þó orðið
að sækja velferðina til annarra
landa á Norðurlöndum.
Þeir sem hafa ákveðið að
þrauka af sér hina nýju ís-
lensku útgáfu norrænu vel-
ferðarstjórnarinnar hafa á
hinn bóginn kynnst allt öðrum
veruleika.
Skattar og gjöld á almenn-
ing eru hækkuð úr hófi á
hverju ári eins og dapurleg
dæmi er að finna um í nýsam-
þykktum lögum helgarinnar.
Þá er klipið af bótum þvert á
loforð og þrætt fyrir til að kór-
óna ósvífnina.
Nýtt dæmi um skerðingu
bóta var til umfjöllunar í frétt-
um í gær, þar sem haft var eft-
ir hagfræðingi BSRB að
barnabætur hefðu rýrnað um
fimmtung á þrem-
ur árum. Þessi
talsmaður BSRB
sagði frá því að
jafnvel þeir sem
væru á lágmarks-
launum fengju
ekki fullar bætur.
Nú er löngu ljóst að sú vel-
ferð sem ríkisstjórnin kennir
sig við vísar ekki til velferðar
atvinnu- eða efnahagslífs, því
að ríkisstjórnin hefur lagt sig í
framkróka um að halda um-
svifum í atvinnulífinu í lág-
marki.
Æ betur er að koma í ljós að
velferðin vísar ekki heldur til
almennings, hvorki þeirra sem
meira eða minna hafa á milli
handanna, hinna skuldugu eða
skuldlausu. Sama hvar borið
er niður finnst enginn hópur
manna hér á landi sem finnur
fyrir velferðinni.
En ef ríkisstjórnin heldur
áfram á sömu braut er hætt
við, þó að forsætisráðherra
muni ekki verða þess var, að
sá hópur Íslendinga sem finn-
ur fyrir hinni hefðbundnu nor-
rænu velferð muni fara vax-
andi.
Fjöldi Íslendinga
hefur fundið nor-
rænu velferðina hjá
frændþjóðunum}
Norræna velferðarstjórnin
E
inn harðasti gagnrýnandinn á
landsdóm er Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra sem
sagði um málið gegn Geir H.
Haarde í RÚV á föstudag: „Þetta
er yfir hundrað ára gömul löggjöf, hún er úrelt
og úr sér gengin og þetta mál á ekki að vera
fyrir Alþingi.“
Þrátt fyrir það að hún sé þeirrar skoðunar að
landsdómur sé „mjög óeðlilegur“, þar séum við
„á rangri leið“ og að löggjöfina um hann eigi að
endurskoða „við fyrsta tækifæri“, þá sér hún
samt ekkert athugavert við að málinu gegn
Geir sé haldið til streitu og réttlætir óréttlætið
með því að Alþingi hafi þegar ákveðið það:
„Sko, við erum náttúrlega komin í málið núna,
og það er á grundvelli landsdóms og þeirra laga
sem við höfum. En ég held að í framhaldinu
hljótum við að hugleiða það [að breyta lögum um lands-
dóm þannig að Alþingi komi ekki að því að kæra ráð-
herra].“
Jóhanna er því þeirrar skoðunar að óeðlilegt sé að taka
málið úr óeðlilegum farvegi! En hún vill koma í veg fyrir
að þeir ráðherrar sem nú sitja í ríkisstjórn, þar á meðal
hún sjálf, verði dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir sínar
í ráðherrastóli. Hafa ber í huga, að hún sat í sömu ríkis-
stjórn og Geir H. Haarde.
Víst má Jóhanna eiga að hún greiddi atkvæði gegn því
að hann yrði dreginn fyrir landsdóm, en á móti kemur að í
því máli gerði hún ekkert til þess að „smala köttum“.
Þvert á móti tók hún ekki afstöðu til þess sem
formaður Samfylkingarinnar hvernig atkvæði
féllu innan þingflokksins. Fyrir vikið var Geir
kærður einn ráðherra, einu atkvæði munaði að
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sætti
sömu meðferð, en ráðherrar Samfylkingar-
innar nutu flokksskírteinis.
Það er hjartnæmt að heyra hversu miklar
áhyggjur hún hefur af eigin þingmönnum þeg-
ar þeir standa fyrir pólitískum réttarhöldum –
enda getur það nagað samviskuna. „Hugsið
ykkur sko, þetta er óskaplega viðkvæmt mál,
mjög erfitt fyrir mjög marga …“ sagði hún í
viðtalinu og gagnrýndi að þingmenn hefðu fáa
daga til að taka afstöðu. En kannaðist um leið
við að ríkisstjórnin hefði tamið sér slík vinnu-
brögð: „Við erum undir stöðugri gagnrýni frá
þessum sömu aðilum fyrir að leggja mál fram
of seint, [fyrir að] ætlast til þess að þessi eða hin erfiðu mál
séu afgreidd [á skömmum tíma]…“
Annars var létt yfir Jóhönnu. „En ég held að það sé
fyrst og fremst, að fólk hugsi nú hvað er nú þingið að gera
með þessu inngripi núna?“ sagði hún hlæjandi. „Síðan er,
þetta hefur verið svo erfitt mál fyrir aðra, að vera að róta
upp í þessu núna, að ég held að það sé sprengja inn í þingið
á þessum síðasta degi.“
Auðvitað er það ekki sprengja inn í þingið að fram komi
tillaga um að draga til baka óeðlilega kæru til landsdóms.
Sprengihættan er mun meiri af því að halda slíkri kæru til
streitu. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Sprengjan í þinginu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þ
egar þeir 523 ein-
staklingar, sem hafa ver-
ið þrjú ár eða lengur án
vinnu, eru skoðaðir nán-
ar eftir fyrri störfum,
menntun og atvinnugrein þá kemur í
ljós að flestir störfuðu áður í verslun,
eða 107. Af þeim eru 58 karlar og 49
konur. Næstflestir, eða 85, voru áður
við störf í byggingariðnaði, þar af 73
karlar og 12 konur. Af þessum 523
langtímaatvinnulausum eru 311 karl-
ar og 212 konur.
Samkvæmt starfaflokkun
Vinnumálastofnunar er verkafólk
fjölmennasti hópurinn meðal lang-
tímaatvinnulausra, eða 21% af þess-
um 523, næst eru það sölu- og af-
greiðslustörf, eða 15%, og loks
iðnaðarmenn 14%. Skipt eftir mennt-
un hafa langflestir grunnnám að baki
eða grunnskólapróf, eða 282 af 523
(54%). Löggilt iðnnám hafa 14% og
háskólanám 12%.
4.500 án vinnu í meira en ár
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag hefur fjölgað
hratt í hópi langtímaatvinnulausra.
Fyrir tæpum þremur árum, eða í
janúar 2009, höfðu 40 manns verið
atvinnulausir í þrjú ár eða lengur. Í
júlí 2010 voru 11 í þessum hópi, ári
síðar nærri 100 og nú í lok nóvember
sl. 523 samkvæmt yfirliti frá Vinnu-
málastofnun. Samanlagt voru 12.354
atvinnulausir, eða 7,1% af vinnu-
markaði. Af þessum hópi hafa um
4.500 verið án vinnu lengur en í þrjú
ár. Um 5.600 manns hafa verið at-
vinnulausir skemur en hálft ár.
Ef fram heldur sem horfir
stefnir í að um 2.000 manns hafi á
næsta ári verið lengur frá vinnu en
þrjú ár. Lengst er hægt að vera sam-
fellt á atvinnuleysisbótum í fjögur ár
og hættu stjórnvöld við áform um að
stytta þennan tíma niður í þrjú og
hálft ár og taka fólk af bótum í þrjá
mánuði. Fjögurra ára viðmiðunar-
tími hefur verið framlengdur út
næsta ár, samkvæmt nýgerðu sam-
komulagi ríkisstjórnarinnar, aðila
vinnumarkaðarins og sveitarfélaga,
og hrundið verður af stað sérstöku
átaki, Til vinna!, sem ætlað er að
auðvelda atvinnulausum að komast
út á vinnumarkaðinn á ný.
Sem liður í átakinu verður efnt
til svonefndrar atvinnumessu í febr-
úar nk. þar sem leiða á saman at-
vinnulausa, vinnumiðlanir, fyrir-
tæki, sveitarfélög og stofnanir og
kynna þau vinnumarkaðsúrræði
sem í boði eru. Vonast stjórn-
völd til að með þessum hætti
takist að skapa um 1.000 störf
og samanlagt um 1.500 á næsta
ári.
Samanlagt er þessum að-
gerðum ætlað að lækka at-
vinnuleysisstigið um 0,7% á
næsta ári en þjóðhagsspá
gerir ráð fyrir 6,4% atvinnu-
leysi að jafnaði á næsta ári.
Flestir úr verslun án
vinnu lengur en þrjú ár
Störf og menntun langtímaatvinnulausra
Þeir sem verið hafa atvinnulausir í 3 ár eða lengur, nóvember 2011
Störf
Stjórnendur 8%
Sérfræðingar 4%
Sérmenntaðir 12%
Skrifstofufólk 11%
Þjónustustörf 7%
Sölu- og afgr.störf 15%
Bændur Fiskimenn 1%
Iðnaðarmenn 14%
Vélafólk 6%
Verkafólk 21%
Menntun
Grunnnám - grunnskólapróf 54%
Styttra starfsnám (yfirleitt<ár) 1%
Starfsnám 9%
Löggilt iðnnám 14%
Nám til stúdentsprófs 10%
Háskólanám 12%
Landbúnaður/fiskvinnsla 9
Matvælaframleiðsla 23
Iðnaður 43
Byggingariðnaður 85
Verslun 107
Flug, flutningar, póstdr. 24
Veitinga- gistihús 14
Útgáfust. uppl.tækni 22
Fjármálaþj. og tryggingast. 12
Fasteignaviðskipti 20
Sérfræðiþjónusta 17
Ýmis þjónusta og leigust. 40
Opinber þjónusta 31
Félagastarfs./menning 28
Alls - uppl. um starfsst. 475
Óvíst 48
Samtals 523
Atvinnugrein Fjöldi
8%
4%
12%
11%
7%
15%1%
14%
6%
21%
54%
12%
10%
14%
9%
1%
Heimild: Vinnumálastofnun
Stefán Einar Stefánsson, for-
maður VR, segir það ekki
koma sér á óvart að versl-
unarmenn séu fjölmennastir í
röðum langtímaatvinnulausra.
Þetta sé svipað hlutfall þeirra
og af fjölda atvinnulausra í
heild, eða um 2.500 félags-
menn í VR af um 12.000 á
atvinnuleysisskrám í landinu.
„Við höfum verið mjög ugg-
andi yfir þessu ástandi en
sem betur fer tókst að koma í
veg fyrir þetta sveltiákvæði
svonefnda, að taka fólk út af
bótum í þrjá mánuði sem hef-
ur verið lengi án vinnu,“ segir
Stefán. Þessi hópur hafi verið
lengi í þeirri stöðu að vera
óvirkur á vinnumarkaði og
leita þurfi meira afgerandi
leiða til að virkja fólk bet-
ur. Vonast Stefán til að VR
fái eftir áramót umsjón
með atvinnulausum fé-
lagsmönnum. Þá
verði sérstaklega
hugað að þeim
sem hafa verið
án vinnu lengur
en eitt ár.
Uggandi yfir
ástandinu
FORMAÐUR VR
Stefán Einar
Stefánsson