Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.12.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2011 ✝ Signý Thorodd-sen fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1940. Hún lést á Landakotsspítala 11. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur, f. 24. júlí 1902, d. 29. júlí 1983, og Jakobína Margrét (Bína) Tul- inius kennari, f. 20. september 1906, d. 8. nóvember 1970. Seinni maður Bínu var Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur, f. 7. febr- úar 1908, d. 26. febrúar 1976. Systkini Signýjar eru Óttar, f. 18. des. 1928, d. 17. sept. 1929, Dag- ur, f. 6. ágúst 1937, d. 19. febrúar 1994, og Bergljót, f. 20. des. 1938. Hálfsystkini Signýjar sam- feðra eru Jón Sigurður, f. 8. des. 1948, Halldóra Kristín, f. 2. ág. 1950, Guðbjörg, f. 20. okt. 1955, og Ásdís, f. 26. feb. 1959. Signý giftist 16. ágúst 1969 Jakobi Ármannssyni banka- manni, f. 7. maí 1939, d. 20. júlí 1996. Foreldrar hans voru Ár- mann Jakobsson bankastjóri, f. 1914, d. 1999, og Hildur Svav- Akureyri en á öllum þessum stöðum átti hún ættingja. Frændgarður hennar var mikill og samheldinn og lá henni á efri árum gott orð til margra merki- legra frænkna og frænda sem höfðu sett svip á bernsku henn- ar. Signý lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1959. Hún lærði sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist sem cand. psych. ár- ið 1967. Þau Jakob bjuggu lengst saman í Álfheimum 62 en áður á Brekkustíg 14. Signý starfaði sem sálfræðingur í Reykjavík, einkum við Kleppsspítala og við sálfræðideild skóla, með hléum, frá 1967 til 1980. Hún helgaði sig síðan alfarið uppeldi barna og sjálfri tilvistinni. Áhugamál hennar voru óteljandi: sam- félagsmál, bókmenntir, tónlist, framandi þjóðir og hvers konar mannleg náttúra. Seinustu árin sem Jakob lifði ferðuðust þau hjónin kringum Ísland eins og landkönnuðir og naut hún þess mjög. Signý missti mann sinn ár- ið 1996 og hún átti við talsvert heilsuleysi að etja á efri árum, einkum seinustu tvö árin. Síð- ustu mánuðina átti hún gott skjól á Landakotsspítala. Jarðarför Signýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. des- ember 2011, kl. 13. arsdóttir, f. 1913, d. 1988. Börn þeirra eru 1) Bergljót Njóla kennari og ljósmyndari, f. 28. maí 1962, dóttir hennar er Álfrún Elsa Hallsdóttir, f. 25. apríl 1990, 2) Ármann dósent við Háskóla Íslands, f. 18. júlí 1970, 3) Sverrir aðjúnkt við Háskóla Íslands, f. 18. júlí 1970, kvæntur Æsu Guðrúnu Bjarna- dóttur bókmenntafræðingi, f. 4. mars 1978, dætur þeirra eru Jakobína Lóa, f. 23. mars 2010, og Stína Signý, f. 20. nóv. 2011, 4) Katrín mennta- og menning- armálaráðherra, f. 1. febrúar 1976, gift Gunnari Sigvaldasyni heimspekingi, f. 13. mars 1978, synir þeirra eru Jakob, f. 3. des- ember 2005, Illugi f. 31. desem- ber 2007, og Ármann Áki, f. 10. júní 2011. Signý ólst upp í Reykjavík, lengst af á Víðimel 70 þar sem móðir hennar og stjúpfaðir bjuggu. Á bernskuárum sínum bjó hún um tíma á Ísafirði, Blönduósi og á táningsárunum á Ég minnist Signýjar tengda- mömmu minnar með vinsemd, virðingu og þakklæti fyrir þau fimm ár sem við höfum verið saman í fjölskyldu. Frá fyrstu kynnum tók hún mér með mikilli hlýju og við náðum fljótlega vel saman. Það eru minnisstæðar margar stundir þegar við sátum yfir kaffi í múmínbollum, skoð- uðum myndir og skröfuðum, til dæmis um Kaupmannahafnarár- in hennar. Ég dáðist að Signýju fyrir sjálfstæði, kjark og þor og hefði viljað heyra meira um þessa ungu konu á Vesterbro sjöunda áratugarins. Það var líka gaman að heyra sögur af henni og Jakobi eiginmanni hennar, MR-árunum, farsælu tilhugalífi tíu árum síðar og ört stækkandi fjölskyldunni með tiheyrandi fjöri. Ég syrgi sérstaklega að dætur okkar Sverris muni ekki alast upp við að heimsækja föður- ömmu sína. Það var gaman að kynnast nýrri hlið á henni, ömmu Signýju, í gegnum Jakobínu Lóu sem var ávallt aufúsugestur í Álf- heimunum og gekk að leikfanga- horninu vísu. Nýfædda stúlkan okkar fær nafn ömmu sinnar og ég vona að því fylgi einhverjir þeirra mörgu eiginleika sem voru mér kærir í fari Signýjar. Stína Signý mín yrði þá mikil fjöl- skyldumanneskja sem stæði með fólkinu sínu í gegnum þykkt og þunnt. Hún yrði mikill húmoristi og tæki sjálfa sig ekki of hátíð- lega. Henni færi vel að vera í röndóttu og hún fengi sérstakt dálæti á kínverskum engifermol- um. Hún hefði sterka réttlætis- kennd, eindregnar skoðanir á samfélagsmálum og bæri virð- ingu fyrir umhverfinu og landinu sínu. Það yrði ekki leiðum að líkj- ast. Æsa Guðrún. Signý Thoroddsen, tengda- móðir mín, var um sumt mót- sagnakennd manneskja og segja má að hún hafi fengið það í fæð- ingararf. Hún var komin af kap- ítalistum og kommúnistum, Ís- lendingum og Dönum, listamönnum og athafnaskáld- um. Hugsanlega gerðu mótsagn- ir í hennar eigin fari og þær and- stæður sem hún sprettur upp úr það að verkum að Signý var alla tíð dálítill villingur eða „rebel“ í sér. Hún fór eigin leiðir og þorði að hafa eigin skoðanir. Hún var stundum erfið viðfangs en hún var búin eðlislægum persónu- töfrum og gáfum sem hafði það í för með sér að maður hafði alltaf gaman af henni og naut þess að hitta hana. Í þónokkurn tíma hittumst við tvö reglulega, borðuðum saman, drukkum kaffi og spjölluðum lengi. Það voru notalegar stundir og okkur kom vel saman enda áttum við eitt og annað sameig- inlegt. Okkur þótti að sjálfsögðu vænt um sama fólkið en það sem ekki skipti minna máli var að okkur fannst báðum ekki slæmt að slappa af, vorum hæfilega löt, og við vorum bæði dálítið stríðin. Á samverustundum okkar beind- ist talið oft að Skandinavíu en hún hafði alla tíð sterk tengsl við Danmörku og fluttist þangað ung að árum til að mennta sig. Ég náði ekki að kynnast manni Signýjar, Jakobi Ár- mannssyni, sem lést fyrir fimm- tán árum. Jakob var máttar- stólpi lífs hennar og ást hennar á honum var öllum þeim sem til þekktu augljós. En því miður missti hún hann alltof snemma. Henni þótti einnig afar vænt um börnin sín fjögur og var mjög stolt af þeim, stundum svo að manni þótti nóg um. Hið sama má segja um barnabörnin sex en þau gátu vart gert nokkurn hlut rangt og Signý lagði almennt fremur trúnað á hugmyndina um foreldravandamál en vandamál hjá börnunum sjálfum. Áhugi á börnum virðist hafa fylgt henni alla tíð, þannig menntaði hún sig í barnasálfræði og tók ávallt málstað barna ef henni fannst á þeim brotið. Signý passaði Illuga son okk- ar hjóna fyrir nokkrum árum til að létta okkur byrðarnar og náðu þau tvö vel saman enda um margt lík. Ekki nóg með að þau væru frá fæðingu hans lík í útliti heldur virtist lyndiseinkunn þeirra að sama skapi vera áþekk. Þau voru sjarmerandi prakkarar sem vissu vel hvað þau vildu og svo sannarlega hvað þau vildu ekki. Í síðasta skipti sem ég hitti Signýju var yngsti sonur minn með í för. Þá var mjög af henni dregið. Hún tók þó eftir litla ömmubarninu sínu og brosti sínu blíðasta þegar hún sá hann. Ég kveð með söknuði merkilega konu og er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með Signýju sem og þann tíma sem synir mínir Jakob, Illugi og Ármann Áki fengu með ömmu sinni sem þeim þótti svo vænt um. Ég votta öllum þeim sem syrgja Sig- nýju Thoroddsen samúð mína. Gunnar Sigvaldason. Oftar verður okkur litið aftur á veg en fram nú orðið, þeim sem fæddust fyrir miðja síðustu öld. Þetta er heldur að styttast finnst manni. Nú er Signý farin. Við vorum rétt um 100 vorið 1959 á morgni lífsins. Þetta var hópur sem fólkið okkar, landið, þjóðin hafði veitt þau forréttindi að koma saman og kynnast. Í hinum ytri skilningi samvalinn hópur, í grunninn líklega með svipaða sýn og væntingar. Á móti voru væntingar til okkar, erfingja landsins. Nú er komið að því að loka bókum, strika undir dálka og gera upp. Í hin- um innri skilningi átti eftir að koma í ljós hvort hópurinn var samvalinn. Eitt var að standast sömu landsprófin, annað að syngja sig og dansa saman, ná takti í Seli, á rúntinum, á Ellefu eða í gangaslag. Auðvitað reynd- umst við ólík, sem betur fer, komandi sitt úr hverri átt, að norðan, eða Þingholtum, af verkamönnum, prestum, kenn- urum eða krötum. Signý kom í fjórða bekk eftir vetrardvöl í MA. Hún var óspör á skoðanir, ekki síst á málefnum sem við hin höfðum engar skoð- anir á. Hún var kommi og var al- in upp á kommaheimili, foreldr- arnir þekktir vinstrimenn og stjúpinn einn þekktasti og orð- heppnasti málsvari þeirra. Hún hafði oftast eitthvað nýtt til mál- anna að leggja, og horfði á mál frá óvæntum sjónarhóli. Þessi afstaða aflaði ekki alltaf vin- sælda, frekar en gagnrýni al- mennt. Signý var heimagangur á Ellefu, þekkti gegnum Dag bróður sinn jafnt skáld sem róna, homma og listamenn. Signý var ekki óvænt í hópi þeirra námsmeyja MR, sem rufu hefð hinna svörtu stúdínudragta svo sem sjá má á forsíðu Alþýðu- blaðsins þetta vor. Þetta var ára- tug fyrir stúdentauppreisnir í út- landinu, þar sem ungir höfnuðu gildum eldra fólks og heimtuðu alls kyns nýmæli í menntun, skólum og klæðnaði. Skömmu eftir útskrift sló nágranni á Víði- melnum grasflöt, Signý fékk heiftarlegt asmakast, og varð af öllum gleðskapnum. Svo lá við að Jakob skólabróð- ir missti af henni. Það tók hann 10 ár að átta sig og færa sig á milli sæta í rútu sem flutti júbíl- anta heim af ballinu í Valhöll ’69. Þá var hún útlærður, sigldur sál- fræðingur og til í að stúdera þennan ógifta og lítt útskrifaða fyrrverandi inspector scholae. Við vitum svosem ekki hvernig föður hennar leist á en hitt vit- um við að honum hafði ekkert litist á að hún færi að stúdera sálarfræði og taldi að sú fræði- grein væri bara fyrir klikkað fólk. Signý taldi sér ekki veita af, einmitt af því að sálarfræðin hentaði klikkuðu fólki. Hún sá aldrei eftir að hafa lært sálar- fræðina og hafði yndi af starfi sínu, einkum þó hjá skólasál- fræðingi. Heilsan var aldrei sterk. Því kom það e.t.v. af sjálfu sér að hún helgaði heimilinu flestar stundir eftir giftingu. Þau bjuggu við fágætt barnalán. Þar sannaðist sem oftar að hver er sinnar gæfu smiður. Við vissum, skólasystkinin, að hún missti aldrei neitt af heiðarleika sínum, hreinskiptni eða gagnrýnni hugsun, hvorki á sjálfa sig né annað. Svo er „allur dagur úti og upp gerð skil“. Fyrir hönd ár- gangsins, Hildur og Aðalsteinn. Signý Thoroddsen ✝ Alfreð Sigur-laugur Kon- ráðsson fæddist á Brattavöllum á Ár- skógsströnd 14. júlí 1930. Hann lést 4. desember 2011. Foreldrar hans voru Soffía Júnía Sigurðardóttir og Konráð Sigurðs- son. Eftirlifandi eiginkona Al- freðs er Valdís Þorsteinsdóttir, f. 1932, frá Hrísey. Börn þeirra hjóna eru: 1) Þórdís Björg, f. 1951, gift Steingrími Sigurðs- syni. Þau búa í Svíþjóð og eiga tvo syni og tvö barnabörn. 2) Konráð Þorsteinn, f. 1952, kvæntur Agnesi Guðnadóttur. Þau búa á Akureyri og eiga einn son, tvær dætur og ellefu barnabörn. 3) Sigurður Sveinn, f. 1955, kvæntur Sólborgu Friðbjörnsdóttur. Þau búa á freðs og Valdísar eru 17 og langafabörnin 24. Alfreð var rafvirkjameistari og vann um tíma á Keflavík- urflugvelli við rafvirkjastörf og bjuggu þau hjónin á þeim tíma í Hafnarfirði. Árið 1956 fluttu þau hjón norður á Árskóssand og stofnaði hann útgerð með föður sínum og byggði þá m.a. eikarbátinn Sólrúnu EA 151 ásamt Nóa bátasmið á Ak- ureyri. Árið 1962 hætti hann útgerð á Árskógssandi og flutti ásamt fjölskyldu til Hríseyjar þar sem hann gerðist vélstjóri við frystihús KEA og gegndi hann því starfi í 10 ár, er hann stofnaði útgerð ásamt syni og tengdasyni og gerði út eik- arbátinn Þorsteinn Vald EA 11 í um 2 ára skeið. Eftir það tók Alfreð við sem skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævar EA 9 og gegndi því starfi í yfir 20 ár. Árið 2007 fluttu þau hjón til Dalvíkur og bjó hann þar síð- ustu æviár sín. Alfreð var hag- ur mjög á tré og striga og liggja eftir hann ýmis málverk og listaverk. Útför Alfreðs var gerð frá Dalvíkurkirkju 17. desember 2011. Dalvík og eiga einn son, eina dótt- ur og tvö barna- börn. 4) Sigurjón Freyr, f. 1957, kvæntur Margréti Kristmannsdóttur. Þau búa á Sel- tjarnarnesi og eiga einn son og eina dóttur. Fyrir átti Sigurjón dóttur með Heiðrúnu Sig- urðardóttur. Barnabörnin eru fjögur. 5) Blængur Elvar, f. 1958, kvæntur Þórdísi Þor- valdsdóttur. Þau búa í Borg- arnesi og eiga þau einn son og eina dóttur. Fyrir átti Blængur tvo syni með Sveinbjörgu Pálmadóttur. Barnabörnin eru tvö. 6) Kristín Anna, f. 1960, hún er gift Ásgeiri Stefánssyni. Þau búa í Reykjavík og eiga tvo syni. Fyrir átti Kristín son með Vigni Almarssyni. Barna- börnin eru þrjú. Barnabörn Al- Það er ekki sjálfgefið að eign- ast frábæra tengdafjölskyldu en það er enn eitt lánið í mínu lífi. Nú er þessi fjölskylda viku fyrir jól í sárum enda höfuð fjölskyld- unnar fallið frá eftir stutt veik- indi. Og þó að tengdapabbi hafi undanfarin ár vart talist heilsu- hraustur – þá er einhvern veg- inn svo að við teljum okkur allt- af hafa nægan tíma og fráfall ástvinar virðist alltaf koma jafn- mikið á óvart – og vera jafn sárt. Tengdapabbi var gegnheill maður. Hafði hjarta úr gulli sem var besta mótvægið við hjart- veikina sem hrjáði hann und- anfarin 20 ár og hann hafði hlýj- an faðm sem virtist endalaus uppspretta faðmlaga. Hann var ekki margmáll, hann tengda- pabbi, en með útgeislun laðaðist fólk að honum – ekki síst börnin í fjölskyldunni að ógleymdum ferfætlingunum. Og með tengdapabba var gott að þegja – sem segir kannski mest um hvernig var að vera návistum við hann. En tengdapabbi var hvorki skaplaus maður né skoðanalaus og þegar sá gállinn var á honum átti hann til að brydda upp á rökræðum um hin ólíklegustu mál. Þá reyttum við hin oft hár okkar enda þrjóskari maður en tengdapabbi vandfundinn og varð sjaldan tauti við karlinn komandi. En þegar hávaðinn var við það að ná hámarki sá maður hann oft glotta út í annað enda erum við ekki frá því að hann hafi stundum gert sér upp skoð- anir bara til að fá smá líf í sam- kvæmið. Tengdapabbi var ríkur maður á flesta mælikvarða og alla mælikvarða sem skipta máli þegar upp er staðið. Hann skilur eftir sig mikinn mannauð í af- komendum sínum, hann bjó yfir innri friði og æðruleysi sem smitaði út frá sér og hafði áhrif mun víðar en hann sjálfur áttaði sig á. Í lífinu gaf tengdapabbi mun meira en hann þáði og hann fór sáttur við Guð og menn. Hans verður saknað. Við trúðum bæði á að tilveru okkar lyki ekki með þessari jarðvist. Því kveð ég að sinni – um leið og ég þakka tengda- pabba fyrir mig og mína. Margrét. Margs er að minnast og margs að sakna, óneitanlega er það þannig þegar þeir kveðja sem hafa verið manni samferða alla ævi. Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en Silli mágur minn væri stór hlut af minni fjölskyldu en krakkarnir hans, sem eru flest kringum mig í aldri, eru nánast eins og systkini mín. Silli og Lóa eru svo sam- tvinnuð í huga manns að það er nánast óhugsandi að þau séu ekki saman lengur. Minningarnar hafa verið áleitnar síðustu vikur. Fyrst Sandurinn, alltaf pláss fyrir aukagemling þó að allt væri fullt af krökkum, enda fannst þeim eflaust ekkert muna um einn. En samgangurinn varð fyrst mikill þegar þau fluttu öll til Hríseyjar og Hafnarvík varð stór partur af lífinu. Í mínum huga var Silli sá sem gat allt. Hann var rafvirki að mennt en mér finnst að það hafi alltaf verið aukastarf hjá honum, kannski ekki fyrstu árin þegar hann vann á Vellinu, en höf- uðborgarsvæðið átti ekki við hann, norður vildi hann. Sjó- maður, bátasmiður, húsasmiður, skipstóri á eigin skipi, vélstjóri í landi og síðast ferjumaður er einungis hluti af þeirri vinnu sem hann stundaði. En lista- maðurinn var alltaf þarna líka, listmálarinn og útskurðarmeist- arinn, enda allt lék í höndunum á honum. Ég horfi í kringum mig og sé alla fallegu hlutina hér heima hjá mér sem mér hafa áskotn- ast, lampi, kertastjakar, nálahús og klukka, og þetta er bara brot af því sem hann hefur gert. Ég man alltaf eftir kjól sem hann saumaði einu sinni á Lóu á fót- stignu saumavélinni. Ótrúlega flottur kjóll með svanadúni í hálsmálinu. En ég man líka að Lóa var orðin frekar þreytt á að máta, því nákvæmnin var mikil. Árin liðu, krakkarnir fluttu að heiman og Hafnarvík var seld og Silli og Lóa keyptu Brekku- götu, æskuheimili okkar Lóu, og fluttu þangað. Síðan var alltaf eins og að koma heim þegar ég kom til þeirra og gamla her- bergið mitt alltaf tilbúið handa mér. Silli, handlaginn að vanda, hélt þessu gamla húsi vel við. Garðurinn varð hans dægradvöl og rósarækt hans nýja áhuga- mál og garðurinn blómstraði undir hans handleiðslu. Svo fór heilsan að gefa eftir og fyrir fjórum árum fluttu þau til Dal- víkur og keyptu þar raðhúsíbúð og komu sér vel fyrir. Mágur minn var ekki mikill æsingamaður, myndarlegur með rólegt yfirbragð, en mjög skoð- anafastur og það gat stundum tekið á að lenda í skoðanaskipt- um við hann. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðlífinu, mönnum og málefnum og var með vakandi hug og áhuga fram á síðasta dag. Elsku Lóa mín, þinn missir er mikill. Þið áttuð 61 árs trúlof- unarafmæli daginn fyrir andlát hans og þessi langa vegferð hef- ur borið ríkulegan ávöxt. Ég veit að börnin þín, barnabörnin og tengdabörnin munu umvefja þig. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Þóra Þorsteinsdóttir. Alfreð Sigurlaugur Konráðsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓNSSON, Sléttuvegi 23, Reykjavík, áður Hlégerði 5, Kópavogi, lést 16. desember sl. á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Guðbjörg Óskarsdóttir, Olga Kristjánsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Lára Kristjánsdóttir, Dóra Hjálmarsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.