Morgunblaðið - 24.12.2011, Page 9

Morgunblaðið - 24.12.2011, Page 9
Morgunblaðið/Golli Stjórnarmaður í Almenna lífeyr- issjóðnum telur það slæma hug- mynd að fjárfesta í Hverahlíðar- virkjun. Skynsamlegra væri að kaupa Orkuveitu Reykjavíkur í heild og dreifa þannig áhættunni. Orkuveita Reykjavíkur á í vand- ræðum með að fjármagna bygg- ingu Hverahlíðarvirkjunar sem hún hefur samið um að byggja til að útvega raforku til hugsanlegs álvers í Helguvík. Hefur komið til umræðu að lífeyrissjóðirnir tækju þátt í fjármögnun virkjunarinnar en málið er í biðstöðu vegna óvissu um Helguvíkurverkefnið. „Mér finnst það fljótt á litið slæm hugmynd að fjárfesta í svona sértæku verkefni. Engin þekking er hjá lífeyrissjóðunum á þessum rekstri,“ segir Sigurbjörn Sveins- son, varaformaður Almenna lífeyr- issjóðsins. Hann bendir á að áhættan af jarðvarmavirkjunum sé mun meiri en af vatnsaflsvirkjunum. Lífeyr- issjóðirnir geti ekki tekið þá áhættu. Hann telur að málið horfði öðru- vísi við ef virkjunin væri hluti af stærra verkefni. Þess vegna hefur hann komið fram með þá hugmynd innan stjórnar lífeyrissjóðsins að leita eftir kaupum á Orkuveitu Reykjavíkur í heild. Málið hefur aðeins verið skoðað innan sjóðsins. Sigurbjörn telur að fjárfestingin sé ekki það mikil að lífeyrissjóð- irnir myndu vel ráða við hana. Þá gætu þeir staðið vel að slíkum rekstri, ekki síður en Reykjavík- urborg. Félag allmargra lífeyrissjóða á fjórðungs hlut í HS Orku og rétt til að auka hlutinn í þriðjung. Áður hafa komið upp hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir keyptu hlut í Landsvirkjun af ríkinu en ekki hefur verið gefinn kostur á því. helgi@mbl.is Lífeyrissjóðirnir kaupi Orkuveitu Reykjavíkur FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Það er alveg sama hvert maður leit- ar, jafnvel utan samfélagsins. Tón- listarfólk sem við töluðum við tók mjög jákvætt í verkefnið. Allir voru tilbúnir að spila. Satt að segja hefur velviljinn verið slíkur að við höfum þurft að afþakka boð tónlistar- manna,“ segir Róbert Haraldsson, einn fjögurra skipuleggjenda styrktartónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 29. des. nk. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar fjölskyldum sem takast nú á við þann harmleik er ein stúlka lést og önnur slasaðist mjög alvar- lega eftir alvarlegt umferðarslys í bænum 16. desember. Stúlkan ligg- ur enn mikið slösuð á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri en þriðja stúlkan sem var með þeim í för slas- aðist minna. Leggjast á eitt á netinu Róbert segir netið hafa létt undir með skipuleggjendum. „Við stofnuðum Facebook-síðu til að auglýsa tónleikana. Þar hafa þegar um tvö hundruð manns skráð sig. Siglufjarðarkirkja tekur 450 til 500 manns í sæti. Fjöldi fólks notar ekki Facebook og það stefnir því allt í að bekkurinn verði þéttsetinn. Ég hef satt segja smá hnút í mag- anum yfir því að sætaframboðið verði ekki nóg. Ef fram heldur sem horfir gætum við íhugað að halda aðra tónleika,“ segir Róbert sem skipuleggur þá í samvinnu við bræðurna Agnar, Sigurð Óla og Grétar Sveinssyni. Siglfirðingar sýna samhug fyrir styrktartónleika  Tilefnið er hörmu- legt bílslys í bænum í desember Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki stendur til að taka upp inneign- arkort í stað matarpoka hjá Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur eða Fjöl- skylduhjálp Íslands. Í meistararitgerð Katrínar G. Al- freðsdóttur í félagsráðgjöf sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær kemur fram að þeir sem hafa þegið inneign- arkort kjósi þau frekar en að fá mat- arpoka í hendurnar. Það sé niður- lægjandi að bíða í röð eftir mat og hann nýtist jafnvel ekki allur því fólk geti ekki borðað eða vilji ekki þann mat sem er valinn fyrir það. Að sögn Ragnhildar G. Guð- mundsdóttur, formanns stjórnar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, eru inneignarkort aðeins einn mögu- leiki af mörgum og fleiri en ein leið sé til að hjálpa fólki. „Við lítum ekki svo á að það sé niðrandi að þiggja mat í poka heldur að þetta sé gjöf sem fólki er í sjálfs- vald sett hvort það þiggur. Við hugs- um að það sé einfaldara að fara með mat í poka heim til sín því þá fá börn- in allavega mat. Því miður höfum við orðið varar við það í þessari törn að það sé keypt eitthvað annað fyrir kortin en matur,“ segir Ragnhildur. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar, segir að biðröðum eftir mat hafi verið út- rýmt í mars og samtökin séu alfarið á móti kortunum því hægt sé að að- stoða mun fleiri fjölskyldur með hefðbundnum matarúthlutunum. Á einum úthlutunardegi hafi 1.140 fjöl- skyldur komið til samtakanna. Ef þær hefðu fengið inneignarkort upp á tíu þúsund krónur hver hefði kostnaðurinn verið 11,4 milljónir króna en það fé dugi til 11.400 út- hlutana yfir þriggja mánaða skeið. „Ef við tækjum upp kortin værum við að aðstoða langtum færri. Fjár- magnið til hjálparstarfa er takmark- að og það ber að fara eins vel með það og hægt er. Það gerum við ekki með því að úthluta inneignarkort- um,“ segir Ásgerður. Þá mótmælir hún því að maturinn nýtist ekki allur fólki. Það sé alltaf spurt hvað það vilji fá í pokana. „Við látum ekki mat til fólks sem það vill ekki,“ segir hún. Fleiri en ein leið til þess að hjálpa fólki með mat  Hjálparstofnunum líst illa á inneignarkort í stað poka Ásgerður Jóna Flosadóttir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Læknavaktin á Smáratorgi sinnir að venju vaktþjónustu yfir öll jól- in. Opið er fyrir móttöku á Smára- torgi í dag, aðfangadag, frá kl. 9- 18 og aftur kl. 20.30-23. Á jóladag er opið frá kl. 9-23. Á öðrum degi jóla er opið frá kl. 9-23.30. Vitjanaþjónusta í síma 1770 er opin frá kl. 8 til miðnættis á að- fangadag, jóladag og annan í jól- um. Sólarhringsþjónusta er í fag- legri símaráðgjöf alla hátíðisdag- ana í síma 1770. Nánari upplýsingar um af- greiðslutíma Læknavaktarinnar yfir jólahátíðina má finna á vef- slóðinni www.laeknavaktin.is. Vakt á Læknavakt um jól Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Hæðasmára 4, sími 555 7355, www.selena.is Opið í dag kl. 10-13 Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Óskum vinskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Jólakveðja, starfsfólk Höfða fasteignasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.