Morgunblaðið - 24.12.2011, Síða 12
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heilbrigðisstofnanir landsins standa
nú frammi fyrir enn einu niður-
skurðarárinu. Ljóst er að víða þarf
að segja upp starfsfólki og má búast
við tíðindum af því á næstunni. Mis-
jafnt er hvað niðurskurðurinn verð-
ur harkalegur eftir stofnunum. Í
nokkrum tilvikum hefur verið hægt
að milda áður boðaðan niðurskurð,
m.a. vegna leiðréttingar á of lágum
framlögum vegna húsaleigu nokk-
urra heilbrigðisstofnana.
Glíma við 60 milljóna vanda
Ekkert er í hendi varðandi minni
niðurskurð á fjárveitingu til Heil-
brigðisstofnunarinnar í Vestmanna-
eyjum (HSV) en boðaður var í fjár-
lagafrumvarpinu, að sögn Gunnars
K. Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra HSV.
Gunnar taldi ljóst að einhverjar
uppsagnir yrðu hjá HSV miðað við
fjárframlög til stofnunarinnar á
næsta ári. Hann sagði að auk nið-
urskurðar í framlögum upp á 24-25
milljónir þyrfti að glíma við halla-
rekstur upp á 15-20 milljónir á þessu
ári. Einhvern veginn þyrfti að ná
hallanum til baka, koma í veg fyrir
að hann haldi áfram og takast á við
skerta fjárveitingu. Þessi hagræð-
ingarpakki væri í raun heildina upp á
um 60 milljónir. „En ég hef vilyrði
fyrir því frá ráðherra að þetta verði
eitthvað mildað,“ sagði Gunnar.
Áfram opið á Þingeyri
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
(HVest) mun ekki þurfa að loka
hjúkrunardeild á Þingeyri, eins og
útlit var fyrir, að sögn Þrastar Ósk-
arssonar, framkvæmdastjóra
HVest. Hann sagði þetta þýða að
ekki þyrfti að grípa til viðlíka upp-
sagna og horfur hefðu verið á. Þröst-
ur sagði ljóst að einhverjar uppsagn-
ir yrðu vegna hagræðingar en reynt
yrði að halda uppsögnum í lágmarki
og þær yrðu ekkert í líkingu við það
sem ella hefði orðið.
Mikill niðurskurður á Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
(HVE) þarf að fækka um 25-28
starfsmenn á sjúkrahúsinu á Akra-
nesi vegna niðurskurðar upp á um
150 milljónir. Framvegis verða þrjár
legudeildir á sjúkrahúsinu í stað
fjögurra nú. Einnig verður gripið til
varanlegrar skerðingar á starfshlut-
föllum 18 starfsmanna og samsvarar
skerðingin alls 2,7 stöðugildum.
Einnig verður starfsemi HVE í
Stykkishólmi endurskipulögð, unnið
að sameiningu þriggja vaktsvæða á
Snæfellsnesi, samstarf lækna í Búð-
ardal og á Hólmavík aukið og fækk-
að um þrjú stöðugildi hjá HVE á
Hvammstanga. Styttra verður opið á
heilsugæslustöðum HVE, 30 stundir
á viku, öll yfirvinna minnkuð og ekki
verður unnið í eldhúsum á sólar-
hringsstofnunum HVE eftir kl. 16.00
á daginn.
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri
HVE, sagði leiðréttingu sem fékkst
vegna húsaleigumála ekki breyta
neinu um niðurskurð á þjónustu.
Of lág framlög leiðrétt
Greint var frá því á heimasíðu
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
(HSu) að stofnunin hefði fengið
„ákveðna leiðréttingu“ á fjárveit-
ingu, umfram það sem fram kæmi í
fjárlögum fyrir árið 2012. Því yrði
lækkun útgjalda stofnunarinnar ekki
jafn mikil og fjárlagafrumvarp gerði
ráð fyrir. Vegna þessa var hægt að
falla frá áður fyrirhugaðri lokun
heilsugæslustöðvarinnar á Hellu.
Engu að síður þarf að draga veru-
lega úr útgjöldum HSu á næsta ári
og verður ekki komist hjá endur-
skipulagningu á þjónustu stofnunar-
innar, samkvæmt fyrrgreindri frétt
HSu.
Ekki er ljóst hver niðurstaðan
verður varðandi Heilbrigðisstofnun
Suðurlands (HSSA) á næsta ári.
Guðrún Júlía Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri HSSA, sagði að þjón-
ustusamningur sveitarfélagsins við
velferðarráðuneytið væri útrunninn.
Viðræður eru í gangi en ekki er búið
að ganga frá nýjum samningi, t.d.
um fjölda rýma og fjárhæðir. Fram-
lög til HSSA hafa því ekki verið
ákveðin. HSSA rekur heilsugæslu-
stöð, dvalarheimili, hjúkrunarheimili
og þrjú sjúkrarými á Höfn í Horna-
firði. Einnig annast HSSA heilbrigð-
isþjónustu í allri Austur-Skaftafells-
sýslu.
Heilbrigðisþjónustan sker niður
Ljóst er að heilbrigðisstofnanir þurfa margar að segja upp fólki Deildum verður lokað, yfirvinna
minnkuð og ýmis þjónusta skert Niðurskurður verður þó minni en stefndi í hjá sumum stofnananna
Morgunblaðið/ÞÖK
Umönnun Á næsta ári þarf víða að fækka starfsfólki í heilbrigðisþjónustu.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vísindamenn Hjartaverndar eru að
þróa áhættureikna með áhættu á
sjúkdómum á næstu tveimur til fimm
árum til þess að koma sem mest til
móts við þarfir þeirra sem eldri eru.
Vilmundur Guðnason, prófessor
og forstöðulæknir Hjartaverndar,
segir að miklu skipti að áhættumatið
gagnist eldra fólki. Vissa um áhættu
á því að fá tiltekinn sjúkdóm eftir 10
ár hafi þannig lítið upp á sig hjá 75
ára einstaklingi, en annað sé uppi á
teningnum sé miðað við styttri tíma.
Hann segir að mestu skipti að ein-
beita sér að áhættu á sjúkdómum
sem hægt sé að bregðast við. Ljóst
sé að fólki yfir 65 ára fjölgi mikið á
næstu 30 árum og sé kerfisbundnum
aðferðum ekki beitt til þess að koma í
veg fyrir áföll sitji komandi kynslóðir
uppi með lítið eða ekkert heilbrigð-
iskerfi.
Undanfarin 10 ár hafa vís-
indamenn Hjartaverndar birt um
160 vísindagreinar á alþjóðlegum
vettvangi, þar af um 130 á nýliðnum
fimm árum og yfir 100 frá 2009-2011.
Vilmundur segir að Hjartavernd hafi
tengst náið alþjóðlegum vinnuhópum
víðs vegar um heiminn vegna rann-
sókna sinna og í samvinnu við þá gert
margar merkar erfðafræðilegar upp-
götvanir síðastliðin ár. „Við getum
gert margt ein sér en ef við ætlum
virkilega að ná árangri leiðum við
saman hesta okkar,“ segir hann.
Meira en helmingur íslenskra ein-
staklinga 75 ára og eldri sem fær
hjartaáfall lifir það af. Vilmundur
bendir á að það sé mjög kostn-
aðarsamt fyrir samfélagið og við-
komandi einstaklinga að sitja uppi
með fólk sem hefur fengið heilaáföll,
hjartáföll, hjartabilanir og svo fram-
vegis í stað þess að geta komið í veg
fyrir þessi áföll eða seinka þeim.
Forvarnir mikilvægar
Hjartavernd beinir sjónum sínum
ekki aðeins að eldra fólki heldur
leggur áherslu á að ná sem fyrst til
ungs fólks í áhættuhópum til þess að
það geti tekið á vandanum í tíma. Vil-
mundur segir að frá 1981 til 2006 hafi
orðið 80% fækkun dauðsfalla vegna
hjartaáfalla. „Skýringuna á um 75%
fækkunarinnar má rekja til breytts
lífsstíls,“ segir hann og vísar til þess
að á sama tíma hafi kólesteról í blóði
lækkað umtalsvert hjá 45-64 ára.
Tenging á milli kólesteróls í blóði og
dauðsfalla sé því ótvíræð. „Við meg-
um aldrei sofna á verðinum,“ segir
hann.
Mannréttindi
Vilmundur áréttar að heilbrigð-
iskerfið standi ekki undir nafni ein-
beiti menn sér ekki að bættri forvörn
hjá ungum sem öldnum. Því leggi
Hjartavernd áherslu á að spá fyrir
um það sem hafa megi áhrif á. Þar
beri fyrst að nefna áföll eins og t.d.
hjartaáföll, heilaáföll, beinbrot,
lungnasjúkdóma og aðra langvinna,
króníska sjúkdóma, sem hafi áhrif til
hins verra á líf fólks. Því þurfi að
hugsa áratugi fram í tímann og nýi
áhættureiknirinn fyrir aldraða sé
mikilvægur liður í því. Næst á dag-
skrá sé að ganga frá vísindagreinum
um efnið og síðan þurfi að prófa út-
færsluna, t.d. í samvinnu við heilsu-
gæslustöðvar og víðar. „Ef við ætlum
ekki að sitja uppi með fólk sem hefur
orðið fyrir óþarfa áföllum sem það og
aðrir þurfa að líða fyrir verðum við
að grípa inn í,“ segir hann. „Með því
að einbeita okkur að öllum aldurs-
hópum spörum við samfélaginu mikl-
ar fjárhæðir og fólkinu heilmikla
vanlíðan. Forvarnir eru ekki forrétt-
indi ungra heldur sjálfsögð mann-
réttindi allra.“
Mikil reynsla
Hjartavernd er sjálfseign-
arstofnun sem býr að tæplega 40 ára
reynslu af rannsóknum á sviði
hjarta- og æðasjúkdóma með það að
markmiði að draga úr tíðni þeirra og
stuðla að forvörnum með áhættumati
og fræðslu fyrir almenning. Rann-
sóknastarfsemi Hjartaverndar hefur
á að skipa um 50 manns og er nánast
alfarið fjármögnuð með erlendum
rannsóknastyrkjum.
Þróa áhættureikna til skemmri tíma
Hjartavernd einbeitir sér að öllum aldurshópum með forvarnir í huga Segir að Heilbrigðis-
kerfið standi ekki undir nafni einbeiti menn sér ekki að bættri forvörn hjá ungum sem öldnum
Morgunblaðið/Golli
Hjartavernd Sigríður P. Ragnarsdóttir skoðar hjartalínurit í greiningu.
Hjartavernd leggur áherslu á að
brugðist sé við helstu áhættu-
þáttum hjarta- og æða-
sjúkdóma og brugðist sé við
þeim í tíma. Fertugum og eldri
er ráðlagt að fara í áhættumat
og 35 ára og eldri ef um ætt-
arsögu hjartasjúkdóma er að
ræða.
Lögð er áhersla á að fólk
reyki ekki, borði hollt og fjöl-
breytt fæði, stundi reglubundna
líkamsþjálfun, fylgist með lík-
amsþyngd og láti mæla áhættu-
þætti eins og blóðþrýsting,
blóðfitur og blóðsykur.
Áhættuþætt-
ir og greining
ÁHÆTTUMAT
Vilmundur Guðnason
Leitað var upplýsinga hjá vel-
ferðarráðuneytinu um hvort
fleiri heilbrigðisstofnanir hafi
fengið hliðstæða leiðréttingu
og Heilbrigðisstofnun Suður-
lands. Í svari ráðuneytisins
sagði m.a.:
„Eftir að fjárlög ársins 2012
voru samþykkt á Alþingi kom í
ljós að þrjár heilbrigðisstofn-
anir hafa fengið lægri framlög
til greiðslu á húsaleigu en þeim
bar. Þetta stafar af mistökum
sem gerð voru við útfærslu á
hagræðingarkröfum við fjár-
lagagerð ársins 2011.
Velferðarráðuneytið hefur
gert fjárlaganefnd og fjár-
málaráðuneyti viðvart um þetta
og verður leitað eftir heimildum
í fjáraukalögum ársins 2012 til
þess að bæta stofnunum þessi
mistök. Stofnanirnar sem um
ræðir eru, auk Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands, Heilbrigð-
isstofnun Suðausturlands og
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Samtals nema vanreiknaðar
fjárheimildir til stofnananna
þriggja á bilinu 40-50 millj-
ónum króna en unnið er að ná-
kvæmum útreikningum í ráðu-
neytinu.“
40-50 millj-
óna skekkja
FRAMLÖG LEIÐRÉTT