Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Norðmenn hafa boðið Evrópusam-
bandinu, Íslandi og Færeyjum til
fundar strandríkjanna um stjórn
makrílveiða í Bergen 24.-27. janúar
nk. Fundi þess-
ara aðila á Írlandi
í byrjun mánað-
arins lauk án ár-
angurs. „Við urð-
um fyrir miklum
vonbrigðum með
útspil ESB og
Noregs á fundin-
um í Clonakilty,
enda fól það í sér
skref aftur á bak
frá undanförnum
fundum aðila sem höfðu verið já-
kvæðir. Fundarboð Norðmanna nú
er vonandi til marks um vilja til að
stíga skref fram á við á nýju ári,“
segir Tómas H. Heiðar, aðalsamn-
ingamaður Íslands í makríldeilunni.
Tómas vísar þar væntanlega til
þess sem fram hefur komið að ESB
og Norðmenn gerðu tillögu um 6,5%
hlutdeild Íslendinga í makrílaflan-
um á fundinum á Írlandi, en í lok
október lagði Evrópusambandið til
8% hlutdeild Íslands á fundi í Lond-
on. Færeyingum mun hafa verið
boðin 7,5% og 10% hlutdeild, hugs-
anlega í ljósi þess að þeir áttu áður
aðild að samkomulagi strandríkja
um makrílveiðar. Í öllum þessum til-
vikum mun vera gert ráð fyrir ein-
hverjum aðgangi að veiðum í lög-
sögu ESB og Noregs.
Mikið ber á milli
Ef farið verður að alþjóðlegri ráð-
gjöf fiskifræðinga verður afli næsta
árs um 639 þúsund tonn, en á þessu
ári tilkynntu ESB og Noregur og
síðan Ísland og Færeyjar um
makrílkvóta samtals upp á um 900
þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra
ákvað um síðustu áramót að hlutur
Íslands í þeim heildarafla yrði um
16%. Tilboð upp á 8% af ráðgjöf er
því miklu lægra en fyrrnefnd 16% af
samanlögðum kvótum strandríkj-
anna og því ljóst að mikið ber á milli
aðila.
Íslendingar höfnuðu þessu tilboði
og á heimasíðu sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins segir m.a:
„Í ljósi framangreinds liggur fyrir
að hlutdeild Íslands í makrílveiðun-
um á næsta ári verður óbreytt, um
16%, en aflaheimild Íslands mun
taka mið af örlítilli lækkun á ráðgjöf
ICES milli ára. Ísland beinir því til
hinna strandríkjanna að taka tillit til
þessa við kvótaákvarðanir sínar á
makríl fyrir árið 2012.
Sem kunnugt er tóku ESB og
Noregur sér rúmlega 90% af ráð-
lögðum heildarafla ársins 2011 og
sniðgengu þar með lögmæta hags-
muni strandríkjanna Íslands og
Færeyja, svo og Rússlands. Kvóta-
ákvörðun ESB og Noregs var ávís-
un á ofveiði úr makrílstofninum og
gagnrýndu íslensk stjórnvöld hana
harðlega. Þess er vænst að þessi
saga endurtaki sig ekki.“
Áhersla á samkomulag
Fram hefur komið að fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
undirbúi refsiaðgerðir gegn Íslandi
og Færeyjum vegna makrílveiða.
Tómas H. Heiðar segir að fram-
kvæmdastjórn ESB ætti fremur að
verja kröftum sínum í að stuðla að
samkomulagi um stjórn makrílveið-
anna en ýja að innflutningsbanni og
öðrum viðskiptaaðgerðum sem fari í
bága við alþjóðlega viðskiptasamn-
inga og séu því ekki trúverðugar.
„Íslensk stjórnvöld leggja ríka
áherslu á að ná samkomulagi um
stjórnun makrílveiðanna til að
tryggja sjálfbærar veiðar og koma í
veg fyrir frekari ofveiði úr stofn-
inum. Við munum því ekki láta okk-
ar eftir liggja við að stuðla að sam-
komulagi í samstarfi við hin
strandríkin,“ segir Tómas.
Norðmenn bjóða til makrílfundar
„Vonandi til marks um vilja til að
stíga skref fram á við á nýju ári“
Tómas H.
Heiðar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Makríllinn Mikið hefur borið í milli í viðræðum deiluaðila til þessa.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Frá og með nýársdegi þurfa seljend-
ur gistinátta að standa skil á nýju
gistináttagjaldi og nemur það hundr-
að krónum á hverja gistieiningu.
Af viðbrögðum hagsmunaðila að
ráða ríkir almenn óánægja innan
ferðaþjónustunnar með skattinn.
Hjalti Þór Sverrisson, sölu- og
markaðsstjóri hjá Hringhótels-keðj-
unni, segir gjaldið kalla á aukið um-
stang. „Þessi gjaldtaka leggur á okk-
ur meiri vinnu. Það þarf til dæmis að
breyta reikningakerfinu til að gera
ráð fyrir gjaldtökunni. Þá þarf að út-
skýra fyrir erlendum viðskiptavinum
hvernig gjaldtökunni verður háttað.
Allt kallar þetta því á nokkurt um-
stang. Að samanlögðu hefði mér því
fundist rökréttara að innheimta
gjaldið í gegnum virðisaukann.“
Undirbúningurinn „misfórst“
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður
Ferðamálastofu á Akureyri, sér líka
ýmsa meinbugi á skattinum.
„Undirbúningur á hinni fyrirhug-
uðu gjaldtöku hefur einhvern veginn
misfarist. Það verður að segjast eins
og er. Þá á ég meðal annars við hvern-
ig til stendur að innheimta gjaldið.
Menn eru að fá mun minna út úr því
en til stóð í upphafi, enda er verið að
undanskilja aðila eins og ferðafélögin
og orlofsbústaði. Ég held að menn séu
uggandi að því leyti að þeir skilja ekki
alveg hvers er ætlast til af þeim. Það
er óvissa um framkvæmdina. Ég held
að það sé aðalþátturinn,“ segir Elías.
Gjaldtakan verður „flókin“
Sem kunnugt er hefur ferðaþjón-
ustunni vaxið mjög fiskur um hrygg
hin síðari ár. Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar, setur gjaldtökuna í samhengi
við fjölgun gististaða.
„Við sögðum strax að þetta yrði
gríðarlega illframkvæmanlegur
skattur. Í fyrsta lagi er mjög mikill
fjöldi gististaða. Þarf þá að leggja
saman öll tjaldstæði, háfjallaskála,
heimagistingar, gistiheimili, hótel og
hundruð íbúða sem eru leigðar ferða-
mönnum. Með allan þennan fjölda
gististaða í huga er ljóst að nýja gjald-
takan verður flókin, mjög dýr, ill-
framkvæmanleg og mun skila sér illa.
Svo er spurning hvernig eftirliti verð-
ur háttað. Það er erfitt að hafa eftirlit
með svona löguðu enda var tóm þvæla
að leggja gjaldið á.“
Erna heldur áfram. „Auðvitað skila
gististaðir virðisaukaskatti og eiga
eftir áramót að skila gistináttaskatti
nema þeir sem eru undanþegnir.
Vissulega á skattstjóri í hverju héraði
að hafa eftirlit með skattheimtunni.
En fullkomin innheimta er náttúrlega
vonlaus. Hér kemur margt til. Hvern-
ig á að fylgjast með því að viðkomandi
sé að gefa upp réttar gistinætur? Við
höfum miklar áhyggjur af því að með
nýja gjaldinu muni draga úr tilkynn-
ingum um gistinætur sem allir eiga að
senda Hagstofunni en mjög margir
láta hjá líða að senda henni. Þetta
mun því ekki verða til þess að herða á
því.
Því að margir kæra sig ekki um að
borga þetta. Eins og við erum búin að
sýna fram á með heljarmikilli vinnu á
þessari ári er mjög mikið af leyfilausri
gistingu. Það er enginn að velta því
fyrir sér. Menn standa sig ekki í
þessu efni. Þegar jafnvel stórir gisti-
staðir eru leyfislausir fyrir framan
alla er náttúrlega með ólíkindum að
engar bjöllur skuli hringja hjá ann-
aðhvort lögreglunni, heilbrigðiseftir-
litinu eða öllum þeim sem þurfa að
samþykkja rekstrarleyfi til gististaða.
Við fórum út í þessa miklu vinnu til að
kanna þetta og til að sýna fram á
hversu margir gististaðir séu leyfis-
lausir og muni því ekki skila gistinátt-
askattinum. Auðvitað er búið að koma
talsverðum hluta af því í lag eftir okk-
ar vinnu. En þetta sýnir að þetta mun
bara halda áfram.“
Snerist upp í andhverfu sína
Sævar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustu bænda, sér eitt
og annað athugunarvert við gjaldið.
„Maður var í sjálfu sér fylgjandi
upphaflegum hugmyndum um að fara
út í gjaldtöku af ferðamönnum, svo
fara mætti út í stórfellda uppbygg-
ingu á fjölsóttum ferðamannastöðum.
Úr því að ríkið á ekki til fjármuni til
framkvæmda þarf að fara út í skatt-
lagningu hjá ferðamönnum. Nú stefn-
ir í að þetta markmið sé að snúast upp
í andhverfu sína,“ segir Sævar og
nefnir nokkrar ástæður.
„Í fyrsta lagi fer gjaldið sem verður
innheimt ekki nema að hluta til upp-
byggingar ferðamannastaða. Sem er
út af fyrir sig vont mál. Í öðru lagi
dreifist skatturinn ekki jafnt á alla
ferðamenn sem koma til landsins og
það er líka vont mál.“
Óháð verði á misdýrri gistingu
Sævar nefnir fleiri atriði. Í þriðja
lagi – og það er kannski verst – er lagt
út í skattheimtu sem er illframkvæm-
anleg. Útfærslan er flókin og margt
enn óljóst. Í fjórða lagi er sama gjald
á alla gistingu, hvort sem það er tjald-
stæði eða fimm stjarna hótel. Það
segir sig sjálft að það er ójöfn skatt-
lagning. Í fimmta lagi var samþykkt
að undanskilja suma aðila frá gjald-
inu, þar með talið ferðafélögin.
Mér finnst það grafa endanlega
undan forsendum þessa skatts vegna
þess að ferðafélögin eru í hörðum
samkeppnisrekstri. Fyrst ríkið vill
fara þessa leið á ekki að gera undan-
þágu fyrir þá sem eru í samkeppnis-
rekstri,“ segir Sævar.
Nýr skattur fellur í grýtta jörð
Hagsmunaaðilar gagnrýna stjórnvöld fyrir gistináttagjald Flækir bókhald og kallar á útgjöld
Talið ýta undir svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu Sama gjald á lúxushótel og tjaldstæði
Morgunblaðið/Ernir
Atvinnugrein í sókn Hótelherbergi á Reykjavík Natura. Ríkisstjórnin hefur lagt nýjan skatt á ferðaþjónustuna.
Hjalti Þór Sverrisson, sölu- og
markaðsstjóri hjá Hringhótels-
keðjunni, óttast að stjórnvöld
eigi eftir að ganga á lagið og
hækka gjaldið síðar.
„Þessi gjaldtaka er furðuleg.
Þarna er kominn aukaskattur á
geirann sem er ekki inni í virðis-
aukaskattinum. Það skapar
vissa hættu enda er auðvelt að
hækkað gjaldið síðar meir.
Tækifærið til að aukinnar álagn-
ingar er því til staðar,“ segir
Hjalti Þór.
Óttast hærra
gjald síðar
TÆKIFÆRI TIL HÆKKUNAR
Erna Hauksdóttir Elías Bj. Gíslason Sævar Skaptason Hjalti Sverrisson