Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Jólin verða afar ólík venjulegum ís- lenskum jólum hjá okkur í ár. Við er- um jú hér án stórfjölskyldu og vina og verðum því bara fjögur saman fjölskyldan í notalegheitum. Það er voða skrýtið að halda jól í miðju sumri, sól og hita. Ég gleymi því sí- fellt að það séu að koma jól! Það bara einhvern veginn passar ekki og ég viðurkenni að ég er nú ekki í nein- um sérstökum jólafíling. Jólastress- ið er ekkert þar sem við höfum ekki sent nema fáeinar gjafir heim því það kostar sitt að senda pakka yfir hálfan heiminn. Ég uppgötvaði það bara í fyrradag að jólin eru á laug- ardaginn!“ segir Erla Sigurlaug Sig- urðardóttir, sem fagnar jólum ásamt fjölskyldu sinni í Ástralíu. Lítið um jólaskraut í Ástralíu Að sögn Erlu er lítið um jóla- skraut í Ástralíu. „Ástralir skreyta alls ekki mikið, mollin hér eru voða lítið skreytt og ég heyri enga jóla- tónlist, það er ekkert skreytt á göt- um úti, engin ljós og engin lifandi jólatré hér í Brisbane að minnsta kosti,“ segir Erla og bætir við að hún hafi þó séð eitthvað af gervi- jólatrjám til sölu í verslunum. Erla segir að þau fjölskyldan hafi ekki skreytt heimilið að þessu sinni ef frá eru taldar heimatilbúnar jólamyndir sem dóttir hennar hefur verið iðin við að teikna. „Þegar ég uppgötvaði allt í einu um daginn að það væri komin að- venta í 30 stigum og stingandi sól, bara af því ég sá vini á facebook vera að tala um aðventukransa, sem ég hef nú reyndar ekki séð hér úti, ákvað ég nú að reyna að vera aðeins jóló fyrir krakkana og bakaði myndakökur og málaði þær með þeim,“ segir Erla og bætir við: „Á meðan hlustuðum við á íslensk jóla- lög, sungum „snjókorn falla“ og skellihlógum svo því þetta átti eitt- hvað svo skringilega við!“ Afslöppuð stemning á jólaböllum Erla segir jólaböll í Ástralíu vera talsvert frábrugðin þeim sem haldin eru hér heima, þannig séu t.d. engin jólatré og lítið um skraut en einnig mun afslappaðri stemning. „Skólinn var mjög lítið skreyttur og boðið var upp á hefðbundið Aussie-barbíkjú með hamborgurum og pylsum og vissulega var bjór og vín í boði fyrir foreldrana, en það er venjan á skóla- uppákomum hér. Ástralinn er svo af- slappaður og um að gera að hafa svolítið gaman að þessu!“ segir Erla um jólaball sem haldið var í skól- anum hjá dóttur hennar. Að sögn Erlu eyðir hún jólunum ásamt fjölskyldu sinni á ströndinni, en þau fóru á „paradísareyjuna“ Moreton Island í gær á Þorláks- messu og verða þar yfir jólin. „Þá fær Vera, sjö ára dóttir okkar, tæki- færi til að klappa og gefa villtum höfrungum að éta á aðfangadags- kvöld, en daman er mikill dýravinur og höfrungar í miklu uppáhaldi. Við förum á jólahlaðborð þar og ég hlakka til að sjá hvað er á því, því ég hef ekki hugmynd um hver jólamat- urinn hér er!“ segir Erla aðspurð hvað þau fjölskyldan ætli að gera á Moreton-eyju um jólin. Kóalabirnir í jólagjöf Erla segir að krakkarnir hafi al- mennt fengið litlar og fáar gjafir enda sé fjölskyldan einungis búsett þarna í takmarkaðan tíma og því erf- itt fyrir þau að sanka að sér dóti. Eitt barnanna fékk þó alveg ein- staka jólagjöf. „Dóttir okkar er nú þegar búin að fá jólagjöfina frá okk- ur foreldrunum. Hún fékk að gjöf að vinna sem dýragarðsvörður í einn dag í kóaladýragarði hér í borg, en í dýragarðurinn eru alls kyns áströlsk dýr. Vera er mikill dýravinur og þetta var draumurinn. Hún fékk meðal annars að ganga með dingó- hundana, gefa kengúrunum að éta, knúsa kóalabirni og þrífa undan emúunum. Daman vildi flytja í dýra- garðinn eftir þetta!“ segir Erla. Afslöppuð jól í Ástralíu  Eyða jólunum í sól og hita á ströndinni  Fengu sér hamborgara, pylsur og bjór á jólaballi  Dóttirin fékk að vera dýragarðsvörður í einn dag Strönd Erla hyggst eyða jólunum í sól og hita ásamt fjölskyldu sinni á ströndinni á Moreton-eyju. Jólagjöf Dóttir Erlu var hæstánægð með jólagjöfina sína. Gjöfin fólst í því að hún fékk að vera dýragarðsvörður í einn dag og passa m.a. upp á kólabirni. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útflutningur á ferskum fiski til Bretlands um hátíðarnar er mun minni en á sama tíma í fyrra, að sögn Jóns Steins Elíassonar, forstjóra Toppfisks og formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Sfú. Jón Steinn segir að samt sem áður sé salan góð á Bretlandsmarkað en núna leggi stóru verslunarkeðjurnar meiri áherslu á að selja eldislax, einkum frá Noregi og Síle, en fersk- an þorsk og ýsu. „Þetta hefur breyst,“ segir hann og bendir á að kreppan ytra hafi áhrif og samkeppnin sé meiri en áð- ur. Í því sambandi nefnir hann sér- staklega laxinn og frosinn fisk, sem bresku keðjurnar kaupi af Norð- mönnum, þíði og selji sem ferskan fisk. Gæftir hafa ekki verið góðar að undanförnu en Jón Steinn segir að Toppfiskur hafi fengið nóg hráefni til að standa við gerða samninga. Hins vegar hafi fyrirtækið þurft að frysta meira að þessu sinni en í fyrra vegna minni sölu í ferskfiski í Bret- landi. Í fyrra hafi salan líka verið minni en árin á undan en þá hafi veðrið ytra líka haft áhrif á sam- göngur og því sett strik í reikning- inn. Um 50% samdráttur Jón Steinn segir að þessa vikuna hafi Toppfiskur sent um 40-50 tonn af ferskfiski til Bretlands og það sé helmingi minna en á sama tíma und- anfarin ár. Mjög lítið framboð hafi verið á íslensku mörkuðunum þessa vikuna, en áður hafi hann verið að fá fisk alveg fram á aðfangadagsmorg- un. Ferskfiskurinn er bæði sendur út með flugi og sjóleiðis. Jón Steinn leggur áherslu á að Toppfiskur sendi ekki vöru út nema búið sé að selja hana. Hann bendir líka á að fisk- urinn sé dýr á mörkuðunum og verð- ið hafi áhrif á útflutninginn. Útflutningur á ferskum fiski dregst saman Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær tvo menn sem slösuðust í bíl- slysi við Jökulsárlón á Breiðamerk- ursandi. Samkvæmt upplýsingum sérfræðings á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi, reyndust menn- irnir ekki alvarlega slasaðir og var reiknað með að þeir yrðu útskrif- aðir í dag. Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni frá Neyðarlínu um að þyrla yrði sett í biðstöðu og fór TF-LIF í loftið kl. 12:14. Þyrlan hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl. Lent var kl. 13:11 við Freysnes í Öræfasveit og voru hinir slösuðu færðir yfir í TF-LIF. Þyrlan fór að nýju í loftið kl. 13:23 og var lent við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:45. Ekki alvarlega slasaðir eftir bílslys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.