Morgunblaðið - 24.12.2011, Page 18
Morgunblaðið/RAX
Í landi Við Reykjavíkurhöfn í gær, en ekkert fiskiskip verður á sjó yfir jólin. Öll eru þau komin í land og fara flest ekki á sjó aftur fyrr en eftir áramót.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ekkert fiskiskip verður á sjó yfir jól-
in, samkvæmt upplýsingum frá
Vaktstöð siglinga, og voru öll skipin
komin í höfn á hádegi í gær, enda út-
lit fyrir bræluveður. Flest munu
skipin verða í landi fram yfir áramót
en helst verða það flutningaskip og
ferjur sem vaktstöðin þarf að fylgj-
ast með yfir jólin. Í gær voru aðeins
fjögur erlend fiskiskip innan ís-
lensku lögsögunnar og einhver
þeirra á heimleið.
Að sögn Sævars Gunnarssonar,
formanns Sjómannasambands Ís-
lands, er skýrt kveðið á um það í
kjarasamningum sjómanna að þeim
ber að vera í landi yfir jólin, að und-
anskildum flutningaskipum, varð-
skipum og öðrum en fiskiskipum.
Undantekningin er ef skipin eru að
sigla með aflann til sölu erlendis en
Sævar segir þær siglingar einnig
hafa lagst niður hin síðari ár, og ekki
verið stundaðar síðan skipið Breki
frá Eyjum var og hét. Var þá jafnan
von á góðri fisksölu erlendis á þess-
um árstíma, einkum í Hull og
Grimsby strax upp úr áramótum.
„En þetta er liðin tíð,“ segir Sævar.
Stormur á miðunum
Samkvæmt upplýsingum frá
Vaktstöð siglinga byrjuðu skipin að
tínast heim hvert af öðru í byrjun
vikunnar, þar til að öll voru komin í
gær. Stormi er spáð á öllum miðum í
dag, aðfangadag, og ofsaveðri á suð-
austurmiðum, eða allt að 33 metrum
á sekúndu síðdegis á aðfangadag.
Það stefnir því í rólega daga á
vaktstöðinni, sem starfrækt er á
vegum Landhelgisgæslunnar og
Neyðarlínunnar, í samstarfi við
Landsbjörg. Að jafnaði eru um 300
skip og bátar á sjó kringum landið
og mest yfir sumarið þegar strand-
veiðar fara fram. Þá fer fjöldinn um
og yfir 1.000 fleytur og því nóg um
að vera á Vaktstöð siglinga.
Fiskiskipaflotinn í landi um jólin
Ekkert fiskiskip á sjó um hátíðirnar Voru öll komin í höfn í gær og aðeins
flutningaskip og ferjur á ferð Siglingar á erlenda markaði liggja einnig niðri
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Lilja Kjalarsdóttir
varði nýverið
doktorsritgerð
sína frá UT
Southwestern
Medical Center í
Dallas, Texas.
Titill ritgerðarinnar er „Áhrif
D-vítamíns á seytingu insúlíns
og virkni betafrumna“. Á næst-
unni verða birtar í vísinda-
tímaritum greinar um áhrif D-
vítamíns á betafrumur og syk-
ursýki þar sem Lilja er fyrsti
höfundur og byggjast þær á
efni ritgerðarinnar. Rann-
sóknir hennar eru þær fyrstu
sem lýsa lífvirkni D-vítamíns í
betafrumum, en hún hefur
fundið fjölmjörg gen, undir
stjórn D-vítamíns, sem gætu
haft jákvæð áhrif á starfsemi
betafrumna og þar með heilsu.
Lilja fæddist árið 1982, dóttir
Særúnar Sigurgeirsdóttur ritara
og Guðmundar Kjalars Jónssonar
skipstjóra. Eiginmaður hennar er
Svavar Sigursteinsson og eiga
þau einn son.
» FÓLK
Doktor í
lífvísindum
Minh Van Nguyen
hefur varið dokt-
orsritgerð sína
við matvæla- og
næringarfræði-
deild Háskóla Ís-
lands. Titill rit-
gerðarinnar er „Áhrif
mismunandi verkunarferla á
eðlis- og efnaeiginleika full-
verkaðs saltfisks“. Undanfarið
hefur söltunarferli saltfisks
þróast. Gulumyndun sem rekja
má til þránunar á vöðvanum
getur valdið mikilli gæðarýrn-
un. Því hefur áhugi framleið-
enda á notkun aukefna, s.s.
fjölfosfats, sem dregið geta úr
þránun, aukist. Rannsóknin
leiddi m.a. í ljós að megnið af
viðbættum og náttúrulegum
fosfötum skolaðist úr vöðv-
anum við útvötnun en munur
var á niðurstöðum eftir mæli-
aðferðum.
Minh Van Nguyen fæddist árið
1977 í Víetnam. Frá árinu 2000
hefur hann kennt matvælafræði
við Nha Trang-háskólann. Hann er
giftur Hoang Hai Yen og eiga þau
tvær dætur.
Doktor í
matvælafræði
Ólöf Guðný
Geirsdóttir hefur
varið doktors-
ritgerð sína í
næringarfræði
við Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin
heitir „Hreyfing og næring
eldra fólks í sjálfstæðri búsetu
– tengsl við líkamssamsetn-
ingu, vöðvastyrk, hreyfigetu og
aðra heilsutengda þætti.“
Markmiðið var að auka
þekkingu á næringu og hreyf-
ingu á meðal eldra fólks. Var
öldruðum boðin styktarþjálfun
þrisvar í viku í 12 vikur. Nið-
urstöður sýndu að regluleg
hreyfing og þátttaka í styrkt-
aræfingunum jók vöðvamassa,
vöðvastyrk og hreyfifærni
marktækt, auk þess sem
heilsutengd lífsgæði jukust.
Ólöf Guðný fæddist árið 1968.
Hún starfar sem næringarfræð-
ingur á Landspítalanum og einnig
sem stundakennari við HÍ. Eig-
inmaður Ólafar er Karl Ólafur
Karlsson lögmaður og eiga þau
þrjú börn.
Doktor í
næringarfræði
ÚR BÆJARLÍFINU
Atli Vigfússon
Þingeyjarsýsla
Jólafríið í skólunum er kærkomin
tilbreyting hjá sveitabörnunum enda
margt að gera. Í Aðaldal heimsóttu
nemendur 8. bekkjar alla sem eru 80
ára og eldri í sókninni fyrir jólin og
færðu þeim glaðning í tilefni hátíð-
arinnar. Heimsóknir þessar hafa
verið fastur liður undanfarin ár og
hafa þær mælst vel fyrir. Stundum
er þá boðið inn fyrir dyrnar, spurt
um ætt og uppruna, hlegið dátt og
kíkt á konfekt. Fyrir sum jól hafa
nemendur skorið laufabrauð með
eldri borgurum í sveitinni og lært að
skera með vasahníf eins og tíðkaðist
hér áður fyrr. Þetta hefur öllum
fundist gaman.
Jólatré vaxa víða í Þingeyjarsýslu
og er skógrækt á undanförnum árum
farin að skila sér. Furur og greni frá
ýmsum skógarreitum héraðsins
prýða híbýli fólks og víða þarf að
grisja enda hefur miklu verið plantað.
Líkt og undanfarin ár bauð Skóg-
ræktarfélag Reykdæla upp á að
kaupa og sækja jólatré að eigin vali í
skógræktargirðinguna ofan við Litlu-
laugaskóla og höfðu allir ánægju af
því að ganga upp í brekkuna og fá sér
tré á hóflegu verði.
Jólaskreytingar í sveitunum
eru miklar og vekja sumar athygli
þar sem öll útihús eru skreytt með
ljósaseríum. Sums staðar fá gamlir
súrheysturnar nýtt líf með stórum
ljósastjörnum og jólaljósin loga líka í
mjólkurhúsum. Lítill endir virðist á
frumlegheitum í því að lífga upp á
skammdegið í tilefni hátíðarinnar og
er gaman að aka um á kvöldin og
virða fyrir sér dýrðina.
Jólaheyið er nokkuð sem allar
skepnur þurfa að fá og það er alltaf
tilhlökkunarefni að bera fram besta
heyið og sjá skepnurnar njóta góð-
gætisins. Margir bændur taka til
töðuna áður en hátíðin fer í hönd og
gefa það grænasta og besta alla jóla-
dagana til að gleðja málleysingjana.
Þá eru hestum á útgangi færðar
heilar heyrúllur til þess að éta sig
sadda. Hænsnin, sem ekki éta hey,
fá hins vegar góðgæti af borðum
mannanna, leifar af búðingi, tertu
eða einhverju öðru mjög góðu með-
an heimilishundar naga heljarstór
bein.
Jólasveinar hafa sést á sveimi
og á litlu jólunum í Hafralækj-
arskóla dönsuðu þeir við krakka og
gerðu mikla lukku. Sums staðar hafa
þeir verið á skíðum eða vélsleðum,
farið á bæi, guðað á glugga og gefið
krökkum gjafir. Þeim finnst gaman
á jólunum eins og fram kemur í gam-
alli þingeyskri vísu:
Jólasveinar, jólasveinar,
jól í byggðum þrá.
Flykkjast fram úr fjöllum,
feikn af skrýtnum köllum,
skoppa skíðum á.
Dýrin fá besta heyið á jólunum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Jólalegt Kálfurinn hjá Elfu Mjöll Jónsdóttur og Elsu Dögg Stefánsdóttur fékk slaufu í tilefni jólahátíðarinnar.