Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki,
félagsmönnum, viðskiptavinum
svo og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla.
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Skagfirðinga
Kannski voru þar einu sinni staflar af ís-
lenskri skreið eða ullarreyfi stoltra íslenskra
kinda. En nú er sendiráð Íslands í Danmörku
til húsa í 18. aldar pakkhúsi í Kaupmanna-
höfn. Þó að lopa- og fiskútflutning beri þar
vafalaust á góma eru verkefni þessa elsta
sendiráðs Íslendinga á erlendri grundu
margvísleg og líklega fjölbreyttari en marg-
an grunar. Enda er Danmörk það land sem
flestir Íslendingar eru búsettir í utan Ís-
lands.
Sturla Sigurjónsson hefur verið sendi-
herra Íslands í Danmörku í tæp tvö ár. Áður
starfaði hann um árabil í utanríkisþjónust-
unni og segir verksvið sendiráða hafa breyst
talsvert undanfarin ár og áratugi.
„Sendiráð þurfa, eðli sínu samkvæmt, að
gæta ákveðinnar formfestu en þurfa samt
líka að geta verið sveigjanleg. Núna eru
verkefnin sem við sinnum mjög fjölbreytt;
allt frá hefðbundinni fyrirgreiðslu við Íslend-
inga í Danmörku og yfir í hápólitísk sam-
skipti. Gríðarleg aukning hefur verið í út-
gáfu og endurnýjun vegabréfa og sífellt
fleiri leita á náðir sendiráðsins til að taka
próf. Og þarna á milli er töluvert um við-
skipti og mikið um menningartengsl. Þetta
er þannig starfsemi að maður veit aldrei
hvað morgundagurinn ber með sér,“ segir
Sturla.
Eðlilegur niðurskurður
Að sögn Sturlu hefur verulega verið skor-
ið niður í rekstri sendiráðsins, eins og flestra
annarra opinberra stofnana eftir kreppu. Til
dæmis hefur stöðugildum fækkað úr átta í
fimm og hálft, en verkefnunum fjölgað á
sama tíma. „Niðurskurðurinn var bæði
viðbúinn og eðlilegur, en hann kallar á for-
gangsröðun verkefna. Við höfum tekið við
verkefnum frá öðrum aðilum að hluta til, t.d.
rak Ferðamálastofa skrifstofu hér í Kaup-
mannahöfn með tveimur starfsmönnum,
henni var lokað og þau verkefni fluttust að
verulegu leyti til okkar,“ segir Sturla.
Um tíu þúsund íslenskir ríkisborgarar eru
skráðir til heimilis í Danmörku og um helm-
ingur þeirra er á Kaupmannahafnarsvæðinu.
Sturla segist þó telja að enn fleiri Íslend-
ingar séu búsettir í landinu, því að nokkuð sé
um að fólk haldi þar til í nokkurn tíma en sé
með lögheimili sitt á Íslandi. „Fólk er mikið
að koma og fara og staldrar mislengi við, en
ég held að ég geti fullyrt að allflestir Íslend-
ingar spjari sig mjög vel hér. Danir hafa oft
á orði hversu vel þeir aðlagist samfélaginu.“
Enginn týpískur Íslendingur
Sturla segir að alls ekki sé hægt að tala
um einhvern „týpískan Íslending“ í Dan-
mörku. „Þetta er mjög fjölbreyttur hópur.
En það kemur nokkuð á óvart að Íslend-
ingum sem flytjast til Danmerkur hefur
fjölgað að undanförnu, því að atvinnu-
ástandið hér er ekki gott. Mér skilst líka af
rektorum danskra háskóla að Íslendingum í
námi hafi fækkað. Það er því erfitt að segja
hvað skýrir þessa fjölgun, en hugsanlega er
fólk að fara í styttra nám í sérskólum og
kemur jafnvel oft með stórar fjölskyldur
með sér.“
Stundum heyrist að Íslendingar séu illa
þokkaðir í Danmörku, ekki síst eftir hrun.
Einnig að mörgum Dananum hafi þótt
kreppan makleg málagjöld þjóðar sem lagði
undir sig stóran hluta Kaupmannahafnar
með digurbarkalegum yfirlýsingum um eigið
ágæti.
„Ég hef ekki orðið var við fordóma gagn-
vart Íslendingum hér í Danmörku eftir hrun-
ið, og ég held að tal um slíkt sé nokkuð orð-
um aukið. En það var mikið gert með
neikvæða afstöðu Dana til Íslendinga. Sumir
Danir gætu verið tortryggnir gagnvart ís-
lenskum fjármálastofnunum og bönkum, en
jákvæðir gagnvart öðru sem frá landinu
kemur, eins og til dæmis menningunni.“
Kynning á íslenskri menningu er veiga-
mikill þáttur í starfsemi sendiráðsins og
Sturla segir að verk íslenskra listamanna
eigi mikið erindi við aðrar þjóðir. „Ég leyfi
mér að fullyrða að menningin hefur marg-
földunaráhrif. Til dæmis gæti sá, sem les bók
eftir íslenskan höfund, fengið áhuga á að
lesa fleiri íslenskar bækur, hlusta á íslenska
tónlist eða heimsækja Ísland. Þetta gleymist
stundum þegar verið er að tala um að kynna
íslenska menningu á alþjóðavettvangi.“
Norrænt samstarf mikilvægt
Norrænt samstarf er eitt af stærri verk-
efnunum. „Norrænu tengslin eru mikilvæg
og ég tel að norrænt samstarf standi enn á
mjög traustum grunni. Kannski má segja að
það hafi liðið fyrir of góðan árangur, þ.e.a.s.
það er orðið svo sjálfgefið að við tökum
varla eftir því lengur. Auðvitað hefur ytra
umhverfi eins og aukin hnattvæðing og Evr-
ópusambandið alltaf áhrif á svona staðbund-
ið samstarf en slíkar breytingar geta líka
orðið til þess að þétta samstarfið,“ segir
Sturla.
Danmörk er eitt stærsta viðskiptaland
okkar Íslendinga og Sturla segir að útflutn-
ingur Íslendinga til Danmerkur hafi numið
um 15 milljörðum í fyrra. Til samanburðar
má nefna að útflutningur til Bandaríkjanna
nam um 25 milljörðum. „Við erum annars
vegar að tala um þjóð, þar sem fimm og hálf
milljón býr og hins vegar 300 milljóna þjóð.
Þetta sýnir hvað þetta er mikilvægur mark-
aður og þetta er nærmarkaður; umhverfi
sem við þekkjum og ég er sannfærður um að
möguleikarnir séu langt frá því að vera
tæmdir. Ferðamálin eru mjög mikilvæg og
þar hefur gengi krónunnar auðvitað haft
áhrif. Mér skilst að það sé 8% fjölgun
danskra ferðamanna til Íslands á fyrstu tíu
mánuðum ársins og Danir eyða miklu á Ís-
landi, eða um 440 milljónum í fyrra.“
Aðstoða við tengslamyndun
Sendiráðið aðstoðar lítil og meðalstór ís-
lensk fyrirtæki við að koma sér á framfæri,
við tengslamyndun og að komast í samstarf
við danska aðila. Það hefur í samstarfi við
Dansk-íslenska viðskiptaráðið staðið að svo-
kölluðu viðskiptaneti íslenskra fyrirtækja í
Danmörku, sem ætlað er að stuðla að auk-
inni upplýsingamiðlun til þeirra um að-
stæður og tækifæri í Danmörku. En það hef-
ur líka milligöngu á milli danskra aðila og
íslensks viðskiptalífs. Sturla segir vaxandi
áhuga vera meðal Dana á fjárfestingum á Ís-
land, ekki síst á loðdýrarækt. „Danskir loð-
dýrabændur horfa til Íslands og stórir hópar
þeirra fara gagngert þangað til að kynna sér
loðdýrarækt. Þetta hefur ekki farið hátt, en
íslensk skinn þykja afbragðsgóð og gæði
þeirra þykja á við það sem best þekkist í
Danmörku.“
Verkefnin eru greinilega mörg og misjöfn.
En er hægt að taka hlutverk sendiráðsins
saman í einni setningu? „Það má eiginlega
segja að sendiráðið sé eins og upphafinn
sýslukontór án nokkurra valdheimilda,“ seg-
ir Sturla.
Sturla Sigurjónsson
Á kontórnum Sturla Sigurjónsson, sendi-
herra Íslands í Danmörku.
Upphafinn kontór í gömlu pakkhúsi