Morgunblaðið - 24.12.2011, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Nú líður að jólum,
og fólk fagnar vetr-
arsólstöðum, hver með
sínum hætti. Kristnir
halda upp á fæðingu
Jesú Krists, sem álit-
inn er hafa fæðst í
Betlehem í Júdeu, þar
sem núna heitir Vest-
urbakkinn og er á her-
teknum svæðum Pal-
estínu. Hann er
kenndur við náunga-
kærleik og fyrirgefningu og meðal
fegurstu kaflanna í Biblíunni eru
orðin sem lögð eru í munn hans í
fjallræðunni sem og gullna reglan,
sem margir telja að sé kjarninn í
boðskap hans og menn ættu að geta
sameinast um, óháð trúarskoðunum:
„Það sem þér viljið að aðrir menn
geri yður, það skuluð þér og þeim
gjöra.
Jólaguðspjallið er flutt í Rík-
isútvarpinu ár hvert. Þar segir frá
trésmið sem hélt með þungaðri konu
sinni til þorpsins Betlehem í Galíleu,
svo Rómverjar, sem voru þá með
hersetu í landinu, gætu skráð hann í
manntali sínu. Ekkert gistirými var
að finna svo þau urðu að hírast í fjár-
húsi. Lesendur kannast að öllum lík-
indum við söguna.
En hvað er að gerast í Betlehem í
dag? Aðskilnaðarmúr liggur þvert í
gegn um borgina, Ísraelsher tak-
markar aðgengi pílagríma og landið
er hersetið. Svo dæmi sé tekið gæti
palestínskur trésmiður með þung-
aða konu, við getum kallað hann Yo-
ussef, þurft að bíða endalaust við eft-
irlitsstöðvar Ísraelshers eða að hann
kæmist ekki vegna vegatálma.
Hvort hann kæmist í gegn færi í
raun eftir duttlungum ísraelsks her-
manns, sem líklega væri rétt í kring-
um tvítugt. Dæmi eru um að konur
hafi þurft að fæða börn við vega-
tálma eða eftirlitsstöðvar þar sem að
þeim var ekki hleypt í gegn og marg-
ar hafa látist af barnsförum vegna
þess að þær fengu ekki nauðsynlega
heilbrigðisþjónustu.
Þar sem Youssef er Palest-
ínumaður þyrfti hann sérstakt leyfi
hernámsyfirvalda til þess að mega
ferðast til Jerúsalem. Land-
tökubyggðum fjölgar æ, hvort held-
ur sem er í Austur-Jerúsalem, sem
er hernumið land, eða á Vesturbakk-
anum. Á dögunum gáfu hernáms-
yfirvöld t.a.m. leyfi fyrir 40 nýjum
landtökubyggðum í Betlehem. Sam-
tímis hefur Ísrael lokað
einni af aðkomuleið-
unum að al-Aqsa mosk-
unni í Jerúsalem, einum
mesta helgistað músl-
ima í heiminum, en
minnumst þess að borg-
in er í senn helg kristn-
um, múslimum og gyð-
ingum.
Í þorpinu Nabi Saleh
á Vesturbakkanum
mótmælti fólk frið-
samlega hernáminu en
Ísraelsher svaraði með
ofbeldi. Ungur maður, Mustafa Ta-
mimi, lést af sárum sem hann hlaut
þegar ísraelskur hermaður skaut
táragassprengju í andlit hans úr ná-
vígi. Mustafa var 28 ára gamall og á
ættingja hér á landi.
Landtökumenn hafa bæði stolið
landi og vatni þorpsbúa. Tugir voru
handteknir fyrir þátttöku í mótmæl-
unum.
Yfirlýstir stuðningsmenn Ísraels
birta iðulega greinar í Morg-
unblaðinu. Oft tala þeir um kristileg
gildi sem þeir aðhyllist. Munu þessir
stuðningsmenn fordæma aðgerðir
hermanna og landtökufólks? Munu
prestar minnast á þetta í predik-
unum sínum þegar talað er um
Betlehem, eða skiptir það eitt máli
sem á að hafa gerst fyrir 2000 árum?
Mun fólk almennt, hvaða lífsskoð-
anir sem það annars aðhyllist, taka
sér stöðu með mannréttindum og
baráttunni fyrir því að hernáminu
ljúki og friður komist á? Eða fáum
við réttlætingar á þessu framferði
og friðarkveðjur í sömu andránni?
Mun fólk fussa yfir því hvað þessir
arabar/múslimar sé nú klikk? Eiga
skilaboðin með slíku skeytingarleysi
kannski að vera þau að guð búi fyrst
og fremst í gaddavírnum, amma, svo
vísað sé í frægt lag Megasar?
Hvað myndi Jesús gera?
En það bar til um
þessar mundir…
Eftir Einar Stein
Valgarðsson
Einar Steinn
Valgarðsson
»En hvað er að gerast
í Betlehem í dag?
Aðskilnaðarmúr liggur
þvert í gegn um borg-
ina, Ísraelsher tak-
markar aðgengi píla-
gríma og landið er
hersetið.
Höfundur er í MA-námi í ensku-
kennslu við HÍ og situr í stjórn Fé-
lagsins Ísland-Palestína.
Ég hlustaði á frásögn
í útvarpinu af depurð-
inni sem ríkir í þjóð-
félaginu okkar. Geð-
vandamál vegna
fátæktarinnar virðast
þjaka landsmenn sem
aldrei fyrr. Allsleysi
margra meðbræðra og
systra þjakar þjóðina.
Biðraðir eftir mat eru
hræðilegur veruleiki í
okkar gamla samfélagi sjálfbjarga
fólks.
Móðuharðindi af mannavöldum.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi voru
líka erfiðir tímar í þessu landi. Þá höfðu
verðbólgutölur yfir 100% sést á liðnum
tímabilum. Fólkið var orðið uppgefið á
verkföllum, taxtahækkunum og geng-
isfellingum sem snérust í hringi eins og
vatn sem er að sogast niður úr baðkari.
Alltaf átti að stöðva verðbólguna eftir
að kauptaxtar höfðu verið hækkaðir
myndarlega. Það átti að telja niður
verðbólguna, alger verðstöðvun var sett
á, hert verðstöðvun sett ofan á hana,
niðurtalning verðbólgu var hafin, leift-
ursókn gegn verðbólgu skall á og hvað
það ekki hét allt saman sem okkar vís-
ustu menn fundu upp á. Allt kom fyrir
ekki.
Einhverjir muna Jóhannes Norðdal
lesa tilkynningar um að Seðlabankinn
hefði ákveðið nýtt gengi á krónunni.
Það þýddi ekki betri tíma. Þess voru
dæmi frá þessum tímum að 4.000%
taxtahækkanir launa skiluðu beinni
kaupmáttarlækkun.
Aðilarnir að hringekjunni ákváðu
loks að leita að rótum vandans. Gera
það saman í bróðerni og finna lausnir í
stað þess að liggja í skotgröfum. Fundu
út að krónan var ekki sökudólgurinn né
hann Jóhannes Norðdal. Það voru víxl-
hækkanir kaupgjalds og verðlags sem
menn voru sífellt að semja um á vinnu-
markaði.
Af hverju skyldi okkur vera fyr-
irmunað að hugsa um þessa tíma núna?
Af hverju reynum við ekki að rifja upp
fyrir okkur þjóðarsáttardagana 1989 í
stað þess að horfa að-
gerðalaus á verðbólgutöl-
urnar æða upp á við. 5,3%
núna. Hvað verður það á
morgun? Heldur einhver
að það sé það hæsta talan
sem nú sést?
Hvernig væri að hugsa
sér eitthvað annað en
meiri verðbólgu, meiri
rýrnun krónunnar, sífellt
hróp um ónýtan gjald-
miðil og upptöku evru?
Við gætum nefnilega
stýrt gengi krónunnar og
gert hana að sterkasta gjaldmiðli
heims. Ef við bara vildum.
Þetta gæti allt hafist einhvern veginn
svona:
Alþingi setur lög í víðtækri sátt allra
flokka um það að gengi krónunnar skuli
hækka um 6% á tilteknum degi. Allir
vextir, lántökugjöld, þjónustugjöld
skulu lækka um sömu tölu. Höfuðstóll
verðtryggðra skulda skuli færast aftur
til 2007, gengistryggð lán reiknast aftur
til upphafsgengis og innlendra vaxta, ný
lán eru á nýrri vísitölu. Allt verð á vöru
skal lækka um sömu 6% daginn eftir,
útseld vinna hjá skilanefndum, lög- og
verkfræðingum og iðnaðarmönnum
skal lækka um sömu prósentu. Allt.
Öll föst laun í landinu skuli lækka um
sömu 6% líka (nema laun undir tölunni
X sem skulu hugsanlega vera óbreytt ef
það er endilega nauðsynlegt til sátta).
Allir kaupmenn skulu hafa 2011 verð í
sérstökum reit á verðmerkjum sínum.
Bensíngjald, tryggingagjöld skulu líka
lækka um sömu prósentu. Allar verð-
hækkanir sem kunna að verða nauðsyn-
legar vegna heimsmarkaðshækkana
mega aðeins koma til framkvæmda ef
sérstök nefnd ASÍ og S A samþykkir
útreikninginn samhljóða. Verkföll verða
engin þennan tíma.
Þessi lög gildi í 6 mánuði. (Eða jafn-
vel 12 ef við þorum). Þá verði þau end-
urskoðuð með tilliti til árangurs. Ef
reynslan er góð og fólkið vill það, má
endurtaka þetta. Annars skal allt fara í
sama farið aftur ef þjóðin er sammála
um að það sé betra. Enda er hvorugur
þeirra Einars Odds eða Guðmundar
Jaka lengur meðal okkar til að tala um
fyrir okkur um afleiðingar víxlhækk-
ana verðlags og kaupgjalds. Þeirra í
stað eru komnir nýir spámenn og póli-
tískir snákaolíukaupmenn með nýtt
vín á gömlum belgjum eða öfugt sem
hafa ekki sama sannfæringarkraft.
Eða hafa menn séð aðrar hugmyndir í
hagfræði koma fram í heildina skoðað?
Ef okkur tækist að halda stjórn á
okkur í 2-3 ár með þessu fyrirkomulagi
hefði krónan endurheimt líklega 2007
gengið, verðlag hefði lækkað og kaup-
máttur aukist til muna og hér væri
komin á ró og frelsi.
Eftirspurn hefði aukist, verðbólga
væri hér lítil. En það sem mestu máli
skipti væri að traustið væri komið aft-
ur og trúin á landið og þjóðina. Raun-
veruleg verðmætasköpunin hefði stór-
aukist um leið og skattar hefðu
lækkað. Við værum að virkja og grafa
göng sem einkaaðilar fjármögnuðu
með veggjöldum.
En svo kæmi auðvitað spennan aft-
ur og litlu verkalýðsfélögin. Eitthvert
minnsta félagið byrjar á svona 30%
kröfu um leiðréttingu. Svo kæmu allir
hinir á eftir. Samhliða kæmi svo út-
gjaldaþensla hins opinbera í bjart-
sýniskasti góðærisins, innflutningur á
vinnuafli, fjárlagahalli og allt færi í
sama farið aftur. Enda sögðu menn í
fornöld, Panta Rei. Allt streymir og
ekkert varir. Auðvitað.
En hvern mann getur dreymt stóra
drauma án þess búast við að draum-
arnir rætist. Flestir draumar enda
með því að maður vaknar til hins gráa
veruleika. En allar ferðir okkar mann-
fólksins byrja af því að okkur dreymir
um eitthvað sem er ekki komið, eitt-
hvað betra.
Því lífið er víst hringekja.
Hringekjan
Eftir Halldór
Jónsson » Þess voru dæmi frá
þessum tímum að
4.000% taxtahækkanir
launa skiluðu beinni
kaupmáttarlækkun.
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur og er
bloggari.
Lítt verður vart við
að fjölmiðlar gagnrýni
störf sérstaks saksókn-
ara, ekki nema helst að
meiri hörku sé krafist
af honum í aðgerðum
gegn sakborningum.
Engin gagnrýni kemur
a.m.k. fram í fjölmiðlum
í þá veru að mögulega
séu saklausir menn til
rannsóknar. Þvert á
móti lýsa margir fjölmiðlar og álits-
gjafar þeirra hiklaust yfir sekt sak-
borninga með tilheyrandi miska fyrir
þá og fjölskyldur þeirra.
Vandi fjölmiðla fyrir hrun
Á þessu eru skýringar og það er
rétt að vekja athygli á þeim. Vandi
fjölmiðla er nefnilega mikill þegar
kemur að aðhaldshlutverki þeirra
gagnvart stjórnvöldum eða öðrum
ráðandi öflum í þjóðfélaginu. Þessu
er til dæmis lýst í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Þar segir að það
þurfi „öfluga fjölmiðla til að fara gegn
ríkjandi öflum og ríkjandi stemn-
ingu“. Jafnframt segir þar að harðn-
andi samkeppni á fjölmiðlamarkaði
hafi bitnað harkalega á vandaðri
fréttamennsku. Áherslan á fréttir
sem aðhald gegn stjórnvöldum og
öðrum valdaöflum hafi minnkað og
áherslan á fréttir sem söluvöru hafi
aukist. Fréttir miði að því að ná at-
hygli sem flestra og vaxandi áhersla
sé lögð á æsi- og skemmtifréttir. Þá
eigi fjölmiðlamenn erfitt með að veita
daglegum frétta-
uppsprettum sínum að-
hald. Þeir eigi erfitt
með að brenna brýrnar
sem þeir þurfi að
ferðast um daglega. Við
þær aðstæður sé auð-
veldara að skoða heim-
inn með augum þeirra
sem séu þeim regluleg
uppspretta frétta en að
halda uppi gagnrýni.
Vandi fjölmiðla er
enn til staðar
Þessi sjónarmið eiga ekki síður við
í dag en þegar skýrsla rannsókn-
arnefndar var skrifuð. Þetta sést vel
af umfjöllun fjölmiðla um þau mál
sem sérstakur saksóknari hefur til
rannsóknar. Ríkjandi stemning er
öndverð sakborningum í þessum mál-
um. Þá eru ríkjandi stjórnmálaöfl
öndverð þeim og þetta veldur því að
sjónarmið þeirra eiga ekki upp á pall-
borðið.
Vandi sakborninga
og afleiðingar fyrir þá
Fjölmiðlar nota það gjarnan sem
réttlætingu, að sakborningum hafi
verið boðið að tjá sig. Vandamálið er
hins vegar að vönduð, ítarleg og
sanngjörn umfjöllun um sjónarmið
sakborninganna selur ekki. Þvert á
móti gengur hún gegn ríkjandi anda
og núverandi valdakerfi og gæti því
leitt til minnkaðrar sölu. Þess vegna
selst sá fjölmiðill best sem gerir lítið
úr skýringum sakborninga og heldur
lífi í meiðandi umfjöllun um mál
þeirra. Það gerir því sakborningum
minna en ekkert gagn að tjá sig um
mál sín.
Vandi sakborninga í samskiptum
við fjölmiðla er jafnframt sá að þeir
hafa lítið fréttnæmt fram að færa.
Stofnanir á borð við sérstakan sak-
sóknara og fjármálaeftirlit hafa það
hins vegar. Þar eiga sér stað hlutir
sem fjölmiðlar vilja segja frá til að
auka sölu sína. Sakborningar í málum
sem þessar stofnanir rannsaka vilja
alla jafnan njóta friðar meðan mál
eru til rannsóknar og hafa ekkert að
bjóða fjölmiðlum sem getur jafnast á
við þetta. Sjálfkrafa verður því erfitt
fyrir fjölmiðla að gefa gaum og kynna
gagnrýni sakborninga á störf rann-
sakenda.
Allt þetta leiðir til þess að fjölmiðlar
veita sérstökum saksóknara lítið sem
ekkert aðhald, annað en það að krefj-
ast jafnvel enn meiri hörku gagnvart
sakborningum. Tíðarandinn og rekst-
ur fjölmiðlanna krefst þess.
Allir ættu að hafa þetta í huga við
lestur frétta um rannsóknir sérstaks
saksóknara og regluna um að menn
skuli teljast saklausir uns sekt er
sönnuð.
Aðhaldsleysi fjölmiðla
fyrir og eftir hrun
Eftir Reimar
Pétursson » Vandi fjölmiðla hefur
ekki breyst frá því
fyrir hrun. Í dag lýsir
það sér m.a. í skorti á
gagnrýni á forsendur
rannsókna sérstaks sak-
sóknara.
Reimar Pétursson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður,