Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 45

Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 45
Halldór Blöndal Fyrir nokkru kom út snotur bók, Nú kveð ég þig Slétta, vísur og viðtalsþættir við Sigurð Árnason, sem fæddur var og uppalinn á Melrakkasléttu. Síðast var hann á Oddsstöðum fram yfir þrítugt þegar hann fluttist til Raufarhafnar og vann þar lengst af hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga. Tengdasonur hans, Einar Sigurðsson fyrrverandi landsbókavörður, hafði umsjón með útgáfu bókarinnar, og er hún vel úr garði gerð eins og vænta mátti. Margvíslegar upplýs- ingar og fróðleik er að finna í neðanmálsgreinum, sem valda því að lesandinn gerir sér gleggri mynd af mannlífi á Sléttu en ella myndi. Bókin skiptist í þrjá kafla. Fyrst er inngangur um lífshlaup og uppruna Sigurðar og konu hans Arn- þrúðar Stefánsdóttur frá Skinnalóni. Síðan kemur kveðskapur Sigurðar, lausavísur, sem kastað fram við hin ýmsu tækifæri. Þær bera með sér, að Sigurði hefur verið létt um að yrkja og það er góður tónn í vísum hans. Þess vegna er gaman að fletta bókinni. Menn og málefni rifjast upp, kveðist er á á síld- arplönum á Siglufirði og á Raufarhöfn og pólitíkin og viðreisnin fær sinn skammt. Svo eru líka vísur af öðrum toga. 78 ára yrkir hann: Illa heyri eg og sé, andans slitna flíkur; öllum kemur elli á kné, áður en degi lýkur. Bókinni lýkur með viðtali sem tengdasonur hans Grímur M. Helgason átti við hann 82ja ára gamlan og hefur ekki áður birst. Það fjallar um uppvaxtarár hans og lífið á Oddsstöðum á Sléttu. Þar koma fyrir skemmtileg atvik og margt skrýtilegt. T.d. skaut hann þrívegis tvo seli í skoti og segir líflega frá því. Það var ekki mikið af bókum á Oddsstöðum, helst guðsorðabækur, en á sumum bæjum var töluvert mikið af rímum. Sjálfur keypti hann dálítið af bókum eftir að hann komst á legg, Oliver Twist og Óttaleg- an leyndardóm. Borghildur fóstra hans átti Danska orðabók eftir Konráð Gíslason, útg. í Kaupmanna- höfn árið 1851. Hún er með íslenskum skýringum og á svo góðu máli að margir líta í hana reglulega þess vegna. Nú kveð ég þig Slétta Ljósmynd/Elías Hannesson Heiðurshjón Sigurður Árnason og Arnþrúður Sigurð- ardóttir eiginkona hans í desember 1965 er Sigurður var 75 ára og Arnþrúður 73 ára. Á Sléttu Sandgerði á Raufarhöfn, hús Sigurðar Árna- sonar og fjölskyldu. Dúkrista eftir Harald Ólafsson. Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra. Nú kveð ég þig Slétta er kærkomin bók þeim, sem kunnugir eru þar fyrir norðan og þykir gaman að fræðast og rifja upp eitt og annað á þeim slóðum. MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Saga Öryrkjabandalags Ís-lands er vitnisburður umbreytingar. Hvernig þjóð-félagið hefur breyst á und- angengnum áratugum með þeim hætti að leikurinn er jafnari. Eitt samfélag fyrir alla er samandregið inntak breyting- anna en sá er titill sögu ÖBÍ sem nú er komin út. Í bók- inni rekur Friðrik G. Olgeirsson hálfrar aldar sögu bandalagsins og þess víðtæka starfs sem hefur verið rekið á þess vegum í áranna rás. Í bókinni má í raun lesa sig í gegnum lygnan straum þróunar samfélagsins. Hér vitnast að oft tekur langan tíma að skapa stemn- ingu fyrir hugmyndum, þó góðar séu og enn lengri tíma að raungera þær. Þannig segir frá því í bókinni að oft hafi öryrkjar lokað sig sjálfir af frá þjóðfélaginu og einangrað, sakir fötlunar sinnar. Hvergi hafi verið gert ráð fyrir þeim, enda yfir þröskulda yfir að fara, í tvöfaldri merkingu þess orðs. Nú sé þetta breytt. Eins og fram kemur í bókinni fór ÖBÍ um 1990 að leggja meiri áherslu á kjaramál umbjóðenda sinna; enda taldi forysta bandalags- ins á þá hallað í ráðstöfunum stjórn- valda. Þessi barátta var löng og ströng, reis líklega hæst í kringum aldamótin og voru átökin harkaleg. Þá eru rifjaðar upp væringar sem fylgdu því þegar setja átti á fót heimili fyrir fatlaða á Seltjarnarnesi og í Breiðholti. Íbúar mótmæltu og báru því m.a. við að fatlaðir ná- grannar gengisfelldu virði eigna þeirra. En sambýlin fengu að vera og í dag þykir flestum afstaða mót- mælenda illskiljanleg. Saga ÖBÍ er fyrst og fremst – og um of – saga bandalagsins sjálfs. Upptalning á nöfnum fólks og hvun- dagslegum viðfangsefnum líðandi stundar skipta ekki öllu í heild- armyndinni. Höfundur hefði í ríkari mæli mátt fara út fyrir rammann; tilgreina mál sem mörkuðu skörp skil og segja okkur söguna frá sjón- arhóli fatlaðra; fólksins sem ÖBÍ starfar fyrir. Slíkar bækur sem út hafa komið á síðustu árum hafa margar hverjar komið miklu góðu til leiðar. Má í því sambandi t.d. nefna Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson og Barn að eilífu eftir Sigmund Erni. Og það mun Eitt samfélag fyrir alla vissulega gera en sögur af fólkinu sjálfu hefðu þó gert bókina meira lifandi og gild- ismeiri. Eitt samfélag fyrir alla bbbmn Saga Öryrkjabandalags Íslands 1961- 2011 eftir Friðrik G. Olgeirsson Öryrkjabandalag Íslands gefur út. Reykjavík 2011. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Eitt og breytt samfélag Gjafakort á hátíðarverði Heimsljós (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn. Sýningum lýkur í janúar! Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 síð.sýn Sýningum lýkur í janúar! Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Mið 28/12 kl. 13:30 Frums. Fös 30/12 kl. 13:30 4.sýn Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn Fim 29/12 kl. 13:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 15:00 5.sýn Fim 29/12 kl. 15:00 3.sýn Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn Hjartnæm og fjörmikil sýning Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 8/1 kl. 16:00 On Misunderstanding (Kassinn) Mið 28/12 kl. 19:30 Frums. Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 3.sýn Frumsýnt 28.desember Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN GLEÐILEG JÓL “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 30/12 FÖS 20/01 L AU 21 /01 FÖS 27/01 KL . 20:00 KL . 20:00 NÝ SÝNING KL . 22:00 NÝ SÝNING KL . 20:00 NÝ SÝNING Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 5/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 6/1 kl. 19:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00 Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Nýdönsk í nánd (Litla sviðið) Fös 6/1 kl. 22:00 1.k Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Aftur á svið - aðeins þessar sýningar Hjónabandssæla Fös 06 jan. kl 20 Lau 07 jan. kl 20 Fös 13 jan. kl 20 Lau 14 jan. kl 20 Fös 20 jan. kl 20 Lau 21 jan. kl 20 Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Lau 07 jan kl 22.30 Fös 13 jan kl 22.30 Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Blótgoðar - uppistand um heiðingja (Söguloftið) Fös 13/1 kl. 20:00 Lau 21/1 kl. 16:00 Fös 27/1 kl. 20:00 LÍFSDAGBÓKÁSTARSKÁLDS (Söguloftið) Lau 14/1 kl. 20:00 Lau 21/1 kl. 20:00 Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Póker Sun 8/1 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 20:00 Lau 14/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 20:00 Leikhópurinn Fullt Hús kynnir Póker eftir Patrick Marber

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.