Morgunblaðið - 24.12.2011, Page 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
AF JÓLUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sinn er siður á heimili hverjuþegar kemur að jólahaldi oglíklega er fólk aldrei eins
fastheldið á venjur og siði og á þeim
góða degi sem nú er genginn í garð,
aðfangadegi. Þarf þá að fylgja
ákveðnu ferli allt þar til klukkan
slær sex og jólin eru hringd inn. Ef
því er ekki fylgt koma jólin barasta
ekki, eru bara ónýt! Fara í bað á
slaginu 17.30 (ekki steypibað, það er
bannað), sælgæti þarf að vera komið
í skálar kl. 17.55 (lakkrís og súkku-
laði til helminga, annað er bannað),
sami maturinn og mamma gerði
þarf að vera reiðubúinn á slaginu
18.30, o.s.frv. Á mörgum heimilum
er mikið hreingerningaæði fram á
síðustu stund, hjá sumum svo svaka-
legt að hreinsa þarf fúgurnar milli
baðflísanna með tannbursta, annars
eru jólin ónýt! En einhverjum er
sjálfsagt alveg sama hvernig þetta
fer allt saman fram, þrífa ekkert og
halda ekki í neinar hefðir. Reyndar
þekki ég engan slíkan.
Í gærmorgun, á leið til vinnu-staðar, hlustaði ég á skemmti-
legt viðtal á Rás 2 við geðlækninn
Óttar Guðmundsson. Þáttastjórn-
endur ræddu m.a. við Óttar um hið
sk. jólaskap og hvenær fólk teldi sig
vera komið í slíkt skap. Óttar sagð-
ist aldrei komast í jólaskap fyrr en á
aðfangadag, hann væri þannig upp-
alinn. Jólin hefðu aldrei byrjað í
æsku hans fyrr en á þeim degi, þeg-
ar faðir hans, lítt handlaginn, fékk
mann til að saga jólatréð til svo það
kæmist í fótinn. Þá hefði aldrei
kviknað á jólaseríunni á aðfangadag
og pabbi hans hefði alltaf hóað í
mág sinn, rafvirkja, og fengið hann
til að laga hana. Óttar kemst þ.a.l. í
jólaskap þegar kviknar á jólaserí-
unni á aðfangadag, ekki fyrr.
Og öllu má nú ofgera og það á
svo sannarlega við um jólaundirbún-
ing. Einhver besta jólamynd allra
tíma, National Lampoon’s Christ-
mas Vacation, fjallar einmitt um
það. Í henni fer fjölskyldufaðirinn
Clark Griswold hamförum á jólum,
yfir strikið í öllum undirbúningi og
þá m.a. með því að kaupa alltof stórt
jólatré og þekja einbýlishús fjöl-
skyldunnar með ljósaseríum sem
kviknar svo auðvitað ekki á. Jólin
virðast á þeirri stundu ónýt, fað-
irinn hefur brugðist fjölskyldunni,
að eigin mati, og missir tímabundið
vitið. Sem betur fer þurfti aðeins að
hleypa rafmagni á seríuna, jólunum
bjargað. Af fréttum að dæma virð-
ast nokkrir Griswold-ar búa á Ís-
landi, menn sem þekja hús sín jóla-
seríum og virðast telja það nauð-
synlegt jólahaldi. Það sem einn
gerir á jólum finnst öðrum út í hött,
þannig er það nú bara.
Þegar ég fór að ræða þessi málí gær við kollega mína, þ.e. hve-
nær jólin teldust komin, um venjur
og siði á aðfangadag, kom ýmislegt
upp úr dúrnum. Einn sagðist eitt
sinn hafa haldið jól með fjölskyldu
sinni á Flórída og að mamma hans
hefði tekið klukknahljóminn (sem
heyrist kl. 18 á aðfangadag í Rík-
isútvarpinu) með sér til útlanda á
kassettu og leikið þegar jólin gengu
í garð. Annar kollegi sagðist hafa
hlaupið sem barn milli herbergja og
rekið á eftir frændum að raka sig og
frænkum að mála sig, engan tíma
mátti missa því jólin voru alveg að
koma! Og þau komu ekki fyrr en
„Nóttin var sú ágæt ein“ hljómaði í
útvarpinu.
Þá sagði annar kollegi af þeirri
hefð sinnar fjölskyldu að taka mynd
af öllum við matarborðið á aðfanga-
dag, hefð sem lagst hefði illa í hann
sem barn. Fyrst hefði mamman tek-
ið mynd, síðan pabbinn og þurfti að
taka þær æði margar til að ná hinni
fullkomnu aðfangadagsfjöl-
skyldumynd.
Enn einn kolleginn, karlkyns,
kom svo upp um þá þörf sína að vera
á ystu nöf á aðfangadag, sagði það
ómissandi að kaupa jólagjöf handa
frúnni rétt áður en verslunum væri
lokað á hádegi. Verður það að telj-
ast býsna djarfur leikur en ýmislegt
leggja menn nú einu sinni á sig til að
komast í jólaskap. Gleðileg jól.
Jólin koma ekki fyrr en búið er að …
Ofhlæði Clark Griswold gekk heldur langt í jólaskreytingum í kvikmyndinni National Lampoon’s Christmas
Vacation. Öllu má nú ofgera og þá líka á jólum. Hér sést hús Griswold-fjölskyldunnar uppljómað. Jólin komin.
» Jólin virðast áþeirri stundu ónýt,
fjölskyldufaðirinn hefur
brugðist fjölskyldunni,
að eigin mati og missir
tímabundið vitið.
Tímaritið Time birti í vikunni lista
yfir verstu jólakvikmyndir allra
tíma, samantekt blaðamannsins
Richards Corliss. Fyrsta myndin í
samantektinni er The Bells of St.
Mary’s frá árnu 1945 með þeim
Bing Crosby og Ingrid Bergman í
aðalhlutverkum, mynd sem Corliss
líkir við búðing og segir að hún hafi
fengið hann til að tárast af örvænt-
ingu. Næst á lista er kvikmynd sem
jafnan ratar á lista yfir bestu jóla-
myndirnar, Miracle on 34th Street
frá 1947 og sú þriðja Santa Claus
Conquers the Martians, eða Jóla-
sveinninn sigrar Marsbúana, frá
1964. Frosty the Snowman, teikni-
mynd frá árinu 1969, kemur næst
en af öðrum myndum á listanum má
nefna Ernest Saves Christmas, The
Preacher’s Wife og Dr. Seuss’ How
the Grinch Stole Christmas, eða
Þegar Trölli stal jólunum.
Lélegt Jim Carrey í Dr. Seuss’ How
the Grinch Stole Christmas.
Jólasveinninn
sigrar Marsbúana
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HÖRKU
SPENNUMYND
ÍSLENSKT
TAL
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 6:45 - 10
MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 - 6
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4
BLITZ Sýnd kl. 10:30
RUM DIARY Sýnd kl. 8
ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
ÍSLENSKT
TAL
ÍSLENSKT
TAL
88/100
-CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL
HHH
HHH
AK. DV
- MAGNÚS MICHELSEN,
BÍÓFILMAN.IS
HHHH
- RAGNAR JÓNASSON,
KVIKMYNDIR.COM
HHHH
Miðasala og nánari upplýsingar
Gleðileg jól
TÍMAR OG TILBOÐ
GILDA FYRIR 26. DESEMBEROPNUM 26. DESEMBER
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐULokað 24. og 25. desember
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 8 - 9 16
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO LÚXUS KL. 1 - 4.45 - 8 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 - 3 - 5.50 - 8 L
MI – GHOST PROTOCOL KL. 5 - 8 - 10.50 16
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L
ARTÚR 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.50 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 10.10 7
H.S.S., MBL.H.V.A., FBL.
TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG
JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
ATH: SÝNINGARTÍMARNIR GILDA 26. DESEMBER
HNOTUBRJÓTURINN BALLETT KL. 4 L
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6.45 - 8.15 - 10 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 (TILBOÐ) - 6.15 - 8 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L
JACK AND JILL KL. 10 L
TINNI KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 7
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 8 - 10.50 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 2 - 4 - 6 L
ELÍAS KL. 2 - 4 - 6 12
MIDNIGHT IN PARIS KL. 8 - 10 L