Morgunblaðið - 24.12.2011, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
100/1
„MERRILY OUT
OVER-THE-TO
-ENTERTAINME
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM Í HÁTÍÐARSKAP
Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER Zac EFFRON Michelle PFEIFFER
Robert DE NIRO Halle BERRY Sofia VERGARA Katherine HEIGL Josh DUHAMEL
Hilary SWANK Jon BON JOVI Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES
Hector ELIZONDO Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER
á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
- MARA REINSTEIN
/ US WEEKLY
HHHH
-BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
MÖGNUÐ
ÞRÍVÍDDARMYND
KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GLEÐ ILEG JÓL
Lokað 24. og 25. desember - sýn in
JÓLAM
YND
FJÖLSK
YLDUN
NAR Í Á
R
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Jólaplata KK og Ellen, Jólin eru að
koma, skreið undan vetrarfeldi fyr-
ir sex árum. Um fyrstu sameig-
inlegu plötu þessara tónelsku
systkina var þá um að ræða. Þau
hafa síðan þá haldið reglulega jóla-
tónleika og því tími kominn á nýtt
efni að sögn KK.
„Ég er að keyra. En hef fulla
stjórn. Er með viðeigandi búnað til
að tala í,“ segir hinn löghlýðni KK
glaðhlakkalega er blaðamaður slær
á hann í morgunsárið á Þorláks-
messunni. Hann rifjar upp tildrög
þess að hann og systir hans hafi lagt
í jólaplötu á sínum tíma.
„Það var sannarlega kominn tími
á þetta þá. Við settumst niður og
vorum að pæla í því hvernig
systkinaplötu við ættum að gera. Og
þetta þróaðist mjög náttúrulega út í
jólaplötu. Með þessari plötu erum
við svo að svara ákveðinni eft-
irspurn, við höfum verið að halda
jólatónleika í fimm ár og gott að fá
eitthvert nýtt efni inn.“
KK segir að þau hafi farið í gegn-
um lagabunka í sumar, valið úr og
spáð í hvað hentaði þeim best.
„Maður fer eftir tilfinningu. Það
er ómögulegt að sjá fyrir fram hvað
gengur upp og hvað ekki í þessum
efnum. Við tíndum saman óhemju-
mikið af lögum en maður kemst ekki
að því hvað virkar fyrr en maður
tekur á þeim. Það voru þarna mjög
falleg lög sem síðan felldu sig ekki
að okkar stíl. Við sem flytjendur
náðum ekki sambandi við þau.“
KK segir það að sönnu skringilegt
að taka upp jólaplötu á hásumri og
hlær dillandi hlátri þegar hann rifjar
það upp.
„Svolítið skrítið, óneitanlega,“
segir hann.
„Að vera með tugi jólalaga í eyr-
unum í júní og júlí.“
Leið KK og Ellen að þessum lög-
um er mörkuð þessum kunnuglega
stíl sem tónlistarunnendur þekkja,
útgáfurnar eru sefandi og hátíðlega,
mínimalískar eins og KK bendir á.
„Stíllinn kemur af sjálfu sér,“ seg-
ir hann.
„Það er mikilvægt, finnst mér, að
þegar maður byrjar á einhverju
verkefni kemur að þeim tímapunkti
að verkefnið sjálft fer að ráða för.
Maður verður að vera opinn fyrir því
að það taki eigin stefnu og maður á
alls ekki að berjast á móti því og
reyna að neyða það inn á línu sem
það vill ekki fara í.“
KK nefnir að Eyþór Gunnarsson,
maður Ellenar, hafi tekið þátt í þess-
ari plötu og hans einkenni liggi líka
yfir henni.
„Hann spilar meðal annars á
harmóníum, gamalt pumpuorgel.
Hans áhrif á plötunni eru bæði góð
og gegn.“
Þessar jólaplötur systkinanna eru
ábyggilega fastagestir um hátíð-
arnar á mörgum heimilum en hvað
um KK sjálfan?
„Það er plata með Golden Gate
Quartet,“ svarar hann umyrðalaust.
„Hún hefur verið á fóninum á mín-
um heimilum síðan ég man eftir
mér.“
Sefandi hátíðleiki
Samheldni Systkinin KK og Ellen eiga nú að baki tvær jólaplötur og jólatónleikar þeirra eru vinsælir.
Jólin er önnur jólaplata systkinanna KK og Ellenar Undarlegt að vinna
jólaplötu að sumri segir KK Mikilvægt að leyfa verkefninu að fara sína leið
„Ég vil fá Mugison
í jólagjöf!“
„Status kvöldsins er án vafa: Ég vil
ekki fá plötuna með Mugison í jóla-
gjöf. Ég vil fá Mugison í jólagjöf!“
Þannig hljómaði fésbókarfærsla
Sólveigar Arnarsdóttur leikkonu
eftir tónleika Mugisons í Hörpu.
Fjöldi manna mærði Mugison á
þeim vettvangi eftir tónleikana
enda voru þeir í beinni útsendingu í
Sjónvarpinu.
Sóley Stefánsdóttir hefur tilkynnt
að tónleikadagskrá fyrir árið 2012
sé komin í hús. Söngkonan lýsir enn
fremur yfir ánægju sinni með til-
högun mála á opinberu fésbók-
arsetri sínu og segir tónleika verða
„víðsvegar um heim“. Viðbrögð við
þessu hafa verið þónokkur, m.a. að
utan, en plata hennar, We Sink, hef-
ur fengið lofsamlega dóma.
Sóley um heim
allan á næsta ári