Morgunblaðið - 24.12.2011, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Skeggjaður, háfættur, gráðugur, barnelskur og eilífur.
Hvert væri tökunafn þitt ef þú værir heimsfrægur rapp-
ari? (spyr síðasti aðalsmaður, Agnes Björt Andradóttir,
söngkona hljómsveitarinnar Sykurs)
MC Candle Snatcher.
Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn?
Ég held ég verði nú að segja Jóhannes úr Kötlum. Ég
á honum líf að launa.
En hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn?
Leppalúði er nú býsna slyngur á langspilinu. Þessi
Múggíson er nú líka skemmtilegur og hann hefur verið
mjög þægur síðustu daga.
Hver er tilgangur lífsins?
Að gleðja manna börn og njóta lífsins
gjafa.
Er Grýla dauð?
Nei, það er útbreiddur misskiln-
ingur. Hún er sprelllifandi sú gamla
og með allt á hornum sér. Hún borð-
ar ekki börn, það er líka út-
breiddur og afskaplega leiðigjarn
misskilningur. Þið þurfið ekki að
vera hrædd, börnin góð, Grýla
borðar ekki einu sinni þá allra
óþekkustu.
Ef þú værir ekki í jólasveina-
bransanum, hvað værirðu þá
að gera?
Tja, rapparinn MC Candle
Snatcher hljómar nú ansi
vel!
Hvernig ferðu að því að
gefa öllum þessum börnum
í skóinn?
Þú heldur þó ekki að ég
fari að svara því í Morg-
unblaðinu?! Það er og
verður leyndarmál, um
aldir alda.
Getur þú lýst dansstíl þín-
um á djamminu?
Hvað er þetta „djamm“?
Er það eitthvert nýtt fyrirbæri í mannheimum? Ég
kannast ekki við neitt djamm, kæri blaðamaður. Ég
dansa hins vegar oft og mikið á jólum og þá er það nú
í kringum jólatré. Hliðar saman hliðar og sný mér í
hring, svona að mestu. Svo sái ég auðvitað, klappa
saman lófum og stappa niður fótum, eins og allir vita.
Hvernig tekstu á við frægðina?
Af miklu æðruleysi. Frægðin er tiltölulega ný uppfinn-
ing í mannheimum og ég gef nú lítið fyrir hégóma al-
mennt. Mér finnst þessar Kardashian-stelpur þarna í
Ameríkunni nú ekki til fyrirmyndar, þær hafa líka ver-
ið mjög óþekkar á árinu og eiga hiklaust skilið að fá
kartöflu í skóinn!
Hvað færðu ekki staðist?
Nú, tólgarkerti auðvitað! Hvernig er það með
ykkur blaðamenn, undirbúið þið ykkur ekkert
áður en þið hafið samband við jólasveina?!
Nú þykir mér tíra á tíkarskottinu.
Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er
þá hvern?
Já, ég á mér marga leynda hæfi-
leika. Enginn í heimi hér stenst
mér t.d. snúning þegar kemur að
því að nappa tólgarkertum. Verst
hvað þeim hefur fækkað mikið
með árunum, nú eru allir vit-
lausir í ljósalengjur sem ganga
fyrir rafurmagni. Hann Edis-
on var óþekktarangi!
Múm eða Sigur Rós?
Það er ómögulegt að gera
upp á milli krútta.
Kalkúnn eða hangilæri?
Hvað heldur þú?! Held-
urðu að alíslenskur jóla-
sveinn vilji heldur kalkún
en hangilæri?! Nú dámar
mér!
Hvers viltu spyrja næsta
aðalsmann?
Ertu ekki búinn að vera
þægur og góður að-
alsmaður?
Leppalúði og langspilið
Aðalsmaður vikunnar er enginn annar en jólasveinninn
Kertasníkir en hann kom til byggða í nótt.
Morgunblaðið/Frikki
Síðastur Kerta-
sníkir hress í
sparifötunum.
Fjörfiskarnir/Seafood
Teiknimynd í þrívídd sem verður
frumsýnd á annan í jólum. Í mynd-
inni segir af bambushákarlinum Pup
sem sem getur lifað á þurru landi og
gengið um í allt að tólf klukkustund-
ir en þá þarf hann að snúa aftur til
sjávar. Pup á marga vini í sjónum,
m.a. stóran hákarl að nafni Júlíus,
kolkrabbann Októ, skjaldbökuna
Myrtlu, skötuna Spinna og flug-
fiskana Gísla, Eirík og Helga. Babb
kemur í bátinn þegar ræningjar
kafa niður að kóralrifinu sem Pub
býr í og ræna pétursskipum, eggjum
hákarla. Pup vill endurheimta þau
en til þess verður hann að fara upp á
land og ekki víst að hann nái að snúa
aftur í sjóinn í tæka tíð. Vinir hans
veita honum aðstoð í hinni miklu
glæfraför. Leikstjóri er Aun Hoe
Goh. Enga erlenda dóma er að finna
um myndina.
Bíófrumsýning
Hákarl á þurru landi
Hættuástand Hæna ein úr Fjörfiskum í mikilli hættu, hákarl um það bil að
gleypa hana í heilu lagi. Teiknimyndin verður frumsýnd á annan í jólum.
88/100
„FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HASARATRIÐUM
SEM MINNA EINNA HELST Á LJÓÐLIST“
-CHICAGO SUN TIMES
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
NEW YEAR´S EVE kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 - 10:50 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:50 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 2 - 5:10 - 8 - 10:50 2D VIP
FJÖRFISKARNIR Íslenskt tal kl. 1 - 1:30 - 3:40 - 5:50 2D L
HAROLD & KUMAR Með texta kl. 8 - 10:10 2D 16
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN Ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D L
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN Ísl. tal kl. 1:20 - 3 2D L
PUSS IN BOOTS Enskt tal kl. 10:20 2D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 1 - 3:20 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:40 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO kl. 5 - 8 - 11 2D 16
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:45 2D 12
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 8 - 10:10 3D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3 - 5:30 3D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:30 2D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 3D L
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3:20 2D L
/ AKUREYRI
FJÖRFISKARNIR Íslenskt tal kl. 2 - 4 - 6 2D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 2 - 4 3D L
NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:20 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
/ KRINGLUNNI
/ EGILSHÖLL
/ ÁLFABAKKA
NEW YEAR´S EVE kl. 2 - 5:30 - 8 - 10 - 10:50 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:30 2D 12
FJÖRFISKARNIR Íslenskt tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 1:30 - 3:30 3D L
FJÖRFISKARNIR Íslenskt tal kl. 2 - 4 - 6 2D L
NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO kl. 10:30 2D 16
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:50 2D 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 4 3D L
ALVIN OG ÍKORNARNIR Ísl. tal kl. 2 - 6 2D L
FJÖRFISKARNIR Íslenskt tal kl. 2 - 4 - 6 2D L
NEW YEAR´S EVE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 1:40 - 3:40 2D L
TOWER HEIST kl. 5:50 2D 12
á allar sýningar merktar með appelsínuguluRBÍÓ 750 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Á SELFOSSI
Stórstjörnurnar Kristen Stewart, Robert Pattinson
og Taylor Lautner eru mætt í vinsælustu myndinni
í heiminum í dag !
SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
"BESTA MYND SERÍUNNAR."
"SVONA EIGA
HASARMYNDIR AÐ VERA."
H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
H.S.S. - MBL
HHH
"HLÝTUR AÐ TELJAST SÚ BESTA
HINGAÐ TIL"
"FJÖRUGASTA OG SKEMMTILEGASTA
HASARMYND ÁRSINS"
Þ.Þ. - FT.
HHH
"EIN BESTA MYND ÁRSINS ÞÖKK SÉ FÆRUM
LEIKSTJÓRA, LEIKURUM OG HANDRITSHÖFUNDI."
- MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS
HHHH
"ÞAÐ FER EKKERT
ÚRSKEIÐIS HJÁ FINCHER
AÐ ÞESSU SINNI"
- RAGNAR JÓNASSON,
KVIKMYNDIR.COM
HHHH
HHH
- TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT
ngart ímar g iLda 26. desember
Stiklu fyrir kvikmynd Ridleys
Scotts, Prometheus, sem tekin var
að hluta hér á landi, er nú að finna
á netinu og þá m.a. á YouTube.
Ljóst er af stiklunni að mikill hasar
er í vændum, geimverur ógna
mönnum líkt og þær gerðu í Alien,
kvikmynd Scotts frá árinu 1979.
Prometheus verður frumsýnd í júní
á næsta ári.
Krassandi stikla
fyrir Prometheus
Geimverur Leikstjórinn Ridley Scott.