Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 52

Morgunblaðið - 24.12.2011, Side 52
LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Jólakort Beckhams lak á netið 2. Andlát: Einar Olgeirsson 3. Aðgerðum lokið á slysstað 4. Eyðir jólunum með nýja …  Norræna kvikmyndahátíðin í Los Angeles verður haldin í 13. sinn nú í janúar. Mynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, verður sýnd þar ásamt mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg, sem hefur fengið síaukna athygli undanfarna mánuði. Eldfjall og Á annan veg til Los Angeles FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG NV 15-23 m/s með snjókomu eða éljum, fyrst V-lands. Norðvestan og vestan 20-28 á A-verðu landinu síðdegis, en dregur úr vindi V-til. Á sunnudag (jóladag) Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 8-13 m/s. Úrkomulítið NA- lands, annars víða él og slydda eða snjókoma um tíma SA-lands. Frost 0 til 8 stig. Á mánudag (annan í jólum) Suðvestanátt og él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 1 til 12 stig, kaldast fyrir norðan. Á þriðjudag og miðvikudag Vestlæg átt og él, en yf- irleitt bjartviðri á A-verðu landinu. Frost um allt land. Guðmundur Þ. Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, segir að íslenska landsliðið sé ekki á flæði- skeri statt þótt Ólafur Stefánsson verði ekki með á Evrópumótinu í Serbíu. „Það vill svo til að þetta er sú staða sem landsliðið er hvað best mannað í,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið og er ánægður með dagskrá liðsins fram að EM. »4 Ekki á flæðiskeri staddir þótt Ólaf vanti Nú er ljóst hvaða tíu ein- staklingar koma til greina í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna á íþróttamanni árs- ins fyrir árið 2011. Tíu manna listinn er birtur í blaðinu í dag en á honum eru sex karlar og fjórar kon- ur. Listinn er gjörbreyttur frá síðasta ári en á honum er aðeins einn þeirra sem urðu í einu af tíu efstu sæt- unum 2010. »2-3 Gjörbreyttur listi yfir þá tíu bestu Hildur Björg Kjartansdóttir er 17 ára körfuboltastúlka úr Snæfelli í Stykk- ishólmi. Hún er komin í landsliðshóp- inn þótt ung sé að árum, enda hefur hún vakið athygli fyrir frammistöðu sína í vetur. Snæfellsliðið er komið í baráttu um efstu sætin á Íslandsmót- inu. „Við ætl- um að vera á meðal fjög- urra efstu,“ segir Hildur við Morg- unblaðið. »1 Hildur og Snæfell stefna á stóra hluti Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 27. desember nk. Að venju verður fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar- og auglýsingadeildar Morgun- blaðsins verður opið í dag, að- fangadag, klukkan 8-13. Þjón- ustuverið verður opnað að nýju þriðjudaginn 27. desember kl. 7. Blaðberaþjónustan er opin á aðfangadag frá 5-11. Netföngin eru askrift@mbl.is, augl@- mbl.is og bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað yfir jólin en opnað að nýju á þriðjudaginn kl. 8. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100. Netfang ritstjórnar er ritstjorn@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hjálpræðisherinn býður í sinn ár- lega jólafagnað í kvöld. Herinn hefur verið á Íslandi frá því 1895 og byrj- aði snemma á því að bjóða heim- ilislausum, fátækum og einstæð- ingum til sín í mat á jólunum. Undirbúningur fyrir jólafagnaðinn hófst í haust enda að mörgu að hyggja. „Þá byrjum við að skipu- leggja vinnuna, skipta með okkur verkum, biðja fyrirtæki um styrki og skrá sjálfboðaliða. Það hefur ekki verið stress í ár enda skipulagið gott,“ segir Sigurður Hörður Ingi- marsson, kafteinn hjá Hjálpræð- ishernum í Reykjavík. Margir bjóða fram krafta sína til að jólafagnaðurinn gangi vel fyrir sig. Sjálfboðaliðar voru um fjörutíu í fyrra og verða ekki færri í ár. „Það eru mikið sömu sjálfboðaliðarnir sem koma ár eftir ár. Þetta er yf- irleitt fólk sem hefur það gott og vill láta gott af sér leiða. Það kemur fyr- ir að hingað komi heilu fjölskyldurn- ar sem vilja hjálpa til og halda jólin með okkur. Stundum kemur fólk sem hefur þurft á hjálp okkar að halda einhvern tímann og vill síðar þakka fyrir sig með sjálfboðaliða- starfi,“ segir Sigurður. Þrjátíu lambalæri elduð Skráning í jólafagnaðinn hófst í byrjun desember og er búist við að um 130 manns borði jólamatinn í kvöld í Herkastalanum. Á matseðl- inum er súpa í forrétt, lambalæri í aðalrétt og ís í eftirrétt. Einnig er boðið upp á konfekt og kaffi og allir gestir fá pakka afhentan fyrir heim- ferð. Sigurður segir þrjátíu lamba- læri hafa verið keypt og ættu þau að duga vel. Í hádeginu á morgun, jóla- dag, er boðið upp á hangikjöt og er það aðallega heimilislaust fólk sem mætir, að sögn Sigurðar. Jólafagn- aðurinn er haldinn í samstarfi við Vernd, fangahjálpina og hefur svo verið í mörg ár. Sigurður segir fagnaðinn vera há- tíðlegan, yfir honum svífi sérstakur jólaandi og allir séu mjög þakklátir. „Borðhaldið hefst klukkan sex. Hingað hafa komið í mörg ár tvær stelpur sem spila undir í matnum á fiðlu og selló, það er mjög hátíðlegt. Eftir aðalréttinn er sungið saman og jólaguðspjallið lesið. Þá höfum við haft einsöngsatriði. Að borðhaldi loknu er salurinn rýmdur og dansað í kringum jólatréð og sungið saman við mikla stemningu.“ Tilkynningin um jólafagnað Verndar og Hjálpræðishersins, hér í rammanum til vinstri, hefur birst nánast óbreytt í Morgunblaðinu á jólum svo áratugum skiptir. Hátíðleiki og þakklæti  Dansað í kring- um jólatréð að loknu borðhaldi Morgunblaðið/Ómar Jólahátíð Mikið var um að vera í kastala Hjálpræðishersins í Reykjavík í gær þegar þær Bergdís Þóra Jónsdóttir og Margaret Saue Marti skreyttu borðin fyrir jólafögnuðinn sem hefst klukkan sex í kvöld. Jólafagnaður Hjálpræðishersins og Verndar verður haldinn í dag, aðfangadag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir í jóla- fagnaðinn. Allir eru velkomnir JÓLAFAGNAÐUR VERNDAR OG HJÁLPRÆÐISHERSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.