Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  304. tölublað  99. árgangur  AUÐKÝFINGAR, HERJÓLFUR OG ÍSLENSKUR MATUR SKARPAR LÍNUR OG GERVIAUGNHÁR LÉK FANNÝ Í NORSKA ÞJÓÐLEIKHÚSINU ÁRAMÓTAFÖRÐUNIN 10 „LEIKRITIÐ VARÐ LÍF MITT“ 32PÖR ÁRSINS 31 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) íhugar málshöfðun á hendur ríkinu vegna brota kjararáðs á skyldum sínum og bíður jafnframt eftir niðurstöðu vegna kvörtunar til umboðsmanns Alþingis. Formaður FFR, Magnús Guð- mundsson, segir ákvörðun kjararáðs frá 21. desember, þegar launalækk- un embættismanna frá 2009 var aft- urkölluð, engu breyta um áform fé- lagsins um málshöfðun. Vilja ríkis- forstjórar að afturköllun launalækk- unar gildi frá 1. desember 2010, sam- kvæmt ákvæði laga um lækkunina sem átti að vera tímabundin í tvö ár, en ekki aftur til 1. október sl. eins og kjararáð ákvað fyrir jól. Telur FFR jafnframt að kjararáð hafi brotið lög í júní sl. þegar það frestaði úrskurði um afturköllun launalækkana. Við ákvörðun kjararáðs 21. desember sl. skilaði einn fulltrúi af fimm í kjara- ráði séráliti, þess efnis að afturköll- un launalækkunar ætti að gilda frá 1. desember 2010. Ríkisforstjórar eru ríflega 200 en hjá ríkinu starfa alls um 20 þúsund manns. Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM, bindur vonir við að ákvörðun kjararáðs hafi áhrif á end- urskoðun kjarasamninga og stofn- anasamninga og kjör ríkisstarfs- manna verði leiðrétt. MForstöðumenn ríkisstofnana »4 Áforma að kæra ríkið  Ríkisforstjórar telja kjararáð hafa brotið lög  Telja að launalækkun hafi átt að afturkalla frá 1. desember 2010  Ríkisstarfsmenn vonast eftir launaleiðréttingu Ákvörðun kjararáðs » Kjararáð ákvað 21. desem- ber sl. að afturkalla launalækk- anir þingmanna, ráðherra og embættismanna frá 2009. » Nær afturköllunin til 1. októ- ber sl. en ríkisforstjórar vilja miða við 1. desember 2010. Útsölur eru hafnar í nokkrum verslunum, ein þeirra er Epli.is, Apple á Ís- landi, sem auglýsti í gær talsverðan afslátt af nokkrum vörutegundum. All- ar vörurnar sem voru á afslætti seldust upp á innan við klukkustund og fengu færri en vildu. Daníel Gauti Georgsson, 14 ára, mætti fyrir utan verslunina árla dags, nokkru áður en hún var opnuð, og keypti tölvu með miklum afslætti. Tölvukaupin fjármagnaði hann sjálfur, en einnig fékk hann nokkurn lið- styrk foreldra. „Ég var búinn að vera að safna fyrir henni og hélt að ég gæti keypt hana í fyrsta lagi á jólunum á næsta ári,“ segir Daníel Gauti kampakátur með kaupin. Hann setur það ekki fyrir sig að hafa beðið í meira en tvær klukkustundir. „Ég sparaði meira en 100 þúsund krónur, þannig að þetta er ágætis tímakaup.“ »16 „Þetta er ágætis tímakaup“ Morgunblaðið/Sigurgeir S.  Jörð í höfuðborginni hefur ver- ið alhvít í 25 daga af 27 í desem- bermánuði og er útlit fyrir áframhaldandi snjókomu. Þó má gera ráð fyrir stuttu hlý- indaskeiði um áramótin með rigningu. Trausti Jónsson veður- fræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að hiti á höf- uðborgarsvæðinu hafi verið undir meðallagi í desember- mánuði en slíkt er einnig raun- in á Akureyri. Bendir hann jafnframt á að vik frá með- allagi eigi sér fyrri for- dæmi. Trausti segir ýmislegt geta orsakað það kuldaskeið sem ríkt hefur undanfarið. Má þar t.a.m. nefna að hin svokölluðu meginskil hafa verið sunnan við landið og því hafi ekki margar djúpar lægðir gengið yfir að und- anförnu. Mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni er talin vera frá árinu 1937 en þá reyndist hún 55 cm. Í Reykjavík mælist snjódýptin nú 21 cm. »9 Alhvít jörð í höfuðborginni 25 daga af 27 dögum í desember og áfram snjóar Skúli Hansen Una Sighvatsdóttir „Miðað við það verð sem sambærileg virkjun fengi í Noregi væri þetta blússandi flott framkvæmd,“ segir Níels Sveinsson, sem rannsakaði kosti sjávarfallavirkjunar í Hvammsfirði fyrir lokaverkefni sitt í meistaranámi við alþjóðlega orkuskólann REYST. Helsta niðurstaðan er sú að slík virkjun væri raunhæfur möguleiki og gæti framleitt nóg rafmagn fyrir öll heimili landsins, ef miðað er við með- alrafmagnsnotkun á íslenskum heim- ilum. Framkvæmdin er þó ekki hag- kvæm eins og er sökum þess að raforkuverð á Íslandi er of lágt. Engin hljóð- og sjónmengun Nýtnihlutfallið fyrir sjávarfalla- virkjun á borð við þá sem er til skoð- unar í Hvammsfirði yrði svipað og í meðalvindorkuvirkjun, eða 25-30%. Til samanburðar má nefna að í hefð- bundinni vatnsaflsvirkjun er nýtni- hlutfallið um 90%. Þá séu sjávar- fallavirkjanir umhverfisvænn kostur, vegna þess að sjón- og hljóðmengun sé engin og lítil sem engin röskun á dýralífi. Mikið magn ódýrrar orku hér á landi er lykilástæða þess að áhuginn á sjávarfallavirkjunum hefur verið tak- markaður, að sögn Níelsar. Hann seg- ir þær þó raunhæfan framtíðarkost, enda ekki óeðlilegt að gefa sér að þró- unin verði til þess að ná niður kostnaði eins og t.d. í vindorkunni. »14 Sjávarföllin gætu knúið heimilin  Raunhæft að virkja sjávarföll ef raforkuverð væri hærra  Þrátt fyrir að sala á nýjum fólksbílum hafi aukist um meira en 62% það sem af er árinu benda forsvarsmenn stærstu bílaumboð- anna á að enn sé mjög langt í að salan komist aftur í eðlilegt horf. Hún er heldur meiri en þeir gerðu ráð fyrir í ársbyrjun en hafa verði í huga að markaðurinn sé afar lít- ill og því þurfi ekki mikla sölu til að það skili sér í hárri prósentu. Hinn 22. desember sl. höfðu 5.019 nýir fólksbílar selst á árinu borið saman við 3.095 árið áður. Á síðustu tuttugu árum hefur sala á nýjum bílum hins vegar að með- altali numið tæplega ellefu þús- undum. Bílaumboðin spá hóflegum vexti á næsta ári – 10-20% – og að sala á nýjum fólksbílum muni líkast til ekki fara umfram tíu þúsund bíla fyrr en á árinu 2014. »18 Sala á fólksbílum aukist um meira en 62% á þessu ári Morgunblaðið/RAX Hóflegur vöxtur Fólksbílasala hefur verið meiri en spáð var í ársbyrjun.  Hafrann- sóknastofnun hefur verið gert að endurmeta grunn ráðgjafar sinnar hvað varðar ýsuafla. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur sent stofnuninni bréf þess efnis en í því er meðal annars bent á að Landssamtök smá- bátaeigenda telji að það sem af er fiskveiðiárinu hafi ýsugengd á grunnslóð verið mun meiri en á sama tíma 2010. Farið er fram á að niðurstöðu Hafró verði skilað til ráðuneytisins fyrir 20. janúar nk. »6 Endurmeti grunn ráðgjafar vegna ýsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.