Morgunblaðið - 28.12.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 28.12.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 PARTYlín an – fyrst og fremst ódýr! NÝTT Í KRÓN UNNI Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eftir jólaösina tekur annars konar ös við í verslunum landsins þegar landsmenn skipta jólagjöfum sínum af ýmsum ástæðum. „Langflestir eru að skipta yfir í aðrar stærðir,“ sagði Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, verslunarstjóri í Joe Boxer í Kringlunni í gær. Undir þetta tók Arnrún Lea Einarsdóttir í versluninni Pandoru í Smáralind. „Svona er bara þessi dagur. Það hafa komið tveir viðskiptavinir í morgun, báðir voru að skila.“ „Við erum að skila of stórum föt- um og dvd-mynd,“ sögðu mæðg- urnar Ásdís Margrét Rafnsdóttir og Dóra Lilja Njálsdóttir sem biðu í röð við Hagkaup í Smáralind. „Við ákváðum að koma strax eftir jól til að sleppa við mestu örtröðina.“ Verslanir hafa mismunandi reglur um skil á vörum. Á skilamiðum eru oftast gefnar upp dagsetningar og er þá oft miðað við að vörunni sé skilað áður en útsölur hefjast. Sumar búðir taka ekki við vörum nema þeim fylgi skilamiði frá viðkomandi verslun, aðrar taka við öllum varningi sem þær selja, óháð því hvort hann hafi verið keyptur þar. Þar á meðal er Office 1, en þangað er hægt að skila öllum bókatitlum, svo framarlega sem þeir eru seldir í versluninni. „Hægt er að skila á milli jóla og ný- árs og okkur finnst þetta sjálfsögð þjónusta við viðskiptavini okkar,“ segir Egill Þór Sigurðsson, einn eig- enda Office 1. „Viðskipti ganga út á að veita góða þjónustu, en við viljum líka leggja okkar lóð á vogarskál- arnar að bókin haldi gildi sínu sem góð jólagjöf.“ Skilað og skipt Nokkur röð hafði myndast fyrir utan Hagkaup í Smárlind í gær, þar sem landsmenn skiluðu jóla- gjöfum sínum. Skilareglur eru mismunandi á milli verslana, þannig fara sumar fram á skilamiða, en aðrar ekki. Nú er skilað og skipt eftir jólaverslunina  Skilað og skipt í verslunum  Mismunandi skilareglur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fjölskylduhjálp Íslands verður með neyðarúthlutun í dag á milli kl. 14 og 17 í húsnæði samtakanna í Eskihlíð í Reykjavík. Fram kemur í frétta- tilkynningu að búið hafi verið að ákveða að hafa lokað á milli jóla og nýárs en fjölmargir hafi hins vegar hringt í samtökin og óskað eftir mat- araðstoð. Samtökin segja að neyðin sé mjög mikil. Þá segir að fatamarkaðurinn verði einnig opinn. „Hingað hefur hringt grátandi fólk þannig að ég ræsti út alla sjálf- boðaliða og gerði ráðstafanir með matarkaup,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjöl- skylduhjálparinnar. Hún nefnir sem dæmi um ástandið að hringt hafi grátandi kona, hjónin séu bæði at- vinnulaus, hún búin að vera það í tvö ár og maðurinn fái ekki atvinnuleys- isbætur. „Margir héldu að þeir gætu séð sér farborða fram yfir jól og áramót, gætu verið með það sem venja er á jólunum. En svo kemur bara í ljós að þeir hafa kannski klofið jólin en geta það ekki þessa daga sem nú eru framundan. Við ætlum að taka inn að minnsta kosti 500 fjölskyldur, þörfin er mikil. Það er svo mikilvægt að koma þessu á framfæri vegna þess að þeir sem eru heima og skort- ir allt halda að það sé lokað hjá okk- ur. Þeir þurfa að fá þessi skilaboð.“ Fjölmargir óska eftir mataraðstoð  Fólk hringir grátandi í Fjölskyldu- hjálp sem ræsir út alla sjálfboðaliða Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Félag forstöðumanna ríkisstofnana, FFR, er enn að íhuga málshöfðun á hendur ríkinu vegna brota kjararáðs á skyldum sínum. Kjararáð afturkall- aði sem kunnugt er launalækkun til ráðherra og alþingismanna, sem tók gildi 1. janúar 2009, og embættis- manna, sem tók gildi frá 1. mars 2009, en ákvörðunin gildir aðeins aftur til 1. október sl. Algeng mánaðarlaun rík- isforstjóra eru á bilinu 600-700 þús- und krónur, og hækka þau nú um 7- 15%, til þess horfs sem þau voru í fyr- ir 1. mars 2009. Áður höfðu forstöðumenn ríkis- stofnana, sem eru ríflega 200 talsins, krafist þess að launalækkunin yrði afturkölluð frá 1. desember 2010, samkvæmt ákvæði laga um lækk- unina sem var tímabundin í tvö ár. Telur félagið kjararáð hafa brotið lög í júní sl. er ráðið frestaði úrskurði um afturköllun launalækkana embættis- manna. Við ákvörðun sína nú 21. des- ember sl. skilaði einn fulltrúi af fimm í kjararáði séráliti, Jónas Þór Guð- mundsson, sem vildi að afturköllun launalækkunar gilti til 1. desember 2010 en ekki 1. október sl. Formaður FFR, Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, segir ákvörðun kjararáðs nú engu breyta um áform félagsins um málshöfðun en umboðsmaður Alþing- is er einnig með til umfjöllunar kvört- un frá félaginu frá því í júlí sl. Hefur umboðsmaður beðið eftir svörum frá kjararáði við ýmsum spurningum, en þeim hefur ekki enn verið svarað. „Við höfum hvorki samnings- né verkfallsrétt og treystum alfarið á ákvarðanir kjararáðs með okkar launakjör. Kjararáð á að vera hlut- laus vettvangur án pólitískra afskipta og menn eru ekki hressir með vinnu- brögðin sem tíðkast hafa í þessu máli undanfarið,“ segir Magnús. Hann segir ályktun fjölmenns fé- lagsfundar FFR frá í nóvember sl. enn í fullu gildi. Þar kom fram mikil óánægja með vinnubrögð kjararáðs. Auk þess að fresta úrskurði um aft- urköllun launa í júní sl. hafi kjararáð jafnframt frestað að ákvarða for- stöðumönnum ríkisstofnana laun með hliðsjón af launaþróun síðustu missera og innra samræmis þeirra sem undir ráðið heyra. Með frestun úrskurðar hafi kjararáð einnig brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga um andmælarétt, málshraða og meðal- hóf. Magnús segir forstöðumenn binda vonir við að álit umboðsmanns hreyfi eitthvað við þeirra málum en staðan verði metin í kjölfarið og þá ákveðið með málshöfðun af eða á. Vonast eftir leiðréttingum Mismunandi er eftir ríkisstofnun- um hvort laun starfsmanna voru lækkuð líkt og forstöðumanna, eða tekin af yfirvinna, starfshlutfall lækk- að eða kjörum breytt með öðrum hætti. Í einhverjum tilvikum hefur þetta gengið til baka en alls ekki alls staðar. Ríkisstarfsmenn eru alls um 20 þúsund talsins og kjarasamningar þeirra mismunandi eftir stofnunum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bindur vonir við að ákvörðun kjararáðs hafi áhrif á þá endurskoðun kjarasamninga og stofnanasamninga sem víða stendur yfir. Ríkisstarfs- menn hafi eins og aðrir launamenn tekið á sig ýmsar kjaraskerðingar eftir hrunið, sem í einhverjum tilvik- um hafi verið sett fram sem tíma- bundin ráðstöfnun vegna niðurskurð- ar. Á sama tíma og laun opinberra starfsmanna hafi verið fryst eða lækkuð hafi hækkanir orðið á al- mennum vinnumarkaði. „Við hljótum að horfa til þess að frekari leiðrétt- inga sé von,“ segir Guðlaug en í tengslum við kjarasamninga við ríkið fer nú fram vinna við bókun sem snýst um endurskoðun launa og launakerfa, sem og samanburð á launum ríkisstarfsmanna og á al- mennum markaði. Guðlaug seg- ir þá vinnu ekki hafa gengið mjög hratt en ákvörðun kjararáðs hljóti að styðja við sjónarmið um slíkan samanburð. Forstöðumenn ríkisstofnana ósáttir við ákvörðun kjararáðs  Almennir ríkisstarfsmenn vonast einnig eftir afturköllun launalækkana og kjaraskerðinga Launalækkanir og -breytingar sem fyrirtæki á almennum markaði gripu til í kjölfar banka- hrunsins hafa að einhverju leyti gengið til baka, að sögn Vil- hjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins. Nákvæmt yfirlit liggur ekki fyrir en Vilhjálmur segir tölur um launaþróun benda til þess að starfsmenn sumra fyrirtækja hafi fengið launin leiðrétt. Þetta sé að sjálfsögðu mismunandi eft- ir atvinnugreinum. Minnst hafi launin lækkað í útflutnings- greinum en mest í fjármálageir- anum. Sumar geng- ið til baka LÆKKANIR Á MARKAÐI Vilhjálmur Egilsson Guðlaug Kristjánsdóttir Magnús Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.