Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 14

Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 ÍSLENSKT KJÖT www.noatun.is FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Sjávarfallavirkjun í mynni Hvamms- fjarðar gæti, að tilteknum forsend- um uppfylltum, framleitt nóg raf- magn fyrir öll heimili landsins ef miðað er við meðalrafmagnsnotkun á íslenskum heimilum. Þetta er niður- staða rannsóknar sem Níels Sveins- son framkvæmdi fyrr á þessu ári en hann er með meistaragráðu í sjálf- bærri orku og viðskiptum. Rannsóknin var lokaverkefni Níels við alþjóðlega orkuskólann REYST, en skólinn er samstarfs- verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Rétt er að taka það fram að Níels gerði lokaverkefni sitt í samstarfi við fyrirtækið Sjávarorku ehf. en það er með rannsóknarleyfi í Hvammsfirði vegna sjávarfallavirkj- unar. Hvergi er til eins virkjun „Virkjun sem þessi hefur aldrei verið gerð í heiminum, þ.e. út frá þeim tölum sem ég geng út frá,“ seg- ir Níels og bætir við: „Ég nota túrb- ínu frá Rússum sem er þróuð af Rus- Hydro, þeirra Landsvirkjun.“ Hann fékk upplýsingar um nýtnihlutfall túrbínunnar, sem hann notaði, frá þróunar- og tæknideild RusHydro. Níels telur að nýtnihlutfallið fyrir sjávarfallavirkjun á borð við þessa gæti verið í kringum 25-30%, en það er svipað nýtnihlutfall og í meðal- vindorkuvirkjun. Til samanburðar má nefna að í hefðbundinni vatns- aflsvirkjun er nýtnihlutfallið um 90%. Raforkuverð of lágt á Íslandi Níels segir að sjávarfallavirkjun lík þeirri sem hann byggði rannsókn sína á, sé ekki hagkvæm framkvæmd eins og er, ef miðað er við raforku- verð hér á landi. „Vendipunkturinn er raforkuverðið,“ segir Níels en að hans sögn er raforkuverð á Íslandi of lágt um þessar mundir. Níels tekur jafnframt fram að hann hafi gert næmipróf á ýmsum þáttum á borð við nýtni í túrbínunni, stærð virkj- anasvæðisins og raforkuverði. „Raf- orkuverðið er náttúrlega afgerandi stærsti þátturinn. Miðað við það verð sem sambærileg virkjun fengi í Nor- egi þá væri þetta blússandi flott framkvæmd,“ segir Níels. Aðspurður hvort sjávarfallavirkj- anir séu raunhæfur framtíðarkostur í raforkumálum segir Níels svo vera: „Já klárlega, enda er ekki óeðlilegt að gefa sér að þróunin í þessari tækni verði eitthvað svipuð við að ná niður kostnaði eins og t.d. í vindork- unni.“ Að eigin sögn telur Níels að það séu möguleikar fyrir sjávarfalla- virkjanir annars staðar á landinu en í Hvammsfirði en hann segist ekki geta sagt um hvar né hversu miklir þeir séu, enda vanti ítarlegri rann- sóknir til að segja til um slíkt. Hann segir að mikið magn ódýrrar orku hér á landi sé lykilástæða þess að hér á landi hafi menn takmark- aðan áhuga á sjávarfallavirkjunum. Umhverfisvænar virkjanir „Helsti kostur sem sjávarfalla- virkjanir hafa fram yfir aðrar virkj- anir er að framleiðandinn veit ná- kvæmlega hvað hann hefur mikla orku og einnig hvenær hún er í boði. Þannig geta menn gert nákvæma orkuútreikninga hundruð ára fram í tímann. Annar kostur er síðan um- hverfisáhrifin en eins mál standa í dag er hægt að slaka túrbínunum alla leið niður á sjávarbotn og þá er engin sjón- né hljóðmengun og lítil sem engin röskun á dýralífi.“ Þá hvetur Níels stjórnvöld til að kynna sér kosti sjávarfallavirkjana. Sjávarfallavirkjanir eru raunhæfur framtíðarkostur  Virkjun í Hvammsfirði gæti framleitt nóg rafmagn fyrir öll heimili landsins  Ekki arðbær kostur í augnablikinu sökum lágs raforkuverðs hér á landi Teikning/Páll Heimir Pálsson Sjávarfallavirkjun Virkjun sjávarfalla í mynni Hvammsfjarðar gæti, að vissum forsendum gefnum, framleitt nóg rafmagn fyrir öll heimili landsins. Slík virkjun yrði þó ekki arðbær framkvæmd miðað við aðstæður í dag. Kolkistustraumur Straumur mældur í Kolkistustraumi til þess að staðsetja hugsanlega virkjun sem gæti skilað um 5,3 gígavöttum af orku á ári. Salan í vínbúðum ÁTVR dagana 1.- 24. desember í ár var 1.509 þúsund lítrar, en á sama tíma fyrir ári 1.525 þúsund lítrar. Sala áfengis dróst því saman um 16.000 lítra miðað við sama tímabil í fyrra, eða nálægt 1%. Sem fyrr var bjórinn uppistaðan í sölu ÁTVR fyrir jólin. Nærri 500 þúsund lítrar seldust af jólabjór og var aukn- ing frá fyrra ári nærri 50%. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðar- dóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, er þetta aðeins minni samdráttur í áfengissölu en gert er ráð fyrir yfir árið í heild, frá síðasta ári. Í ár hafa 327 þúsund viðskiptavinir komið í vínbúðirnar en sömu daga í fyrra voru þeir 332 þúsund. Síðustu dagana fyrir jól, 21.-24. desember, seldust 431 þúsund lítrar, en á sömu dögum fyrir ári seldust 438 þúsund lítrar. Tveir af annasömustu dögum árs- ins í vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að milli 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggi leið sína þangað 30. desember og um 21 þúsund á gamlársdag. Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 hinn 30. desember (það er opið í stærri búðum til klukk- an 20) og milli 11 og 12 hinn 31. des- ember (opið til klukkan 13). Á gamlársdag er gert ráð fyrir að um 7.500 viðskiptavinir verði af- greiddir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi og kemur allan dag- inn í vínbúðirnar á hefðbundnum miðvikudegi á öðrum árstíma. Áfengi mun hækka í verði um áramótin Eins og fram hefur komið mun áfengisgjald hækka um áramótin og mun það endurspeglast í áfengisverð- inu. Gjaldið á að hækka um 5,1% og því hækkar innkaupsverðið sem ÁTVR kaupir áfengið á, af innlendum birgjum, sem því nemur. Hækkun á áfengisgjaldi og tóbaks- gjaldi um 5,1% á ein og sér að skila ríkissjóði um 760 milljónum króna á næsta ári í auknar tekjur. Að því gefnu að eingöngu áfengisgjald breytist, og aðföng birgja hækki ekki, þá gæti rauðvínsflaska hækkað í verði um 2,8% um áramót, vodkaf- laska um allt að 4,3% og bjórdós um 2,7%, samkvæmt upplýsingum ÁTVR. Áfengissalan dregst saman  1.509 þúsund lítrar seldust fyrir jólin  Tveir annasöm- ustu dagar ársins eru framundan í vínbúðum ÁTVR Morgunblaðið/Golli Annríki Margar tegundir af jólabjór seldust upp fyrir þessi jól. „Við fengum út úr okkar rannsókn að með því að fylla allt sundið af túrbínum yrði þetta rétt rúmlega eitt megavatt af raforku,“ segir Gunnlaugur Steinar Guðmundsson sem gerði, ásamt félaga sínum Níels B. Jónssyni, straumlíkan af Kolkistustraumi í Hvammsfirði í lokaverkefni á vél- og orku- tæknisviði við Háskólann í Reykja- vík. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar í síðustu viku. Í lokaverkefni sínu komust Gunn- laugur og Níels að þeirri nið- urstöðu að sjávarfallavirkjun á straumþyngsta svæði Kolkistu- straums gæti að meðaltali skilað um 600 kílóvattstundum og um 5,3 gígavattstundum á ári. Að sögn Gunnlaugs notuðu þeir Níels vel þekkta tækni sem hefur áður verið reynd. Aðgengileg úr landi Til samanburðar má nefna að Kárahnúkavirkjun skilar um það bil 690 megavöttum af orku og er með framleiðslugetu sem nemur um 4.600 gígavattstundum á ári. „Kosturinn við þessa staðsetn- ingu er sá að hún er aðgengileg úr landi og það þarf ekki að brúa yfir hálft landið eins og var miðað við í rannsókn Níelsar Sveinssonar,“ segir Gunnlaugur. Níels og Gunnlaugur gerðu ná- kvæmar straummælingar en könn- uðu ekki arðbærni virkjunar í Kol- kistustraumi. „Við vorum bara í tæknilegu hliðinni en við vorum ekkert í peninga- eða fjármálahlið- inni, þannig að við gerðum mæl- ingar og vorum að vinna úr þeim mæligögnum sem við fengum,“ seg- ir Gunnlaugur. skulih@mbl.is Rétt rúm- lega eitt megavatt  Sjávarfallavirkjun í Kolkistustraumi Morgunblaðið/ÞÖK Raflínur Víða eru menn að kanna hagkvæmni sjávarfallavirkjana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.