Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 ✝ IngibjörgVagnsdóttir fæddist í Bolung- arvík 15. júní 1957. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Kína 20. nóvember 2011. Hún er elst sjö barna hjónanna Birnu Hjaltalín Pálsdóttur, kaup- manns og hús- móður, sem lifir dóttur sína, og Vagns Margeirs Hrólfssonar sjómanns, sem lést árið 1990. Systkini Ingibjargar eru Soffía, f. 5. nóvember 1958, Hrólfur, f. 20. febrúar 1960, Margrét, f. 26. júní 1962, Pálína, f. 30. nóvember 1964, Haukur, f. 10. mars 1967, og Þórður, f. 9. febrúar 1969. Börn Ingibjargar eru Kristín, f. 21. apríl 1986, enskukennari í borginni Shenzhen í Kína og stundar auk þess nám í kín- versku, Birna, f. 2. júní 1987, stundar nám í lögfræði við Há- skóla Íslands, og Ívar, f. 18. október 1993, nemi við Mennta- skólann á Akureyri. Barnsfaðir Ingibjargar og sambýlismaður til 20 ára er Ketill Helgason. in rekstur. Ingibjörg stundaði um tíma ásamt manni sínum um- svifamikinn atvinnurekstur í fiskvinnslu í Bolungarvík og á fleiri stöðum á Vestfjörðum. Þá var Ingibjörg liðtækur húsamál- ari og greip í það starf með reglulegu millibili. Ingibjörg var alla tíð mikil heimskona. Hún ferðaðist víðs vegar um heiminn og fór m.a. í æv- intýralega heimsreisu ásamt vinkonu sinni að loknu námi á Bifröst. Hún hafði unun af ferðalögum og fór óhrædd af stað til móts við ný ævintýri. Eftir að hún stofnaði fjölskyldu hafði fjölskyldan fasta búsetu í Bolungarvík og síðast á Holta- stíg 11. Hún var einstök heim að sækja og heimili hennar stóð öll- um opið og alltaf, jafnvel þótt sjálf væri hún ekki heima. Hún hafði unun af því að taka á móti gestum og búa þeim hlaðborð á einstaklega fallegu heimili fjöl- skyldunnar. Heimili Ingibjargar var bæði stórfjölskyldunni og vinum barnanna jafnan opið og sjaldan var tómt í stofunni ef eitthvert þeirra var heima. Ingi- björg starfaði undanfarin ár á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í Bolungarvík auk þess sem hún rak eigið fyrirtæki í ferðaþjón- ustu ásamt systkinum sínum. Útför Ingibjargar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 28. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þau slitu samvistir árið 2005. Ingibjörg bjó nánast alla sína tíð í Bolungarvík en hafði þó tíma- bundna búsetu í Reykjavík og á ýmsum stöðum í heiminum. Mest tengsl hafði hún við Kanada þar sem hún bjó tvívegis um eins árs skeið, síðast fyrir tveim- ur árum, og átti hún þar bæði stóran frændgarð og vinahóp sem hún ræktaði einstaklega vel. Þá var fjölskyldan einnig um tíma með annan fótinn í Kína vegna atvinnureksturs. Ingibjörg lauk grunnskóla- prófi frá Grunnskóla Bolung- arvíkur og þaðan lá leiðin í Iðn- skólann á Ísafirði þar sem hún lauk námi í tækniteiknun og starfaði hún við það um tíma í Reykjavík á yngri árum. Ingi- björg lauk einnig tveggja ára námi frá framhaldsskólanum á Bifröst. Þá lauk hún fyrir nokkrum árum Brautargengi, viðskiptanámi fyrir konur í at- vinnurekstri í tengslum við eig- Elsku mamma. Við viljum þakka þér fyrir svo margt. Fyrir að hafa opnað heila ver- öld á heimili okkar í Bolungarvík fulla af mismunandi menningar- heimum og ólíku fólki. Við lærð- um af því víðsýni, umburðarlyndi og gestrisni. Fyrir að hafa sýnt okkur traust til að fara að heiman 16 ára, mennta okkur, ferðast um heiminn og stunda áhættusöm áhugamál. Það hafa líka fleiri en við notið góðs af því hvað þú varst fús að treysta fólki. Það sést best í þeim ótrúlega stóra hópi fólks sem þú hefur kynnst með fjölbreyttum hætti, laðað að þér í gegnum tíðina og ræktað sambandið við. Við viljum þakka þér fyrir að hafa verið okkur hvatning og fyr- irmynd með því að hafa sjálf ferðast vítt um heiminn, stofnað fyrirtæki og rekið með miklum dugnaði og vinnusemi. Alltaf ver- ið tilbúin að kynnast nýju fólki og taka því opnum örmum. Með þetta veganesti erum við ríkari en margir aðrir. Við þökkum þér fyrir að hafa verið í gegnum árin góður og traustur vinur svo ótal margra. Sá stóri og fallegi vinahópur þinn er okkur styrk stoð í gegnum þennan erfiða tíma. Eins fjöl- skyldan okkar sem þú hugsaðir alltaf svo vel um. Þú veist það elsku mamma að við stöndum saman. Takk fyrir heimilið okkar sem þú lagðir mikla vinnu í og metnað að hafa sem hlýlegast og falleg- ast. Það er fullt af ást og lætur okkur finna að hér eigum við heima. Takk fyrir að hafa kennt okk- ur að elska lífið. Erfiðir tímar koma og fara eins og þú upplifðir á svo margan hátt. En þú náðir þér alltaf á strik og þannig verð- ur það líka með okkur. Þú varst kletturinn okkar og við leituðum til þín með allt, stórt og smátt. En þú ólst líka upp í okkur sjálfstæði og þess vegna, eins erfitt og þetta er núna að þurfa að kveðja þig, þá þarftu samt ekki að hafa áhyggjur af okkur. Við viljum þakka þér fyrir að hafa valið handa okkur yndisleg- an pabba sem elskar okkur eins og við hann. Við eigum hvert annað og þannig verður það allt- af. Það er brot af þér í okkur öll- um og þannig vegum við hvert annað upp. Þú varst alltaf stolt af okkur og við fengum svo sannarlega að finna fyrir því. Við viljum að þú vitir að það var eins með okkur gagnvart þér. Það verða því þrjú stolt börn sem fylgja þér til graf- ar í dag ásamt svo mörgum, mörgum öðrum. Við elskum þig. Þín alltaf, Kristín, Birna og Ívar. Þau verða fátækleg og mátt- vana orðin sem við setjum á blað í þeirri viðleitni að kveðja ynd- islega systur okkar. Samfylgdin hefur í flestu verið hamingjurík og farsæl. Hverjum lífsferli fylgja brekkur og beygjur, beinir vegir og breiðir. Við höfum verið ótrúlega lánsöm systkinin sjö að eiga hvert annað að og ekki verð- ur neitað að þeirri stund höfum við kviðið þegar kæmi að kveðju- stund þess fyrsta úr hópnum. Við höfum fengið að fylgjast að svo lengi, við höfum gert svo margt og áorkað svo miklu saman. Upp- byggingin á Læknishúsinu á Hesteyri, plöturnar okkar tvær, Hönd í hönd og Vagg og velta, Systrablokkin og Gistiheimilið Gil; allt eru þetta dæmi um það sem við höfum með einum eða öðrum hætti áorkað saman. Nú hefur sú elsta í hópnum kvatt og eftir sitjum við sorgmædd og döpur. Hópurinn hefur nú minnkað, hópur sem fékk að njóta einstaks uppeldis í faðmi kærleiksríkra og hvetjandi for- eldra sem höfðu heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Elsku, elsku Inga okkar. Við þökkum þér samfylgdina. Við þökkum þér fyrir einstaka natni þína við okkur öll, fyrir að opna heimilið þitt alla tíð fyrir okkur, fjölskyldum okkar og vinum. Við munum halda minningu þinni á lofti með því að halda áfram að lifa lífinu lifandi, syngja, spila, reyna að lifa drauma okkar eins og þú gerðir og ganga óhrædd ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Við munum líka leggja okkur fram um að verða börnum þínum gott bakland. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þeim. Þau spjara sig. Það er ekki síst þér að þakka og því uppleggi sem þú hefur haft í uppeldinu á þeim. Guð blessi minningu einstakr- ar systur. Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur og Þórður Vagnsbörn og fjölskyldur. Örlögin réðu því að við Inga kynntumst, bjuggum saman og eignuðumst þrjú börn og á sama hátt að við fórum hvort í sína átt- ina eftir 20 ára sambúð. Það eru forréttindi að hafa kynnst Ingu, búið með henni þennan tíma og eignast krakk- ana. Inga var afskaplega skapandi kona, hafði unun af list, sérstak- lega handverki, og hvar sem hún fór var hún fundvís á ótrúlega muni, stóra og smáa, sem hún keypti og þeim valdi hún stað á heimilinu af einstakri smekkvísi. Inga var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún var, náði að blanda geði við háa sem lága. Gerði aldr- ei mannamun. Allir voru jafnir fyrir henni og hún heillaði alla með framkomu sinni, sem ein- kenndist af glaðværð og skiln- ingi. Hún þurfti aldrei að fá sér einn gráan. Lífsgleðin var henni meðfædd og áunnin. Heimilið var hennar staður. Hún naut þess að fá fólk í heim- sókn og gera vel við það. Þar var tekið vel á móti fólki, þvegið af því ef þess þurfti meðan það staldraði við og það fékk kaffi og hressingu. Inga hafði unun af tónlist. Röddin var hennar hljóðfæri og það var oft sungið á Holtastígn- um. Hápunktur ársins voru jólin. Þá var húsið skreytt af stakri smekkvísi og tekið á móti eins mörgu fólki og vildi koma. Þar naut hún sín vel og þá nýttist smekkurinn, sköpunarkrafturinn og glaðværðin til að gera hátíðina eftirminnilega. Ég sé Ingu fyrir mér. Það eru að koma jól og þá þarf að kaupa greni, setja upp ljósaseríurnar og velja þemað á jólatréð. Allt tilbú- ið að taka á móti jólunum. Vertu kært kvödd elsku Inga og takk fyrir öll gömlu árin. Ketill Helgason. Mig langar að þakka þér, Inga, fyrir örlæti þitt og góð- mennsku. Hvernig þú opnaðir heimili þitt fyrir mér og greiddir leið mína þegar ég kom fyrst til Bolungarvíkur í Snorraverkefn- inu 2001 breytti lífi mínu til fram- búðar og hafði mikil áhrif á þá persónu sem ég hef að geyma. Manngæska, húmor, hlýja, já- kvæð lífsorka og ósérhlífni ein- kenndu þig og ég nýt mikillar blessunar af því að hafa þekkt þig. Ég er viss um að þú breyttir lífi margra annarra og þín verður sárt saknað. Það er mér huggun að vita hversu innihaldsríku lífi þú lifðir og mikið væri heimurinn innihaldsríkur væru fleiri eins og þú í honum. Ég votta fjölskyldu og vinum Ingu mína dýpstu samúð. Tricia Signý McKay, frænka þín frá Selkirk í Kanada. Það var mikið áfall að fá fréttir af andláti elsku Ingu okkar, vin- konu og frænku. Okkur setti hljóð við þessar dapurlegu og sáru fréttir. Með sárum söknuði og djúpri hryggð kveðjum við vinkonu okkar úr þessu lífi. Það er afar þungbært og ótrú- lega ótímabært fyrir vini og að- standendur að þurfa að hugleiða og skrifa minningarorð um svo unga manneskju í blóma lífsins. En það er bjart yfir minning- unni um Ingu, hún hafði svo marga kosti, sem prýða góða manneskju, sem við munum varðveita í huga okkar. Inga var einstaklega elskuleg manneskja, mætti öllum brosandi og með já- kvæðum huga, hafði góða nær- veru og sýndi í verki einlæga væntumþykju, alúð og mann- gæsku. Hún var auk þess mikið snyrtimenni og samviskusöm svo eftir var tekið. Hún var líka bón- góð með afbrigðum og vildi allt fyrir alla gera, þótt hún væri sjálf fullhlaðin verkefnum. Öllum þessum kostum kynnt- umst við vel á hennar ævi, bæði á uppeldisárunum sem krakkar og síðast en ekki síst eftir að við fengum hana til að aðstoða for- eldra okkar á efri árum, sem hún sinnti svo afburða vel á sinn næma hátt, með sínum einstöku hæfileikum til að umgangast fólk með nærgætni, glaðværð, hjarta- hlýju og samviskusemi. Inga var sérlega dugleg kona. Á tímabilum stundaði hún marg- falda vinnu til að sjá fyrir sér og börnunum sínum sem hún elsk- aði svo heitt og voru henni mjög náin. Hún hafði mikinn metnað fyrir börn sín og voru þau alltaf í fyrsta sæti í hennar lífi, hún var þeirra „heimaklettur“. Inga hafði yndi af ferðalögum, það kom meðal annars fram á korti, sem hún hafði skrifað móð- ur okkar fjórum dögum fyrir andlátið og barst vestur stuttu seinna. Þar lýsti hún hvað ferðin öll hefði verið skemmtileg og þær mæðgur átt yndislegar stundir saman. Það er ljós í minningunni, sem gott er að ylja sér við, að hún féll frá í gleði einmitt á ferðalagi, sem hún naut svo vel. Í lok korts- ins skrifaði hún; „ég kem heim um mánaðamótin“, en því miður gekk sú áætlun ekki eftir. Við biðjum góðan guð að styrkja börnin hennar, móður, systkini og fjölskyldur og að þau reyni að hugsa til góðu minning- anna um yndislega manneskju, það gerir lífið léttara. Einar, Halldóra, Bjarni og Ómar, Benedikts- og Hildarbörn. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Ég sest niður með sorg í hjarta til að minnast elskulegrar frænku minnar, Ingibjargar (Ingu Vagns), sem lést langt um aldur fram hjá dóttur sinni Krist- ínu í Kína. Ég mun seint gleyma 15. júní 1957. Birna systir, sem þá bjó í foreldrahúsum, var að fæða frumburð sinn. Þá var ekki til siðs að aðrir væru við fæðingu en ljósmóðir og læknir. Í næsta her- bergi sátu fósturforeldrar okkar, heiðurshjónin Ingibjörg Guð- finnsdóttir og Páll Sólmundsson, verðandi eiginmaður Birnu, Vagn Hrólfsson, og ég. Okkur fannst lítið heyrast frá herberg- inu og ég fann og sá óttasvip í augum allra. Allt í einu heyrðist barnsgrátur og svipur allra breyttist í sælubros. Inga bless- unin var komin í heiminn, en hafði aðeins látið standa á grátn- um, en hún var fædd í sigurkufli. Strax frá fæðingu hennar mynd- uðust sterk bönd á milli okkar og alla tíð síðan hefur mér fundist ég eiga stóran hlut í henni. Inga bjó með Katli Helgasyni hátt í 20 ár, en leiðir þeirra skildi. Þau eiga þrjú myndarleg börn, sem mér finnst ég líka eiga hlut í, enda viðstödd fæðingu þeirra allra. Þessi fjölskylda var ætíð aufúsugestur á heimili okkar. Inga var strax sem barn ákaf- lega samviskusöm, traust og reglusöm. Ung fékk hún mikinn áhuga á ferðalögum. Á Bifröst kynntist hún Geirfinnu (Geiru) og saman fóru þær í margra mánaða hnattferð, sem var æv- intýri líkust. Í Kanada var hún í eitt ár. Síðan fór hún þangað fyr- ir einu ári. Inga eignaðist marga góða vini og kunningja og hún var dugleg að rækta þau sam- bönd. Ég kveð þig kæra frænka og þakka þér fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar, þær síðustu daginn áður en þú lagðir upp í þína síðustu ferð. Ég bið Guð að varðveita og styrkja börnin þín sem þú elsk- aðir svo mikið og áttir stóra drauma um velgengni þeirra í líf- inu. Einnig bið ég Guð að vera með móður þinni, systkinum og öllum sem þótti vænt um þig. Vertu Guði falin og hvíl í friði elsku frænka mín. Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda. Haustið 1974 hitti ég hana frænku mína í fyrsta skipti heima á Þjóðólfsvegi 5 í Bolung- arvík, káta og rjóða. Ég var nýr maður á nýjum stað, þ.e.a.s. í dásamlegum frændgarði á leið í framhaldsskólanám við MÍ. Mér var tekið opnum örmum af frændfólki mínu og ég varð fljót- lega eins og einn af fjölskyldunni. Inga var nýkomin heim úr ferða- lagi frá Ítalíu með Sossu systur sinni. Söngur Umberto Tossi óm- aði um alla íbúð en lagið hans „Ti Amo“ var mjög vinsælt dægurlag á meginlandi Evrópu á þessum tíma. Seinna þegar ég fullorðn- aðist og var á ferðalagi um Þýskaland brá ég mér í plötubúð til að kaupa „best of“ með Um- berto Tossi, svona til minningar. Veturinn 1974-1975 gengum við Inga í skóla á Ísafirði. Inga nam tækniteiknun við Iðnskólann og ég stundaði nám við Menntaskól- ann á Ísafirði. Inga leigði her- bergi í Húsmæðraskólanum Ósk en ég dvaldi á heimavist MÍ á Torfnesi. Um helgar fékk ég far með henni heim í Víkina og dvaldi heima hjá fjölskyldunni á Þjóðólfsvegi 5 við gott atlæti. Við áttum ýmislegt sameigin- legt eins og áhuga á tónlist og listum almennt, fólki og málefn- um, að ferðast o.fl. Í hvert skipti sem við hittumst bar ferðasögur á góma og að koma í heimsókn til hennar þá blasti heimurinn við í allri sinni dýrð. Inga var mikill fagurkeri og snillingur í að raða saman hlutum og litum víðs veg- ar að úr veröldinni sem varð að heildstæðri mynd sem fyllti íbúð- ina lífi. Hún lét lítið yfir sér og tranaði sér hvergi fram. Hún var rík af visku og kærleika sem kom vel fram í starfi hennar með fólki, hláturmild og söngelsk. Hennar fallega söngrödd naut sín vel þegar fjölskyldan kom saman við undirleik og söng. Hún var hrók- ur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. Með árunum minnkaði sam- band okkar þar sem við héldum hvort í sína átt, t.d. nám á nýjum stöðum, stofnun fjölskyldu og fleira. Inga fór út til Kanada sem skiptinemi og nam einnig við Samvinnuskólann á Bifröst. Hún kynntist Katli barnsföður sínum og átti með honum þrjú mann- vænleg börn, þau Kristínu, Birnu og Ívar. Ég náði að heimsækja Ingu sumarið 2009 með sonum mínum þar sem við nutum gest- risni hennar og samveru. Þá var hún að undirbúa ferðalag til skiptinemafjölskyldu sinnar í Kanada. Í framhaldi langaði hana aftur til Kína þar sem hún hafði búið áður með fjölskyldu sinni. Nú er hennar tími liðinn hér á meðal vor og minnir okkur á hversu dýrmætt það er að elska, að njóta og að gefa af sér. Kæru aðstandendur, fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur alla okkar samúð og megi minning Ingu lýsa okkur og ylja um alla framtíð. Hvaðan komu fuglarnir, sem flugu hjá í gær? Á öllum þeirra tónum var annarlegur blær. Það var eitthvað fjarlægt í flugi þeirra og hreim, eitthvað mjúkt og mikið, sem minnti á annan heim, og ég get ekki sofið fyrir söngvunum þeim. Af vængjaþytnum einum ég vor í lofti finn. Einhver hefur sent þá, sem elskar fjörðinn minn. Þeir komu út úr heiðríkjunni og hurfu þangað inn. Það var eins og himnarnir hefðu fært sig nær. Hvaðan komu fuglarnir, sem flugu hjá í gær? (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Ketill Jósefsson. Mig langar að minnast hennar Ingu frænku minnar með nokkr- um orðum en hún lést langt um aldur fram fyrr í mánuðinum, á ferðalagi í Kína. Inga var jafn- aldri minn, ég fæddist í febrúar en hún í júní, á afmælisdegi dótt- ur minnar. Við vorum elst í stórum og nánum frændsystk- inahópi. Móðir mín og faðir henn- ar voru systkin og áttu hvort um sig sjö börn. Nálægðin á milli fjölskyldnanna var mikil á meðan við ólumst upp. Það var alltaf gott að hitta Ingu, og væntumþykja skein úr andlitinu þegar hún sagði: „Hvað segirðu elsku besti frændi,“ og kyssti mig. Þetta sagði hún í hvert einasta sinn sem ég hitti hana, það var mjög auðvelt að þykja vænt um Ingu og eftirsjáin eftir henni er mikil. „Ég trúi þessu ekki, skemmti- legasta og besta konan í Bolung- arvík er dáin,“ sagði ungur frændi hennar með grátstafina í kverkunum þegar okkur bárust fréttirnar. Heimili Ingu var opið öllum og þar var alltaf skemmti- legt. Þangað sóttu unglingarnir og stundum var það hálfgerð fé- lagsmiðstöð. Inga var vinmörg og þótti gaman að taka á móti fólki. Hjá henni var gestkvæmt Ingibjörg Vagnsdóttir HINSTA KVEÐJA Kom, vornótt og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund – ég þrái þig breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, – skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, – svæf glaumsins klið og gef mér frið, góða nótt. (Jón frá Ljárskógum) Hittumst hinum megin. Þín mamma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.