Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 25

Morgunblaðið - 28.12.2011, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 slóðir og dvaldi um hríð í Kan- ada. Þegar kallið kom var hún á ferðalagi í Kína með Kristínu dóttur sinni sem þar býr. Er gott til þess að hugsa að þær mæðg- urnar áttu saman góðan tíma þótt endalokin yrðu svona sorg- leg. Við Binni vottum börnum Ingu, móður og systkinum, ásamt fjölskyldum þeirra og öðr- um vinum og vandamönnum, okkar innilegustu samúð. Hvíl í friði mín kæra vinkona. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Jólin eru að ganga í garð og jólaljósin lýsa upp skammdegið. En lífsljós kærrar vinkonu okkar er slokknað. Jólalögin óma, en að þessu sinni eru þau tregablandin. Sorg og söknuður setur á þau sitt mark. Lífsljós Ingibjargar Vagnsdóttur vinkonu okkar er slokknað. Það var árið 1976 sem við hitt- umst fyrst. Ég hafði þá kynnst honum Bjössa mínum. Hann sagðist eiga einstaklega góða vinkonu, hana yrði ég að sjá og kynnast. Eftir það varst þú ekki bara vinkonan hans Bjössa, held- ur vinkona okkar beggja. Vinátta okkar blómstraði, þú bjóst á Kleppsveginum og við á Lauga- læk. Þá var margt brallað og mikið hlegið. Við áttum okkur skemmtilega samveru. Minning- arnar streyma fram í hugann, minningar um gleði og hlátur og þeim fylgir ómurinn frá nikkunni hans Hrólla. Ég man dagana þegar við Bjössi vorum að flytja í fyrstu íbúðina okkar. Ég var að dunda mér við að tína dót upp úr köss- um, Bjössi var á sjónum og auð- vitað varst þú mætt á staðinn til að hjálpa mér. Kvöld eftir kvöld sagðir þú: Hvenær eigum við að byrja á morgun? Oft höfum við hlegið að áhuga okkar og kappi, þegar við vorum að raða sem flottast öllu þessu leirtaui sem við Bjössi vorum búin að safna. Allt þurfti að líta svo vel út í eld- hússkápunum. Þetta heppnaðist okkur og við vorum alsælar hvernig allt smellpassaði. En þá kom bomban, foreldrar mínir komu í heimsókn. Stoltar opn- uðum við Inga alla skápa og dá- sömuðum hvað þetta væri flott og haganlega fyrirkomið. Þá sagði pabbi: Hvernig er það, á ekkert að borða á þessu heimili, hvar á maturinn að vera? Já minningarnar um Ingu eru margar og góðar. Þær lifa, lýsa og ylja. Fallega brosið, hjarta- hlýjan og hugulsemin. Þær minningar eru dýrmætar. Elsku Inga. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti í huga. Huggunarorð vildum við mæla til barnanna þinna, mömmu og ann- arra ástvina, en orðin verða máttvana í þessum mikla missi. Elsku Binna. Það er sárt til þess að vita að þetta er í annað sinn sem sorgin ber að dyrum hjá þér um jólin. En það er hugg- un að vita að þú og börnin þín og öll stórfjölskyldan eigið eftir að umvefja Kristínu, Birnu og Ívar allri þeirri ást og umhyggju sem við vitum að þið eigið í svo ríkum mæli. Kæru börn og ástvinir Ingu, við Bjössi sendum ykkur okkar innilegust samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Að lokum ætlum við að kveðja þig, elsku Inga, með tveimur erind- um eftir vinkonu okkar hana Betu. Þau segja svo vel það sem okkur er efst í huga á þessari stundu. Blessuð sé minning þín kæra vinkona. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi á þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þá sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Sigurbjörn (Bjössi) og Erla. Það styttist í hátíð ljóss og friðar þegar fréttir af ótímabæru og skyndilegu andláti góðrar vinkonu berast. Hún Inga Vagns er fallin frá. Við slíkar fréttir syrtir í sálinni og tónverk tilfinn- inganna tekur völdin. Myndir og minningar frá góðum stundum á liðnum árum þjóta um hugann. Þrátt fyrir að Inga hafði fengið of skamman tíma með okkur nýtti hún tímann vel. Hún hafði komið til manns og búið þremur efnilegum börnum sínum mynd- arlegt menningarheimili enda var hún einstök fjölskyldukona og ræktaði af alúð stóran systk- inahóp og móður. Hún hafði ferðast víða, farið í heimsferð, dvalið bæði um lengri og skemmri tíma í fjarlægum lönd- um og eignast fjölmarga vini af ólíkum menningaruppruna. Þrátt fyrir að vera heimsborgari voru það börnin og heimilið á æskuslóðunum í Bolungarvík sem stóðu hjarta hennar næst. Heimili Ingu bar þess vitni að þar byggi fagurkeri og listunn- andi. Allt heimilið var einstak- lega smekklegt og búið fallegum munum víða að úr heiminum rammað inn í ægifögru náttúru- útsýni Inguhúss á Holtastíg. En það voru ekki bara listmunir sem prýddu húsið heldur húsfreyjan sjálf sem með hlýju viðmóti og gjafmildi með velferð íbúa bæj- arins að leiðarljósi sem tók á móti hinum ýmsu leik- og lista- mönnum er tróðu upp í stofunni hennar heima. Þá opnaði Inga húsið sitt fyrir öllum Bolvíking- um og gestum þeirra til að þeir gætu átt saman gleðistundir og notið þess sem listamennirnir vildu deila með íbúunum út við heimskautsbaug. Það er því ekki að undra að Inga var kölluð til setu í menningar- og ferðamála- ráði Bolungarvíkur þar sem við sátum saman í stjórn um árabil. Þar lá hún ekki á liði sínu að vinna að menningar- og fram- faramálum í bænum. Inga var athafnakona. Hún hafði staðið í atvinnurekstri um árabil og m.a. rekið með systur sinni Sossu ferðaþjónustu í fjölbýlishúsi sem hafði hlotið það skemmtilega nafn Systrablokkin. Þar hafa ófáir ferðalangar notið gestrisni þeirra systra sem hafa verið ós- ínkar á að leggja ferðalöngum lið til að þeir fái notið ferðar og ein- stakrar upplifunar af fjörðum og fólki. Auk þessa vann Inga við ýmis störf og síðustu árin nutu aldraðir Bolvíkingar umönnunar hennar auk þess sem hún greip í ýmis störf s.s. málningarvinnu til að safna fyrir ævintýraferðum. Það var í einni slíkri ævintýra- ferð sem Inga lagði upp í hinu hinstu för en hún hafði farið alla leið til Kína til dóttur sinnar Kristínar sem þar dvelur við nám og störf. Áður hafði hún heimsótt hin börnin sín, Ívar og Birnu, sem eru við nám á Ak- ureyri og í Reykjavík og notið samvista við þau skömmu fyrir hina hinstu ferð. Ástkær börnin hennar horfa nú á eftir mætri og mildri móður, Binna á eftir ást- kærri dóttur, systkinin á eftir umhyggjusamri systur og fé- laga. Bolvíkingar sakna athafna- konu og menningarvinar, vinirn- ir einstaks félaga og samferðamanns. Fagrar minn- ingar og þakkir fyrir samveru- stundirnar hugga á þessum ljúf- sára tíma ljóss og friðar, sorgar og saknaðar. Guð geymi ykkur öll. Guðrún Stella Giss- urardóttir, Hanhóli. Myndin af Ingu er eins og mósaíkmynd sett saman úr mörgum minningabrotum sem við eigum um hana ein og sér og saman. Við erum skólasystkin hennar á Bifröst sem mættum feimin en nokkuð galvösk í skól- ann haustið 1979 til að hefja okk- ar tveggja ára viðskiptanám. Okkar beið ferðalag um ævin- týraheim sem ólgaði af lífi í öll- um sínum margbreytileika. Ald- ursbilið var nokkuð breitt í hópnum. Okkur fannst Inga þroskaðri, yfirvegaðri og jafnvel móðurleg, ekki bara yngstu krökkunum sem mættu þarna mörg hver blaut á bak við eyrun, 15-16 ára, heldur einnig hinum eldri. Þó var Inga bara 22 ára þegar hún hóf nám á Bifröst. Ferðalagið hófst; við vorum busuð, svo tóku við þriggja vikna annir. Það voru helgarleyfi þar sem hossast var í rútum með Sæ- mundi, það voru fullveldishátíðir, það voru metnaðarfullar afmæl- ishátíðir allra sem áttu afmæli það árið; skreytingar, matur og skemmtun; Vá! Það var kóra- starf og Inga í altinum, það voru sönglagahátíðir og Upplyfting, Kertalog Jökuls Jakobssonar og þjálfun í „dásamlegri“ ræðu- mennsku og öðrum félagsmála- fræðum. Það voru vísur á vegg. Þarna var hin leyndardómsfulla Grábrók, þarna var litli og stóri co-op, skautaferðir á Hreðavatni. Það voru farnar vettvangsferðir, á Þjóðminjasafnið og Bessastaði. Magnús og Jóhann héldu tón- leika og Þursaflokkurinn. Það var föndur í fjáröflunarskyni, ár- gangar heilsuðust og kvöddust, það var Ecco Homo og útskrift og síðan Flórída og New York. Farrými okkar var herbergi 113, staðsett í Helvíti, eins og neðsta hæðin hét, en þar skópum við notalegan heim og komum okkur vel fyrir. Okkur leið vel í þessu rými og öðrum líka því þar var afar gestkvæmt. Inga var allra og allir voru hennar. Hún gerði aldrei mannamun. And- rúmsloftið var á iði allan sólar- hringinn, ungt fólk að njóta þess að vera til. Dr. Hook spilaður í gríð og erg sem og hin ljúfa kan- adíska Anne Murray. Ári síðar, eldra og reyndara, fluttist þríeykið „upp“, náði eins í hreinsunareldinn á miðhæðinni og ferðalagið hélt áfram, tók á sig enn margbreytilegri myndir og óvæntar en nærði okkur og þroskaði, þarna voru okkar æskudrauma lönd. Það var húshljómsveit á ferða- laginu – Upplyfting og lögin þeirra. Inga var mikið fyrir söng og tónlist, naut þess að stússa í kringum Upplyftingarstrákana, var þeirra „Trausti vinur“. Þeir mættu í Fossvogskapellu eftir að Inga var komin heim úr sínu hinsta ferðalagi og fengu það óvænta verkefni að lyfta kistu hennar upp í bíl fjölskyldunnar sem flutti hana vestur til Bolung- arvíkur. Þar fékk hún sína tákn- rænu upplyftingu. Bíllinn hélt svo með hana áleiðis vestur með viðkomu á Bifröst, þar sem leiðir okkar allra lágu saman. Einn hringur var tekinn í kringum fánastöngina áður en haldið var á áfangastað. Þannig lýkur ferðalagi skóla- systur okkar, konu sem var hlý og umhyggjusöm og hafði góða nærveru. Við skólasystkin henn- ar þökkum henni samveruna og minnumst hennar með virðingu og elsku. Okkar líf varð ríkara af samferðinni. F.h. skólasystkina á Bifröst 1979-1981, Guðrún Guðmundsdóttir. Hún verður dýrmæt í minn- ingunni stundin sem við áttum með Ingu vinkonu okkar og ná- granna kvöldið áður en hún hélt til Kína og ekki hefði okkur grunað að þetta yrði síðasti kaffi- bollinn, síðasta spjallið við eld- húsborðið eða síðasta faðmlagið. Hún var full tilhlökkunar yfir ferðalaginu til fundar við Krist- ínu sína sem hún hafði ekki séð lengi. En þetta var síðasta ferðalag- ið hennar, hennar sem hafði svo gaman af því að ferðast og hitta fólk en þar var hún á heimavelli, allir hrifust af Ingu enda með af- brigðum opin, ljúf og góð mann- eskja. Hún lét sér svo sannarlega annt um samborgara sína og því hefur Bolungavík misst mikið við fráfall hennar. Við höfum verið hér nágrann- ar síðan Kristín var lítil og síðan bættist Birna og þá Ívar í hóp- inn, Þá bjó Inga í „Inguömmu- húsi“ og var undravert hvað hún gat gert mikið úr þessu litla rými en svo flutti fjölskyldan húsi ofar og þá varð nóg pláss og Inga inn- réttaði það af sinni alkunnu smekkvísi en þar var hún meist- ari, fagurkeri fram í fingurgóma. Sambúðin hér í götunni var góð og við eigum eftir að sakna þess að heyra kallið hennar í forstof- unni: „Elskurnar mínar, eruð þið heima?“ En Inga mun lifa áfram í börnunum sínum og það góða upplag sem hún hefur sáð í huga þeirra mun fleyta þeim yfir þennan erfiða hjalla. Við biðjum ástvinum hennar Guðs blessunar og megi minningin um góða móð- ur, dóttur og systur verma og hlýja um ókomna tíð. Við þökk- um af alhug að hafa fengið að vera samferðamenn hennar. Fjölskyldurnar Holtastíg 10 og 12, Sigríður J. Hálfdánsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Hallgrímur Kristjánsson. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Hvers vegna Inga? Hún sem var í blóma lífsins er hún var skyndilega tekin í burtu frá þessu jarðlífi. Við drúpum höfði í sorg og líka þökk fyrir að hafa fengið að njóta samvista við Ingu. Við eigum svo margar góðar minningar sem ylja hjörtum okkar. Inga bros- andi, alltaf reiðubúin að koma á vakt. Hlaupandi með blöðin ný- komin af næturvakt, málandi eða uppi í blokk að vinna og aldrei kvartaði þessi góða kona. Hún tók ekkert sumarfrí því hún ætl- aði í langþráða ferð til Kristínar sinnar í Kína. Hún fór í þá ferð og naut hennar í botn. Börnin hennar voru henni allt og var hún óendanlega stolt af þeim. Elsku Kristín, Birna, Ívar, Binna og systkini Ingu, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð leiða ykkur, vernda og styrkja á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd stelpnanna á Skýl- inu, Hulda Karlsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn G. Kristinsdóttir, Benedikt Hauksson, Olga Helena Kristinsdóttir, Sigurþór Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona og frænka okkar, ANNA STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Drápuhlíð 39, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir, Ágústa Lyons Flosadóttir, John Lyons, Sigurður Flosason, Vilborg Anna Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI V. EINARSSON fyrrverandi forstjóri, Barðastöðum 11, áður Stigahlíð 91, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi og minningarsjóð Sóltúns. Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Guðný Edda Gísladóttir, Guðjón Kr. Guðjónsson, Eggert Árni Gíslason, Petra Bragadóttir, Halldór Páll Gíslason, Anna Helga Höskuldsdóttir, Gunnar Þór Gíslason, Sólveig Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusta mín, stjúpmóðir, dóttir og systir, G. EYRÚN GUNNARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 23. desember. Árni Snær Kristjánsson, Jóhann Grétar Árnason, Gunnar Þórðarson, Rannveig Rúna Viggósdóttir, Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Gísli Jóhannsson. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN ELLERT TRYGGVASON, varð bráðkvaddur á aðfangadag, 24. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Tryggvi S. Jónsson, Erna Agnarsdóttir, Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Kæru vinir. Hjartans þakkir fyrir alla hlýjuna og sam- hygðina sem okkur var sýnd við andlát FJÖLNIS STEFÁNSSONAR tónskálds. Fjölskyldan sendir ykkur öllum óskir um gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár. Arndís Guðmundsdóttir. ✝ Okkar ástkæri JÓN ARNDAL STEFÁNSSON, Óðinsgötu 16, Reykjavík, lést mánudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Auður Kristjánsdóttir, Agnes Aðalgeirsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson, Ellert Friðrik Berndsen, Eydís Mikaelsdóttir, Birgir Stefán Berndsen, Björgvin Ragnar Berndsen, Davíð Berndsen, Viðar Berndsen, Kári Hersteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.