Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.12.2011, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn hefur verið gert að spara á næstu fjórum árum 100 milljónir danskra króna, um tvo milljarða íslenskra. Til að bregðast við fjárhagsvandanum mun leik- húsið segja upp tíu prósentum starfsmanna, alls um eitt hundrað manns, og þar af um 35 listamönn- um að sögn dagblaðsins Politiken. Konunglega leikhúsið ræður nú yfir þremur byggingum, gamla leikhúsinu við Kongens Nytorv, nýja leikhúsinu við Nýhöfnina og loks Óperunni sem stendur gegnt Nýhöfninni og A.P. Möller gaf þjóð- inni árið 2005. Setur það upp leik- rit, balletta og óperur. Auk uppsagnanna neyðist leik- húsið til að fækka uppsetningum á komandi misserum. Talsmenn leik- ara og dansara segja að uppsagnir og niðurskurður hafi mikil áhrif á gæði uppsetninganna. „Þetta þýðir til dæmis að við í balletthópnum getum ekki sett upp stórar sýn- ingar eins og Hnotubrjótinn og Svanavatnið. Það eru einfaldlega ekki eftir nógu margir svanir til að dansa í þessum stóru uppsetningum sem við erum heimsfræg fyrir,“ er haft eftir Byron Mildwater. Stjórnarformaður leikhússins, Lars Pallesen, segir uppsagnir nauðsynlegar til að bregðast við niðurskurði til húsanna og leik- hússtjórinn, Erik Jacobsen, segir þetta koma niður á listinni. „Það er ekki hægt að skera svona mikið nið- ur án þess að það komi niður á list- rænum gæðum,“ segir hann. Uppsagnir framundan í leikhúsinu Konunglega leikhúsið Det Konge- lige Teater við Kongens Nytorv. Morgunblaðið/Ómar Á sama tíma og fjármálakrísan dýpkar í löndum Evrópusam- bandsins und- irbúa stjórn- endur sambandsins viðamesta og dýrasta menn- ingarprógramm þess til þessa. Samkvæmt The Art Newspaper er fyrirhugað að veita 1,8 milljarða evra í myndlist, leiklist, kvikmynd- ir, tónlist og bókmenntir á árunum 2014 til 2020. Ef áætlunin verður samþykkt á nýju ári er gert ráð fyr- ir að um 300.000 listamenn njóti launa og styrkja samkvæmt henni. Áætlunin hefur hlotið blendnar viðtökur en sumir segja óvíst að aukið fjármagn í menningar- starfsemi nái að örva efnahagslífið í heild. Stærsti hluti fjárins fer í kvikmyndagerð í Evrópu, 910 millj- ónir evra á sjö árum. Framlög til menningarmála hækka um 35%, að teknu tilliti til verðbólgu. Viðamesta menningar- áætlun ESB Höfuðstöðvar ESB í Brussel. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er frekar yfirlýsingaglaður titill sem segir í raun alltof mikið,“ segir Margrét Bjarnadóttir dans- höfundur um sýningu sína On Mis- understanding eða Af misskilningi sem frumsýnd verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Að sögn Margrétar vann hún verkið þegar henni var úthlutað styrk sem fól í sér átta mánaða vinnuaðstöðu við K3 í Hamborg og var það frumsýnt í Kampnagel leikhúsinu í Hamborg í nóvember 2010. Núna gefst íslenskum leik- húsgestum tækifæri á að sjá sýn- inguna en það er Goethe Institut sem styrkir Íslandsfrumsýn- inguna. „Verkið er eins konar rannsókn- arstofa fyrir misskilning, en inn í það tvinnast ólíkar sögur. Við beit- um mismunandi rannsókn- araðferðum til að kalla fram mis- skilning og leikum okkur jafnframt með leikhúsformið. Sem dæmi um hinn sjónræna þátt þá má nefna að speglar leika stórt hlutverk í sýningunni. Þeir undir- strika það að sjónarhorn fólks er alltaf misjafnt, en misskilningur byggist einmitt oft á mismunandi sjónarhorni fólks. Speglarnir gera það að verkum að engir tveir áhorfendur sjá sýninguna með sama hætti og því er hver og einn áhorfandi með sína eigin útgáfu af sýningunni.“ Nútímadansinn heillaði mest Aðspurð segist Margrét skil- greina sýninguna sem danssýn- ingu, en tekur fram að hún sé reyndar ekki upptekin af slíkum skilgreiningum. „Ég hef tekið þá ákvörðun að kalla allt sem ég geri dans, en það helgast af því að dans er minn bakgrunnur. Hins vegar getur vel verið að áhorfendur skynji sýninguna frekar sem myndlist eða leikhús. Þetta er þannig ekki hreinræktuð danssýn- ing, því það er heilmikill texti í henni auk þess sem hún er mjög myndræn.“ Margrét hefur unnið sjálfstætt sem danslistamaður bæði hér heima og erlendis frá því að hún lauk BA gráðu af danshöf- undabraut ArtEZ listaháskólans í Arnhem í Hollandi árið 2006. „Ég stundaði nám í klassískum ballett við Listdansskóla Íslands þar til ég var 19 ára. Þá tók ég mér fjög- urra ára hlé frá dansi og ætlaði bara að hætta,“ segir Margrét og rifjar upp að ferðalög hennar um heiminn eftir að hún lagði dansinn á hilluna hafi opnað augu hennar fyrir því að hægt væri að nálgast dansinn frá annarri hlið og sam- eina hann myndlist og skrifuðum texta. „Í framhaldinu fór ég í danshöfundanám í listaháskóla í Hollandi. Ég vildi frekar leggja áherslu á að semja sjálf heldur en að starfa sem dansari. Í nútíma- dansinum gafst mér tækifæri á að sameina áhugamál mín, þ.e. dans- inn, myndlist og skrif. Þannig að ég fór í svolítið aðra átt en bak- grunnur minn gaf tilefni til,“ segir Margrét og tekur fram að auðvitað nýtist klassíska dansnámið henni. Margrét er meðlimur í leikhópnum Ég og vinir mínir sem sett hefur upp sýningarnar Húmanímal og Verði þér að góðu. Árið 2009 hlaut Margrét Grímuverðlaunin sem dansari ársins og danshöfundur ársins, ásamt Sögu Sigurð- ardóttur, fyrir Húmanímal. Engir tveir áhorfendur sjá sýninguna með sama hætti Flytjendur Saga Sigurðardóttir, Dani Brown og Margrét Bjarnadóttir leika sér með fjölda spegla í sýningunni.  Verkið On Misunderstanding verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 20.00  Margrét Bjarnadóttir höfundur lýsir verkinu sem blöndu af dansi, leikhúsi og myndlist Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu nefnist barnasýning sem frumsýnd verður í Kúl- unni í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 13.30. Höfundur leiktextans og leikmyndahönnuður er bókverka- konan Áslaug Jónsdóttir. „Þetta er þriðja leikritið sem ég skrifa sérstaklega fyrir Kúluna,“ segir Ás- laug, en hin tvö leikritin voru Gott kvöld sem hlaut Grímuverðlaun sem barnasýning ársins 2008 og Sindri silfurfiskur sem gert hefur það gott á barnaleiklistarhátíðum erlendis, m.a. í Malmö í vor og Moskvu nú í haust. Leikstjórn allra þriggja ofangreindra leikrita hefur verið í höndum Þór- halls Sigurðssonar. Að sögn Áslaugar byggir hún leikritið sitt um skrímslin tvö á bókunum Nei, sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu sem eru fyrstu þrjár bækurnar af sex sem út hafa komið um skrímslin. „Eins og bækurnar snýst leikritið aðallega um vináttuna og þau ýmsu vandamál sem upp geta komið hjá skrímslum, sem vill svo til að eru ótrúlega lík vandamálum okkar mannfólksins,“ segir Áslaug. Bækurnar um skrímslín hafa komið út víðs- vegar um heiminn og virðast tala til barna í ólík- um löndum. „Af því að þetta eru ímyndaðar verur sem hugsa samt eins og við, þá eru þær tíma- lausar og ekki njörvaðar við tiltekið land. Það eru sömu tilfinningarnar sem bærast með öllum þegar kemur að því að einhver er beittur órétti, er hræddur eða leiður. Auk þess þekkir vináttan engin landamæri,“ segir Áslaug. „Leikmyndin, umhverfið allt og andinn er feng- inn beint upp úr bókunum. Við þurfum auðvitað að færa svolítið í stílinn, enda er líffræðilega ómögulegt að halda í þann hæðarmun sem er á skrímslunum þegar tveir fullorðnir karlmenn leika skrímslin,“ segir Þórhallur, en með hlutverk skrímslanna fara Baldur Trausti Hreinsson og Friðrik Friðriksson. Aðspurður segir Þórhallur sýninguna hafa fallið í góðan jarðveg hjá leik- skólabörnum sem fengið hafi að kíkja á æfingar að undanförnum, en sýningin er ætluð börnum frá fjögurra ára aldri og upp úr. „Á hverju hausti býður Þjóðleikhúsið 4-5 ára leikskólabörnum í heimsókn til að skoða leikhúsið og sjá litla sýningu sem nefnist Sögustund og unn- in er upp úr íslenskum þjóðsögum. Með sýningum okkar í Kúlunni erum við markvisst að kynna börnunum leikhúsið og vonum að börn sem kynn- ast galdri leikhússins frá unga aldrei komi aftur og aftur í leikhúsið,“ segir Þórhallur og bendir á að Þjóðleikhúsið hafi í yfir sextíu ár boðið upp á barna- og fjölskyldusýningar á Stóra sviðinu. „Það er hins vegar allt önnur upplifun að sjá sýn- ingar í Kúlunni þar sem það svið býður upp á mun meiri nálægð,“ segir Þórhallur. Listrænir stjórnendur sem koma að sýningunni eru auk Áslaugar og Þórhalls þau Ásdís Guðný Guðmundsdóttir sem hannar búninga, Ágúst Stef- ánsson sem hannar lýsinguna og Sigurvald Ívar Helgason sem gerir hljóðmynd. Vináttan þekkir engin landamæri Músíkalskir Stóra skrímsli og litla skrímsli.  Nýtt leikrit um Litla skrímslið og stóra skrímslið frumsýnt í dag kl. 13.30  Þriðja leikritið sem Áslaug Jónsdóttir skrifar sérstaklega fyrir Kúluna Worthington er einn auðugasti bílasali heims og þekktur fyrir áhættusamar auglýsingar 31 » Listrænn stjórnandi sýning- arinnar On Misunderstanding er Margrét Bjarnadóttir. Elín Hans- dóttir hannar bæði leikmynd og búninga. Alessio Castellacci annast hljóð og Marcus Dross er dramatúrg. Sýningin er fram- leidd af K3 – Zentrum für Cho- reographie – Tanzplan Hamburg og Goethe-Institut. Listrænir stjórnendur ON MISUNDERSTANDING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.