Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 4

Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Útlit er fyrir að desember í ár verði metmánuður þegar kemur að heita- vatnsnotkun borgarbúa og skrifast það á langvarandi vetrarveður. Þegar kalt er í veðri leyfa flestir heita vatninu að flæða óhindrað um lagnir heimilisins og er fylgnin svo greinileg að við liggur að mælar Orkuveitu Reykjavíkur séu jafn- áreiðanlegir og hitamælar til að segja til um hitastigið. „Það má segja að það sé óvenjumikil notkun í desember og gæti alveg orðið met, en mánuðurinn er ekki búinn enn,“ segir Benedikt Einarsson, forstöðumaður stjórnstöðvar OR. Á veturna nota borgarbúar að jafnaði um 11 þúsund rúmmetra af heitu vatni á hverri klukkustund, en síðustu vikur hefur umtalsvert meira, eða um 14 þúsund rúmmetrar, runnið um kerfið að meðaltali á klukkustund. Hinn hefðbundni jólabaðs- toppur kom fram á mælunum stuttu áður en jólin voru hringd inn. „Þessi baðtoppur er árviss milli klukkan fjögur og fimm en hann fór ekki svo hátt í þetta skiptið, var um 14 þúsund rúmmetrar,“ segir Bene- dikt. Mest var notkunin á sjöunda tímanum föstudagskvöldið 9. desember, þegar rúm- lega 15.500 rúmmetrum af heitu vatni var dælt um kerfið enda var talsvert kaldara þá en á aðfangadag. Sá toppur slær hins- vegar ekki metið í heitavatnsnotkun borg- arbúa á einni klukkustund, sem stendur enn frá því í febrúar 2008. „Laugardaginn 2. febrúar 2008 var hæsti toppur sem ver- ið hefur, þá var mjög kalt í borginni, frostið í kringum 16 stig, og notkunin varð 15.619 rúmmetrar á klukkustund,“ segir Benedikt. Kerfi Orkuveitunnar hefur verið styrkt og endurbætt síðustu ár og ræður vel við sveiflurnar. „Auðvitað reynir svona mikið álag á kerf- ið en það hefur allavega haldið.“ Skrúfað frá heita vatninu  Stefnir í metnotkun á heitu vatni þennan vetrarmánuð sé eining um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Árni Páll eða Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra taki við því embætti. Morg- unblaðið hefur einnig heimildir úr herbúðum stjórnarflokkanna um að töluverðar líkur séu á auknum úr- sögnum úr Vinstri grænum verði Jón Bjarnason látinn víkja úr emb- ætti, enda beri margir flokksmenn mikið traust til hans vegna afstöðu hans til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Framsóknarflokksins, segir blasa við að verið sé að stokka upp í röðum Vinstri grænna að kröfu Samfylkingarinnar. Með ólíkindum sé hvernig formaður og forysta VG láti undan kröfum samstarfsflokks- ins. „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Samfylk- ingin hefur hamast á Jóni Bjarna- syni vegna skoðana hans í Evrópu- sambandsmálum án þess að formaður flokksins svo lítið sem lyfti litla fingri honum til varnar,“ segir Ásmundur Einar, sem áður sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Margir hljóta einn- ig að spyrja sig hvort þjóðin myndi ekki fremur vilja losna við Jóhönnu og Steingrím en þá ráðherra sem rætt er um að setja út nú.“ Fyrstu tvo dagana eftir að jóla- hátíðinni lauk áttu oddvitar ríkis- stjórnarflokkanna í viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar þar sem farið var yfir mögulega aðild flokks- ins að ríkisstjórninni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir viðræðurnar vera á frumstigi og þær geti vart talist formlegar. „Það var farið yfir sjónarmið og hversu langt menn væru tilbúnir að ganga. Ég held að það gefi augaleið að þau væru ekki að tala við okkur nema af því að þau eru að reyna að halda meirihluta. Það er uppi mikil óvissa í stjórnarliðinu vegna fyrirhugaðra breytinga á ráðherraliðinu.“ Gera ekki kröfu til embætta Þór segir skuldamál heimilanna þránd í götu mögulegs samstarfs. „Það strandaði á því máli eins og svo mörgum öðrum. Okkur fannst VG og Samfylkingin ekki vera tilbú- in að ganga nógu langt í þessum málum,“ segir Þór. Margrét Tryggvadóttir, flokks- systir Þórs, segir að Hreyfingin eigi að hluta til mikla samleið með stjórnarflokkunum, til dæmis í stjórnarskrármálinu. Hún vísar því á bug að Hreyfingin geri það að kröfu að Jón Bjarnason víki úr stjórninni. „Við höfum ekki gert neina kröfu um að fá sjálf embætti né að ráðherrar víki. Við höfum hins vegar komið því á framfæri að við erum ekki ánægð með stjórn þings- ins en höfum ekki minnst á Jón í við- ræðunum.“ Morgunblaðið/Ómar Ráðherraspilin stokkuð  Talið að Jón og Árni fari úr stjórn  Óánægja innan Samfylkingarinnar  Viðræður við Hreyfinguna um aðild að ríkisstjórn  Rætt um nýtt ráðuneyti Flokksstjórn Samfylk- ingarinnar hefur verið boðuð á fund í kvöld og er aðeins eitt mál á dagskrá; áform um breytingar á ríkisstjórn. Flokksráðsfundur VG hefur einn- ig verið boðaður klukkan 19 í kvöld og er sama mál þar á dag- skrá, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. „Nú eins og í september 2010 þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn er boðað til flokks- stjórnarfundar,“ segir í auglýsingu á vefsíðu Samfylkingarinnar. Fé- lagar í Samfylkingunni hafa seturétt á flokks- stjórnarfundum. Í flokksráð VG eru kjörnir fjörutíu fulltrúar á landsfundi, en auk þeirra eiga sæti í ráðinu allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, alþingismenn, formaður Ungra vinstri-grænna, formenn svæð- isfélaga og formenn kjördæm- isráða. Flokksstjórn og flokksráð BOÐAÐ TIL FUNDA UM BREYTINGAR Á RÍKISSTJÓRN Anna Lilja Þórisdóttir Baldur Arnarson Skúli Hansen Ráðherrum ríkisstjórnarinnar fækkar úr tíu í átta gangi eftir það sem víst þótti í gær, að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð- herra, og Jón Bjarnason, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, yfir- gefi ríkisstjórnina og aðrir komi ekki í þeirra stað. Nokkurrar óánægju gætti með þessar breytingar innan Samfylk- ingarinnar, s.s. að veikja ráðuneyti efnahagsmála og einnig með að setja Árna Pál út úr ríkisstjórn. „Þessu verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust,“ sagði einn heimild- armaður Morgunblaðsins. Mikið var fundað í gær og fram á kvöld en fáir voru tilbúnir að tjá sig undir nafni. „Ég tjái mig ekkert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum innan ríkisstjórnarflokkanna þykir líklegt að á þingflokksfundum stjórnarflokkanna síðdegis í dag verði lagðar fram tillögur um að þessir tveir ráðherrar víki úr emb- ættum. Stokka upp fyrir Samfylkingu? Sömu heimildir herma að vænt- anlega verði einnig stefnt að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis en ekki Hagnaður Rík- isútvarpsins ohf. á reiknings- tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 nam rúmum sex- tán milljónum króna, að því er segir í ársreikn- ingi hlutafélagsins opinbera sem birtur var í gær. Í skýrslu stjórnar segir að niðurstaðan sé í samræmi við áætlanir félagsins. Einnig segir í ársreikningnum að eignir félagsins nemi um 5,5 millj- örðum króna og bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins sé 736.764.925 króna. Eiginfjárhlutfall RÚV er 13,25%. Þegar rýnt er í reikninginn kemur í ljós að auglýsingatekjur hins op- inbera hlutafélags námu rúmum 1,5 milljörðum króna, kostun 180 millj- ónum króna og þjónustugjöld þrem- ur milljörðum króna. Heildarlaun og þóknanir til tíu helstu stjórnenda félagsins námu 94,4 milljónum króna, þar af runnu 13,3 milljónir króna til útvarps- stjóra. Laun útvarpsstjóra rekstr- arárið 2009-2010 voru 15 milljónir króna. Sextán milljónir í hagnað  RÚV fékk 1,5 millj- arða í auglýsingar Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu kom tveimur gangandi vegfar- endum, er voru illa á sig komnir vegna vímu- efnaneyslu, til bjargar í fyrri- nótt. Annar fannst í snjóskafli í einu af úthverfum borgarinnar og hefði get- að farið illa hefði hann ekki fundist. Sá fékk að gista fangageymslur til morguns. Hinn átti erfitt með að standa í fæturna vegna ástands síns auk þess að vera illa klæddur til útiveru. Sá tók afskiptum lögreglu fálega og þurfti að færa hann með valdi í lög- reglubifreið. Maðurinn náði áttum í bílnum og var ekið til síns heima. Þar skildi hann við lögreglumenn- ina, sáttur við þá og störf þeirra. Fannst illa á sig kominn í snjóskafli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.